Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ -4' A Atök ungmenna og tveggja heima Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ER nauðsynlegt að senda þrjátíu lögreglumenn á átta bílum og einum sendiferðabíl með rimlum fyrir giuggunum til að handtaka tvo stráklinga fyrir að stela bíl og úr búðum? Það áleit lögreglan í Oðins- véum fyrir skömmu, þar sem hand- takan fór fram í hverfí, þar sem inn- flytjendur eru í meirihluta. Lögreglan hafði áður lent í að fara fámenn inn í hverfíð og vera skyndi- lega umkringd ógnandi götustrák- um. Handtakan var hámark óeirða og átaka í Óðinsvéum undanfarnar vikur, sem hafa leitt athyglina að fé- lagslegum vanda ungra innflytjenda. Þótt margt hafí verið reynt hefur ekki tekist að fá harðan kjarna í þessum hópi til að fara að lögum og reglum dansks samfélags. Það vek- ur athygli að kjarni götustrákahóps- ins í Oðinsvéum er yngri bræður ungi-a manna, sem þegar sitja í fangelsi. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra boðaði meira fé til lögregi- unnar og ný lög, meðan aðrir sögðu að enginn vandi væri að taka á mál- inu með þeim lögum, sem væru, líkt og gert hefði verið í öðrum borgum. Frank Jensen dómsmálaráðherra ákvað í vikunni að senda tuttugu manna aukalið til Óðinsvéa og fimmtán í viðbót innan skamms. Segja má að það sé nokkurn veginn maður á mann, því hópurinn sem veldur vandræðum er ekki stór, þótt hann sé harðsnúinn. Málið hefur orð- ið til þess að minna enn á ný á þann menningarklofning, sem gætir í ákveðnum hópi innflytjenda í nokkr- um dönskum borgum. Heiðurshugtakið og illa stæðar fjölskyldur Óeirðirnar í Óðinsvéum snerust meðal annars um götuátök milli inn- flytjendagengja og danskra mótor- hjólagengja. Lögreglan giskaði á að um væri að ræða uppgjör vegna eit- urlyfjasölu, en efasemdir eru um að svo sé. Líklega væru þetta aðeins óvenju harðsnúnir hópar stráka. Um er að ræða táninga, sem margir eiga eldri bræður í fangelsi. I Óðinsvéum kom því upp sú hug- mynd að réttast væri að taka af heimilunum yngri stráka í fjölskyld- um með eldri bræður, sem komist hafa í kast við lögin. Þeirri hugmynd hefur þó verið hafnað, því forsendur þess að fjarlægja börn væri velferð barnanna, ekki að halda þeim frá glæpum. I þessum fjölskyldum þyrfti að taka öðruvísi á málunum. Hluti af þeim vanda, sem ung- lingsstrákar frá Tyrklandi og Mið- Austurlöndum eiga við að etja, er að í þeirra menningu er heiðurshugtak- ið miðlægt. Það hafa þeir svo yfir- fært á eigið líf, sem oft þýðir að þeir eru fljótú að móðgast og reiðast og hyggja á hefndir. Danskur hugsun- arháttur virðist oft ekki hafa náð til þeirra, þótt þeir hafi gengið í danska skóla. Athyglin beinist nú meðal annars að því hvernig megi kenna þeim að hugsa út frá dönskum að- stæðum. Góður árangur hefur náðst Þótt erfrtt hafi reynst fyrir bæjar- yfirvöld í Óðinsvéum að ná tökum á hörðum kjarna unglingsstráka hefur góður árangur náðst víða annars staðar. A Norðurbrú í Kaupmanna- höfn, sem hefur átt við sömu vanda- mál að stríða, hefur hópur feðra í hópi innflytjenda náð tökum á strák- um í hverfinu. Þar er einnig með- ferðarheimili, sem unnið hefur gott starf í þessum hópi. c. Á » Grunnnámskeið Námskeiðið hefst 14. sept. og stendur til 17. nóv. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-20:00, Námskeiðið kostar kr. 84.000,- Dagbókarfærslur Laun Launaútreikningar, skilagreinar, og launafærslur. Virðisaukaskattur Útreikningur á virðisaukaskatti og meðferð hans í bókhaldi Afskriftir Afskriftir samkvæmt íslenskum skattalögum. Lokafærslur Útreikningur kostnaðarverðs seldra vara o.fl. Námskeiðið hefst 14. sept. og stendur til 18. nóv. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00-20:00 Námsskeiðið kostar kr. 84.000,- Tölvubókhald Tölvunotkun í bókhaldi. Dagbókarfærslur í bókhaldsforriti. Laun Meðferð launaútreikninga í tölvubókhaldi. Bðkhaldslög / Tekju- og eignaskattur Útreikningar og færslur þeirra í bókhaldi Uppgj örsvinna VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 • Framtíöin ■ 108 Reykjavík Símí 588 5810 • Bréfasími 588 5822 framtid@vt.is • www.wt.is Hvað cr kennt? Hvað er kennt? Rússum fækkar ÍBÚATALAN í Rússlandi hefur enn lækkað á þessu ári, og telja stjórnvöld þessa þróun vera ógn við þjóðaröryggi, að því er blaðið Izvestia greindi frá. Rússum fækk- aði um 406.200 á fyrri helmingi árs- ins, eru nú alls 145,9 milljónir. Lækkunin hefur næstum því tvö- faldast frá því í fyrra, og virðast stjórnvöld ekki geta stemmt stigu við þróuninni. Samkvæmt opinber- um tölum sem gefnar voru út í síð- asta mánuði er meðalævilengd rússneskra kvenna nú 66 ár og karla 60 ár. Lifðu af mánuð í eyðimörk YFIRVÖLD í Súdan hafa fundið átján Pakistani sem höfðu hafst við í eyðimörk í rúman mánuð eftir að vörubíll, sem þeir voru á, bilaði. Fjórtán Eþíópíumanna og Eritrea, sem munu hafa verið í för með Pakistönunum, er enn saknað. Pakistanarnir fundust fyrir tilvilj- un, en þá höfðu þeir verið á reiki í 35 daga og höfðu dregið fram lífið á jurtum eftir að matarbirgðir þeirra þraut. Súdanskir embættismenn segja að nýlega hafi rignt á svæð- inu og það hafi orðið Pakistönunum til lífs. Þeir voru sagðir við góða heilsu, en erindi þeirra til Súdans mun hafa verið atvinnuleit. Hjól datt af farþegaþotu ENGAN sakaði þegar þota frá bandaríska flugfélaginu Southwest nauðlenti í Burbank í Kalifomíu í síðustu viku eftir að eitt aðalhjóla hennar hafði dottið af í flugtaki. Farþegar sögðu nauðlendinguna hafa tekist vel. Um borð voru 127 farþegar og fimm manna áhöfn. Hins vegar slösuðust fimmtán far- þegar um borð í Boeing 737 frá United Airlines sem lenti í ókyrrð í kjölfar annarrar þotu. Króatar til friðargæslu KRÓATÍSKAR hersveitir munu taka þátt í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leo- ne, og er þetta í fyrsta sinn, frá því landið varð sjálfstætt ríki 1991, sem Króatía sendir mannskap til friðargæslu, að því er varnarmála- ráðuneytið greindi frá. Munu sveit- irnar halda til starfa í lok mánaðar- ins. Stjórnin í Sierra Leone og uppreisnarmenn skrifuðu undir friðarsamkomulag í júlí og lauk þá blóðugu borgarastríði sem staðið hafði í níu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.