Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 25 I r w Hótanir IRA valda uppnámi á N-Irlandi Staða Mowlam orðin afar erfið London. Belfast. The Daily Telegraph. FRIÐARUMLEITANIR á Norður- írlandi eru enn á ný í uppnámi eftir að fréttist að Irski iýðveldisherinn (IRA) hefði skipað sex ungum mönn- um að hafa sig á brott frá héraðinu, eða verða skotnir ella, en sem kunn- ugt er á svo að heita að IRA sé í vopnahléi. Margir velta því jafnframt fyrir sér hvort Mo Mowlam, N-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, sé lengur vært í embætti sínu en kröfur um af- sögn hennar eru nú orðnar næstum daglegur viðburður. Friðarumleitanir sigldu í strand í sumar og var þá boðað til lögfoi-m- legrar endurskoðunar á friðarsam- komulaginu, sem kennt er við föstu- daginn langa, en fyrirhugað var að hún hæfist nú á mánudag. Deilur um vopnahlé IRA og hæfni Mowlam til að gegna embætti N-írlandsmála- ráðherra hafa hins vegar varpað miklum skugga á viðræður sem fram eiga að fara í tengslum við endur- skoðunina og raunar hafa sambands- sinnar gefið í skyn að þeir muni ekki taka þátt í endurskoðuninni vegna tíðinda liðinnar viku. Reiði sambandssinna á rætur sín- ar að rekja til þess að þrátt fyrir að ljóst þætti að IRA hefði átt aðild að morði ungs kaþólikka fyrir skömmu úrskurðaði Mowlam að vopnahlé hersins héldi enn. Strax í kjölfar yf- irlýsingar Mowlam þar að lútandi tók IRA sig hins vegar til og hótaði sex ungum mönnum lífláti ef þeir kæmu sér ekki frá N-írlandi, og var málið allt hinn mesti álitshnekkir fyrir ráðherrann. Hótanir IRA teljast reyndar ekki tíðindi í sjálfu sér því öfgahópar bæði kaþólikka og mótmæienda á N- Irlandi hafa löngum tíðkað að veita þeim mönnum ráðningu, sem sakaðir eru um að hafa haft uppi „samfélags- lega óviðunandi hegðun". Yfirleitt eru öfgahóparnir þar að refsa smákrimmum eða eiturlyfja- sölum í þeim hverfum sem hóparnir ráða yfir og löngu er þekkt að IRA telur sig gegna eins konar „lög- gæslu“ í helstu vígjum kaþólskra. Tengist sú umræða óánægju kaþ- ólskra á N-írlandi með þarlent lög- reglulið, sem þeir hafa lengi sakað um að beita kaþólska misrétti. Upp úr sauð hins vegar í síðustu viku eftir umdeildan úrskurð Mowlam og á þriðjudag varaði Da- vid Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), Tony Blair forsætisráðherra við því að hann væri að umbreyta N-írlandi í „mafíuríki“, samfélag þar sem hryðjuverkamenn réðu lögum og lofum og fengju að fara sínu fram án athugasemda. Rúin trausti hjá sambandssinnum Að vera N-írlandsmálaráðherra hefur ávallt verið afar vanþakklátt starf enda nánast vonlaust verk að njóta trausts bæði hjá leiðtogum kaþólskra og mótmælenda, sem þar til á síðasta ári vildu ekki einu sinni hittast augliti til auglitis. Mowlam hefur reyndar notið óvenju mikillar virðingar fyrir störf sín á N-írlandi en ávallt hefur þó legið fyrir að hún nyti mun meiri vinsælda meðal lýð- veldissinna en sambandssinna. Eftir því sem á hefur liðið ráð- herratíð hennar hafa samskipti hennar og leiðtoga sambandssinna aukinheldur gerst æ erfíðari og telja þeir síðarnefndu sig hafa fulla ástæðu til að vera óánægðir með verk hennar. Einangrun Mowlam í pólitísku tilliti varð síðan alger í síð- ustu viku, er hún tilkynnti við mikla reiði Trimbles og félaga að hún teldi vopnahlé IRA halda. I ljósi þess uppnáms, sem sett hef- ur svip á síðustu daga, er erfitt að sjá annað en Mowlam muni brátt hrökklast úr embætti enda óhætt að segja að hún sé rúin öllu trausti með- al sambandssinna. Mowlam nýtur að vísu enn stuðnings meðal kaþólskra en öll samskipti hennar við sam- bandssinna eru hins vegar sögð svo erfið að ómögulegt er annað en álykta að það skaði líkur á árangri í friðai’viðræðum, þar sem N-Irlands- málaráðherra þarf óhjákvæmilega að leika lykilrullu. Sumir telja að vísu óheppilegt ef hún færi nú, einmitt þegar lögform- leg endurskoðun á friðarsamkomu- laginu á að fara að hefjast, og Blair lýsti aukinheldur fullum stuðningi við störf hennar í fyrrakvöld, er hann kom úr sumarfríi sínu. Engu að síður kæmi vart á óvart ef skipt yrði um ráðherra í N-ír- landsmálaráðuneytinu við fyrsta tækifæri og hafa menn í því sam- bandi bent á að senn losnar stóll í ríkisstjórn Blair þegar George Ro- bertson vamarmálaráðherra tekur við embætti framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Mo Mowlam Horthbroak ^ Þéff Northbrook OMT porttog dúnulpa fyri, kr!,kk* wooir vj.-,, 7rt„, . QM'ir. r*,, H;,, "" "* 30’ «2«o ™'6u“*Wu «. Ut„m. DukS I St- K, 7 3UO' Intorsport -Stasrsta Por voruverslunarkeðja f he'm/ -Nú á [slandi Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is. Opið ma.-fi.10-18 fö.10-19 lau.10-16 I I I i AUGLYSINGADEILD Sími: 569 11 11, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is S' mbl.is ^AL.L.TAf= &TTH\0k£> AíYTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.