Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tvær nýjar sýningar í Minjasafninu á Akureyri vekja athygli
Gersemar úr eyfírskum kirkj-
um og sag*a byggðar í Eyjafírði
Góð aðsókn hefur veríð
að Minjasafninu á
Akureyri eftir að það
var opnað að nýju að
gagngerum endurbót-
um loknum þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní síð-
astliðinn. Tvær nýjar
sýningar voru settar
upp af því tilefni, önnur
ber heitið „Gersemar“
en hin heitir „Eyja-
fjörður frá öndverðu“.
Margrét Þdra Þdrs-
dóttir blaðamaður og
Kjartan Þorbjörnsson
ljósmyndari skoðuðu
sýningarnar í fylgd
Morgunblaðið/Golli
Guðrún María Kristínsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Hökull úr Hrafnagilskirkju frá árinu 1682 en Andreas Börresen, kaup-
maður á Akureyri, gaf kirkjunni hann. Pjær sést í altaristöflu úr sömu
kirkju, sennilega frá árunum kringum 1800.
Guðrúnar Maríu Krist-
insdóttur safnstjóra.
SÝNINGIN „Gersemar" er í
Kirkjuhvoli, húsi Minjasafns-
ins og var hún sett upp í
tengslum við kristnitökuafmælið í
samvinnu við Þjóðminjasafnið og
kristnitökunefnd Eyjafjarðarpró-
fastsdæmis. Þórunn Sigríður Þor-
grímsdóttir er hönnuður sýningar-
innar sem stendur til næstu ára-
móta. Tilgangur sýningarinnar er að
sýna nokkuð af þeim fomu dýrmætu
gripum sem voru í eigu eyfirskra
kirkna fyrr á tímum, en hvergi er
jafnmargt fomra og merkra kirkna í
einu héraði hérlendis og í byggðum
Eyjafjarðar. Þar stendur t.d. ein af
gömlu torfkirkjunum, Saurbæjar-
kirkja og allnokkrar timurkirkjur af
elstu gerð, byggðar um og fyrir
miðja 19. öld. „Nú gefst fólki ein-
stakt tækifæri á að sjá þessa gripi
heima í héraði, en að sýningu lokinni
um áramót verða þeir fluttir suður á
Þjóðminjasafn aftur. Við vonum að
sem flestir noti sér þetta tækifæri,“
sagði Guðrún María.
Margt dýrgripa úr
eyfírskum kirkjum
Á meðal gripa á sýningunni er
kaleikurinn frá kirkjunni í Gmnd í
Eyjafirði, en á hann er grafið ár-
talið 1489 og er hann langelstur
þeirra gripa Þjóðminjasafnsins sem
bera greinilegt smíðaártal. Meðal
fleiri dýrgripa úr Gmndarkirkju má
nefna korpóralshús sem höfð vom
til að geyma korpóralsklútinn, vígð-
an hvítan líndúk sem breiddur var á
altarið undir kaleikinn og patínuna í
kaþólskum sið. Það er talið enskt að
upprana frá síðari hluta 15. aldar.
Stóll hústrú Þómnnar Jónsdóttur á
Grand, Grandarstóllinn svonefndi,
er þar einnig en hans er getið í virð-
ingargerð kirkjunnar árið 1551. Alt-
aristafla úr Grundarkirkju, líklega
frá tímabilinu 1664-1673 er og á
sýningunni sem og fleiri gripir.
Þá gefst gestum kostur á að líta
maríulíkneski frá Möðravöllum í
Hörgárdal, skorið út í eik, altaris-
klæði frá síðmiðöldum úr Sval-
barðskirkju og róðukross skorinn út
í birki úr Saurbæjarkirkju, en hann
er talinn íslensk smíð frá 15. öld.
Ljósakróna, lítil og gamalleg úr
Miklagarðskirkju er til sýnis, en
hún er talin íslensk smíð frá 15. öld.
Flestar skriftarskífur sem varð-
veist hafa era norðlenskar að upp-
rana og ein þeirra úr Glæsibæjar-
kirkju er á sýningunni. Hún er úr
beykitré með áföstu hylki sem á hef-
ur verið rennilok sem nú er glatað.
Loks má nefna ljósstjaka úr Laufás-
kirkju, útskorinn og málaðan engil
sem heldur á kertapípu úr jámi.
Eyjafjörður frá
öndverðu
Sýningin „Eyjafjörður frá önd-
verðu“ segir sögu Eyjafjarðar frá
landnámi og fram til siðaskipta og
sagði Guðrún María að áhersla væri
lögð á landnám fjarðarins, heiðna
greftranarsiði, miðaldaverslun, sem
og kirkjur og klaustur í héraðinu.
Fremst í sýningarsalnum, svo-
nefndu Norðurhúsi, er líkan af
Eyjafirði þar sem veittar era upp-
lýsingar um allt að 60 staði, m.a.
þéttbýlisstaði, kirkjur, sögustaði og
fleiri athyglisverða staði. Þegar
gestir hafa skoðað líkanið gefst
þeim kostur á að máta hæð sína við
landnámsmenn Eyjafjarðar Helga
magra og Þóranni hyrnu og bömin
geta mælt sig við fyrsta innfædda
Eyfirðinginn, Þorbjörgu Hólmasól,
dóttur þeirra, sem fæddist úti í
hólma í Eyjafjarðará. Meðalhæð ís-
lenskra kvenna var á landnámsöld
161 sentímetri og karla 172 sentí-
metrar.
Að því búnu gefur að líta báta-
kuml, sem Daníel Braun höfuðs-
maður í danska hemum og fom-
leifafræðingur gróf upp á Dalvík
1907. í því reyndust vera bein
manns, hunds og hests. Bátakuml
era sjaldgæf hér við land, teljandi á
fingram annarrar handar en tvö
þeirra fundust á Dalvík.
HeimUisfólki á
Granastöðum gerð skil
Granastöðum, býli innst í Eyja-
firði í u.þ.b. 250 metra hæð yfir
sjávarmáli era gerð góð skil á sýn-
ingunni. Fomleifauppgröftur stóð
yfir þar árin 1987 tU 1991, en áður
var lítið vitað um staðinn. Grana-
staða er getið sem býlis Grana í
Reykdælasögu og í einni útgáfu
Landnámu er Grani sagður vera
sonarsonur Helga magra.
Á sýningunni era ýmsir munir
sem fundust við uppgröftinn, perl-
ur, taflmenn úr hneftafli, pottur og
brot úr greiðu svo dæmi séu tekin.
Um 15 manns bjuggu á Granastöð-
um að talið er og þar var stundaður
algjör sjálfsþurftarbúskapur. Dýr
hafa verið höfð til matar, en nokkuð
af beinum fannst á svæðinu. Þá
höfðu íbúar Granastaða aðgang að
sjávarfangi.
Áhersla er lögð á Gásir þegar
kemur að verslunardeildinni, en
Guðrún María segir brýnt að gera
staðinn aðgengilegan almenningi og
koma á framfæri upplýsingum um
hann. Gásir sem era nokkuð norðan
við Akureyri vora aðalverslunar-
staðurinn við Eyjafjörð þegar á 12.
öld en síðast er getið siglinga þang-
að 1391.
Sýnishom af verslunarvöra sem
eyfirskt handverksfólk útbjó er á
sýningunni.
Þá era kristnitökunni gerð skil,
Stóll Þórunnar Jónsdóttur á
Grund en hans er getið í virð-
ingargerð kirkjunnar árið 1551.
kirkjum í héraðinu sem og klaustr-
um. Meðal gripa má nefna eftirgerð
af upsakristi, elsta kristnitákni sem
til er í Eyjafirði og einnig er þar
bjalla sem fannst í jörðu við Önguls-
staði og er frá tímabilinu 1000 til
1100 og kirkjuklukkur úr Þöngla-
bakkakirkju í Fjörðum frá 1300.
Gestir geta og barið augum Möðra-
fellsfjöl, en hún er úr kirkjunni á
Mörðufelli og er frá um 1050 og er
með víkingaaldarútskurði.
Frásögn er um Jón Arason bisk-
up en hann fæddist í Eyjafrrði, sótti
skóla að Munkaþverá og var prest-
ur á Hrafnagiii. Þá var dauðadómur
hans kveðinn upp á Oddeyri árið
1551, ári eftir að hann var líflátinn.
Ymsir gripir aðrir era á sýning-
unni svo sem kljásteinavefstaður og
Enn meiri verðlækkun.
Stök pör á ótrúlegu verði.
Kíktu í Fjörðinn.
Útsölunni lýkur á laugardag.
Nýtt kortatímabil.
S KÓ | S
Fjarðargölu 13-15, s. 565 4275 og 555 1890 - t.,n S. 555 1890 og 565 4275
Kirkjuklukkur úr Þöngla-
bakkakirkju í Fjörðum en þær
eru frá árinu 1300.
Eftirgerð Upsakrists, elsta
kristnitákns úr Eyjafirði.
Postulamynd, sennilega af Jó-
hannesi guðspjallamanni en
hún er sögð vera úr kirkjunni í
Saurbæ í Eyjafirði.
af og til kemur listakonan Hadda á
Minjasafnið og sýnir gestum vinnu-
brögðin, en afar seinlegt og erfitt
verk er að vefa á hann.
Akureyri um
aldamót
í kjallara safnsins er sýningin
Hér stóð bær, en hún hefur staðið
þar um nokkurt skeið og verður
tekin niður um næstu áramót þegar
sýningin Akureyri um aldamót leys-
ir hana af hólmi. Á sýningunni í
kjallaranum era torfbæjarlífi fyrri
alda gerð skil, en á sýningunni sem
opnuð verður vorið 2000 verður
stiklað á stóru í sögu Akureyrar-
bæjar og áhersla lögð á fern alda-
mót, eða frá því verslun komst á í
bænum til vorra daga.