Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 13

Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 13 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Norsku gestimir ásamt heimamönnum við minnisvarðann um snjóflóðið á Flateyri. Gestir frá Vestfold á Flateyri ísafirði - Um siðustu helgi var í heimsókn á Flateyri fimmtán manna hópur frá Noregi. Þetta voru forsvarsmenn orkubúsins í héraðinu Vestfold ásamt mökum og meðal þeirra þrír bankamenn og bæjarstjórarnir í Sandefjord og Stokke. Tengsl Flateyrar og Stokke eru traust og eiga djúpar rætur, en Hans Ellefsen, hvalveiðiforstjóri á Sólbakka, var frá Stokke. Hann reisti sem kunnugt er hús það á Sólbakka sem hann gaf síðan Hannesi Hafstein og er nú ráð- herrabústaðurinn í Reykjavík. Bæjarstjórinn í Stokke, Per Ei- vind Johansson, hefur tvisvar áð- ur komið til Flateyrar og fyrir tveimur árum fór hópur frá Flat- eyri í heimsókn til Stokke að heimsækja forsvarsmenn bæjarins og ættingja Ellefsens. Það var að frumkvæði Onfirð- ingafélagsins sem sambandið við Stokke var endurvakið fyrir nokkrum árum. Uppi er sú hug- mynd að reisa á Flateyri hús í sömu mynd og íbúðarhús Ellefsens og hýsa þar Minjasafn Onundarfjarðar. Að sögn Guð- mundar Steinars Björgmundsson- ar, stjómarformanns Minjasjóðs Önundarfjarðar (og Sparisjóðs ÖnundarQarðar) er verið að vinna að því að sá draumur geti ræst. Heimsókn Norðmannanna til Flateyrar var hluti af Islands- heimsókn þeirra. Kjell Hymer í Holti skipulagði ferðina vestur og var meðal annars farið um Ön- undarfjörð og út í Vigur. Þeir sem einkum önnuðust móttöku gestanna vom Guðmundur Stein- ar Björgmundsson og Eiríkur Finnur Greipsson og aðrir sem helst hafa verið í tengslum við Stokke. Fallegir garðar í Stykkis- hólmi fá viðurkenningu Stykkishólmi - Lionsklúbbur Stykkirhólms og Rotaryklúbb- ur Stykkishólms hafa uridan- farin ár veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í Stykkis- hólmi. Að þessu sinni hlutu viður- kenningu garður þeirra Auðar Bárðardóttur og Eyþórs Lár- entínussonar að Lágholti 8 og garður að Amatúni 4 sem er í eigu Auðar Júlíusdóttur. Eig- endurnir hafa lagt mikia vinnu og alúð við garðana sína. Við- urkenning er þakklætisvottur fyrir gott verk og eins á hún að örva aðra bæjarbúa til að hugsa vel um sína garða, því að fallegar lóðir setja góðan svip á kaupstaðinn og vekja athygli ferðamanna. Á myndinni em Eyþór Lárentínusson og Auður Bárðardóttir fyrir fram fjölbreyttan gróður sem þau hafa komið upp í garðinum sínum. Skátafell í Skorradal Snyrti- og sal- ernishús tekið í notkun Grund-Nýlega var fulltrúum frá bæjarstjóm Akraness og oddvita Skorradalshrepps boðið að Skáta- felli í Skorradal til að vera viðstadd- ir formlega opnun á snyrti- og sal- ernisaðstöðu við tjaldsvæði skát- anna við Skátafell. Athöfnin hófst með því að forseti bæjarstjómar Akraness og oddviti Skorradals- hrepps hjálpuðust að við að klippa á „táknrænan“ innsiglisborða, og vora síðan fyrstir til að nýta aðstöð- una. Að lokinni athöfn við tjaldsvæðin var farin skoðunarferð um hið stór- glæsilega útivistarsvæði við Skáta- Morgunblaðið/dp Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, og Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, klipptu á innsiglisborðann. fell undir leiðsögn Jóns Leifssonar skátaforingja. Að lokum var við- stöddum gestum boðið kaffi og með- læti, sem snætt var úti á palli við skátaskálann í 20 stiga hita og stafalogni. Beðið eftir fari Flateyri - Á heitum sumar- degi urðu á vegi fréttarit- ara tveir klyfjaðir ferða- langar. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að hér vora á ferð tveir Svisslendingar í sinni fyrstu Islandsför. Þeir Viktor líffræðinemi og Maurus jarðfræðinemi höfðu að undanförnu geng- ið yfir fjöll og fírnindi og einstaka sinnum þegar þreyta þjáði þá sett upp þumlalfíngurinn. Þeir voru nýkomnir innan úr Korpu- dal eftir að hafa gengið yfir fjöllin. Stefnan var sett á Isafjörð og síðan áleiðis til Hólmavíkur, fótgangandi alla þessa leið. Þeim fannst mikið til íslands koma og vildu njóta kyrrðarinnar og náttúrannar, fjarri stór- borgarlífinu sem þeir þekkja af eigin raun úr sín- um heimahögum. Athygli fréttaritara var vakin á nýrri tegund af svissnesk- um vasahníf, en hér er um að ræða örþunna plötu, ekki ósvipað Morgunblaðið/Egill Egilsson Viktor von Wyl, t.v., og Maurus Hess, t.h. Báðir eru frá Basel. að stærð og kreditkort, sem inni- hélt penna, mælistiku, upptakara og hníf. Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Ámadóttir Kaffisamsæti var haldið í Reykjanesi þar sem prestshjónunum var m.a. afhent armbandsúr í virðingar- og þakkarskyni. Vatnsfjarðar- prestur kvaddur Slgaldfönn - Sóknamefndir ísafjarð- ardjúps stóðu fyrir samsæti í Reykja- nesi sunnudaginn 15. ágúst til heiðurs sr. Baldri Vilhelmssyni, presti í Vatnsfírði, og konu hans, Ólafíu Sal- varsdóttur, en þau hafa þjónað söfn- uði sínum dyggilega í 43 ár. Áður en haldið var til samsætis- ins bað sr. Baldur gesti að mæta í Vatnsfírði þar sem gengið var til kirkju og hann rakti sögu kirkjunn- ar í stóram dráttum. Núverandi kirkja var byggð 1912 en Vatns- fjörður hefur verið kirkjustaður lengi og var héraðinu stjórnað frá Vatnsfírði í margar aldir. Margir gamlir kirkjumunir hafa farið til Þjóðminjasafnsins en þó er enn til forlátur oblátubaukur sem sr. Bald- ur sagði að ætti og myndi verða áfram í kirkjunni ásamt ýmsum öðram gömlum og nýjum munum. Eftir að hafa sungið „ísland ögr- um skorið" var gengið í kirkjugarð- inn en þar má m.a. sjá merki þess að í garðinum hafí verið virki sem bæði var til varnar og skjóls en úr bænum hafa legið göng í kirkjuna. Þau göng era nú að mestu hranin. Upp á fjallsbrún fyrir ofan kirkjuna er varða sem kölluð er „Grettis- varða“ en þar mun hafa verið kveikt bál til að vara við ófriði. Þakkarræður fluttar Að fróðleik sr. Baldurs loknum var haldið í Reykjanes þar sem kaffihlaðborð beið gestanna. í upp- hafi bauð Páll Jóhannesson í Bæj- um gesti velkomna en hann var upphafsmaður að þessu samsæti. Margir tóku til máls og lýstu kynn- um sínum af sr. Baldri en þau kynni Sr. Baldur Vilhelmsson rakti sögu kirkjunnar. hafa yfirleitt verið á einhvern hátt sérstök því sr. Baldur er sérstakur og skemmtilegur maður af guðs náð og því var ákaflega létt yfir ræðu- mönnum. Sóknamefndin og sóknarböm gáfu prestshjónunum armbandsúr að gjöf og vildu með því sýna þeim virðingu sína og þakklæti en fá prestshjón hafa þjónað sama söfn- uði jafn lengi og þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.