Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Sjósókn og sjávarbúar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur íyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu (Miðbakkamegin) kl. 20. Farið verður út í Suðurbugt og Ægisgötu upp á Landakotshæð. Þaðan niður í Víkurgarð og Grófina út á Miðbakka. Síðan farið út á Faxagarð og með ströndinni og upp á Vitastíg. Gömlu alfaraleiðinni verð- ur síðan fylgt í Grófína. Gönguferð- inni lýkur við Hafnarhúsið. Á leiðinni verður litið inn hjá Gunnari Marel um borð í langskip- inu íslendingi. Á Miðbakka verður litið á myndir eftir Bjami Jónsson listmálari af gömlum verstöðvum og ýmsum gerðum árabóta. Um borð í Nýjar haustvörur á hverjum degi yf Teg. Andiamo. Verð kr. 6.995. Litur: Svartur. Stærðir: 36-41. Teg. Nancy. Verð kr. 5.495. Litir: Svartur/brúnn. Stærðir: 36-41. Teg. Sabu. Verð kr. 5.495. Litur: Svartur. Stærðir: 36-41. Teg. Eden. Verð kr. 5.995. Litir: Svartur/brúnn Stærðir: 36-41. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Jt DOMUS MEDICA vií Snorrobraut - Reykjavík KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjovík Sími 551 8519 Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STADGRE!DSLUAF,$LATTUR. hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni við Faxagarð mun Jón Jónsson fiskifræðingur segja í stuttu máli sögur fiskveiða og hafrann- sókna hér við land. Allir eru velkomnir. Landsmót hagyrðinga á Laugalandi HIÐ árlega landsmót hagyrðinga verður haldið á Laugalandi í Holtum laugardagskvöldið 21. ágúst og hefst kl. 20. Þar verður ort, sungið, kveðið, etið og dansað við harmonikuleik Aðal- steins Isfjörð. Heiðursgestur kvölds- ins verður Kristrún Matthíasdóttir á Fossi, en veislustjóri Guðmundur Stefánsson í Hraungerði. Mótið hefst kvöldið áður, en þá verður gestum m.a. kennt að kveða stemmur. Um hádegi á laugardag verður lagt upp í ferð um Njáluslóðir með Sigurði dýralækni, Gunnari org- anista og Ragnari Böðvarssyni. Mótið á Laugalandi verður hið ell- efta í röðinni. Sérstök stökuefni verða: Eyjafjallajökull og á Njáluslóð. Námskeið í blóma- skreytingum GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með nám- skeið á næstunni fyrir fagfólk í blómaskreytingum sem nefnist hlutateikning. Leiðbeinandi verður Helga Júlíusdóttir, myndlistarmaður og kennari við Myndlista- og hand- íðaskóla Islands. Námskeiðið tekur fjögur kvöld og verður þriðjudagskvöldin 24. og 31. ágúst og 7. og 14. september, frá kl. 20-23 öll kvöldin í húsnæði Land- græðslusjóðs, Suðurhlíð 38, Reykja- vík. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur læri grunnatriði í teikn- ingu og geti síðan nýtt sér þá þekk- ingu við að teikna upp skissur að hugmyndum fyrir viðskiptavini sína, að koma hugmyndum sínum á blað. Fjöldi þátttakenda í námskeiðinu er takmarkaður. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntun- arstjóra Garðyrkjuskólans. Safnaðarstarf Silcox í heim- sókn hjá Krossinum PRÉDIKARINN og íslandsvinur- inn Curtis Silcox er í heimsókn hjá Krossinum í Kópavogi þessa dagana. Með honum er sönghópurinn NIV (The New International Version). Þau munu þjóna á samkomum þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.30, öll kvöld- in. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Seltjaraarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar ld. 10-12. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir frábæran dag ÞAÐ VAR opið hús hjá Vatnsveitu Reykjavíkur sl. laugardag í tilefni 90 ára afmælis Vatnsveitunnar. Öllum var boðið að koma og skoða Gvendarbrunna. Við hjónin þáðum boðið og viljum þakka fyrir frábær- an dag sem við áttum þama. Við tókum þátt í skemmtiskokkinu og nut- um fallegrar náttúru Heið- merkunnar. Við þáðum góðar veitingar og skoðuð- um stórbrotin mannvirki Vatnsveitunnar. Við gefum starfsfólki og öllum sem að þessu komu fullt hús stjama. Ánægður gestur. Þakkir fyrir veitta aðstoð LAUGARDAGINN 14. ágúst sl. varð ég fyrir því óhappi að aka á ljósastaur á Seljabraut. Það kom ungur maður á vettvang og aðstoðaði mig. Hann gaf sér tíma til að vera mér til halds og trausts eins lengi og ég þurfti á því að halda. Þarna kom vel í Ijós hvað unga fólkið getur verið hjálpsamt og sýnt mikla tillitssemi. Eg vil koma á framfæri kæru þakklæti til hans. Sigrún. Tapað/fundið Rautt kvenreiðhjól týndist GAMALT kvenreiðhjól, Philis, rautt með hvítum brettum og hvítum barna- stól af Hamars-gerð að aft- an, týndist frá Lindar- byggð 13, Mosfellsbæ. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 566 8443. Poki týndist í Kringlunni POKI merktur Pennanum týndist í Kringlunni sl. fóstudag, líklega á borði við ísbúðina. I pokanum voru skólavömr. Þeir sem kannast við að hafa séð pokann hafi samband í síma 554 2488. Fundar- laun. Kassi fannst á Höfðabakka SÁ sem missti kassa úr bíl sl. föstudag í Höfðabakka má hafa samband í síma 566 7457. Friðrik. Blátt hjól týndist frá Hvassaleiti BLÁTT hjól með gulum dempurum að framan týndist frá Hvassaleiti 34 fyrir mánuði síðan. Þeir sem hafa orðið hjólsins varir láti lögregluna vita eða skili því þangað. Dýrahald Gulbröndótt læða týndist GULBRÖNDÓTT læða, ómerkt, týndist 12. ágúst frá Logafold. Gæti hafa farið með bíl til Selfoss. Upplýsingar í síma 586 1044. Kettlingur í óskilum í Kópavogi HÁLFSTÁLPAÐUR kett- lingur er í óskilum í aust- urbæ Kópavogs. Grár og gulbröndóttur með bláa hálsól. Upplýsingar ísíma 554 3451. Páfagaukur í óskilum í Kópavogi STÓR páfagaukur, grænn með rauðan haus og blátt í stéli, er í óskilum í Kópa- vogi. Hefur verið þar í viku. Þeir sem kannast við fuglinn hafi samband í síma 863 3947. Hjördís. Kettlingur óskar eftír heimili HÁLFSTÁLPAÐUR kett- lingur þarfnast nýs heimil- is. Er mjög kelinn og fjör- ugur. Upplýsingar í síma 551 8391 eða 862 8174. Kettlingur fæst gefins GULUR kettlingur fæst gefms. Upplýsingar í síma 587 7252. SKÁK llm.vjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á úr- slitamóti VISA bikarkeppn- innar sem nú stendur yfir í Danmörku. Hclgi Ólafsson (2.494) var með hvitt, en Norðmaðurinn Simen Ag- destein (2.580) hafði svart og átti leik: 32. - Hxg3+ 33. hxg3 - Dxg3+ 34. Kfl - Df3+ 35. Kgl - Dg3+ 36. Kfl - Hf4+ 37. Dxf4 - Dxf4+ 38. Ke2 - Dh2+ 39. Kfl - Df4+ 40. Ke2 - Bf3+ 41. Kd2 - Dxb4+ og hvítur gafst upp. Staðan á mótinu var þessi þegar tefldar höfðu verið níu umferðir af þrettán: 1. Hillarp-Persson, Svíþjóð 7 v. 2.-3. Agdestein og Sune Berg-Hansen, Danmörku 6*/2 v., 4.-5. Einar Gausel, Noregi og Helgi Áss Grét- arsson 5'h v., 6.-7. Helgi Ólafsson og Jonny Hector, Svíþjóð 5 v., 8.-9. Ralf Ákesson, Sviþjóð og Jón Viktor Gunnarsson 4'/2 v., 10.—11. Heikki Westerinen, Finnlandi og Lars Schand- orff, Danmörku 4 v., 12. Nikolaj Borge, Danmörku 2'h v., 13. Torbjörn Hansen, Noregi Vh v. og 14. Heini Olsen, Færeyjum 1 v. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... MIKIL alda mótmæla hefur nú risið meðal borgarbúa gegn fyrirhuguðum byggingum í austasta hluta Laugardals. Víst eru slík áform nokkuð glannaleg að sjá og því ekki að undra þótt margir vilji að hér sé staldrað við. Víkverji er nokkuð á báðum áttum í þessu máli en hallast þó fremur að því að þess verði freistað að hlífa svæðinu við frekari byggingum. Forsagan skiptir litlu máli, hvort einhver flokkur eða stjómmála- maður hefur einhvem tíma haft þá skoðun að þarna mætti svo sem reisa hús. Og það skiptir líka litlu máli hvort bent er á fordæmi, úr þvi að aðrir reistu hús undir mótmælum þá leyfist mér það líka. Hér er verið að fjalla um Laugardalinn eins og hann er nú og hefur þróast síðustu árin og þá starfsemi sem þar er og verður næstu áratugina. Að þessum reit má því helst ekki þrengja með nýjum byggingum. Taka verður til endurskoðunar fyrri áform og reyna að finna þeim, sem hafa feng- ið loforð eða ádrátt um lóðir, annan stað. Það hlýtur að takast með góð- um skilningi viðkomandi. Hér er nú einu sinni fullorðið fólk sem er að ráða málum. xxx HÖFUÐBORGIN á afmæli í dag og þótt ekki séu alltaf stórhá- tíðir eða stórafmæli er þessara tímamóta minnst með einum og öðr- um hætti. Menningamótt hefur þróast síðustu árin og er skemmti- legt tiltæki. Þá verður eins konar 17. júní stemmning í borginni þegar þúsundir borgarbúa og gesta sækja hina ýmsu dagskrárliði sem boðið er upp á, líta inn í veitingahúsin og staldra við og spjalla við kunningj- ana. Menningamótt hefur fest sig í sessi og ekki sakar að vel viðri til að gestir og gangandi njót hennar enn betur. Vonandi lifir menningarnótt því góðu lífi með endumýjuðum til- brigðum á ári hverju. xxx BIÐ eftir tíma hjá læknum er misjöfn. Þannig veit Víkverji af stúlku sem bíða verður í nokkrar vikur eftir að komast að hjá sér- fræðingi á ákveðnu sviði bama- lækninga og þessi vandi er uppi á teningnum á öðmm sérfræðisviðum líka. Er virkilega ekki hægt að koma því svo fyrir hjá læknum í mjög afmörkuðum sérgreinum að þeir fari ekki frá stofum símum á sama tíma? Skilji menn ekki eftir bjargarlausa ef eitthvað kemur upp á. Þetta getur varla kostað annað en nokkrar hringingar og smávegis skipulag. Kannski líka hliðmn á sumarfríi. Trúlega er það kjarni málsins. xxx KARL Sigurbjömsson biskup fer lítt troðnar slóðir (það er að minnsta kosti langt síðan þær vom troðnar) þegar hann efnir til messu- gjörðar í Suðurárbotnum í útjaðri Ódáðahrauns. Segist hann með þessu bæði vera að minna á hina gömlu þjóðleið kirkjunnar manna og annarra milli landshluta og minna á sköpunina og náttúrana, að við ræðum um hana, hvemig ber að umgangast hana og nota. Fagna ber þeirri stefnu sem í þessu felst hjá biskupi og hvetja tH áframhalds í þessum efnum. Kirkjunni eru flest mannleg mál viðkomandi og hún á að láta heyra í sér varðandi þau fyr- ir utan hina daglegu prédikun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.