Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 25 I r w Hótanir IRA valda uppnámi á N-Irlandi Staða Mowlam orðin afar erfið London. Belfast. The Daily Telegraph. FRIÐARUMLEITANIR á Norður- írlandi eru enn á ný í uppnámi eftir að fréttist að Irski iýðveldisherinn (IRA) hefði skipað sex ungum mönn- um að hafa sig á brott frá héraðinu, eða verða skotnir ella, en sem kunn- ugt er á svo að heita að IRA sé í vopnahléi. Margir velta því jafnframt fyrir sér hvort Mo Mowlam, N-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, sé lengur vært í embætti sínu en kröfur um af- sögn hennar eru nú orðnar næstum daglegur viðburður. Friðarumleitanir sigldu í strand í sumar og var þá boðað til lögfoi-m- legrar endurskoðunar á friðarsam- komulaginu, sem kennt er við föstu- daginn langa, en fyrirhugað var að hún hæfist nú á mánudag. Deilur um vopnahlé IRA og hæfni Mowlam til að gegna embætti N-írlandsmála- ráðherra hafa hins vegar varpað miklum skugga á viðræður sem fram eiga að fara í tengslum við endur- skoðunina og raunar hafa sambands- sinnar gefið í skyn að þeir muni ekki taka þátt í endurskoðuninni vegna tíðinda liðinnar viku. Reiði sambandssinna á rætur sín- ar að rekja til þess að þrátt fyrir að ljóst þætti að IRA hefði átt aðild að morði ungs kaþólikka fyrir skömmu úrskurðaði Mowlam að vopnahlé hersins héldi enn. Strax í kjölfar yf- irlýsingar Mowlam þar að lútandi tók IRA sig hins vegar til og hótaði sex ungum mönnum lífláti ef þeir kæmu sér ekki frá N-írlandi, og var málið allt hinn mesti álitshnekkir fyrir ráðherrann. Hótanir IRA teljast reyndar ekki tíðindi í sjálfu sér því öfgahópar bæði kaþólikka og mótmæienda á N- Irlandi hafa löngum tíðkað að veita þeim mönnum ráðningu, sem sakaðir eru um að hafa haft uppi „samfélags- lega óviðunandi hegðun". Yfirleitt eru öfgahóparnir þar að refsa smákrimmum eða eiturlyfja- sölum í þeim hverfum sem hóparnir ráða yfir og löngu er þekkt að IRA telur sig gegna eins konar „lög- gæslu“ í helstu vígjum kaþólskra. Tengist sú umræða óánægju kaþ- ólskra á N-írlandi með þarlent lög- reglulið, sem þeir hafa lengi sakað um að beita kaþólska misrétti. Upp úr sauð hins vegar í síðustu viku eftir umdeildan úrskurð Mowlam og á þriðjudag varaði Da- vid Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), Tony Blair forsætisráðherra við því að hann væri að umbreyta N-írlandi í „mafíuríki“, samfélag þar sem hryðjuverkamenn réðu lögum og lofum og fengju að fara sínu fram án athugasemda. Rúin trausti hjá sambandssinnum Að vera N-írlandsmálaráðherra hefur ávallt verið afar vanþakklátt starf enda nánast vonlaust verk að njóta trausts bæði hjá leiðtogum kaþólskra og mótmælenda, sem þar til á síðasta ári vildu ekki einu sinni hittast augliti til auglitis. Mowlam hefur reyndar notið óvenju mikillar virðingar fyrir störf sín á N-írlandi en ávallt hefur þó legið fyrir að hún nyti mun meiri vinsælda meðal lýð- veldissinna en sambandssinna. Eftir því sem á hefur liðið ráð- herratíð hennar hafa samskipti hennar og leiðtoga sambandssinna aukinheldur gerst æ erfíðari og telja þeir síðarnefndu sig hafa fulla ástæðu til að vera óánægðir með verk hennar. Einangrun Mowlam í pólitísku tilliti varð síðan alger í síð- ustu viku, er hún tilkynnti við mikla reiði Trimbles og félaga að hún teldi vopnahlé IRA halda. I ljósi þess uppnáms, sem sett hef- ur svip á síðustu daga, er erfitt að sjá annað en Mowlam muni brátt hrökklast úr embætti enda óhætt að segja að hún sé rúin öllu trausti með- al sambandssinna. Mowlam nýtur að vísu enn stuðnings meðal kaþólskra en öll samskipti hennar við sam- bandssinna eru hins vegar sögð svo erfið að ómögulegt er annað en álykta að það skaði líkur á árangri í friðai’viðræðum, þar sem N-Irlands- málaráðherra þarf óhjákvæmilega að leika lykilrullu. Sumir telja að vísu óheppilegt ef hún færi nú, einmitt þegar lögform- leg endurskoðun á friðarsamkomu- laginu á að fara að hefjast, og Blair lýsti aukinheldur fullum stuðningi við störf hennar í fyrrakvöld, er hann kom úr sumarfríi sínu. Engu að síður kæmi vart á óvart ef skipt yrði um ráðherra í N-ír- landsmálaráðuneytinu við fyrsta tækifæri og hafa menn í því sam- bandi bent á að senn losnar stóll í ríkisstjórn Blair þegar George Ro- bertson vamarmálaráðherra tekur við embætti framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Mo Mowlam Horthbroak ^ Þéff Northbrook OMT porttog dúnulpa fyri, kr!,kk* wooir vj.-,, 7rt„, . QM'ir. r*,, H;,, "" "* 30’ «2«o ™'6u“*Wu «. Ut„m. DukS I St- K, 7 3UO' Intorsport -Stasrsta Por voruverslunarkeðja f he'm/ -Nú á [slandi Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is. Opið ma.-fi.10-18 fö.10-19 lau.10-16 I I I i AUGLYSINGADEILD Sími: 569 11 11, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is S' mbl.is ^AL.L.TAf= &TTH\0k£> AíYTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.