Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 56
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 24. ágúst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐJÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hægt er að kaupa aflaheimildir án þess að eiga skip Kvóti vistaður á skipum þótt hann tilheyri vinnslu FISKVINNSLAN Fjölnir hf. á Þingeyri ætlar ekki að fjárfesta í skipi en ráðgerir að kaupa kvóta og er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir- tækisins verði notaður til frekari kaupa á veiðiheimildum. Ekkert virðist mæla þessu mót þó að í lögum um stjórn fiskveiða sé kveðið á um að veiðiheimildum skuli úthlutað til einstakra skipa. Ljóst er að hægt er að kaupa kvóta án þess að eiga skip ,m,og að kvóti er í einhverjum tilfeilum vistaður á skip, þótt hann sé í eigu fiskvinnslu. Eins og greint hefur verið frá var fiskvinnslufyrirtækið Fiskvinnslan Fjölnir hf. stofnað á Þingeyri um helgina. Helstu forsendur stofnunar- innar voru að hlutaféð yrði a.m.k. 400 milljónir króna, fyrirtækið fengi ráðstöfunarrétt yfir tæplega 400 tonna byggðakvóta ísafjarðarbæjar á ári næstu fimm árin og það hefði yfir að ráða a.m.k. 1.000 tonna þorskkvóta. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækið fjárfesti í skipi til útgerð- ar heldur er gerður samningur við Vísi hf. í Grindavík þess efnis að Vís- ir landi að minnsta kosti 2.000 tonn- um á Þingeyri á ári. Þessi afli á að samanstanda af 1.000 tonnum frá Vísi, byggðakvótanum og 600 tonn- um sem Fjölnir hyggst kaupa. Samkvæmt 7. grein laga um stjórn fiskveiða skal veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður _af, úthlutað til ein- stakra skipa. I lögum um veð kemur einnig fram að ekki má flytja kvóta af skipi án þess að fyrir liggi leyfi veðhafa. Væntanlega skoðað í tengslum við endurskoðun á lögunum Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að upphaflega hafi hugmyndin með lögunum verið sú að skrá allan kvóta á skip, að hann tengdist fiskveiðunum frekar en fiskvinnslunni. Hins vegar séu út- gerð og vinnsla oft mjög tengd en lögin hafi skapað ákveðin vandamál hjá fiskvinnslum sem ekki væru jafnframt í útgerð og þess væru dæmi að kvóti væri vistaður á skip- um þótt hann tilheyrði vinnslu í raun. I tillögum tvíhöfðanefndar hefði verið gert ráð fyrir að fiskvinnslan sjálf gæti átt kvóta. Lagafrumvarpið hafi ekki verið samþykkt á Alþingi en síðan hafi þetta verið talsvert í umræðunni. „Þótt ég hafi ekki skoð- að það sérstaklega er Fjölnismálið hugsanlega dæmi um það að þegar menn vilja gera tiltekna hluti finna þeir leið til þess, leið sem ekki er beinlínis ólögleg eða refsiverð, þótt lögin hafi ekki verið samþykkt með hana í huga,“ segir Árni. „Líklegt er að þetta verði eitt af þeim málum sem verða skoðuð í sambandi við endurskoðun á lögum um stjórn fisk- veiða.“ Samkvæmt þessu virðist sem hver sem er geti keypt kvóta nái hann samningum um skrásetningu hans á skip. Spurður um réttar- stöðu kvótakaupenda í slíku tilfelli bendir Arnór Halldórsson, lögfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, á að litið sé á umráðamann skips sem rétthafa aflaheimildanna sem hann má ráðstafa að vild sé ekki upplýst um annað, t.d. með þinglýsingu kvaðar. Spurður um hvaða úrræði séu nægileg í þessu sambandi færist Arnór undan því að svara þar sem það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að segja fyrirfram til um það með al- mennum hætti. Heims- kringla vin- sæl í Svíþjóð NÝ SÆNSK þýðing á Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar hefur selst í 28.000 ein- tökum í Svíþjóð sem telst mjög mikið á þarlendan mæli- kvarða. Að sögn sænska handritafræðingsins og þýð- anda verksins, Karls Gunnars Johansson, er Snorri Sturlu- son vinsæll í Svíþjóð. Hann er þekktasti rithöfundur Islend- inga þar í landi. Ný þýðing Johansson og Mats Malm á Snorra-Eddu, sem út kom fyrir rúmu ári, hefur og notið mikilla vin- sælda og selst í tæplega 10.000 eintökum. Karl Gunnar Johansson segir að mikill og vaxandi áhugi sé á Snorra og íslensk- um fombókmenntum í Sví- þjóð. Snorri telst ekki einung- is merkilegur sagnaritari í Svíþjóð heldur og mjög skemmtilegur höfundur. ■ Snorri er/23 ’ Marel skilar 225 milljóna hagnaði MAREL skilaði metafkomu á fyrri hluta þessa árs en heildarhagnaður nam rúmum 225 milljónum króna, en 77 milljóna króna tap var á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Geir A. Gunniaugsson forstjóri segir að góða afkomu megi þakka samstilltu átaki starfsmanna og aukinni sölu á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins. Rekstr- artekjur jukust um nálega 60% milli i^ára en um 95% af sölu fyrirtækisins fara nú á markaði erlendis. Hæsta gildi úrvalsvísitölu frá upphafi Úrvalsvísitala Aðallista náði sínu hæsta gildi frá upphafi í gær í kjölfar þess að milliuppgjör Marels var birt. Hún hækkaði um 1,62% og var í lok dagsins 1.288,5 stig. Hæst hefur úr- valsvísitalan farið í 1.277,9 stig, 7. maí 1997. Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi Islands námu 501 milljón í gær og var dagurinn sá annar stærsti frá upphafi en 1. janú- ar síðastliðinn námu viðskipti 502 milljónum. Mest voru viðskipti með hlutabréf Marels eða fyrir 129 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði um 25,5%, sem var mesta hækkun dagsins og var lokagengið 31. Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins hækk- aði um 1,8% og námu viðskipti með bréf þess 73,2 milljónum króna. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., segir hækk- unina skýrast af því að afkoma fyrh-- tækja sé mun betri en menn áttu von á. „Þessi hækkun á úrvaisvísitölu sýnir mikla grósku á hlutabréfa- markaði og trú manna á áframhald- andi góða afkomu fyrirtækja." Jafet segir milliuppgjör fyrirtækja eiga sinn þátt í auknum hlutabréfavið- skiptum þar sem mörg fyrirtæki sýni góða afkomu og í gær hafi Mar- el kynnt mjög gott uppgjör enda hafi viðskipti með bréf þess numið 129 milljónum. „Ég held samt sem áður að það komi ró á markaðinn strax eftir milliuppgjör en búast má við líf- legum hlutabréfaviðskiptum í haust,“ segir Jafet. ■ Hagnaður/19 Stafkirkja reist á Stöng AUSTAN við þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal hefur risið stafkirkja með torfveggjum og torfi á þaki að fornri fyrirmynd. Þessir menn unnu við að hlaða hring- laga vegg úr torfi í kringum kirkjugarðinn þegar ljósmynd- ara bar að. Á fyrstu öld kristni stóð kirkja við bæinn á Stöng, sem stóð skammt fyrir innan Þjóð- veldisbæinn en talið er að hún hafi verið aftekin um svipað leyti og bærinn fór í eyði, þ.e. skömmu eftir 1100. Um þessar mundir er unnið að því að setja kirkjuna upp við Þjóðveldisbæ- inn, en Gunnar Bjarnason húsa- smiðameistari smíðaði hana eft- ir forsögn Hjörleifs Stefánsson- ar arkitekts við Þjóðminjasafn Islands. Auk kirkju stóðu áður Morgunblaðið/Einar Falur við Stöng smiðja, fjós og hlaða en ekki er vist hvort ráðist verði í byggingu þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Lundapysja á Seltjarnarnesi GUÐMUNDUR Þorsteinsson, íbúi við Eiðismýri á Selljarnar- nesi, gómaði lundapysju í gær- kvöldi er hún kom hlaupandi eftir götunni. „Ég var að mála húsið ásamt tveimur félögum mínum þegar pysjan birtist. Okkur félögum varð á orði í gríni, enda allir miklir KR-ing- ar, að við ættum að geyma hana þangað til á næsta leik milli KR og IBV,“ sagði Guðmundur sem var ekki frá því að heimsókn pysjunnar væri fyrirboði Is- landsmeistaratitils KR-inga í ár. Að sögn Kristins Skarphéð- inssonar fuglafræðings eru heimsóknir pysja í Reykjavík ekki algengar en þó árviss við- burður um þetta leyti árs. „Pysjurnar eru að fara í sitt fyrsta flug úr holunni um þetta leyti, þegar foreldrarnir hætta að fæða þær. Flestar kunna fót- um sínum forráð en sumar vill- ast af leið,“ segir Kristinn sem telur pysjuna að öllum likindum úr Akurey þar sem talsvert lundavarp er og stutt til Reykjavíkur. Kristinn sagði Reykvíkinga ekki jafnvana því að bjarga pysj- um og Vestmannaeyingar eru en þar eru börn iðin við það. „Það er best að fara með pysjurnar niður á strönd og sleppa þeim þar,“ segir Kristinn. Guðmundur fór að orðum Kristins, en nú er að sjá hvort pysjan reynist rétt- ur fyrirboði í fótboltanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.