Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 39 ÞÓRHALLA BJÖRNSDÓTTIR + Þórhalla Björns- dóttir fæddist í Felli í Breiðdal 18. júní 1917. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Víðihlíð í Grindavík 9. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir, f. 1886, d. 1961 og Árni Björn Guð- mundsson, f. 1885, d. 1924. Systkini Þórhöllu voru Emil, Ragnar, Guðmund- ur, Rósa og Birna sem öll eru látin, einnig var Árni Stefáns- son sammæðra. Maður hennar frá 1940 var Steingrímur Karlsson frá Djúpavogi f. 1910, d. 1967. Þeirra börn voru Antonia Björg, f. 1941; Karl Egill, f. 1942; Árni Björn, f. 1943; Laufey Jóhanna, f. 1946; Anna Dóra, f. 1951; Sigurður Emil, f. 1952; Sig- urrós Margrét, f. 1956 og Kjartan, f. 1957. Fyrir átti Þórhalla Ester Guðlaugu Karls- dóttur, f. 1939. Barnabörn hennar eru 30 á lífl og þrjú látin og barnabarnabörnin eru 20. Þórhalla verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú Guðs míns lífs, ég loka augum mínum í líknamildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Elsku mamma! Örfá kveðjuorð frá elstu stelp- unni þinni. Þú lofaðir engu og sveikst ekkert, en það síðasta sem ég sagði við þig áður en ég fór til Spánar 27. júlí var að þú rétt réðir því hvort þú færir að taka upp á einhverri vitleysu meðan ég væri í burtu. Ég náði ekki heim í tæka tíð og það var sárt. Elsku mamma, þú varst oft búin að vera mikið veik, en alltaf reifst þú þig aftur upp. Okkur datt ekki annað í hug en að svo færi líka núna, en kallið var komið og þú vissir það líka, varst búin að „kíkja“ aðeins hinum megin og leist bara vel á. Þú kveiðst engu því þú vildir fara að fá hvíldina. Síðastliðin tvö ár dvaldir þú á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík og þar var vel hugsað um þig. Þér leið vel og komst þér vel, þú varst vinsæll spilafélagi og eiga þær Dísa, Matta og Rún vafalaust eftir að sakna þín. Þú naust þín í keramik- inu og við málun á dúka ásamt fleiru. Elsku mamma, þú ert ekki ein á ferð því Rósa systir þín og uppá- haldsfrænka mín kvaddi þennan heim fjórum sólarhringum á eftir þér. Ég efa ekki að vel verður tekið á móti ykkur. Heill hópur af ætt- ingjum og vinum mun umvefja ykkur og faðma. Guð blessi ykkur báðar og okkur öll sem sjáum á eft- ir ykkur. Ó sólfaðir, signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu því, sem andar en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Ég elska þig, mamma mín. Þín dóttir Ester Guðlaug. ANDRÉS ANDRÉSSON + Andrés Andrés- son fæddist á Neðra-Hálsi í Kjós 8. júní 1924. Hann lést 23. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 29. júlí. Mig langar með nokkrum orðum að minnast fyrrum yfir- manns míns, Andrésar Andréssonar, yfirverk- fræðings hjá íslensk- um aðalverktökum. Það mun hafa verið á haustdög- um 1972 að íslenskir aðalverktakar voru að leita eftir tæknimanni til starfa fyrir félagið. Andrés hafði haft spurnir af því að ég væri að ljúka námi og spurðist fyrir um hvort ég kæmi heim um jólin frá Danmörku þar sem ég hafði verið við nám. Honum var sagt að svo væri og bað hann þá um að ég kæmi til viðtals við sig. Milli jóla og nýárs fór ég til fundar við hann. Hann var ekki margorður á þess- um fyrsta fundi okkar en óskaði eftir að ég réði mig til starfa sem fyrst. Ég spurði um laun og hann svaraði „... þau eru eftir því hvernig þú reynist". Heldur fannst mér þetta lítil svör en ég réð mig nú samt og kom til starfa hjá íAV og starfaði undir hanns stjórn í yfir tuttugu ár. Aðal starfsvettvangur Andrésar var hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var yfirverkfræðingur í yfir tutt- ugu og fimm ár. Undir hans stjórn voru mörg flókin og krefjandi verkefni framkvæmd fyrir kröfu- harðan verkkaupa. Meðal verkefna sem unnið var að á seinni árum eru olíuhöfn í Helguvík, flugskýli á Keflavíkurflugvelli, radarstöðvar og stjórnstöðvar fyir varnarliðið á Keflavík- urflugvelii. Sem yfir- verkfræðingur stjórn- aði Andrés þeim af mikilli þekkingu og festu. Fyrir störf sín hlaut Andrés viður- kenningu frá Banda- ríkjaher fyrir vel unn- in störf. Við vorum margir ungir menn undir hans stjórn, hann gerði miklar kröfur til okkar en þó mest- ar til sjálfs sín. Andrés var að eðlisfari dulur og fámáll, og kannski ekki allra, hann stóð fast að baki sínum mönnum ef á reyndi. Við áttum samstarf hjá ÍAV yfir tuttugu ár. Mörg málefni ræddum við saman eða með öðr- um. Alltaf var Andrés sá sterki sem stóð að baki okkur samstarfs- mönnum hans. Mikið mátti af Andrési læra - festu, réttsýni og sanngirni ásamt mikilli skyldu- rækni, bæði við verkkaupa og það félag sem hann vann hjá. Andrés tók virkan þátt í félagsstarfi starfs- manna og naut þess að ferðast með starfsfélögum sínum innanlands og utan. Genginn er góður maður sem ég vil þakka af alhug að hafa starf- að með. Ég votta eftirlifandi konu hans, frú Ólöfu Bjartmarsdóttur, og börnum þeirra og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Með virðingu, Guðmundur Geir Jónsson. KRISTJAN GÍSLASON + Kristján Gísla- son fæddist á Sellátrum í Tálkna- firði 1. september 1921. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. ágúst síð- astliðinn og fór úför hans fram frá Foss- vogskirkju 13. ágúst. Allt líf endar ein- hvem tímann, það er bara gangur lífsins, en áður en það gerist vill maður láta drauma sína rætast. Og þó Kristján væri orðinn veikur, fór hann til siíungsveiða vestur í Reyk- hólasveit, rétt áður en hann kvaddi þennan heim. Þennan mikla flugu- hnýtara langaði til að kasta flugun- um sínum fyrir silungana fyrir vest- an. En þar hefur fjölskyldan byggt sér griðland, innan um fjöllin fagur- bláu. En fátt er fallegra en að horfa yfir ósa Laxár í Reykhólasveit, þeg- ar sólin er að setjast á kvöldin og bleikjan á leiðinni og morgunninn gæti gefið mjög góða veiði. En hann hefur hnýtt margar góðar flugur, sem hafa gefið góða veiði. Honum var einkar lagið að hnýta flugur sem fiskurinn tók, hann stóðst hreinlega ekki flugurnai- hans Kri- stjáns. Ein af hans flugum hefur farið sigurför um hylji veiðiánna í sumar og það er Skröggur. Það hafa margir laxar veiðst á þessa flugu og þá er sama hvað veiðiáin heitir. Kristján var ekki að trana sér fram, heldur vann verk sín fyrir sig, en sem betur fer fengu aðrir að sjá þau og reyna. Núna síðustu árin hannaði hann af og til flugur sem hann vildi reyna sjálfur og jafnvel fleiri. En hann sýndi þær ekki fyrr en hann hafði reynt þær. Fyrir sex árum hitt- umst við af tilviljun við Elliðaárnar, ekki þó í sömu erindagjörðunum, að ég held. Við löbbuðum stuttan spöl og allt í einu sagði hann: „Þú verður að reyna þessar flugur, ertu ekki að fara í Saurbæinn, Bender?“ „Jú,“ sagði ég og velti flugunum í lófanum á mér en stakk þeim síðan í vasann. Skömmu seinna kvöddumst við, enda ætluðum við báðir að renna fyrir físk á morgun, ég fyrir vestan, en Kristján fyrir austan. Ég fór vestur að veiða, þar sem bleikjan getur verið treg stundum. Ég reyndi maðkinn og aftur maðkinn, en það gekk ekkert, fisk- urinn var ekki í tökustuði. Ég reyndi ýmsar flugur en bleikjan gaf sig ekki. Ég settist niður og fór að leita eftir flugum í fluguboxinu. Þá mundi ég allt í einu eftir flugunum, sem Kristján gaf mér. Ég setti app- elsínugulu kröfluna á og óð aðeins út í hylinn. Ég kastaði ílugunni og lét hana reka, það kom rák eftir vatninu og fimm punda bleikjan tók fluguna. Samt var ég búinn að reyna allt, en ekkert gekk fyrr en kraflan gula kom undir. Á stuttum tíma veiddi ég 20 bleikjur og veiði- ferðinni var bjargað. Þetta voru fyrstu kynni mín af þessari skemmtilegu flugu og fyrir nokkr- um dögum fór ég vestur í Miðá. Þá veiddi ég líka fimm punda bleikju á kröfluna gulu og við feðgar fengum 20 bleikjur. Það var eitthvað líkt með þessum veiðitúrum tveimur, ennþá einu sinni höfðu flugumar hans Ki'istjáns bjargað ferðinni. Kristján sat löngum stundum síð- ustu árin og hnýtti flugur, hann gerir það ekki lengur hérna megin, kannski hinum megin og þar em víst veiðilendurnar víða og þær eru góðar. Blessuð sé minning Kristjáns, sem skrifaði alltof fáar veiðibækur, en þær og flugumar hans munu lifa með veiðimönnum um ókomna tíð. Ekkert er betra en að vita að maður hefur á fluguna, sem fiskurinn tek- ur. Eitt kast yfir hylinn og fluguna rekur yfir tökustaðinn. Vá, hvílík taka. G. Bender. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Dagskráin í hálfan mánuð Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Sevilla, en Sjónvarpið sýnir beint frá mótinu, umfjöllun um lögregluforingjann Derrick og félaga hans, Klein, yfirlit yfir beinar út- sendingar frá (þróttaviðburðum, kvikmyndadómar, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Pú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva næsta hálfá mánuóinn í Dagskrárblaði Morgunblaósins sem kemur út með Morgunblaðinu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.