Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 13 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Norsku gestimir ásamt heimamönnum við minnisvarðann um snjóflóðið á Flateyri. Gestir frá Vestfold á Flateyri ísafirði - Um siðustu helgi var í heimsókn á Flateyri fimmtán manna hópur frá Noregi. Þetta voru forsvarsmenn orkubúsins í héraðinu Vestfold ásamt mökum og meðal þeirra þrír bankamenn og bæjarstjórarnir í Sandefjord og Stokke. Tengsl Flateyrar og Stokke eru traust og eiga djúpar rætur, en Hans Ellefsen, hvalveiðiforstjóri á Sólbakka, var frá Stokke. Hann reisti sem kunnugt er hús það á Sólbakka sem hann gaf síðan Hannesi Hafstein og er nú ráð- herrabústaðurinn í Reykjavík. Bæjarstjórinn í Stokke, Per Ei- vind Johansson, hefur tvisvar áð- ur komið til Flateyrar og fyrir tveimur árum fór hópur frá Flat- eyri í heimsókn til Stokke að heimsækja forsvarsmenn bæjarins og ættingja Ellefsens. Það var að frumkvæði Onfirð- ingafélagsins sem sambandið við Stokke var endurvakið fyrir nokkrum árum. Uppi er sú hug- mynd að reisa á Flateyri hús í sömu mynd og íbúðarhús Ellefsens og hýsa þar Minjasafn Onundarfjarðar. Að sögn Guð- mundar Steinars Björgmundsson- ar, stjómarformanns Minjasjóðs Önundarfjarðar (og Sparisjóðs ÖnundarQarðar) er verið að vinna að því að sá draumur geti ræst. Heimsókn Norðmannanna til Flateyrar var hluti af Islands- heimsókn þeirra. Kjell Hymer í Holti skipulagði ferðina vestur og var meðal annars farið um Ön- undarfjörð og út í Vigur. Þeir sem einkum önnuðust móttöku gestanna vom Guðmundur Stein- ar Björgmundsson og Eiríkur Finnur Greipsson og aðrir sem helst hafa verið í tengslum við Stokke. Fallegir garðar í Stykkis- hólmi fá viðurkenningu Stykkishólmi - Lionsklúbbur Stykkirhólms og Rotaryklúbb- ur Stykkishólms hafa uridan- farin ár veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í Stykkis- hólmi. Að þessu sinni hlutu viður- kenningu garður þeirra Auðar Bárðardóttur og Eyþórs Lár- entínussonar að Lágholti 8 og garður að Amatúni 4 sem er í eigu Auðar Júlíusdóttur. Eig- endurnir hafa lagt mikia vinnu og alúð við garðana sína. Við- urkenning er þakklætisvottur fyrir gott verk og eins á hún að örva aðra bæjarbúa til að hugsa vel um sína garða, því að fallegar lóðir setja góðan svip á kaupstaðinn og vekja athygli ferðamanna. Á myndinni em Eyþór Lárentínusson og Auður Bárðardóttir fyrir fram fjölbreyttan gróður sem þau hafa komið upp í garðinum sínum. Skátafell í Skorradal Snyrti- og sal- ernishús tekið í notkun Grund-Nýlega var fulltrúum frá bæjarstjóm Akraness og oddvita Skorradalshrepps boðið að Skáta- felli í Skorradal til að vera viðstadd- ir formlega opnun á snyrti- og sal- ernisaðstöðu við tjaldsvæði skát- anna við Skátafell. Athöfnin hófst með því að forseti bæjarstjómar Akraness og oddviti Skorradals- hrepps hjálpuðust að við að klippa á „táknrænan“ innsiglisborða, og vora síðan fyrstir til að nýta aðstöð- una. Að lokinni athöfn við tjaldsvæðin var farin skoðunarferð um hið stór- glæsilega útivistarsvæði við Skáta- Morgunblaðið/dp Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, og Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, klipptu á innsiglisborðann. fell undir leiðsögn Jóns Leifssonar skátaforingja. Að lokum var við- stöddum gestum boðið kaffi og með- læti, sem snætt var úti á palli við skátaskálann í 20 stiga hita og stafalogni. Beðið eftir fari Flateyri - Á heitum sumar- degi urðu á vegi fréttarit- ara tveir klyfjaðir ferða- langar. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að hér vora á ferð tveir Svisslendingar í sinni fyrstu Islandsför. Þeir Viktor líffræðinemi og Maurus jarðfræðinemi höfðu að undanförnu geng- ið yfir fjöll og fírnindi og einstaka sinnum þegar þreyta þjáði þá sett upp þumlalfíngurinn. Þeir voru nýkomnir innan úr Korpu- dal eftir að hafa gengið yfir fjöllin. Stefnan var sett á Isafjörð og síðan áleiðis til Hólmavíkur, fótgangandi alla þessa leið. Þeim fannst mikið til íslands koma og vildu njóta kyrrðarinnar og náttúrannar, fjarri stór- borgarlífinu sem þeir þekkja af eigin raun úr sín- um heimahögum. Athygli fréttaritara var vakin á nýrri tegund af svissnesk- um vasahníf, en hér er um að ræða örþunna plötu, ekki ósvipað Morgunblaðið/Egill Egilsson Viktor von Wyl, t.v., og Maurus Hess, t.h. Báðir eru frá Basel. að stærð og kreditkort, sem inni- hélt penna, mælistiku, upptakara og hníf. Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Ámadóttir Kaffisamsæti var haldið í Reykjanesi þar sem prestshjónunum var m.a. afhent armbandsúr í virðingar- og þakkarskyni. Vatnsfjarðar- prestur kvaddur Slgaldfönn - Sóknamefndir ísafjarð- ardjúps stóðu fyrir samsæti í Reykja- nesi sunnudaginn 15. ágúst til heiðurs sr. Baldri Vilhelmssyni, presti í Vatnsfírði, og konu hans, Ólafíu Sal- varsdóttur, en þau hafa þjónað söfn- uði sínum dyggilega í 43 ár. Áður en haldið var til samsætis- ins bað sr. Baldur gesti að mæta í Vatnsfírði þar sem gengið var til kirkju og hann rakti sögu kirkjunn- ar í stóram dráttum. Núverandi kirkja var byggð 1912 en Vatns- fjörður hefur verið kirkjustaður lengi og var héraðinu stjórnað frá Vatnsfírði í margar aldir. Margir gamlir kirkjumunir hafa farið til Þjóðminjasafnsins en þó er enn til forlátur oblátubaukur sem sr. Bald- ur sagði að ætti og myndi verða áfram í kirkjunni ásamt ýmsum öðram gömlum og nýjum munum. Eftir að hafa sungið „ísland ögr- um skorið" var gengið í kirkjugarð- inn en þar má m.a. sjá merki þess að í garðinum hafí verið virki sem bæði var til varnar og skjóls en úr bænum hafa legið göng í kirkjuna. Þau göng era nú að mestu hranin. Upp á fjallsbrún fyrir ofan kirkjuna er varða sem kölluð er „Grettis- varða“ en þar mun hafa verið kveikt bál til að vara við ófriði. Þakkarræður fluttar Að fróðleik sr. Baldurs loknum var haldið í Reykjanes þar sem kaffihlaðborð beið gestanna. í upp- hafi bauð Páll Jóhannesson í Bæj- um gesti velkomna en hann var upphafsmaður að þessu samsæti. Margir tóku til máls og lýstu kynn- um sínum af sr. Baldri en þau kynni Sr. Baldur Vilhelmsson rakti sögu kirkjunnar. hafa yfirleitt verið á einhvern hátt sérstök því sr. Baldur er sérstakur og skemmtilegur maður af guðs náð og því var ákaflega létt yfir ræðu- mönnum. Sóknamefndin og sóknarböm gáfu prestshjónunum armbandsúr að gjöf og vildu með því sýna þeim virðingu sína og þakklæti en fá prestshjón hafa þjónað sama söfn- uði jafn lengi og þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.