Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 ‘ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur ÁSTARSAGNAHÖFUNDAR FRAMLEIÐA ÁST í TONNATALI Handbók heigulsins How to dump a Guy - A Coward’s Manual. Eftir Kate Fillion og Ellen La- dowsky. Workman Publishing New York 1998 HANDBÆKUR eru til ýmissa ^hluta nytsamiegar. Bækur um eyrnalokkasmíði, umpottun blóma og hvernig-er-best-að-stjórna-lífi- sínu-sem-oft-er-ægilega-erfítt bæk- ur eru skrifaðar fyrir alla þá sem vilja lesa. Undirrituð er mikill áhugamaður um hvernig-er-best-að bókmenntir og fyrir stuttu rak á fjörur hennar drottning hand- bókanna. Handbók fyrir skræfur, aula og blekkingasmiði. Handbók fyrir stelpur sem þora ekki að segja kærastanum sínum upp! Höfund- arnir Kate og Ellen, sem hafa sam- * tals 30 ára „uppsagnarreynslu“, gera óspart grín að sjálfum sér, öðrum kvenskræfum og þeim flóknu aðstæðum sem upp geta komið þegar segja þarf upp strák. Fyrri hluti bókarinnar reifar ýmis huglæg mál eins og „hvemig veistu að nú er mál að linni?“, „hvemig nærðu til skræfunnar innra með þér?“ og „hvernig sérðu hvort auð- velt sé eður ei að segja þessum gæja upp?“ Lagðir em fram spuminga- listar - til að fínna út hvort hún sem er að lesa sé virkilega tilbúin fyrir atburðinn stóra. Seinni hluti bókarinnar tekur á at- burðinum sjálfum. Frá A-Ö. Þær stöllur byrja á að lýsa því hvernig 'ekki á að gera hlutina. Áthæfí eins og að hætta einfaldlega að hringja, bíða eftir pínulitlum mistökum af hans hendi og springa þá gjörsam- lega úr reiði, hætta að þvo sér, borga annarri stelpu til að taka við og fleiri skræfuleiðir em ekki metn- ar mikils. Þær lýsa heigulshætti og era allt of fyrirsjáanlegar. Að segja upp strák er nefnilega verkefni sem tekur fleiri vikur að undirbúa og að mörgu þarf að hyggja ... Hvenær: Besti tíminn til verkn- aðarins er föstudagskvöld klukkan 19:00. Af hverju? Því þá hefur hann helgina til að sleikja sárin og þú hefur tíma fyrir stefnumót með öðr- um sama kvöld!! Ekki má gleyma '■*að tveimur vikum fyrir sprengjuna miklu þarftu að taka hlutina þína smátt og smátt úr íbúðinni hans, breyta PIN númerum og aðgangs- orðum sem hann kann og láta hann bora fyrir hillunum og kíkja á þvottavélina STRAX!! (í hreinskilni sagt em iðnaðarmenn fjári dýrir nú til dags.) Uppáhaldskafli undirritaðrar ber yfírskriftina „Við verðum að tala saman“ og hefur að geyma tæplega 30 byrjunarlínur fyrir uppsagnar- ræðuna. Setningar eins og „Ég elska ^,þig of mikið“, „Það ert ekki þú, það er ég sem er ástæðan”, „Hinu sjálf- inu mínu, Olgu, likar illa við þig“ eða „Viltu giftast mér“!! Og þú munt sjá undir hælana á honum hvort sem er!! Og mundu: Ef segja á upp strák í gegnum símsvara skaltu muna að skrjáf í fyrirframskrifuðu handriti er afar ósmekklegt. Oddný Sturludóttir ÁSTARSÖGUR eru ein allra vinsælasta tegund bókmennta í heiminum, að minnsta kosti ef litið er á sölu- tölur. Einn söluhæsti ástarsagnahöfundur nútímans, Nora Ro- berts, hefur skrifað 120 ástarsögur sem þýðir að frá henni hef- ur komið bók á að meðaltali tveggja mánaða fresti síðustu 20 ár. Á síðasta ári komust fjórar af bók- um hennar í efsta sæti á lista yfír mest seldu pappírskiljurnar í Bandaríkjunum og f allt hafa um 88 millj- ónir eintaka af bókum hennar verið prentað- ar. Alvöru bækur fyrir alvöru fólk Nýlega var haldin ráðstefna ástarsagna- höfunda í Bandaríkj- unum og komu þar saman 8.000 höfundar sem hlýddu á fyrir- lestra, tóku þátt í vinnuhópum og deildu með sér reynslu sinni í faginu. Roberts var meðal þátttakenda á ráðstefnunni og lýsti því m.a. hvað sér þætti þreytandi að vera spurð að því hvenær hún ætli nú að fara að skrifa alvöru skáldsögu. Hún kveðst ekki kunna við slíkar spurningar því hún sé að skrifa alvöru skáldsögur sem séu lesnar af alvöru fólki. „Bækur sem teljast til fínna bókmennta kunna að valda ein- hveiju fjaðrafoki þegar þær koma út, en þær ná ekki til fjöldans. Við náum hinsvegar til Ijöldans," segir Roberts. Ohætt er að segja að þetta séu orð að sönnu því í nýlegri könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós að um 45 milljónir bandarískra kvenna lesa ástarsögur reglulega og er það um þriðjungur allra kvenna þar í landi. Á hinn bóginn eru karlmenn aðeins um tíundi hluti lesenda ástarsagna og þeir eru einnig örfáir í hópi ástarsagnahöfunda. Það kom einnig fram í sömu könnun að konur sem gegna valdastöðum og eru hátt settar innan fyrir- tækja eru duglegar við lestur ástarsagna og lesa að meðaltali 14 bækur af því tagi á mánuði. Allt í allt eru gefnir út um 1.900 nýir ástarsagnatitlar á ári í Bandaríkjunum og koma bæk- urnar út í alls 200 milljónum eintaka. Ástarsögur eru seldar fyrir meira en milljarð Banda- ríkjadala árlega sem jafngildir um 73 milljörðum íslenskra króna. Eiga virðingu skilið Jo Ann Ferguson, sem er for- maður samtaka ástarsagnahöf- unda í Bandaríkjunum, segir að ástarsögur eigi virðingu og við- urkenningu skilið fyrir að fjalla um viðkvæm mál eins og stöðu einstæðra foreldra og heimilis- ofbeldi. Hún segir enn fremur Margar sögupersónur ástarsagna hafa orðið ódauðlegar og þeirra á meðal eru Rhett Butler og Scarlett O’Hara. Hér sjást þau Clark Gable og Vivien Leigh í hlutverkum si'num í kvikmyndinni Gone With the Wind sem byggð var á skáld- sögu Margaret Mitchell. þurfí höfundur að lúta ákveðn- um reglum. Hún segir að lesend- ur viti eftir hveiju þeir séu að sækjast og að höfúndurinn verði að vera reiðubúinn að veita þeim það. Reglurnar séu ein- faldar en strangar, sögumar verða að enda vel og framhjá- hald er stranglega bannað. Roberts er reyndar ósammála og segir að maður noti upp- skrift til að baka köku en ekki til að skrifa bók. Það gæti til dæmis vel hent einhverjar af söguhetjum hennar að halda fram hjá, því hún sé að skrifa um fólk sem sé, eins og alvöru fólk, ófullkomið. „Af hveiju þyrfti það annars að verða ást- fangið?“ spyr hún. Hún viður- kennir þó að örlög sögupersóna sinna liggi nokkuð Ijós fyrir, sérstaklega þegar söguhetjurn- ar séu eitt sinn búnar að ná saman. Jafnvel þó að persón- urnar viti ekki að þær eru að verða ástfangnar upp fyrir haus, þá viti lesendur að þær eigi eftir að verða hamingju- samar saman til æviloka. Segðu mér sögu Roberts segist líta á skrif sín sem skemmtun og afþreyingu. „Ef fólki tekst að Iæra eitthvað af skrifum mínum fínnst mér það frábært og ef þau veita fólki smá frí og hvfld um stund fínnst mér það líka frábært. En ég er ekki eingöngu að skrifa til þess að fólk geti flúið burt frá erfið- leikum eða gráum hversdags- leikanum, enda les fólk ekki bækur af þeirri ástæðu að líf þess sé svo ömurlegt, heldur les fólk af því að það vill Iáta segja sér sögu.“ 88 mi,,Jonum eintaka. að ástarsögur eigi rætur sínar að rekja til bóka á borð við Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen og Tom Jones eftir Henry Fielding en báðar þessar bækur teljist til góðra og gildra bókmennta. Hún bendir einnig á að oft sé list ekki metin að verð- leikum fyrr en fram líði stundir og að bækur Charles Dickens hafí til dæmis ekki talist til bók- mennta fyrst þegar þær komu út. Verða að enda vel Annar þekktur ástarsagnahöf- undur, Tony Carrington, segir- að þegar ástarsaga sé skrifuð Eilíf ást í bókum Snörur lagðar How To Snare A Millionare. Lisa Johnson. 1995 Northwest Publishing, Inc. St. Martin’s Paperbacks VERÐMÆTAMAT fólks er ólíkt og misjafnt er hvað fólk telur að muni veita því sanna lífshamingju. Sumir telja að hamingjan sé föl fyrir fé og það er gömul saga og ný að konur giftist til fjár. í bókinni „How To Snare A Millionare” eftir Lisu Johnson er hreinlega gengið út frá því að það sé æðsta takmark allra kvenna að eignast peninga. Gott og vel, sé þessi forsenda um eðli kvenna samþykkt í bili (a.m.k. á meðan á lestrinum stendur) er bók- in hin besta skemmtun og bráðfynd- in aflestrar. Johnson er sjálfskipaður sérfræð- ingur í því að landa milljónamær- ingum, enda hefur árangur hennar verið með eindæmum en hún segist hafa fengið bónorð frá 65 vellríkum mönnum. Hún leggur mikla áherslu á það að konur þurfi ekki að vera óvenjulega fallegar eða vel vaxnar, vel menntaðar eða auðugar til að takast það sama og bendir á að hún sé sjálf frekar venjuleg kona sem hafi bara náð valdi á ákveðinni tækni. Bókin tekur verkefni sitt vís- indalegum tökum og era gefnar ná- kvæmar og skipulegar leiðbeiningar um það hvemig eigi að snara millj- ónamæring. Fjallað er um útlit og framkomu sem era mikilvægir þættir því snyrtimennska og mannasiðir skipta gríðarlegu máli í samskiptum við hina ríku. Sagt er frá því hvar ríku náungamir halda sig, hvemig hægt sé að fá þá til lags við sig og hvemig eigi að hugsa um þá þegar búið er að snara þá. Farið er ítarlega í umhirðu milljónamær- inga, nokkrar góðar matarapp- skriftir látnar fljóta með og síðast en ekki síst eru gefin nokkur gull- tryggð ráð til að fá þá til að bera upp bónorðið í lokakaflanum sem heitir „samningurinn innsiglaður: ertu tilbúin?" í eftirmála bókarinnar er konum óskað til hamingju með að geta nú krækt sér í ríkan mann en alvarleg vamaðarorð koma þó í kjölfarið. Þær skuli fela bókina á góðum felu- stað því milljónamæringarnir megi alls ekki nappa þær við lestur á henni og uppgötva þannig að þeir hafi verið veiddir eftir flókinni tækni sem búið sé að gefa út á bók. Það skemmtilega og jafnframt undarlega við þessa bók er það að Johnson virðist vera fúlasta alvara. Hún virðist ennfremur ganga út frá því að allar konur deili hennar eigin lífsgildum og telur sjálfsagt að þær sækist fyrst og fremst eftir peningum til að verða hamingju- samar. Lítið sem ekkert er talað um mannkosti milljónamæring- anna og ekki virðist tekin inn í myndina sú glæta að það geti skipt máli hvernig manneskja það er sem maður eyðir hinum langþráða auði með og eins fer lítið fyrir ást- inni í umræðunni. Birna Anna Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.