Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 27 UMRÆÐAN Röng- frásögn um handritamálið i. BENT A. Koch fyrrverandi rit- stjóri birti grein í Morgunblaðinu 13. ágúst um „Sögulegar mínútur, er deilan um íslenzku handritin var út- kljáð.“ Kjarni greinarinnar er frá- sögn af því, að hann hafí fengið Jörgen Jörgensen menntamáiaráð- herra Dana til að eiga „stuttan fund“ með Sigurði Nordal, fyrrver- andi sendiherra Islands í Dan- mörku, í menntamálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn . 21. apríl 1961. Þetta er rétt. Hitt er rangt, að þar hafi þeir Jörgensen og Sigurður orð- ið sammála um tillögu, sem hafi markað alger þáttaskil. Eftirfarandi frásögn Bents A. Koch af lokafundi samninganefndanna er líka röng „Loks lýsti Gylfí Þ. Gíslason menntamálaráðherra því yfir, að hann skildi mætavel að Danir þyrftu að fá eitthvað í staðinn fyrir þær tvær bækur, sem deilan stóð um, og dró hann upp úr vasa sínum tillög- una, sem Jörgen Jörgensen og Sig- urður Nordal höfðu orðið sáttir um.“ Bent A Koch heldur að vísu áfram og segir: „Jörgen Jörgensen minnist atbm'ðarásar- innar öðru vísi. Bæði í hinum óbirta hluta æviminninga hans og í endursögn, sem hann af- henti mér daginn eftir, segir, að það hafi verið Kampmann (forsætis- ráðherra Dana. Innskot mitt), sem leysti hnútinn með því að koma fram með tillöguna, sem Jörgen Jörgensen og Sigurður Nordal höfðu nokkrum klukkustund- um áður komið sér saman um.“ n. Langur kafli er um handritamálið í bók minni „Viðreisnarárin", sem kom út 1993. Þar er rakinn ýtarlega aðdragandi lokasamn- inganna og ferlið í Kaupmannahöfn. Á bls. 173-174 segir: ,Áður en ég fór til þessa fundar (þ.e. fund- arins sem um er rætt í grein Bents A. Koch), sem gera mátti ráð fyr- ir, að yrði lokafundur um málíð, hafði ég sam- band við Sigurð Nordal. Ljóst var, hversu erfitt það yrði Dönum að af- henda Sæmundar-Eddu og Flateyjarbók. Bað ég Sigurð að nefna mér einhver handrit, sem ég gæti stungið upp á, að yrðu eftir í Danmörku og Danh' mundu meta mikils, án þess þó, að hægt væri að segja, að skuggi félli á handritamálið. Hann kvaðst skyldu gera það í algerum trúnaði og skrifaði ég eftir honum stuttan lista. Efst á honum var eitt af handritum Gylfí Þ. Gíslason Saga úr frönskum stjórnmálum SÁ LÆRDÓMUR sem íslendingar geta dregið af stjórnmála- sögu erlendra þjóða þarf ekki nauðsynlega að vera neikvæður og settur fram til að gera nafngreinda einstak- linga tortryggilega, eins og dæmi var um í Morg- unblaðinu í síðustu viku. í erlendum stjórnmál- um má einnig finna ým- islegt jákvætt og nyt- samlegt sem varpað getur ljósi á margan vandann sem við stönd- um frammi fyrir og jafnvel vísað á lausnir. I dagblaðinu Le Monde um helgina mátti lesa grein eftir Jér ~ ome Jaffré, forstöðumann CECOP, stofnunar sem fylgist með þróun almenningsálitsins í Frakk- landi. Tilefnið var birting nýlegra niðurstaðna um breytingar á við- horfum þarlendra til mikilvægra mála sem lengi hafa skilið á milli hægri og vinstri. Yfirskrift greinar- innar segir allt sem segja þarf: vinstra fólk sátt við markaðinn, hægri fólk við fjölbreytileikann. Tíð- indin eru þau að sáralítill munur er á afstöðu kjósenda vinstri flokka og lýðræðislegu hægri flokkana til markaðsins og er hún í báðum til- fellum jákvæð (62% og 69%). Einnig er minnk- andi munur á afstöðu þessara kjósendahópa til átakamála eins og stöðu innflytjenda, rétt- arstöðu samkyn- hneigðra eða til aukinn; ar hnattvæðingar. í símskeytastíl mætti lýsa þessum breyting- um á þá leið að frjáls- hyggjan er ekki lengur til hægri og frjálslyndið ekki til vinstri. Þetta eru áhugaverð tíðindi og vafalítið er þróunin annars staðar á sömu lund og í Frakklandi. Ástæðan fyrir því að ég vek máls á þessu er þó önnur: Jaffré endar grein sína á því að benda á hve vel núverandi stjórn sósíalista, undir forystu Lionel Jospin, hefur tekist að laga stefnu sína og orðræðu að þessu breytta al- menningsáliti. Aftur á móti eiga hægri flokkarnir erfítt með að móta hugmyndafræði sem falli að viðhorf- um meirihluta kjósenda sinna. Þetta minnti mig á samtal sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum þegar Samfylkingin Því miður eru nú ýmis teikn á lofti um að þeim mikilvæga tíma, segir Torfí H. Tulinius, sem framundan er verði sóað í átök um for- mennsku í stað þess að vandað sé til stefnu- mótunar. Catherine Lalumi'ere, íyrrverandi ráðherra sósíalista í Frakklandi og þáverandi aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, var hér í heimsókn. Aðspurð hvernig skýra mætti mikla velgengni flokksmanna hennar und- anfarin ár svaraði hún því til að sigur Mitterrands og sósíalista í kosning- unum 1981, eftir meira en 30 ára samfellda stjórn hægri manna, hefði átt sér langan undirbúning. Þar hefði skipt sköpum að sósíalistar hefðu látið í'ramkvæma alhliða og ít- arlega greiningu á frönsku samfé- lagi, samsetningu þess og viðhorfum. Á grundvelli hennar hefðu þeir mót- að stefnu sína og kynningu hennar, enda gæti stjórnmálaflokkur ekki náð árangri án þess að vita hverjir kjósendur eru og hvað þeir vilja. Um þessar mundir ganga miklar breytingai' yfir íslenskt þjóðfélag, að líkindum meiri en um alllangt skeið á undan. Þeim fylgja ekki minni breyt- ingar á stöðu og viðhorfum þegn- anna. í brjósti margra býr sú von að Samfylkingin verði stór og öflugur flokkur sem geti túlkað viðhorf og vonir nútímafólks. Þ\'í miður eru nú ýmis teikn á lofti um að þeim mikil- væga tíma sem framundan er verði sóað í átök um formennsku í stað þess að vandað sé til stefnumótunar. Það væri miður því ætli Samfylking- in að auka við fylgi sitt og komast til valda í næstu alþingiskosningunum er brýnt að forystufólk hennar taki alvarlega nauðsyn þess að skilja þá kjósendur sem það vill höfða til og ná til þeirra með stefnu sem er í samræmi við veruleikaskynjun þeirra og vonir um befra líf handa sjálfum sér og öðrum. Höfundur er bdkmenntafræðingur og dósent í frönsku við HI. Einar S. Hálfdánarson Af fávisku eða viljandi STJÓRNMÁLAMENN og aðrir, nú síðast hæstaréttarlög- maður, hafa fullyrt að forsætis- ráðherra hafi fyrst orðið mótfall- inn stórum eignarhluta fárra að- ila í FBA eftir að honum varð Ijóst hverjir keyptu hlut Spari- sjóðanna. Þessir menn hafa feng- ið að klifa á þessu í fjölmiðlum og meira að segja hefur ríkisútvarp- ið leyft lögmanninum að setja fram samsæriskenningar án þess að málið sé nokkuð kannað. Stað- reyndin er hins vegar sú að í Morgunblaðinu 8. ágúst 1998, fyrir heilu ári og áður en nokkur sala á FBA hafði farið fram, sagði Davíð Oddsson m.a. eftirfarandi: „Sumar þjóðir hafa það reynd- ar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild ein- stakra aðila má vera í bönkunum. Eg hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera að slíkt geti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi.“ í sama viðtali sem birtist fyrir ári, segir líka: „Davíð sagði, að þó nú sé tízka að tala um kjölfestu- fjárfesta telji hann að í banka- stofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis.“ Það er augljóst mál að þeir sem halda því fram að Davíð Oddsson hafi fundið upp á því nú að nauð- synlegt sé að binda lög um hver eignarhlutdeildin megi vera hafa rangt fyrir sér. Því er ósvarað hvort þeir gera það af fávisku einni saman eða segja vísvitandi ósatt. Hið síðarnefnda á örugg- lega við um þá suma. Höfundur er lögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Torfi H. Tulinius Snorra-Eddu og eitt af handritum Njáls sögu.“ Skýrði ég ríkisstjóminni að sjálfsögðu frá þessu og fékk um- boð hennar til að haga málflutningi fyrir Islands hönd á væntanlegum fundi á þessum grundvelli. Einnig ræddi ég málið við formann þeirrar nefndar, sem vai' ríkisstjórninni til ráðuneytis í málinu, Einari Ól. Sveinsson prófessor, og var hann samþykkur þessari málsmeðferð. Auðvitað flutti ég málið á þessum grundvelli á lokafundinum. Viggo Kampmann forsætisráðherra hafði orðið fyrir dönsku fulltrúunum. Hann féllst á málflutninginn og spurði Jörgen Jörgensen, hvort hann Handritin / Eg tek það nærri mér að þurfa að segja um grein eftir gamlan vin minn, Bent A. Koch, segir Gyifí Þ. Gíslason, að betra væri, að hún væri óskrifuð. gæti ekki fallizt á lausn málsins á þessum grundvelli. Hann svaraði ját- andi. Þá spurði Kampmann Bomholt félagsmálaráðheiTa sömu spurningar og bætti við, að það væri sín tillaga, að málið yrði leyst með þessum hætti. Bomholt hugsaði sig um. Síðan sagði hann, að hann skyldi fallast á þetta, en bætti við, að hann væri ekki ánægður. III. Það, sem gerðist á stuttum fundi Jörgen Jörgensen og Sigurðar Nor- dal 21. ágúst, var, að Sigurður skýrði Jörgensen frá viðræðum okkar í Reykjavík, þegar verið var að undir- búa lokaviðræðurnar í Kaupmanna- höfn, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að leggja þær til grundvallai' mál- flutningnum af hálfu íslendinga og að formaður ráðgjafanefndar ríkis- stjórnarinnar styddi þá málsferð. Engin „tillaga“ var rædd á þessum fundi. það er meginrangfærslan í grein Bents A. Koch, og sú, sem mótar alla greinina. Gegnir raunar furðu, að rejmdur maður eins og hann skuli láta sér detta í hug, að „tillaga“, sem markað hafði „alger þáttaskil" í stefnu Islendinga í hand- ritamálinu, verði til á stuttum síð- degisfundi í menntamálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn. IV. Sem dæmi um það, að grein Bents A. Koch er ekki vönduð, má nefna lýsingu hans á því, er hann kveðst hafa hitt alla íslenzku sendinefndina á hótel d’Angleterre eftir hádegi 21. ágúst, að loknum fyrri fundinum. Hér var um að ræða tvo ráðherra, einn sendiherra og tvo vísindamenn. Hann segir: „Við mér blasti niðurdreginn og ráðalaus hópur Islendinga. Þeir voru einna líkastir stóði íslenskra hesta, sem sjá má standa lúpulega úti á túni í rigningu. Þeir spui'ðu mig ráða, en hvað var hægt að gera?“ Þegar svo illa var komið, greip Bent A Koch til sinna ráða. Hann hringdi í Jörgen Jörgensen og bað hann um að eiga fund með Sigurði Nordal. Á þessum fundi, sem Bent A. Koch segii' sjálfur, að hafi verið stutt- ur, sagði Sigurður Nordal Jorgensen frá því, hvaða stefnu íslenzka ríkis- stjórnin og formaður íslenzku ráð- gjafanefndarinnar hefðu markað í Reykjavík, áður en haldið var til fundarins í Kaupmannahöfn. Loka- niðurstaða málsins var því í fullu sam- ræmi við þá stefnu, sem íslenzk stjórnvöld höfðu mótað í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Á stuttum fundi í menntamálaráðu- neytinu í Kaupmannahöfn 21. ágúst 1961 var auðvitað engin ný stefna í handritamálin mörkuð af hálfu Is- lendinga. Stefnan hafði áður verið mörkuð á réttum tíma og réttum stað, í Reykjavík. Ég tek það nærri mér að þurfa að segja um grein eftir gamlan vin minn, Bent A Koch, að betra væri, að hún væri óskrifuð. Höfundur er fv. ráðberra og prófessor. CLINiqui 100% ilmefnalaust Viltu fallega húð? Áttu tvær sekúndur? Taktu prófið. Það er fljótlegt. Það er auðvelt. Og segir margl um þína húð. Límdu glært límband þétt á handarbakið. Fjarlægðu það gætilega aftur. Líttu á. Sérðu ekki allar þessar dauðu húðfrumur? Þær stífla húðopin, hindra að raki gangi inn i húðina og þekja annars ferska húð þína. Clinique notar þetta próf til að benda á hversu nnuðsynlegt það er að fjarlægja dauðar húðfrumur, en það er kjarninn í þriggja þrepa kerfinu frá Clinique. Fyrst er húðin hreinsuð með Facial Soup, síð- an fjarlægðar dauðar húðfrumur með Clari- fying Lolion og að lokum gefur þú henni raka með Dramatically Different Moisturizing Lolion. Notaðu þriggja þrepa kerfið tvisvar á dag og hreinsaðu burt þessar dauðu húðfrumur og fáðu fallegri húð. Clinique. Ofnæmisprófað, 100% ilmefnalaust. Komdu og taklu prófið og fáðu þriggja þrepa kerfið í prufusetti frá Clinique — ókeypis. LYFJA Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-18, Lyfju Hamraborg fimmtudag og Lyfju Setbergi föstudag kl. 13-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.