Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 25 Fönkdjass í öndvegi á Selfossi TÓNLIST Hótel Selfoss DJASS OG BLÚSHÁTÍð Á SELFOSSI ísbráð: Óskar Guðjónsson tenórsaxó- fón, Þórir Baldursson hammondorg- el, Jóhann Ásmundsson rafbassa og Einar Valur Scheving trommur. Kvintett Carls MöIIers: Þorlcifur Gíslason tenórsaxófón, Stefán Ómar Jakobsson básúnu, Carl Möller píanó, Árni Scheving rafbassa og Alfreð Al- freðsson trommur. Kvartett Krist- jönu Stefánsdóttur: Kristjana söngur, Agnar Már Magnússon píanó, Þórður Högnason bassa og Einar Valur Scheving trommur. Laugardags- kvöldið 14.8. 1999. Shadie eftir Horace Silver minnti þéttur, fastur og eilítið rifinn tónn hans á Jinimy Forrest. Eg veit ekki hvort Oskar hefur hlustað á Forrest en hann var helsti saxófóneinleikari Count Basie eftir 1973 og gegndi þar svipuðu hlutverki og Eddie Lockjaw Davis í atómbandi meistarans. Frægar eru upptökur með kvartett hans þarsem Miles Davis lék með og Jimmy Forrest samdi Night train upp úr Happy go lucky local Ell- ingtons. í aukalaginu, Sunny, sem Sinatra söng m.a. með Ellington, fóru þeir félagar á kostum. Leiftr- andi sóló Þóris með eilítið rifnum hammondhljómnum og funkbassa- sóló Jóhanns með næmum stuðningi Einars Vals voru hápunktarnir. Eftir þessa glæsilegu spila- mennsku var dálítið erfitt að stíga á svið og það verður að segjast sem er að kvintett Carls Möllers náði sér aldrei á strik í músíkinni þótt hljóm- sveitarstjórinn færi á kostum í kynningunum. Síðast hlustaði ég á sveitina undir nafninu Jazzmenn Al- freðs en Möller upplýsti að fyrst hefðu þeir komið fram sem Jakob- son & Möller. Maður færðist nokkra áratugi aftur í tímann þegar þeir hófu tónleikana á A little taste eftir Nat Adderley, en það var einmitt upphafslag í frægum sjónvarpsþætti þarsem Gunnar Ormslev og Viðar Alfreðsson bléu með Möller, Schev- ing og Guðmundi Steingrímssyni. Kvintettinn lék fimm lög að með- töldu aukalagi: What became of the choir? eftir Möller. Það var meiri gospelstemmning yfir laginu en þeg- ar ég heyrði þá spila það síðast og lofar það góðu. Síðasta sveitin á dagskránni var kvartett _ Kristjönu Stefánsdóttur. Eg held að best hafi hún sungið fyrsta lagið á efnisskrá sinni: Moondance eftir popparann Van Morrisson. Falleg ballaða túlkuð af innlifun. Enn glæstari ballaða var flutt: Daydream Ellingtons og Stra- yhorns. Kristjana söng hana laglega en vantar enn þann þroska er þarf til að túlka dýptina er býr í þessu verki. Aftur á móti var bassasóló Þórðar Högnasonar lítið listaverk og hann átti góðan sóló í On Green Dolphin Street, þarsem laglínan skein í gegn í einföldum línum spunans uns hinn ástríðufulli slátt- ur, sem er aðal Þórðar, tók yfir. Þar naut hann dyggs stuðnings Einars Vals sem lék vel uppbyggðan sóló í aukalaginu, The Jody Grind eftir Horace Silver. Kristjana söng lagið með fönkbragði. En þegar Agnar Már fékk völdin í miðbikinu hægði hann á, yfirgaf Silverfonkið og tríóið spann frjálslega saman. Agnar er í stöðugri sókn og það verður mjög spennandi að heyra hann ásamt hol- lenskum félögum sínum á Jazzhátíð Reykjavíkur í september. Stóra brotalömin þetta kvöld var uppröðun hljómsveita. Það er ekki hægt að eyða púðrinu í upphafið. En á laugardagskvöldi kemur margt til. Islendingar hafa yfirieitt of mörg járn í eldinum. Vernharður Linnet. ÞAÐ er gleðilegt hve djasshátíðir utan höfuðborgarsvæðisins hafa fest sig í sessi. Egilsstaðir og Vest- mannaeyjar um árabil og nú Jazz- og blúshástíð á Selfossi í fjórða skipti. Hátíðin er haldin tvö kvöld og er það fyrra helgað blús en það seinna djassi. Djassinn réð ríkjum á laugardagkvöldið var og komu þar fram þrjár hljómsveitir. Fyrst var djassfönksveitin Isbráð, þá sveiflu- boppkvintett Carls Möllers og loks söngdrottningin á Selfossi, Krist- jana Stefánsdóttir, með sína menn. Isbráð er kraftmikil hljómsveit þarsem þrjár kynslóðir mætast. Þórir Baldursson er þeirra elstur og hefur um langt árabil verið ókrýnd- ur hammondkóngur Islandsdjassins. Jóhann Ásmundsson, rafbassaleik- ari Mezzoforte, sem er nokkru yngri en Þórir, hefur verið í fremstu röð á sitt hljóðfæri í áraraðir og það hafa Oskar og Einar Valur einnig verið þótt þeir séu ekki nema hálfþrítugir. ísbráð er kröftug hljómsveit og keyrði á fullu í Stevie Wonder-lag- inu Bfrd of beauty og þar áttu Oskar og Einar Valur frábæran dúókafla þarsem engin stífla var í hugmynda- flæðinu milli þeirra. Fleiri Wonder-lög voru á efnis- skránni, s.s. ballaðan Creeping þarsem Oskar var líkur sjálfum sér í tilfinningaríkum blæstri. Annars er Óskar um eitt líkur Sigurði Flosa- syni - þeir eiga manna auðveldast með að aðlaga sig hinum ólíkustu stíltegundum og umbreyta tóni sín- um. ðskar blés í venjulegan tenór á þessum tónleikum og í spilamennsku sinni í klassíkum djassfönkur- um/blúsum kvöldsins einsog Canta- loupe Island eftir Herbie Hancock, Things ain’t what they used to be eftir Mercher Ellington og Sister Hallveig Hrönn Rúnarsdóttir Þráinsdóttir Söngtón- leikar í Kirkjuhvoli HALLVEIG Rúnarsdóttir söng- nemi og Hrönn Þráinsdóttir píanón- emi halda tónleika í Kirkjuhvoli, Garðabæ, í kvöld, miðvikudags- kvöld, klukkan 20.30. Á efniskrá eru sönglög og aríur eftir Johannes Brahms, Claude Debussy, Vincenzo Bellini, Gi- oacchino Rossini, Wolfgang Ama- deus Mozart, Johann Strauss, Mich- ael Tippett, Stephen Sondheim og George Gerswin. Hallveig er við nám í Guildhall School of Music and Drama í London og er kennari hennar Ter- esa Goble, en Hrönn nemur hjá Fel- ix Gottlieb í Freiburg í Þýskalandi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og mun ágóði renna í námssjóð þeirra Hallveigar og Hrannar. Þegar við segjum alvöru afsláttur - meinum við ALVÖRU AFSLÁTT! \ andsútsa/a á notuöum bílum 17.-31. ágúst Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla í öllum verðflokkum með um land allt ÍSAFJÖRÐUR: Bílasala Jóels Simi 456 4712 alvöru afslætti ♦ Allir hugsanlegir lánamögu- leikar á markaðnum í boði KEFLAVÍK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 SELFOSS: Betri bílasalan Hrísmýri 2 Sími 482 3100 HÖFN: Bílverk Víkurbraut 4 Sími: 478 1990 Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-17 BILAHÚ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 Útsala á notuðum vélum og tækjum Seljum notaðar dráttarvélar, traktorsgröfur, lyftara og heyvinnuvélar með miklum afslætti að Sævarhöfða 2 ♦ Tökum notaða bíla upp í notaða ♦ Þú kemur og semur! ♦ 100% lán til allt að 60 mánaða gegn veði í bílnum auk tveggja ábyrgðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.