Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 33
MOEGUNBEAÐIÐ MIÐVIKUDAGUE 18. ÁGÚST Í9ð9 3'3' - UMRÆÐAN Grunnskólabyrjun tvisvar á ári Á HVEEJU hausti byrja á fimmta þús- und sex ára börn í grunnskóla. Þau eru yfirleitt strax sett í mismunandi stóra hópa, sem oftast eru kallaðir bekkir, og eru síðan hluti af slíkum hóp mestalla sína grunnskólatíð. Þannig hefur skólastarf verið í eina til tvær aldir, þ.e. síðan skólum með nútímasniði var komið á fót í iðnbyltingunni. En eru börnin, sem hefja grunnskólanám núna 1. september, að Ingólfur Ásgeir Jóhannesson hefja skólanám? Er fyrsti grunn- skóladagurinn mikilvægari en aðrir skóladagar? Afar fá þessara bama eru að hefja skólagöngu sína. Langflest hafa börnin stundað leikskólanám, eða um níu af hverjum tíu, örlítið fleiri í þéttbýli en í dreifbýli þar sem leikskólagangan er líkast til einnig miklu færri dagar en í þétt- býlinu. Margir gleyma þessu og telja að 1. september sé fyrsti skóladagur flestra barna. Af hverju gleyma margir fyrsta skólastiginu? Er það kannski vegna þess að það er ekki langt síðan leik- skólar urðu formlega fyrsta skóla- stigið í landinu? Kannski vegna þess hversu stutt er síðan talað var um dagheimili og barnaheimili? Kannski vegna þess að ekki er skólaskylda í leikskóla? Kannski vegna þess að það em skólagjöld í leikskóla, jafnvel yfir 20 þúsund krónur á mánuði? Er bekkjafyrir- komulag úrelt? Það hefur gerbreytt forsendum gmnnskólastarfs hversu mörg börn stunda leikskóla. Gera verður ráð fyrir því við skipulag kennslu og náms að flest börn hafi stundað leikskólanám áður en þau hefja grunnskóla- nám - og það er auðvit- að víðast gert. Hins vegar er bekkjaskipu- lagið ekki sérlega heppilegt fyrirkomu- lag, allra síst fyrir 1. námsár grunnskóla. Þangað koma börn með -óiíkan undirbúning, langflest mjög skóla- vön, en gjarna úr ólík- um leikskólum þar sem flest eru vön einstaklingsbundnari kennslu en tíðkast í grunnskólum. Ég legg til að upphaf grunn- skóla verði í framtíðinni ekki mið- að við haustið á árinu sem barn verður sex ára, heldur sem næst sex ára afmælisdegi þess. Fyrir þessu eru margvísleg rök og eru þessi helst: - Þroskamunur er mikill á börnum þótt þau séu fædd á sama alman- aksári. - Eðlilegt er að skipuleggja nám út frá einstaklingi en ekki hópi. Lög og námskrá kveða enda á um slík viðmið. Gera þarf einstakiings- námskrár fyrir nemendur. Kannski verða margar þeirra áþekkar hver annarri, enda er ekki markmið í sjálfu sér að þær séu ólíkar, heldur miðaðar við einstak- ling. Hópvinna væri þá notuð sem kennslutæki ef markmiðið er ann- aðhvort að læra að vinna saman að tilteknu viðfangsefni eða ef talið er að samvinna stuðli að betra námi. - Meiri sveigjanleiki fyrir foreldra. E.t.v. myndu þó margir kjósa, t.d. af venju, að barn skipti um skóla- stig að hausti og það er nánast Myndlist Hann lagði allar sínar eigur að veði, segir Jón Thor Gíslason, enda framkvæmdin rekin áfram af hugsjón einni saman í þeirri von að stjórnvöld myndu sann- færast um nauðsyn kynningarsalar sem þessa. um tvo andstæða hópa að ræða sem verða þó að leiðast hönd í hönd inn um hlið nýrrar aldar. Miðstýr- ingar af hinum og þessum toga geta þar engu um breytt. Það er rétt að taka fram að miðlarnir sem listamennirnir vinna með hafa ekki eins mikið með skoðanir þeirra að gera og flestir gætu haldið. Lista- maður sem vinnur í splunkunýjum miðli þarf ekki nauðsynlega að vera á kafi í viðreisnarvímunni og öfugt er að listamaðurinn sem vinnur í gömlum miðli er ekki endi- lega sér meðvitandi um gildi hefð- arinnar. Báðar þessar kenningar munu þróast og hafa áhrif á hvor aðra og ómögulegt er að sjá hvar það endar. Málið er að við erum alltaf að uppgötva stóra sannleika, en fáumst ekki til að viðurkenna að hann er einfaldlega ekki til, af þeirri sjálfgefnu ástæðu að ein kynslóð tekur við af annarri, upp- lifir nýjan samtíma frammi fyrir óráðinni gátu, þar sem lausnirnar er eingöngu að finna í ókominni framtíð. A tímum tveggja heims- styrjalda sem hrjáði mannfólkið fyrri hluta þessarar aldar var listin fyrst og fremst pólitísk og gat ekki verið annað. Núna hefur hinsvegar á friðartímum verið lögð meiri áhersla á manneskjuna sem ein- stakling og jafnframt þá yfirborðs- legu glansveröld sem hún lifir og hrærist í, nú á mörkum árþúsunda- skipta. I listaskála þeirra Diis- seldorfsbúa (Kunsthalle Dusseldorf) stendur yfir þessa dagana sýning á sam- tímalist, en þar speglast þetta við- fangsefni á áhugaverðan hátt í trú- arlegri reynslu og umbreytingum hennar í heimi lista og poppmenn- ingar okkar tíma. íkonar sem Elv- is, lafði Díana, Madonna og Björk eru settar á himneskan stall, enda skipa þær hlutverk hinna heilögu dýrlinga nútímans. Hið fallega fólk nýtur blessunar, sem og hinir frægu útvöldu. Súperman er engill í grímubúning og börnin sakleysið holdi klædd. Þarna er í raun og veru um að ræða lifandi sönnun hins rökrétta og eiginlega „síð- módernisma", sem áhrifamenn í listageiranum heima virðast ekki enn vera búnir að uppgötva. Hér skiptir engu máli hvort miðillinn er gamall eða nýr, svo framarlega sem tíðarandinn framkallast í lista- verkinu. Hvað sem öllu þessu líður er án nokkurs vafa Ijóst orðið að mál- verkið er hluti af nútímalistinni og hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er það skylda stjórnvalda að gera því jafn hátt undir höfði og öðrum listamiðlum. Skoðanaá- greiningurinn heldur áfram að vera til staðar, ætla ég í öllum mín- um bænum að vona, því þá fyrst þegar allir eru sammála um hvað list er og hvaða hlutverki hún á að gegna, er listagyðjan endanlega dauð og grafin. Höfundur er myndlistarmuður. Nám Gerðar verði tilraunir, — ■ segir Ingólfur Asgeir Jóhannesson, með að taka inn í grunnskóla nýja námshópa í febrú- ar eða mars. sjálfgert með þau börn sem eru fædd um hásumarið, enda verður sumarfrí grunnskóla sennilega aldrei aflagt þótt skólatími kunni að verða lengdur í náinni framtíð. - Möguleikar aukast á samstarfi leik- og grunnskóla. Samfella í námi einstaklinga eykst við að þeir fari á eigin tíma, á eigin forsendum í grunnskóla en ekki út frá tilbú- inni tímasetningu. - Jafnara streymi nemenda verður inn og út úr leikskólum. Þetta mun mikilvægt þannig að börn geti komist í leikskóla á þeim tíma sem þeim hentar best en verði ekki að bíða eftir 1. september. Eru ókostir? Aðallega þeir að í fyrstu er líklegt að þetta verði fyr- irhafnarsamara fyrir þá grunn- skóla sem enn halda fast í hefð- bundið bekkjafyrirkomulag. En til lengri tíma litið verður grunnskól- inn skemmtilegri og eðlilegri þar sem tilfærslan milli skólastiga ætti að verða barninu auðveldari en hún stundum reynist núna. Hvernig skal byrja? í skólaumbótafræðum er það gömul saga og ný að breytingum er erfitt að koma á. Sjálfsagðar og mikilvægar breytingar skila e.t.v. ekki árangri fyrr en seint og um síðir. Ég legg því til að ekki verði ráð- ist í breytingu sem þessa í einu lagi alls staðar á landinu. Ég veit reyndar dæmi þess úr fámennum sveitaskólum að mörk leik- og grunnskóla eru ekki jafnskörp og annars staðar. Dæmi um það er grunnskóli sem ég heimsótti fyrir nokkrum árum; sá skóli tók á móti fimm ára börnum einu sinni í viku, og þótti gefast vel. Ég legg því til að svo fljótt sem mögulegt er verði gerðar mark- vissar tilraunir með að taka inn í grunnskóla nýja námshópa (bekki ef menn vilja nefna þá því nafni) í febrúar eða mars, og fái þá þau börn sem eru fædd á fyrri hluta ái’sins kost á því að hætta í leik- skóla og hefja grunnskólanám sitt. Slík tilraun yrði metin á þremur árum eða svo, áður en farið yrði svo mikið sem huga að lagabreyt- ingu í þessa átt. Síðar mætti þá færa börn milli skólastiga á afmæl- isdegi, eða sem næst honum, t.d. einu sinni í mánuði, eða fjórum sinnum á ári. Samræmd stefnumótun Samræmd stefnumótun er mikil- væg barnanna vegna. Að henni má stuðla með tvennu: - Aukinni fagáherslu í leikskóla, t.d. á umhverfisfræði, lestur og rit- un, stærðfræðilega hugsun o.s.frv. Ný aðalnámskrá leikskóla, gefin út Góða ferð til Eyja! ÓHÆTT er að full- yrða að fá stjómmála- samtök hafa eins mikil áhrif og Samband ungra sjálfstæðis- manna. Þær hugmynd- ir sem ungir sjálfstæð- ismenn hafa barist fyr- ir á undanförnum ára- tugum, og lengi vel þóttu framandi, njóta nú vaxandi hljóm- grunns. Um næstu helgi halda ungir sjálf- stæðismenn sam- bandsþing sitt í Vest- mannaeyjum og er málefnastarf fyrir þingið í fullum gangi. Þeir sem slík þing hafa setið vita vel hve mikla þýðingu þau hafa fyr- ir SUS og íslensk stjórnmál í heild. Þar eru gjaman lagðar markalínur og vopnin brýnd fyrir hina ævar- andi hugsjónabaráttu. Ég hef setið nánast öll SUS-þing síðan 1983 og verið mjög virkur í starfinu sem fulltrúi Heimdallar, en þar sat ég í stjórn tvö kjörtíma- bil. Auk þess sat ég í stjóm SUS frá 1989-1995 og var ritstjóri Stefnis, tímarits SUS, nokkur misseri. Á meðan ég sat í stjórn SUS var ég formaður sextíu ára af- mælisnefndar SUS en eitt af því sem spratt af því starfi var nýtt merki SUS sem enn er í notkun. Þar að auki var ég formaður utan- ríkisnefndar SUS á þeim tíma. 18 ár í starfi SUS Þótt ég sé aðeins 32 ára og eigi fjögur ár eftir í SUS hef ég verið virkur í starfi ungra sjálfstæðis- manna í 18 ár eða frá 14 ára aldri. Það urðu mér því sár vonbrigði er ég komst að því að stjórn félagsins hefði gengið framhjá mér við val á fulltrúum HeimdaUar fyrir komandi SUS- þing. Ég vona að sú staðreynd, að ég hef aðra skoðun en stjórn HeimdaUar á því, hver eigi að leiða SUS, hafi ekki orðið til þess að framhjá mér var geng- ið. Þeirra rúmlega fjögur hundmð fuU- trúa, sem valdir vora tíl setu á þinginu af öllum aðUdarfélögum SUS, bíða krefjandi Árni verkefni í Vestmanna- Sigurðsson eyjum. Fyrir það fyrsta markar starf þingsins þá stefnu sem SUS boðar við þröskuld nýs árþúsunds og í Formannskosning Eg skora á fulltrúa Heimdallar, segir Árni Sigurðsson, að taka sjálfstæða afstöðu til formannsefnanna en láta ekki boðvald stjórnarinnar ráða vali sínu. öðra lagi þurfa fulltrúarnir að taka afstöðu tU þess hver leiða mun sambandið yfir þennan þröskuld. Ég vona að fulltrúar Heimdallar taki sjálfstæða afstöðu til for- mannsefnanna og láti ekki boðvald stjórnarinnar ráða vali sínu. Höfundur er varamaður nr. 126 fyrir Heimdall FUS. sl. vor, er gott spor í þessa átt en samræma þarf betur mótun náms- greinamarkmiða leikskóla og grannskóla en nú var gert. - Einstaklingsnámskrá sem fylgi sérhverjum nemanda, a.m.k. síðari v hluta leikskólanáms og tvö fyrstu námsár grunnskólans. Fyrrnefnda atriðið ætti að vera tUtölulega auðvelt viðureignar með náinni samvinnu höfunda aðal- námskráa leik- og grunnskóla. Síð- arnefnda atriðið er mjög í anda allra grannskólalaga og námskráa frá 1974, líka anda núgildandi grannskólalaga, hvað varðar áherslu á framkvæði og sköpunar- mátt einstaklinga, en gengur nokk- uð á svig við þá stefnu að skU- greina tUtekin markmið fyrir tU- ;• tekna bekki eins og er í aðal- námslu’á grannskóla sem kom út í vor. í henni er þó ákvæði um að leyfilegt sé að víkja frá röð mark- miða í 1.-4. bekk ef fyrir því liggi góð rök - og þau rök sem ég hef tU- greint fyrir einstaklingsnámskrám tel ég gUd. Að lokum: Bestu óskir tU allra þeirra sem era að hefja nám í leik- og grunnskólum í haust. Höfundur er dösent við Hiskóiann á Akureyri. SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR SERVANT PLÖTUR 31 • 111 salern,shólf iIeid PP &CO BAÐPILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁSMÚLA 29 S: 5S3 S640 & 568 6100 í <■ Mikið órval af fallegum rúmfatnaii Skólavörðustíg 21, Rcykjavík, sími 551 4050 -/elineL Fegurðin kemur innan fró Laugavegi 4, sími 551 4473 ...---SJAE>U Laugovegi 40, sími 561 0075.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.