Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 23 LISTIR Fyrirlestur 1 Snorrastofu í kvöld Snorri er þekktasti rithöfundur Islendinga Nýjar bækur • ÍSLENSKA steinabókin er eftir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson. Ljós- myndir eru eftir Grétar Ei- ríksson. I formála höfunda segir m.a.: „Bók sú sem hér liggur fyrir fjallar eingöngu um ís- lenska steina. I henni er lýst helstu steindum og bergteg- undum sem hér finnast og að auki ýmsum afbrigðum þeirra. Bókin miðast einkum við þarfir áhugafólks sem vill læra að þekkja hið algengasta og auð- sæilega í hinu fasta bergi lands okkar. Jarðfræði landsins er lýst í ágripi þar sem stærstu drættirnir í byggingu þess eru dregnir fram og helstu berg- myndanirnai' útskýrðar." Ljósmyndir eru af fjölda bergtegunda og steinda og lýst er öllum helstu atriðum sem hafa þarf í huga við greiningu þeirra. Skýr grein er gerð fyrir myndunarskilyrðum, bæði bergtegunda og holufyllinga. Kristján Sæmundsson er jarðfræðingur og starfar á Orkustofnun. Hann hefur víða unnið að jarðfræðikortlagningu og j arðhitarannsóknum. E inar Gunnlaugsson er jarðefnafræð- ingur og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur við jarðhitarann- sóknir. Grétar Eiríksson er tæknifræðingur og þekktur fyrir ljósmyndir úr náttúru landsins. Útgefandi er Mál og menn- ing. Islenska steinabókin er 233 bls., íhandhægu broti. Bókin er unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna hannaði auglýsingastofan Næst hf. Verð: 4.480 kr. NÆSTA viðfangsefni Snorrastofu í Reykholti er opinn fyrirlestur um áhuga Svía á Snorra í gegnum ald- irnar. í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21, mun Karl Gunnar Johans- son, handritafræðingur við Háskól- ann í Gautaborg og þýðandi fornís- lenskra bókmennta, halda fyrir- lestur er ber heitið „Snorri og göt- icismen“. Erindið, sem flutt verður á íslensku, er liður í röð fyrirlestra er nefnist „Fyrirlestrar í héraði", en nú þegar hafa fimm slíkir verið haldnir. Vagga norrænnar menningar I Svíþjóð er gjarnan litið á Is- land sem vöggu norrænnar menn- ingar eða „Grikkland norðursins". Þar sé uppspretta hins norræna goðsagnaheims, norrænnar sögu og norrænnar tungu. Undir þessa hugmynd er tekið í sænskum kennslubókum, þar sem hin sænska bókmenntasaga hefst ætíð á umfjöllun um rúnaristur og eddu- kvæði, eins og þau hafa varðveist á íslandi, og í kjölfar þess er sagt frá Islendingasögunum. Sama gildir auðvitað um bókmenntasögu Norð- manna og Dana. Sem dæmi um áhuga Svía á íslenskri menningu er fjöldi umsókna ár hvert um að fá að stunda nám í íslensku við Há- skólann í Gautaborg, en dæmi er um að yfir 300 hafi sótt um. Norð- menn, Svíar og Danir hafa því flestir einhverjar mótaðar hug- myndir um íslenska þjóðmenningu í farteskinu við komuna til Islands. Skandinavar koma því ekki einung- is til þess að kynnast þjóðmenn- ingu Islendinga, heldur einnig mik- ilvægum þætti í eigin menningu. Þetta vill oft gleymast. Það er því í sjálfu sér ekkert undarlegt að ný þýðing á Heimskringlu frá árunum 1991-93 skuli hafa selst í um 28.000 eintök- um í Svíþjóð og ný þýðing á Snorra Eddu, sem út kom fyrir rúmu ári, í tæplega 10.000. Þetta er mjög mik- ið á sænskan mælikvarða. Þýðend- ur þessara verka eru Johansson, fyrirlesari Snorrastofu, og Mats Malm, sem þýddi Snorra Eddu í fé- lagi við Johansson. Johansson hef- ur að auki þýtt Eglu og skrifað doktorsritgerð um 14. aldar hand- ritið Codex Wormianus, en það handrit inniheldur meðal annars eina gerð Snorra Eddu. Ritgerðina varði Johansson við Háskólann í Gautaborg árið 1997. Snorri þekktasti höfundurinn Karl Gunnar Johansson segir að mikill og vaxandi áhugi sé á Snorra og íslenskum fornbókmenntum í Svíþjóð. Að hans mati er um vissa endurreisn að ræða á þessari öld en fyrstu þýðingarnar birtust þeg- ar á þriðja áratugnum í Svíþjóð. Mikill áhugi væri reyndar á mið- öldum meðal Svía og Snorri væri einna mikilvægastur hvað þær varðaði og líka skemmtilegastur. Snorri og Svíþjóð tengjast bönd- um? „Já, það er ekki síst goðafræðin, Ynglingasagan og svo var Sighvat- ur skáld líka í Svíþjóð. Frásagnir Snorra eru lifandi bókmenntir." Hér heima má sjá þess merki að rithöfundar leita til fornbókmennt- anna. Er svipað á döfínni í Svíþjóð? „Já, í Svíþjóð og alls staðar á Norðurlöndum. Mystík miðalda hrífur fólk og má nefna sem dæmi víkingasýningu í Kaupmannahöfn og það að víkingabyggðir eru að myndast við strendur Svíþjóðar og á Gotlandi. Snorri er mjög þekktur í Svíþjóð, kannski þekktasti ís- lenski rithöfundurinn, en Laxness kannast menn vitanlega líka við.“ Karl Gunnar var inntur eftir því sem oft heyrist að sögurnar séu sameiginlegur norrænn arfur og sagði hann að þær væru norrænar í þeim skilningi að þær sæktu efni til Norðurlanda en íslenskur upp- runi þeirra væri óumdeilanlegur. Þær væru íslenskar þótt efnið sé stundum frá öðrum löndum. Áheyrendur í Reykholti fá að kynnast mati á sögunum frá sænskum sjónarhóli, en þær hafa verið á dagskrá í Svíþjóð síðan á sautjándu öld. Fyrsti þýðandinn var reyndar íslenskur, Jonas Rug- Morgunblaðið/ Sverrir Karl Gunnar Johansson segir að áhugi fari vaxandi á Snorra og mystík miðalda. man, sem var kyrrsettur í Svíþjóð á leið til Kaupmannahafnar fyrr á öldum. Þýðing Snorra Eddu var mikið verk enda naut Johansson fullting- is Mats Malm. Hann segir að úti- lokað sé að færri en tveir fáist við slíka iðju. Næst hyggst hann þýða skáldasögur ef tóm gefst. Þess má geta að hann tekur þátt í vinnufundi í Reykholti ásamt fjöru- tiu öðrum fræðimönnum. Eftir Johansson ér auk margs annars þýðing á Hávamálum sem fáanleg er í bókaverslunum hér. Úr því og fleiru vill hann þó ekki mikið gera, en lýsir yfir ánægju sinni með að tala um Snorra í Reykholti. Fyrirlesturinn verður sem fyrr segir fluttur á íslensku n.k. mið- vikudag kl. 21 og fundarstaður verður Safnaðarheimili Reykholts- kirkju. Aðgangseyrir er 400 krón- ur. Biskupsvísitasía 1999 Múlaprófastsdæmi Biskup (slands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Múlaprófastsdæmi 17.-27. ágúst 1999. Guðsþjónustur verða í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Heimamenn sem og ferðamenn eru velkomnir til þessara athafna. Guðsþjónustur verða sem hér segir: Þriðjudagur 17. ágúst 20.00 Möðrudalskirkja á Efra Fjalli: Guðsþjónusta Miðvikudagur 18. ágúst 13.00 Guðsþjónusta í Hofskirkju. 20.00 Vopnafjarðarkirkja: Messa Fimmtudagur 19. ágúst 14.00 Guðsþjónusta í Kirkjubæjarkirkju 17.00 Guðsþjónusta í Hjaltastaðakirkju 20.30 Eiðakirkja: Messa Föstudagur 20. ágúst 10.30 Kirkjuskoðun og síðan guðsþjónusta í Húsavík 15.00 Guðsþjónusta á Klyppstað 20.00 Bakkagerðiskirkja: Messa Laugardagur 21. ágúst 14.00 Skeggjastaðakirkja: Messa Sunnudagur 22. ágúst 14.00 Þórshöfn: Kirkjuvígsla Mánudagur 23. ágúst 10.00 Elliheimilið Vopnafirði: Helgistund 13.00 Sleðbrjótskirkja: Guðsþjónusta 17.30 Eiríksstaðakirkja: Guðsþjónusta 21.00 Hofteigskirkja: Guðsþjónusta Þriðjudagur 24. ágúst 14.00 Áskirkja: Guðsþjónusta 20.00 Valþjófsstaðarkirkja: Messa Miðvikudagur 25. ágúst 15.30 Egilsstaðir, sjúkrahús: Helgistund 20.30 Egilsstaðakirkja: Messa Fimmtudagur 26. ágúst 17.00 Þingmúli: Guðsþjónusta 20.00 Vallanes: Guðsþjónusta Föstudagur 27. ágúst 14.30 Helgistund á sjúkrahúsinu 20.00 Seyðisfjarðarkirkja: Messa Embætti biskups íslands Flymo Turbo Compact E330 Létt loftpúðavél með grassafnara. 1400 w rafmótor. Verð kr. 25.941,- Husqvarna 245R vélorf Atvinnutæki sem slær kanta, grasbrúska og illgresi. 2.7 hp bensínmótor, 8.6 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja. Verð kr3&4$ff E330 Turbo Light Létt loftpúðavél fyrir litlar lóðir. 1150W rafmótor. Verð kr. MTD GE45 4 hp B&S bensínmótor. Sláttubreidd 45 sm. 80 lítra safnkassi. Verð kr.^9v25?;- Flymo L47 Létt loftpúðavél. Notuð af atvinnumönnum. Hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. m Verð kr.JiíéW^- m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.