Morgunblaðið - 18.08.1999, Side 25

Morgunblaðið - 18.08.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 25 Fönkdjass í öndvegi á Selfossi TÓNLIST Hótel Selfoss DJASS OG BLÚSHÁTÍð Á SELFOSSI ísbráð: Óskar Guðjónsson tenórsaxó- fón, Þórir Baldursson hammondorg- el, Jóhann Ásmundsson rafbassa og Einar Valur Scheving trommur. Kvintett Carls MöIIers: Þorlcifur Gíslason tenórsaxófón, Stefán Ómar Jakobsson básúnu, Carl Möller píanó, Árni Scheving rafbassa og Alfreð Al- freðsson trommur. Kvartett Krist- jönu Stefánsdóttur: Kristjana söngur, Agnar Már Magnússon píanó, Þórður Högnason bassa og Einar Valur Scheving trommur. Laugardags- kvöldið 14.8. 1999. Shadie eftir Horace Silver minnti þéttur, fastur og eilítið rifinn tónn hans á Jinimy Forrest. Eg veit ekki hvort Oskar hefur hlustað á Forrest en hann var helsti saxófóneinleikari Count Basie eftir 1973 og gegndi þar svipuðu hlutverki og Eddie Lockjaw Davis í atómbandi meistarans. Frægar eru upptökur með kvartett hans þarsem Miles Davis lék með og Jimmy Forrest samdi Night train upp úr Happy go lucky local Ell- ingtons. í aukalaginu, Sunny, sem Sinatra söng m.a. með Ellington, fóru þeir félagar á kostum. Leiftr- andi sóló Þóris með eilítið rifnum hammondhljómnum og funkbassa- sóló Jóhanns með næmum stuðningi Einars Vals voru hápunktarnir. Eftir þessa glæsilegu spila- mennsku var dálítið erfitt að stíga á svið og það verður að segjast sem er að kvintett Carls Möllers náði sér aldrei á strik í músíkinni þótt hljóm- sveitarstjórinn færi á kostum í kynningunum. Síðast hlustaði ég á sveitina undir nafninu Jazzmenn Al- freðs en Möller upplýsti að fyrst hefðu þeir komið fram sem Jakob- son & Möller. Maður færðist nokkra áratugi aftur í tímann þegar þeir hófu tónleikana á A little taste eftir Nat Adderley, en það var einmitt upphafslag í frægum sjónvarpsþætti þarsem Gunnar Ormslev og Viðar Alfreðsson bléu með Möller, Schev- ing og Guðmundi Steingrímssyni. Kvintettinn lék fimm lög að með- töldu aukalagi: What became of the choir? eftir Möller. Það var meiri gospelstemmning yfir laginu en þeg- ar ég heyrði þá spila það síðast og lofar það góðu. Síðasta sveitin á dagskránni var kvartett _ Kristjönu Stefánsdóttur. Eg held að best hafi hún sungið fyrsta lagið á efnisskrá sinni: Moondance eftir popparann Van Morrisson. Falleg ballaða túlkuð af innlifun. Enn glæstari ballaða var flutt: Daydream Ellingtons og Stra- yhorns. Kristjana söng hana laglega en vantar enn þann þroska er þarf til að túlka dýptina er býr í þessu verki. Aftur á móti var bassasóló Þórðar Högnasonar lítið listaverk og hann átti góðan sóló í On Green Dolphin Street, þarsem laglínan skein í gegn í einföldum línum spunans uns hinn ástríðufulli slátt- ur, sem er aðal Þórðar, tók yfir. Þar naut hann dyggs stuðnings Einars Vals sem lék vel uppbyggðan sóló í aukalaginu, The Jody Grind eftir Horace Silver. Kristjana söng lagið með fönkbragði. En þegar Agnar Már fékk völdin í miðbikinu hægði hann á, yfirgaf Silverfonkið og tríóið spann frjálslega saman. Agnar er í stöðugri sókn og það verður mjög spennandi að heyra hann ásamt hol- lenskum félögum sínum á Jazzhátíð Reykjavíkur í september. Stóra brotalömin þetta kvöld var uppröðun hljómsveita. Það er ekki hægt að eyða púðrinu í upphafið. En á laugardagskvöldi kemur margt til. Islendingar hafa yfirieitt of mörg járn í eldinum. Vernharður Linnet. ÞAÐ er gleðilegt hve djasshátíðir utan höfuðborgarsvæðisins hafa fest sig í sessi. Egilsstaðir og Vest- mannaeyjar um árabil og nú Jazz- og blúshástíð á Selfossi í fjórða skipti. Hátíðin er haldin tvö kvöld og er það fyrra helgað blús en það seinna djassi. Djassinn réð ríkjum á laugardagkvöldið var og komu þar fram þrjár hljómsveitir. Fyrst var djassfönksveitin Isbráð, þá sveiflu- boppkvintett Carls Möllers og loks söngdrottningin á Selfossi, Krist- jana Stefánsdóttir, með sína menn. Isbráð er kraftmikil hljómsveit þarsem þrjár kynslóðir mætast. Þórir Baldursson er þeirra elstur og hefur um langt árabil verið ókrýnd- ur hammondkóngur Islandsdjassins. Jóhann Ásmundsson, rafbassaleik- ari Mezzoforte, sem er nokkru yngri en Þórir, hefur verið í fremstu röð á sitt hljóðfæri í áraraðir og það hafa Oskar og Einar Valur einnig verið þótt þeir séu ekki nema hálfþrítugir. ísbráð er kröftug hljómsveit og keyrði á fullu í Stevie Wonder-lag- inu Bfrd of beauty og þar áttu Oskar og Einar Valur frábæran dúókafla þarsem engin stífla var í hugmynda- flæðinu milli þeirra. Fleiri Wonder-lög voru á efnis- skránni, s.s. ballaðan Creeping þarsem Oskar var líkur sjálfum sér í tilfinningaríkum blæstri. Annars er Óskar um eitt líkur Sigurði Flosa- syni - þeir eiga manna auðveldast með að aðlaga sig hinum ólíkustu stíltegundum og umbreyta tóni sín- um. ðskar blés í venjulegan tenór á þessum tónleikum og í spilamennsku sinni í klassíkum djassfönkur- um/blúsum kvöldsins einsog Canta- loupe Island eftir Herbie Hancock, Things ain’t what they used to be eftir Mercher Ellington og Sister Hallveig Hrönn Rúnarsdóttir Þráinsdóttir Söngtón- leikar í Kirkjuhvoli HALLVEIG Rúnarsdóttir söng- nemi og Hrönn Þráinsdóttir píanón- emi halda tónleika í Kirkjuhvoli, Garðabæ, í kvöld, miðvikudags- kvöld, klukkan 20.30. Á efniskrá eru sönglög og aríur eftir Johannes Brahms, Claude Debussy, Vincenzo Bellini, Gi- oacchino Rossini, Wolfgang Ama- deus Mozart, Johann Strauss, Mich- ael Tippett, Stephen Sondheim og George Gerswin. Hallveig er við nám í Guildhall School of Music and Drama í London og er kennari hennar Ter- esa Goble, en Hrönn nemur hjá Fel- ix Gottlieb í Freiburg í Þýskalandi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og mun ágóði renna í námssjóð þeirra Hallveigar og Hrannar. Þegar við segjum alvöru afsláttur - meinum við ALVÖRU AFSLÁTT! \ andsútsa/a á notuöum bílum 17.-31. ágúst Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla í öllum verðflokkum með um land allt ÍSAFJÖRÐUR: Bílasala Jóels Simi 456 4712 alvöru afslætti ♦ Allir hugsanlegir lánamögu- leikar á markaðnum í boði KEFLAVÍK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 SELFOSS: Betri bílasalan Hrísmýri 2 Sími 482 3100 HÖFN: Bílverk Víkurbraut 4 Sími: 478 1990 Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-17 BILAHÚ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 Útsala á notuðum vélum og tækjum Seljum notaðar dráttarvélar, traktorsgröfur, lyftara og heyvinnuvélar með miklum afslætti að Sævarhöfða 2 ♦ Tökum notaða bíla upp í notaða ♦ Þú kemur og semur! ♦ 100% lán til allt að 60 mánaða gegn veði í bílnum auk tveggja ábyrgðarmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.