Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
MORGUNB LAÐIÐ
Meistari
Kubrick liggur
í gólfinu við
upptökur
á „A Clockwork
Orange“ árið
1971.
Nokkrar af eldri myndum Stanley
sýndar ó Kvikmyndahatíh í Reykjavík og lietur lól
gefist kostur á að kynnast verkum hans á hvíta
en lokamynd hátíðarinnar er síðasta mynd Kubricks,
„Eyes Wide Shut". Arnaldur lndriðason fjallar
um kvikmyndahöfundinn af
það er sem gerir hann e
VIÐ höfum fengið að
sjá nokkrar af helstu
myndum kvik-
myndahöfundarins
Stanley Kubricks á Kvik-
myndahátíð í Reykjavík eða
þær sem hann gerði fyrir
Wamer Bros. kvikmyndaver-
ið á árunum frá 1970 en loka-
myndin á hátíðinni er loka-
mynd Kubricks, „Eyes Wide
Shut“. í upprifjunina vantaði
aðeins „2001: A Space Odyss-
ey“ og „Dr. Strangelove“ og
þá hefðu verið saman komin
öll höfuðverk Kubricks einu
sinni enn á hvíta tjaldinu
(2001 var sýnd í Háskólabíói
fyrir nokkrum misserum,
sællar minningar). Myndim-
ar sem hann gerði þar á und-
an, Lolíta, Spartacus, „Paths
of Glory“ og „The Killing",
verða að bíða betri tíma. Upp-
rifjunin hefur veitt okkur inn-
sýn í heim sérstæðasta kvik-
myndagerðarmanns sinnar
kynslóðar, kvikmyndasnillings
sem á engan sinn líka.
Stórmeistari
„Kubrick var stórmeistari
kvikmyndagerðarinnar," var
haft eftir Steven Spielberg
þegar leikstjórinn lést fyrr á
þessu ári sjötugur að aldri og
aðeins nokkmm dögum eftir
að hann lauk endanlega við
gerð „Eyes Wide Shut“.
„Hann her-mdi ekki eftir nein-
um en allir vildum við gera
eins og hann,“ sagði Spiel-
berg. En hvað er það sem
gerir Kubrick svo einstakan?
Hvers vegna er talað um Ku-
brick í þessum goðsagna-
kennda tón sem við eigum að
venjast? Eitt svarið er eflaust
þetta og það er ekkert flókið:
I gegnum ímyndunarafl sitt
varpaði hann á tjaldið mynd-
skeiðum sem við höfðum
aldrei séð áður og varla síðan.
í hverri einustu mynd hans
upplifðum við eitthvað nýtt
og uppmnalegt og spennandi
og það brenndi sig fast í hug-
skot okkar.
Það hafði enginn riðið
atómsprengju berbakt fyrr
en Slim Pickens hleypti á
skeið í lok „Dr. Strangelove".
Geimför dönsuðu undir vínar-
Jack Nicholson og Kubrick horfa saman á myndskeið
úr „The Shining" meðan á tökum myndarinnar stóð.
völsum í 2001, sögu Kubricks
um þróun mannsins, tölvu-
stýrða geimferðarsiglingu og
tilvist æðri máttarvalda sem
tekur öllum Stjömustríðshas-
ar fram. Hann bjó til ofbeldis-
samfélag framtíðarinnar í
Vélgengu glóaldini; augunum
í ofbeldisseggnum Malcolm
McDowell var haldið opnum
með spennum á meðan hann
var látinn horfa á ofbeldi und-
ir sinfóníum Beethovens í tO-
raun til að draga úr ofbeldis-
kennd hans! Kubriek kvik-
myndaði átjándu öldina við
kertaljós í „Barry Lyndon“
og þróaði sérstaka filmu til
þess. Myndirnar sem sitja
eftir í hugskotinu úr „The
Shining" eru óþrjótandi; enn
hefur engum tekist að brúka
„steadycam" eða handstýrða
myndavél betur en hann. Ger-
ilsneyddu þjálfunarbúðimar í
stríðsádeilunni „Full Metal
Jacket“ þar sem menn vom
gerðir að stríðsvélum er
kannski merkasta innlegg
kvikmyndanna í stríðsumræð-
una eftir Víetnam.
Hafði síðasta orðið
„Allir vildum við gera eins
og hann,“ sagði Spielberg og
átti við þessi óborganlegu,
einstöku kvikmyndaskeið Ku-
bricks. Hann gerði margs
konar tegundir af myndum,
háðsádeilur, stríðsádeilur,
búningadrama, hrollvekju, og
hafði einhvern veginn síðasta
orðið í öllu sem hann gerði.
Hann kláraði það fullkomlega
svo erfitt var að ímynda sér
nokkum gera það betur eða
öðruvísi. Þeir vildu allir
herma eftir honum, sagði Spi-
elberg, en það var einhvem
veginn ekki hægt.
Annað sem gerði hann ein-
stakan og jók á hið goðsögu-
lega í fari hans sneri að einka-
lífinu. Hann forðaðist frægð-
ina eins og heitan eldinn.
Hann bjó um sig og fjölskyldu
sína á stórri landareign í
Bretlandi og hleypti engum
að sér nema sínum nánustu
vinum og samstarfsmönnum.
Hann var eins og Greta Gar-
bo að því leyti. Um hann
spunnust hinar fáránlegustu
sögur og þær eltu hann alla
tíð. Ekki urðu sögurnar af
honum á tökustað til þess að
draga úr ímyndinni sem fólk
hafði af honum sem léttklikk-
uðum einsetumanni sem þorði
ekki að ferðast; hann gat látið
taka upp sama litla, ómerki-
lega atriðið 136 sinnum í „The
Shining“.
Þeir sem höfðu samband
við hann, unnu með honum
eða komu á heimili hans lýsa
honum sem einstaklega
elskulegum fjölskylduföður
sem fylgdist af miklum áhuga
með því sem var að gerast í
kvikmyndamálum hverju
sinni og var langt í frá ein-
angraður frá umheiminum.
Það lengdist alltaf bilið á milli
kvikmyndanna frá honum en
þegar fréttist af því að hann
Stríð voru honum ofarlega í huga; Kubrick við tökur á
„Full Metal Jacket".
Leikstjórinn með Ryan O’Neill við tökur á Barry
Lyndon.
Kubrick með Gary Lockwood sem lék einn af geimför-
unum í 2001.
ætlaði loksins að gera bíó-
mynd tíu árum eftir að hann
gerði „Full Metál Jacket"
þóttu það stórtíðindi.
Það taldist alltaf til stórtíð-
inda í kvikmyndaheiminum ef
fréttist af áformum Kubricks
og hann hafði verið orðaður í
gegnum tíðina við myndir
sem hann svo aldrei gerði.
Þar á meðal eru vestrinn Ein-
eygðir gosar, sem hann hætti
við eftir rifrildi við stjörnuna,
Marlon Brando, „The
Getaway“, „Blue Movie“,
Særingarmaðurinn og fram-
hald hennar, „Inside the
Third Reich“, Viðtal við
Vampýru, ævisöguleg mynd
um Napóleón og loks framtíð-
armynd um gervigreind sem
hét einfaldlega „A.I.“ Hann
hafði lengi langað til þess að
kvikmynda „Eyes Wide Shut“
og það er tO marks um hversu
vandlega hann íhugaði sín
kvikmyndaverk og hversu
langan tíma það tók hann að
ákveða sig, að hann ræddi það
fyrst árið 1971 að hann vildi
kvikmynda sögu Arthur
Schnitzlers, Rapsódíu, sem
myndin byggist á.
Margs konar stríð
Kubrick var úr Bronx-
hverfinu í New York, fæddur
1928, og lagði stund á ljós-
myndun áður en áhugi hans á
kvikmyndum vaknaði. Fyrsta
myndin hans var stuttmynd
um hnefaleika, „Day of the
Box“ frá 1950. Hann gerði
heimildarmyndir á milli þess
sem hann reyndi að fá fjár-
magn í mynd um Kóreustríðið
eftir handriti sem hét „Shape
and Fear“ og gerði fyrstu
mynd sína sem óháður kvik-
myndagerðarmaður árið
1953, „Fear and Desire“.
Hann sagði síðar að hún væri
„leiðinleg og tilgerðarleg".
Hann gerði tvær B-myndir í
kjölfarið, „Killer’s Kiss“ („eins
og skólamynd" sagði hann síð-
ar) og „The Killing", sem fyrst
vakti verulega athygli á hinum
unga kvikmyndagerðarmanni.
Hann gerði stríðádeiluna
„Paths of Glory“ með Kirk
Douglas árið 1957 og þremur
árum seinna fékk leikarinn
hann til þess að taka við
stjóminni á stórmyndinni
„Spartacus". Kubrick fékk nóg
af því að vinna innan
Hollywood-kerfisins (Douglas
hafði um hann ófögur orð eftir
samstarfið) og flutti til Bret-
lands í Hertfordskíri þar sem
hann bjó til æviloka.
Bent hefur verið á að stríð
og stríðsrekstur hafi verið
honum sífeUt umhugsunarefni
hvort sem það var kalda stríð-
ið í „Dr. Strangelove" eða
Evrópustyrjaldir fyrri alda
eins og í „Barry Lyndon“ eða
nútímastríðsrekstur eins og í
„Full Metal Jacket“; í upphafi
vildi hann gera mynd um
Kóreustríðið og „Paths of
Glory“ er stríðsdrama úr fyrri
heimsstyijöldinni. Hann fjall-
aði um stríðið við ástina í
Lólítu og stríðið við tæknina í
2001 og eitthvert stórkostleg-
asta stríð við drauga sem film-
að hefur verið í „The Shining".
Þegar Hollywood-kerfið
gerði sér ljóst hvers konar af-
burðamann í kvikmyndagerð
Kubrick hafði að geyma gat
hann komið sér í þá öfunds-
verðu aðstöðu að hirða pen-
ingana frá Hollywood og gera
úr þeim þær myndir sem
hann vildi og hann gat haft
þær eins og hann vildi. Þess
vegna leyfðist honum að vera
í þrjú ár að vinna „Eyes Wide
Shut“, sem er fáheyrður við-
burður í dag, og það fékk eng-
inn að skipta sér af því. Hún
er nú væntanleg á tjaldið og
þess aðeins að bíða hvaða
myndir Stanley Kubrick
brennir inn í hugskot okkar í
þetta skiptið. Eitt er víst:
Þær eiga eftir að fylgja okkur
hér eftir.