Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: UM BANKA OG FJÖLMIÐLA SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins og annar af helztu leiðtogum Samfylkingarinnar, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, sem bersýnilega átti að vera eins konar svar við þeirri gagn- rýni, sem Morgunblaðið beindi að þingmanninum í forystu- grein í síðustu viku, að hann hefði með ómaklegum hætti gert Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra, upp annarlegar hvat- ir vegna þeirrar afstöðu for- sætisráðherra, að setja ætti lög um dreifða eignaraðild að bankakerfinu. í samtali við Dag horfði Sighvatur Björg- vinsson alveg fram hjá því, að Davíð Oddsson gerði grein fyr- ir þessum sjónarmiðum sínum snemma í ágústmánuði á síð- asta ári í samtali við Morgun- blaðið. í grein sinni hér í blað- inu í gær víkur formaður Al- þýðuflokksins ekki einu orði að þessum athugasemdum Morg- unblaðsins. Má honum þó vera ljóst, að þá kröfu er hægt að gera til formanns stjórnmála- flokks sem hefur þar að auki langa ráðherrareynslu að baki að hann vandi málflutning sinn og láti ekki standa sig að svo ómerkilegum málatilbúnaði eins og í þessu tilviki. í stað þess að svara þessari gagnrýni gengur Sighvatur Björgvinsson í lið með Finni Ingólfssyni, viðskiptaráðherra, sem sl. laugardag fór að blanda saman umræðum um dreifða eignaraðild að ríkisbönkum við einkavæðingu þeirra og eignar- haldi á fjölmiðlafyrirtækjum, sem aldrei hafa verið í eigu rík- isins. Um þetta sagði Finnur Ingólfsson: „En þau fjölmiðla- fyrirtæki, sem á markaðnum eru og kannski skrifa mest um dreifða eignaraðild eru kannski lokuðustu fyrirtækin í þessum efnum, þannig að menn þyrftu að líta sér svolítið nær í því þegar að menn eru með langa leiðara um það hversu mikil- vægt sé að halda dreifðri eign- araðild, sem ég geri ekki lítið úr en þarna verða menn að taka alla hluti undir.“ í grein sinni segir Sighvatur Björgvinsson m.a.: „I leiðara Mbl. er sagt að rétt sé að setja lög um takmarkaða eignaraðild að bönkum á íslandi af því að takmarkandi lög séu í gildi um eignarhald að fjölmiðlum í Evr- ópu, þó ekki sízt í Bandaríkjun- um. Fordæmið, sem bent er á, er um takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðlum - ekki bönkum. Vill Mbl. fylgja því fordæmi? Takmarka eignarhald á fjöl- miðlum?“ Og síðan segir formaður Al- þýðuflokksins: „Fyrir nokkrum árum átti Árvakur hf. eigandi Mbl. hlut að því með nokkrum öðrum stórum fjárfestum að stofna nýja sjónvarpsstöð á Is- landi, Stöð 3. Henni var ætlað að verða öflugur Ijósvakamiðill. Hvernig hefði því verið tekið í Bandaríkjunum? Draumarnir gengu ekki eftir og fyrirtækið var selt. Hverjum seldi Árvak- ur hf.? Jóni nokkrum Olafssyni. Lokasalan mun hafa farið fram nú í vor. Síðustu hlutirnir seld- ir. Og hverjum. Sama Jóni Ólafs- syni, Jóni í Skífunni. Hvað skyldu bandarísk lög hafa sagt um þau viðskipti?" Og enn segir Sighvatur Björg- vinsson: „Má ég biðja um rökin fyrir því... að í lagi sé á Islandi að fáir og stórir ráði fjölmiðlum en alls ekki bönkunum." Það er merkilegt að bæði nú- verandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi viðskiptaráðherra skuli í þessum umræðum leggja að jöfnu fyrirtæki, sem sum hver hafa verið í eigu íslenzka ríkisins í meira en öld og fyrst nú er rætt um að einkavæða og fjölmiðlafyr- irtæki, sem voru stofnuð af ein- staklingum, hafa aldrei verið í eigu annaira en einstaklinga, hafa verið byggð upp af einstaklingum og íslenzka ríkið aldrei átt krónu í. En kjarni málsins er kannski sá, að hvorugur þeirra skilur þær umræður, sem fram hafa farið beggja vegna Atlantshafsins um eignarhald á fjölmiðlum. Þær umræður hafa ekki snúizt um eignarhald á einstökum fjöl- miðlafyrirtækjum, hvort Sulz- berger-fjölskyldan mætti eiga New York Times eða hvort Gra- ham-fjölskyldan mætti eiga Washington Post eða Conrad Black The Daily Telegraph, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Um- ræðurnar hafa snúizt um eignar- hald sama fyrirtækis eða sömu fyrirtækja á mörgum fjölmiðlum í mörgum greinum fjölmiðlunar. Slíkar umræður hafa ekki far- ið fram hér á landi nema að mjög takmörkuðu leyti enda sjaldan gefizt tilefni til. Þó fjallaði Morg- unblaðið um þessa spurningu í Reykjavíkurbréfi hinn 12. febrú- ar 1995 af gefnu því tilefni, að þá hafði Islenzka útvarpsfélagið, forveri Norðurljósa hf., sem nú reka Stöð 2, keypt 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun hf., útgáfufé- lagi DV. Þá sagði í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins: „Víða er- lendis eru strangar reglur um gagnkvæma eignaraðild sjón- varpsstöðva og dagblaða. Á sum- um svæðum í Bandaríkjunum hefur einn helzti blaðakóngur heims, Rupert Murdoch, t.d. orð- ið að selja dagblöð, sem hann átti til þess að fá leyfi til að kaupa sjónvarpsstöðvar. Fyrir nokkr- um árum seldi hann t.d. blöð í Chicago og Boston til þess að greiða fyrir leyfi til þess að kaupa sjónvarpsstöðvar á þess- um svæðum. Ymsar reglur gilda einnig um þetta í Evrópuríkjum. Kaup íslenzka útvarpsfélagsins hf. á stórum hlut í Frjálsri fjöl- miðlun hf. gefa tæpast tilefni til hugleiðinga um slíkar starfsregl- ur hér. Öðru máli gegndi ef fyr- irtækið keypti meirihluta hluta- bréfa eða öll hlutabréf í Frjálsri fjölmiðlun hf. Þá mundu vafa- laust skapast slíkar umræður hér.“ Nú hafa þessi hlutabréf móð- urfyrirtækis Stöðvar 2 að vísu verið seld aftur en því má þó bæta við, að ef 65% hlutafjár í DV á þeim tíma, þegar þessi við- skipti fóru fram, hefðu ekki verið í eigu eins og sama aðila, þannig að hlutur Islenzka útvarpsfé- lagsins á þeim tíma hefði getað verið ráðandi, hefðu slíkar um- ræður tvímælaiaust orðið hér. Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins átti á sínum tíma 10% hlut í Stöð 3. Sá hlut- ur var langt frá því að vera ráð- andi hlutur í þeirri sjónvarps- stöð, sem að vísu hóf aldrei starfsemi að nokkru ráði. Ef Árvakur hf. eignaðist t.d. meirihluta hlutabréfa í Norður- ljósum hf., sem rekur Stöð 2, er hins vegar engin spurning um, að umræður mundu hefjast hér um ráðandi stöðu eins aðila á fjölmiðlamarkaðnum. Það hefur þess vegna aldrei reynt að ráði á þá spurningu á fjölmiðlamarkaðnum hér á Is- landi, sem orðið hefur til þess, að strangar reglur hafa verið settar bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum um eignarhald á fjöl- miðlum. I raun og veru má segja, að einungis tveir aðilar hafi staðið að umtalsverðum aðgerðum til þess að þrengja eignarhald á fjölmiðlum hér á seinni árum í þeim skilningi, sem hér um ræðir en það er Al- þýðuflokkurinn, undir forystu Sighvats Björgvinssonar, og Framsóknarflokkurinn en Finnur Ingólfsson er nú vara- formaður hans, en þessir aðilar stóðu að því að fækka útgefn- um dagblöðum með sameiningu Alþýðublaðsins, Tímans og Dags í útgáfufyrirtæki sem er að mestu í eign sömu aðila og gefa út DV. Þeir Sighvatur Björgvinsson og Finnur Ing- ólfsson, sem meðlimir í forystu- sveit tveggja stjórnmálaflokka, hafa því báðir lagt sitt af mörk- um til þess að þrengja eignar- hald á fjölmiðlum og koma nú fram á sjónarsviðið með kröfur um hið gagnstæða! Framsóknarflokkurinn hefur verið tregur til að fallast á breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins, hvað þá, að það verði einkavætt. Hvernig mundi Framsóknarflokknum hugnast það, að við einkavæð- ingu Ríkisútvarpsins yrði eitt af núverandi fjölmiðlafyrir- tækjum landsins ráðandi aðili í því? Eða að t.d. nokkur stór út- gerðarfyrirtæki tækju höndum saman um að kaupa meirihluta hlutabréfa í RÚV til þess að tryggja stuðning þess fjöl- miðlafyrirtækis við óbreytta kvótastefnu, svo að dæmi sé tekið? Það skyldi þó aldrei vera, að þá kæmi fram krafa um dreifða eignaraðild að einkavæddu RUV frá bæði Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki, þótt þessir flokkar telji einhver vandkvæði á slíku við einkavæðingu bankanna. Morgunblaðið hefur rakið dæmin um hinar ströngu regl- ur um eignarhald á fjölmiðlum í nálægum löndum til þess að sýna fram á, að því fer fjarri, að ekki sé hægt að setja reglur um dreifða eignaraðild að fjár- málafyrirtækjum hvort sem er hér eða annars staðar. Slíkar reglur er hægt að setja og það þarf að sjálfsögðu að fylgja þeim eftir með ströngu eftirliti en það er líka sjálfsagt að hafa fjármálamarkaðinn undir ströngu eftirliti eins og alls staðar tíðkast. f stað þess að hafa uppi úr- tölur ættu bæði núverandi við- skiptaráðherra og fyrrverandi viðskiptaráðherra að leggja sitt af mörkum til þess að móta slíkar reglur. Það er ekki mál- efnalegt framlag til þeirra um- ræðna að hreyta ónotum í Morgunblaðið eða gera Davíð Oddssyni upp annarlegar hvat- ir. Hér skal fullyrt, að það verður krafa almennings í þessu landi að tryggð verði dreifð eignaraðild að öllum rík- isbönkunum, sem til stendur að einkavæða. Hlutskipti þeirra stjórnmálamanna, sem reyna að draga úr því að það verði gert eða bregða fæti fyrir það verður ekki öfundsvert. D; s R. BALDUR Elíasson |flutti fyrst til Bandaríkj- fanna 1957 en kom síðan til íslands og lauk háskóla- prófi í verkfræði eftir eitt ár í verk- fræðideildinni. Þá flutti hann til Bandaríkjanna og síðan til Sviss þar sem hann lauk námi í verkfræði og stjörnufræði og hagnýtri stærðfræði. Hann flutti þá aftur til Bandaríkj- anna og starfaði í nokkur ár í Kali- fomíu sem rafmagns-stjörnufræðing- ur. „Mér og konunni minni, sem er bandarísk, leiddist mjög að búa í Bandaríkjunum og sérstaklega í Kali- fomíu. Af tilviljun hitti ég síðan mann sem ég kannaðist við á götu í Los Angeles, og hann bauð mér starf hjá í Sviss, og við ákváðum að flytja þang- að á nýjan leik. Þar höfum við búið í þrjátíu ár og kunnað vel við okkur,“ segir Baldur. Hann talar þýsku á vinnustað og ensku heimafyrir, en hefur haldið ís- lenskukunnáttunni við með ágætum og kveðst hafa reynt að heimsækja Island einu sinni á ári. Hann segir og að löngunin til Islands hafi aukist með aldrinum. Hann er nú 61 árs gamall og fer á eftirlaun 65 ára gam- all, en þá hyggst hann stofna ráðgjaf- arfyrirtæki á sínu sérsviði. „Þegar þar að kemur mun ég auka veru mína á Islandi og stend þá Islandi til boða,“ segir hann. í stórkostlegu starfi Baldur starfar hjá sænsk-sviss- neska alþjóðafyrirtækinu ABB og hefur hann aðsetur í Sviss. ABB er gríðarlega stórt fyrirtæki, veltir um 35 milljörðum dollara á ári, eða um 2.450 milljörðum króna, og um 220 þúsund manns starfa hjá því. Fyrir- tækið hefur ótal jám í eldinum um víða veröld. „Eg er í stórkostlegu starfi," segir Baldur. Hann veitir forstöðu deild hjá fyr- irtækinu sem kallast „orka og hnatt- ræn þróun“, en helsta markmið henn- ar er að fylgjast með umhverflsmál- um á alþjóðavísu, hugmyndum um framtíðarorkumyndun og hvaða tæknimöguleikar era í framtíðinni, sérstaklega til framleiðslu á rafmagni og við að knýja vélar og farartæki. Deildin annast einnig alþjóðlegt sam- stai’f við rannsóknarstofnanir og skóla víðs vegar um heim, en undan- farin ár hefur það samstarf að miklu leyti tengst Kína. „Mitt starf felst aðallega í að móta framtíðarsýn fyrir fyrirtækið, reyna að spá fyrir um hvað gerist í framtíð- inni, hvaða orkugjafar verða notaðir, hvaða umhverfísmál við þurfum að takast á við og svo framvegis," segir hann. Baldur var í vor skipaður gestapró- fessor við efnaverkfræðideild háskól- ans í Tianjin í Kína, á sviði gróður- húsaefnafræði, sem er ný af nálinni. Hann vinnur þar að endumýtingu á gróðurhúsagastegundum á borð við koltvísýring til að minnka útstreymi þeirra í andrúmsloftið. Neikvæð afstaða íslendinga „Aðferðin sem við ætlum að nota í Kína er svipuð þeirri og ég hef verið að leggja til hérlendis síðastliðin tíu ár, þ.e. að koltvísýringur verði notað- ur til framleðslu á metanóli," segir Baldur. Hann bendir á að bílanotkun Kín- verja fari ört vaxandi og henni fylgir aukinn útblástur úr bif- reiðum. Kína á að sögn Baldurs mjög lítið af fljót- andi eldsneyti miðað við stærð landsins og þarfir þess, en notar geysimikið af kolum, og er nú þegar orðið það land í heiminum sem spýr öðru mesta magni af koltví- sýringi út í andrúmsloftið, á eftir Bandaríkjunum. Losun þessara efna aukist hröðum skrefum og ekki munu líða meira en 10 til 15 ár þar til Kína fer fram úr Bandaríkjunum í þeim efnum. „f dag er Kína ekki bundið við Kyoto-bókunina sem samið var um veturinn 1997, þai- sem öll vestræn lönd verða samanlagt að minnka út- streymi sitt á gróðurhúsagastegund- um um 5,2%. ísland var eitt af tveim- ur eða þremur löndum sem fékk und- antekningu, mér skilst að það megi bæta við sig 10%, en hafi samt kvart- að og vilji enn meiri undanþágur. Islenskur vísindamaður kannar áhrif virkjana á umhverfi Enclurnýj anlegar orku- lindir eldsneyti framtíðar ✓ Dr. Baldur Elíasson hefur búið fjarrí Islandi um ríflega fjörutíu ára skeið. Hann vinnur að umfangsmiklum verkefnum á vegum sænsk- svissneska alþjóðafyrirtækisins ABB, kannar áhrif virkjana á umhverfí og er þeirrar skoð- unar að endurnýjanlegar orkulindir á borð við metanól séu eldsneyti framtíðar. Ef hug- myndir hans myndu verða að veruleika yrðu olíufélögin á Islandi úrelt að mestu í núver- --------------7------------------------------ andi mynd. I samtali við Sindra Freysson gagnrýnir Baldur einnig afstöðu Islands í tengslum við Kyoto-bókunina. Þessi afstaða er gríðarlega neikvæð fyrir íslendinga og mjög leitt að ís- lendingar skuli hafa ákveðið að fara þessa leið. Meira að segja forseti Bandaríkjanna, og allir vita að banda- ríska þingið er mjög á móti bókuninni, hefur skrifað undir hana. Af þeim um það bil 170 löndum sem áttu fulltrúa í Kyoto hafa um 100 lönd skrifað undir og ísland er eina landið sem hefur neitað að skrifa undir, þrátt fyrir að fá mestu aukninguna. Þetta minnir mig á krakka sem grætur úti í sandkassa vegna þess að skóflan hans er minni en skófla næsta stráks," segir Baldur. Hann kveðst telja afstöðu Islend- inga í þessum efnum fram úr hófi nei- kvæða, sérstaklega vegna þess að hann telji hægt að snúa þróuninni við með litlum tilkostnaði. ísland geti orðið fyrsta landið sem minnkaði út- streymi sitt á gróðurhúsagastegund- um veralega, bæði vegna þess að út- streymið er í viðráðanlegu magni og vegna þess að hér séu kjöraðstæður til framleiðslu metanóls úr þeim koltvísýringi sem til fellur. „Slíkt verkefni væri áskorun og dæmi um já- kvæða afstöðu,“ segir Baldur. Hann minnir á að af þeim 100 lönd- um sem skrifuðu undir bókunina hef- ur um einn tugur löggilt innihald bók- unarinnar og allt era það eylönd eins og Island. „Þó að um smáríki sé að ræða sem þurfa ekki að gera neitt sjálf, er afstaða þeirra samt sem áður vitnisburður um að þau taki þessi mál alvarlega og föstum tökum,“ segir Baldur. Notkun vetnis óhagkvæm „I Kína og Indlandi býr þriðjungur jarðarbúa og í framtíðinni verða þau og önnur þróunarlönd einnig að hefta útbreiðslu sína á gróður- húsagastegundum, ein- faldlega vegna þess að þau era svo fjölmenn. Með verkefninu sem ég vinn að í Kína ætlum við að reyna að slá tvær flugur í einu ““ höggi, þ.e. annars vegar að leita leiða til að minnka útbreiðslu á gróðurhúsagastegundum og hins veg- ar að búa tO fljótandi eldsneyti. ísland er líka land sem hefur ekkert fljótandi eldsneyti en mikið af hreinni vatns- orku og hugmynd mín er sú að fram- leiða vetni til metanólframleiðslu. Menn hérlendis, sem hafa hug- myndir um að nota vetni til að knýja sldp og bifreiðar, eru á villigötum, því þó að það sé hægt er sú leið alltof dýr. Vetni er gastegund sem ekki er auð- velt að geyma eða flytja. Til að fá fljótandi vetni þarf að kæla það niður í mínus 250 gráður og það kostar meira en að framleiða vetnið sjálft. Þetta er hins vegar einkennandi fyrir nálgun Morgunblaðið/Þorkell Dr. Baldur Ehasson fer á eftirlaun eftir fjögur ár og er þá tilbúinn að helga fslandi krafta sína. Afstaða íslands til Kyoto-bókunar gríðarlega neikvæð Mengun í mörgum stórborgum heimsins er komin á hættulegt stig. fræðimanna, því þeir horfa aðeins á tölur á blaði en við sem vinnum í iðn- aði verðum að vinna með hluti sem era framkvæmanlegir og hugsa um markaðinn. Mín hugmynd er sú að blanda vetni saman við aðra gastegund, koltvlsýr- inginn sem menn vilja nú losna við, þar sem út úr því kemur fljótandi eldsneyti þegar það er gert á réttan hátt, metanól sem inniheldur miklu meiri orku á rúmmetra en vetnið sjálft. Auk þess er hægt að geyma það og flytja auðveldlega eins og bensín, og hella því á bifreiðar. Þetta er sú lausn sem stórar bílaverksmiðjur úti í heimi eru að taka til gaumgæfilegrar skoðunar.“ Baldur segir engan vafa leika á að metanól. fái geysimikla þýðingu í framtíðinni, m.a. vegna þess að hægt sé að framleiða það úr vetni sem framleiða má á hreinan hátt, t.d. með vatnsorku, kjarnorku eða sólarorku. En þar sem eins erfítt sé að geyma vetni og raun ber vitni, verði met- anólið eins og pokinn sem geyma má vetni í til orkunotkunar. „Þetta áttu margir eifítt með að skilja í upphafi en er nú viðteknar hugmyndir, ekki síst við komu „fuel- cells“, nk. rafhlaðna sem metanól er sett í og út úr því kemur straumur sem hægt er að knýja með rafmagns- mótor. Það er hægt að kaupa metanól á frjálsum markaði og það er ennþá dýrara en bensín, en á móti kemur að metanólið er útblástursfrítt hvað koltvísýring varðar. I sumum löndum, t.d. í Noregi, er bú- ið að leggja skatt á koltvísýringsút- blástur, sem nemur 50 dolluram á hvert tonn af koltvísýr- ingi, eða sem sam- svarar 50 sentum á hvert kílógramm. Ef menn spara sér þennan skatt, má metanólið vera sem því svarar dýrara," segir Baldur. „Fólk verður líka að átta sig á að há- degisverðurinn er aldrei ókeypis, ef það vill gera eitt- hvað fyrir náttúr- una og umhverfi sitt kostar það pen- inga eins og allt annað. Það er sömuleiðis mjög einfalt að hrinda þessu í fram- kvæmd. I rann- sóknarstofunni sem ég rek í Sviss fram- leiðum við metanól á þennan hátt og sem dæmi um notkunina má benda á að strætisvagninn sem keyrði að rannsóknarstöðinni notaði metanól um þriggja ára skeið. Ef bílvél á að nota hreint metanól þarf að gera ein- hverjar breytingar á henni, en bílvél getur notað blöndu af 80% metanóli og 20% af bensíni án þess að breyt- inga sé þörf. Þetta er því hægt að gera strax í dag. Hver sem er getur hellt slíkri blöndu á bifreiðina sína og hún ekur með eðlilegum hætti.“ Sjálfstæði íslands i orkumálum Baldur segii’ að helsti kostnaður samfara metanólframleiðslu sé orku- kostnaðurinn við framleiðslu vetnis. Hann telji ísland það land sem hafi bestu möguleika til að framleiða vetni á ódýrastan hátt í heiminum vegna þeirrai- hreinu og ódýni orku sem felst í vatnsbúskapnum. Nú þegar bensínlítrinn á íslandi er kominn yfir 80 krónur sé vert að skoða aðra elds- neytismöguleika. „Það er hægt að framleiða eina kílóvattstund á milli 1 og 2 banda- rískra senta og afgangurinn er einfalt reikningsdæmi, ég giska á að orku- kostnaður við að framleiða einn lítra af metanóli sé á milli 10 og 20 sent. Lítrinn af bensíni kostar kannski 10 og 20 krónur í innkaupum og ég held að það sé svipað með metanólið, það er kannski 50% dýrara. En síðan bæt- ist skattlagningin á bensínið við og ég er viss um að hægt er að framleiða metanól á íslandi með þeim hætti að lítrinn væri undir 80 krónum. Við það bætist að enginn útblástur á koltví- sýringi fylgir, sem verður mikils virði í framtíðinni, ekki síst þar sem þá verður örugglega búið að setja skatt á útblástur koltvísýrings á sama hátt og í Noregi. Island fengi sjálfstæði í orkumálum og væri í fararbroddi í baráttu gegn mengun. Það má líka benda á að nýtni bensínvéla er aðeins um 20%, þ.e. um 80% af orkunni í bensíni fara út um púströrið, en nýtni „fuel-cells“ er helmingi meiri, eða 40%. Orkuinnihald metanóls er eitt- hvað minna en orkuinnihald bensíns, en nýtnin er meiri og á endanum er niðurstaðan sú að menn aka sömu vegalengd á einum lítra af metanóli og einum lítra af bensíni." Baldur kveðst taka það skýrt fram að sennilega myndi enginn ráðast í verkefni sem þetta ef ekki væri vandamálið með koltvísýringinn, þar sem þessi lausn er dýrari og myndi því ekki standast á frjálsum markaði nútímans. „Ef einhver gæti flutt inn bensín á lægra verði færu allir á bensínstöðina hans, nema það væri einhvem veginn fyrirskipað að nota mengunarlaust eldsneyti. Þetta þarf því að virka inn- an hins frjálsa markaðar og þá kæmu lausnir á borð við koltvísýringsskatt- inn til sögunnar. Eg útiloka ekki held- ur að tæknin komist á það stig að metanól verði ódýrara í framleiðslu en bensín. Það væri hins vegar engum erfiðleikum bundið að reisa metanól- verksmiðju sem annaði allri eldsneyt- isþörf farartækja á íslandi og ég myndi í fljótu þragði áætla kostnað við slíka framkvæmd á milli 300 og 400 milljónir dollai-a. Öll virkjuð orka á íslandi í dag er um Í.000 megavött, og orkuver til að framleiða metanól þyrfti að vera um 400 megavött. Miðað við þá stærð, þ.e. 400 megavatta-orkuver til framleiðslunnar, og að orkuver kosti um 1.000 “ dollara á kílóvattið, myndi kostnaður- inn nema um 400 milljónum dollara. Þá hefðum við orku tíl að framleiða eldsneyti sem nægði öllum íslending- um. Ef við berum þann kostnað sam- an við eldsneytisinnflutning Islend- inga í dag, er ég sannfærður um að verkefnið gæti borgað sig. Orkan er fyrir hendi og það er íslensk orka og hrein orka. Slíkt verkefni verður auðvitað að standa á traustum markaðslegum grandvelli, en allar forsendur eru fyr- ir hendi. Island myndi slá þrjár flugur í einu höggi; skapa sitt eigið eldsneyti og selja það innanlands, uppfylla Kyoto-þókunina og verða eitt þrein- asta land í heimi. Á íslandi væri eðli- legt að byija smátt til að byrja með, t.d. með 10 megavatta orlmveri, og blanda saman metanóli og bensíni, sem myndi minnka innflutning á bensíni að sama skapi,“ segir Baldur. Hann kveðst þeirrar skoðunar að olíufélögin eigi sjálf að standa að met- anól-framleiðslu og bendir á að al- þjóðafyrirtækið Shell hafi nú þegar stofnað deild samhliða annarri starf- semi, sem hafi það verksvið að kanna endumýjanlegar orkulindir, sem met- anól fellur undir. „Þessi stóra fyrir- tæki hugsa um framtíðina og það eiga Islendingar að gera líka,“ segir hann. Koltvísýringi dælt í hafið Baldur situr ennfremur í stjóm verkefnis sem unnið er í sameiningu af háskólum í Bandaríkjunum, Ástral- íu, Japan og Noregi á Hawaii-eyjum í Kyrrahafi. Þar er verið að kanna hug- myndir um að losna við koltvísýring úr andrúmsloftinu með því að breyta koltvísýringi frá orkuveram í fljótandi form og dæla honum í sjóinn niður á mikið dýpi. „Ef þetta er unnt myndi koltvísýr- ingurinn vera í hafinu í þúsund ár eða jafnvel lengur. Við eram um það bil að hefja rannsókn á þessu máli, þ.e. ef íbúar Hawaii leyfa okkur að halda áfram. Umræðan þar er hafin nú þeg- ar og ekki era allir ánægðir með þess- ar hugmyndir. Við ætlum að rannsaka hvað verður um koltvísýringinn í haf- inu, hvaða áhrif hann hefur á físka og annað líf, hversu djúpt þai’f að setja hann til að hann sökkvi öragglega og fleira í þeim dúr. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefni af þessu tagi er hrint í framkvæmd og við eram þegar byrjaðir að ræða við heimamenn," segir Baldur. En Baldur hefur fleira á sinni könnu í Kína en eldsneyti og gas. Alls stýrir hann fimm rannsóknarverkefn- um þar í landi, og þeirra stærst er verkefni sem standa mun í tvö ár. Vinna við verkefnið, sem ABB fjár- magnar, hófst í maí síðastliðnum, og er kostnaður við verkefnið áætlaður um 140 milljónir króna, en alls vinna 75 manns að því, þar af 50 Kínverjar. Verkefnið er sameiginlegt á vegum ABB, fjögurra vestrænna háskóla, þar á meðal MIT í Bandaríkjunum, og fjögurra stofnana og háskóla í Kína. Úm er að ræða rannsóknarverkefni í Shandong-héraði í Klna sem snýst um umhverfisáhrif rafmagnsframleiðslu- og dreifingar í héraðinu. Raunkostnaður við rafmagnið „Spurningin er hvað kostar að framleiða rafmagn og þá ekki aðeins að reka vélina sem framleiðir það, heldur einnig að fylgjast með því hvemig eldsneyt- ið sem fór á vélina var framleitt, hvaðan kemur það, hvemig var það flutt til landsins og hvað gerist þegar það fer frá fram- ... leiðslustað rafmagnsins? Við fylgjumst með ferlinu alveg frá upphafi til enda. Umhverfismálin koma inn í þessa athugun, því að við skoðum hver eru umhverfisáhrif raf- magnsframleiðslu með þessum hætti, er möguleiki að fólk veikist vegna þess að eitraðar gastegundir berast út í andrúmsloftið, hvaða áhætta er samfara framleiðslunni o.s.frv. Við at- hugum rafmagnsframleiðslu með kol- um fyrst og fremst, en einnig með sólarorku, vatnsorku, gasi, kjarnorku og olíu. Við vonumst til að leiða í ljós hver raunverulegi kostnaðurinn við raf- magnið er og taka þá með í reikning- inn öll umhverfisáhrif, þar á meðal Metanól- verksmiðja á íslandi gæti borgað sig gróðurhúsaáhrif og áhrif á hafið og gróður. Þetta er mjög flókin, víðtæk og erfið rannsókn og því era svo margir sérfræðingar víðs vegar um heim sem koma að því. ABB greiðir kostnaðinn eins og það hefur gert áð- ur, en munurinn er sá helstur að áður fengu prófessoramir fjármuni í hend- , ur og við skiptum okkur ekki mikið af því hvemig þeir eyddu þeim, en í dag stjórnum við hvernig eyðslunni er háttað og í hvaða farveg verkefnið fer. Fyrirkomulag af þessu tagi hefur ekki alltaf fallið í mjög góðan jarðveg hjá prófessoranum, en þeir skilja að tímarnir era breyttir," segir Baldur. Hann segir að verkefni þetta geti haft mikla markaðslega þýðingu fyrir Kína og ABB, og nefnir í því sam- bandi að í október næstkomandi fari hann til Indlands, þar sem ríkir mikill áhugi á verkefninu, og haldi þar fyrir- lestur við rannsóknarstofnun í Nýju- Delhí. „Við eram að þróa aðferð sem er það almenn að við getum notað hana um allan heim. Við æfum okkur í þessu héraði í Kína en aðferðin getur nýst þjóðum á borð við t.d. íslend- inga. Við athugum áhrif vatnsvirkjun- ar í Kína og hversu mikið land fer undir vatn, hversu mikið jarðrask er í tengslum við virkjunina og áhrifin á fólkið sem býr á svæðinu eða þarf að flytjast burt. Við njótum þess í því sambandi að ABB tekur mikinn þátt í byggingu stærsta orkuvers í heimi í öðra héraði í Kína, eða hinnar svo kölluðu þriggja-gljúfra-virkjunar, og það þarf að flytja hálfa aðra milljón ,- manna í tengslum við framkvæmdina. Þetta er mjög umdeild framkvæmd, jafnvel innan Kína, en yfirborð Chang Jiang-fljótsins sem virkjunin stendur við mun hækka svo mjög að það myndast stöðuvatn sem er 700 kílómetra langt. Þetta er öfgakennt dæmi um rask af völdum virkjunar, en samt ágætt dæmi um hvað rann- sóknin fæst við. Við munum ekki fá endanleg svör, en vonumst til að rannsóknin sýni okkur hvaða spor á að stíga og hvert leiðin liggur í fram- tíðinni." < Umhverfið veigameira en vélarnar Viðhorfíð til orkumála í heiminum hefur tekið stakkaskiptum að mati Baldurs. Áður fyrr voru orkuver byggð, félögin sem að þeim stóðu fengu sínai- greiðslur og högnuðust nærfellt undantekningalaust vel, en síðan skipti sér nær enginn af málum. „I dag eru umhverfismálin orðin svo mikilvæg að þau era orðin jafnveiga- mikil og vélamir í orkuverinu, jafnvel veigameiri. Við þurfum að líta á heild- armyndina í tengslum við þessar framkvæmdir, þ.e. orkuverið, elds- neytið sem fer inn í það, rafmagnið sem fer út úr því og allt sem því teng- ^ ist. Við verðum að reyna að veita heildarsvar við hinni erfiðu spurn- ingu; hver er raunveralegi kostnaður- inn við virkjun? Ég hef ekki kynnt mér umræðuna um virkjanamál á Is- landi, en er viss um að samsvarandi spumingar hafa brannið á lands- mönnurn," segir hann. Baldur kveðst sannfærður um að Islendingar gætu nýtt sér niðurstöð- ur rannsóknar af því tagi sem hann stýrir í Kína í tengslum við vii’kjanaá- form íslendinga. Verkefninu á að ljúka í aprfl 2001 og verða niðurstöð- urnar afhentar fulltrúum kínverskra stjórnvalda við athöfn í Peking. „Þá höfum við vonandi miklu meiri þekkingu og skilning á þessum mál- - um og einnig aðferð til að leysa mál af þessu tagi, svo að segja óháða því svæði sem um ræðir, þó svo að mis- munandi aðstæður ríki auðvitað á hverju svæði fyrir sig. Ég vil ekki segja neitt um skipan þessara mála á Islandi, því ég þekki ekki nægjanlega vel til þeirra, og tek það fram að ég er mjög hlynntur iðnvæðingu. Það er ekki hægt að byggja upp þjóðfélag án þess að byggja upp iðnað og atvinnu. Vestræn lífsgæði grundvallast á orku, og við þurfum á henni að halda, og orkan byggist á tækni, svo að við þurfum tækni og ekki er hægt að loka * augunum fyrir því,“ segir Baldur. „En um leið blasir það við að ekki má gjöreyðileggja það umhverfi sem maðurinn býr í, hvorki með tilliti til náttúra né fólks. Við erum að fást við nákvæmlega þessi mál, ekki á eystri hluta Islands heldur í Kína, en spurn- ingarnar sem búa að baki verkefninu era þær sömu á báðum stöðum.“ r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.