Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 17 bæði mela og engjar sem lágu fyrir vestan hana. Frá því Hjörleifur Hróðmarsson byggðu skálana stóru stóð bærinn á Hjörleifshöfða undir Höfðanum að vestanverðu, eða þar til að hann tók af í miklu jökulhlaupi í Kötlugosi 1721 ásamt mest allri eign bóndans, meðal annars fjósi með öllum búpeningi. Bóndinn var í kirkju en konan og smalamaður gátu forðað sér með ungabam í vöggu upp í hellinn Kálfaból, rétt áður en flóðið tók bæinn. Talið er að afturkast frá dröngum sem stóðu vestan við Höfðann hafí veitt vatn- inu á bæinn. Bæjarstæðið heitir enn Bæjarstaður og sýnir Þórir blaða- manni hvar bærinn stóð þótt engar sýnilegar menjar um mannabyggð séu þar eftir. Túnið var umhverfis bæinn en engjarnar fyrir vestan og ofan Höfðann. I skrifum Kjartans Leifs kemur fram að fyrir Kötlugos- ið 1860 hafi mátt sjá leifar af hrund- um veggjum úr einu húsi og talsvert af eldhúsösku ofan á sandinum, auk hálfbrunninna spýtna. Hurfu þessar leifar með flóðinu 1860, fyrir utan dálítið af grjóti og smávegis af hleðslu en hvort tveggja hvarf alveg í hlaupinu 1918. Ógurlegt vatnsflóð Frásagnir af gosinu 1918 sýna hversu gríðarlegar hamfarir fylgja Kötlugosum. I frásögn Skúla Mark- ússonar, föðurbróður Þóris, í riti hans um jarðelda á Islandi kemur fram að einni stundu eftir hádegi 12. október varð vart við jarð- skjálfta víða í Mýrdal og voru þeir viðvarandi í eina klukkustund. Skömmu síðar sást gufumökkur mikill stíga í loft upp yfir Mýr- dalsjökli og þóttust menn brátt þess vísir að Katla væri tekin að gjósa. Um klukkan hálf fjögur kom ógur- legt vatnsflóð úr Mýrdalsjökli og hljóp fram á sandinn milli Hafurs- eyjar og Höfðabrekkuafréttar. Fleygðist það fram á sandinn með ógurlegu flugi og breiddist um hann til tveggja hliða, út að Selfjalli og austur með Hafursey að framan og ruddist allt í sjó fram með kynngi- krafti. Velti flóðið fram svo miklum ógrynnum af jökum að eftir fáar klukkustundir hafði borist svo mik- ill ís á haf út að aðeins virtist hafs- brún íslaus, séð úr Hjörleifshöfða. Skúli segir að dýpt flóðsins megi meðal annars merkja af því að eftir stóðu á sandinum 20 metra háir ís- jakar og stærri. Og að milli Hafurs- eyjar og afréttarins, þar sem flóðið rann í þrengslum, hafi það orðið 60- 70 metra djúpt. Þegar hlaupið braust fram gekk Kjartan Leifur í skyndi upp á fjallið í Hjörleifshöfða og fylgdist með hamförunum þaðan. „Sjón sú, er þá bar fyrir augu mér, verður mér ógleymanleg," segir í frásögn sem hann skráði í nóvember þetta ár. „Ógurlegt vatnsflóð hafði þá brotist fram á milli Hafurseyjar og Selfjalls og ruddist áfram með ótrúlegum hraða yfír alla hina gömlu farvegi Sandvatnsins. Var breidd þess frá Hjörleifshöfða að vestan alla leið austur að Blautukvísl. Sást enginn þur blettur standa upp úr öllu þessu svæði. Vatnið bar með sér ógrynni jaka, voru sumir feikistórir, en aðrir minni. Þegar fram kom á sandana og vatnið dreifðist yfir meira svæði, stóðu margir af jökunum fastir og veittu straumnum viðnám. Flóðið var mjög úfið að sjá og svo var ísinn mikill, að ekki sást í vatnið sjálft, nema þegar stór-straumar náðu framrás. Flóðið braust þegar vestur fyrir Hjörleifshöfða, svo hann var umkringdur eftir lítinn tíma. Einnig hafði flóðið hlaupið fram í farveg Múlakvíslar, og var jafnsnemma að það náði þar til sjávar og hér austur frá.“ Segir Kjartan að flóðið hafi vaxið geysimikið klukkan fimm síðdegis. „Kom þá fram á milli Hafurseyjar og Selfjalls svo mikið íshrúgald, að líkast var sem þar brunuðu fram heilar heiðar snævi þaktar. Ruddist þessi ís austur með eynni vestur með Selfjalli og svo fram yfir allan sandinn. Voru þai' hamfai’ir ægOeg- ar, þegar þessi miklu jakabákn velt- ust fram með dunum og dynkjum." Um það bil sem flóðið var mest gekk Kjartan vestur á suðvestur- u - - & . , émsm mmf Lásastígur er bratt einstigi upp í Hjörleifshöfða og ekki fyrir aðra en kunnuga að fara það enda yfir gínandi gap að fara. Þar sitja þeir einmitt þegar myndin er tekin, Þórir Kjartansson og Jónas Er- lendsson. J_ Landgræðslan hefur grætt upp töluvert svæði meðfram þjóðveginum um Mýrdalssand til að hefta sandfok á vegfarendur. Breytir sandauðnin óneit- anlega um svip vegna gróðursins. Út frá Ritubergi á suðvesturhorni Hjörleifshöfða eru einnig áber- andi uppgræðslureitir. Uppgangan í Höfðann er í krikanum sem hingað snýr og nefnist Klifið. horn Höfðans, Rituberg, en þar er standberg alla leið neðan frá jafn- sléttu í 60 metra hæð. „Ruddist flóðið með allri sinni fallorku á þverhníptan hamravegginn og urðu af því geysimikil boðaföll. Jakamir molnuðu í smátt, er þeir skullu á berginu en vatn og ísmolar þyrluð- ust hátt í loft. - En þótt ég stæði lengi þama á hamrasnösinni og horfði á hrikaleikinn niðri fyrir fót- um mér, get ég eigi lýst honum, svo fullnægjandi sé, með orðum einum. Sjón sú varð hverri sögu svo miklu ríkari,“ segir Kjartan Leifur. Hjörleifshaugur og grafreitur Eftir hlaupið 1721 var jörðin Hjörleifshöfði í eyði í um þrjá ára- tugi en þá var byggður bær uppi á Höfðanum sjálfum. Lengst af var bærinn í stóram grasi vöxnum hvammi sem snýr á móti suðri en 1908 byggði Hallgrímur Bjamason, sem giftist Aslaugu Skæringsdótt- ur, ekkju Markúsar Loftssonar, nýjan bæ nokkru neðan við þann gamla. Rústir hans sjást vel, mun betur en tóttir gamla bæjarins því Hallgrímur notaði allt grjótið úr gamla bænum í þann nýja. Fleiri minningar um mannlíf og búskap sjást í Hjörleifshöfða, meðal annars tún við bæinn. Og á hæsta stað Höfðans, í 220 metra hæð yfir sjó, er Hjörleifshaugur. Þar er sagt að Hjörleifur landnámsmaður sé heygður. Þar lét Markús Loftsson hlaða grafreit árið 1899 og hvílir þar ásamt Áslaugu, óskírðu bami þeirra og Sigurði bróður sínum. Ajfkom- endur Markúsar og Aslaugar létu gera grafreitinn upp fýrir nokkram áram. Nýi vegurinn hættulegri Þegar litið er á það hversu saga jarðarinnar Hjörleifshöfða er ná- tengd Kötluhlaupum kemur ekki á óvart að Þórir hafi gert sér far um að kynna sér sögu Kötlu. Hann tel- ur ekki að Mýrdælingar séu sér- staklega hræddir við Kötlu, enda telur hann að þótt hlaupið komi fljótt sé ekki ástæða til að ætla að það komi mönnum alveg í opna skjöldu vegna þeirra rannsókna og mælinga sem fram fara á svæðinu. Hefur Þórir mestar áhyggjur af vegfarendum. „Nýi vegurinn um Mýrdalssand er mun hættulegri en sá gamli. Hann liggur í boga suður á sandinn þannig að erfitt getur verið fyrir vegfaranda að forða sér á öraggan stað ef hlaupið kemur skyndilega yfir. Hann gæti komist í þá aðstöðu að keyra skáhallt á móti hlaupinu í viðleitni sinni til að kom- ast á öruggan stað, hvort sem hann æki austur eða vestur sandinn. A þetta sérstaklega við um kaflann frá Höfðanum og austur fyrir Dýra- lækjakvísl. Þegar byrjar að gjósa má búast við miklum fjölda ferða- manna hingað austur. Kötlugos eru miklu hættulegri en öll önnur eld- gos sem við þekkjum hér á landi, ekki bara vegna hinna miklu jökul- hlaupa heldur vegna gosmakkar og eldinga í honum sem geta skapað stórkostlega hættu. Það er að mínu mati mikilvægasta verkefni al- mannavarnanefndar að koma í veg fyrir að fólk sem ekki á brýnt erindi komist inn á svæðið,“ segir Þórii-. Hann telur ekki vit í öðru en að reikna með að byggðin neðan bakk- anna í Vík geti verið í hættu í hlaupi, til dæmis ef það gerðist að stór jakahrönn stöðvaðist og veitti jökulvatninu vestur að þorpinu. Einnig gæti komið flóðbylgja í sunnan roki og hásjávuðu. Hann tekur jafnframt fram að ekkert slíkt hafi gerst í síðasta hlaupi. Katla hefur verið að bylta sér í sumar þótt nokkur óvissa sé um það nú hvort það leiði til eldgoss upp úr jöklinum og jökulhlaups. „Flestir Mýrdælingar reikna með því að Katla eigi einhvern tímann eftir eft- ir að gjósa, þótt þeir séu alls ekki að hugsa um það daglega," segir Þórir. En hvenær kemur klaupið? Því svarar Þórir á þessa leið: „Það er engin leið að segja til um það. Það er búið að ragla ferlinu. Katla hefur gosið á 40 til 60 ára fresti en nú er liðið 81 ár síðan hún gaus síðast og menn alveg hættir að spá.“ Hann telur minni hættu á stóra hlaupi á meðan jafnmikið jökulvatn er í án- Hjörleifshaugur er á hæsta stað Höfðans og þar var hlaðinn heimagrafreitur um síðustu aldamót. Haugurinn hefur nú verið merktur. Landmælingavörðu ber yfir grafreitinn. um og verið hefur að undanförnu og bendir í því sambandi á að 1918 hafi jökulámar á Mýrdalssandi verið þurrar allt sumarið, þangað til hlaupið braust fram úr jöklinum í október. Vonast Þórii- til þess að Katla gefi frá sér rækilega aðvörun með jarð- skjálfta áður en hlaupið kemur. Það hafi oftast gerst, þó ekki alltaf. Get- ur þess að hlaupið 1860 hafi verið komið í sjó fram þegar gosið braust upp úr jöklinum. Uppgræðsla á svörtum sandi Gróður hefur breyst í Hjörleifs- höfða á undanförnum árum. Þórir segir að vegna ríkjandi suðvestan- áttar hafi Höfðinn allur gróið upp að austan en blásið upp að vestan- verðu. í heildina telur hann að Höfðinn hafi heldur gróið upp. Haf- ursey var fyrr á öldum skógi vaxin. Hún var ávallt nýtt sem afréttur og skógurinn hvarf. Þórii’ segir að gróðurinn hafi breyst mikið þau fáu ár sem liðin eru síðan Hafursey var friðuð fyrir beit. Birki og víðir sé að ná sér af stað á nýjan leik og berja- spretta að aukast. „Eg er ekki þar Konu „En þótt ég stæði lengi þarna á hamra- snösinni og horfði á hrikaleikinn niðri fyr- ir fótum mér, get ég eigi lýst honum, svo fullnægjandi sé, með orðum einum. Sjón sú varð hverri sögu svo miklu ríkari.“ Kötluklettur barst fram með Kötluhlaupinu 1918. Hann stend ur um einn kílómetra austan við Hjörleifshöfða, um 10 kíló- metra frá jökli. með að segja að það sé alvont að hafa sauðfjárbeit. Þegar féð var tekið úr Höfðanum vai’ð ofsalegur mosagróður í öllu túninu, maður óð mosa í mjóalegg. Þess sáust einnig merki í börðum að norðanverðu að mosinn flettist af og uppblástur var að byrja. En mosinn virðist vera að minnka aftur, gi-einilegt er að gróð- urinn nær jafnvægi á nýjan leik með tímanum,“ segir Þórir. Landgræðslan hafði frumkvæði að því að hefja uppgræðslu á Mýr- dalssandi. Tilgangurinn var fyrst og fremst að hefta sandfok á vegfar- endur en þjóðvegurinn um sandinn var illræmdur og gat verið lokaður vegna sandfoks dögum saman. Skil- yrði fyrh' uppgræðslunni var að sandurinn yrði friðaður fyrir sauð- fjárbeit en þótt Hjörleifshöfði hafi verið í eyði í mörg ár gekk fé frá ná- grannabæjum í Höfðann, Hafursey og á sandinn. Þórir segir að það hafi ekki verið vandamál að friða sand- inn því nóg annað beitiland sé í Mýrdal. Landgræðslan samdi við eigendur jarðanna Hjörleifshöfða, Höfðabrekku og Reynisbrekku, sem eru landeigendur á Mýrdals- sandi vestan Blautukvíslar, og hefur síðan grætt upp töluvert land við veginn og víðar á sandinum. Þórir er ánægður með árangur- inn, telur að ótrúlega mikið hafi áunnist á fáum árum. En hann heyrir fólk einnig hnýta í upp- græðsluna, ekki síst erlent ferða- fólk. Og þótt hann telji nauðsynlegt að græða upp svæðin meðfram þjóðveginum segist Þórir skilja sjónarmið þeirra sem gagnrýna framkvæmdina. „Auðvitað er ekki hægt annað en að viðurkenna að * iðjagrænar ferkantaðar rákir í svörtum sandinum stinga í augu. Eg hitti marga erlenda ferðamenn og finnst oft að gróin fjöll og grös- ugur Mýrdalurinn veki ekki mesta__ athygli þeirra, heldur þessar svörtu eyðimerkur, hraun, svarth' sandar og eyðilegt landslag. Fugla- og dýralíf kemur þar á eftir og síðan hin sérstæða náttúrufegurð með grónum móbergsfjöllum," segir Þórh’. Búast má við að uppgræðsla Landgræðslunnar og annar gróður hverfi þegar næsta Kötluhlaup kemur yfir sandinn, ef það líkist hlaupum síðustu alda. Og þá verður að byrja aftur frá grunni. Sterlc áhrif á fólk Þótt engin aðstaða sé í Hjörleifs- höfða til að taka á móti gestum og vegurinn þangað oft slæmur hefur Þórir orðið var við aukinn áhuga ferðafólks á síðustu áram. Það er væntanlega heillandi saga allt frá landnámi og umhverfi sem dregur fólk á staðinn. Þórir segir að ákveðnir leiðsögumenn hafi tekið ástfóstri við Hjörleifshöfða og leggi mikla áherslu á að komast út í Höfðann með hópa sína, ekki síst tveir franskir leiðsögumenn sem báðir eru búsettir hér á landi. „Það er eitthvað þama sem hefur sterk áhrif á fólk, sérstaklega þá sem era næmir. Sumir tengja það drauga- sögum eða örlagasögu Hjörleifs." Yfirleitt er fært á fólksbflum frá þjóðveginum að skipbrotsmanna- skýlinu sem er sunnan undir Hjör- leifshöfða. Slóðanum er þó illa hald- ið við og Vegagerðin hefur sett upp skilti þar sem varað er við akstri annarra bfla en fjórhjóladrifinna. „Það er vandamálið við þennan slóða, eins og slóða að fleiri nátt- úraperlum, að illa hefur gengið að halda honum í lagi. Það er óljóst hvað tilheyrir hverjum og enginn vill greiða kostnaðinn," segir Þórir. Hann vekur athygli á því að Vega- - * gerðin hafi fyrr á áram ávallt heflað slóðann á vorin og þótt sjálfsagt en hætt því þegar þjóðvegurinn var færður og slóðinn styttist. Hafi ver- ið þörf á því að hafa veginn í lagi fyrir nokkrum áram sé hún enn meiri í dag eftir að umferð um hann hafi aukist. Velkomið á eigin ábyrgð Fólk sem kemur í Hjörleifshöfða skoðar umhverfið, bæjarstæðin þrjú, fuglabjörgin og Hjörleifshaug og grafreitinn á fjallinu. Sumir fara upp bratt einstigi, Lásastíg, en Þórir seg- ist ekld ráðleggja neinum að fara þá leið. Afkomendur Markúsar og As- laugar gerðu upp grafreitinn fyrir sex árum og nú hefur Þórir merkt Hjörleifshaug. Hann hefur einnig komið fyrii’ leiðbeiningarskilti við uppgönguna í Höfðann með helstu upplýsingum og korti sem Jón Gunnar Jónsson í Vík hefur gert og merkt inná helstu gönguleiðir. Þórir telur ekki við hæfi að koma upp varanlegum mannvirkjum í Höfðanum, segir að einfóld leiðbein- ingarskilti verði að duga. „Ég tel ekki fara vel á því að hrófla við Hjörleifshöfða. Það væri auðvitað hægt að koma upp varnargirðingum á hamrabrúnum svo fólk fari sér ekki að voða en ég vfl ekki sjá það hér eins og í Bandaríkjunum og víð- ■> ar að enginn virðist þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér og ávallt sé reynt að draga einhvern til ábyrgð- ar ef eitthvað fer úrskeiðis. Eg tel að við nútímamenn séum það vel upplýstir að við ættum að geta bor- ið ábyrgð á eigin lífi og limum. Við bjóðum því ferðafólk velkomið á eigin ábyrgð,“ segir Þórir. Þórir er framkvæmdastjóri Vík- urprjóns sem rekur ferðamanna- verslun í Vík og Reykjavík. Þegar hann er spurður um afstöðu eig- enda jarðarinnar til aukins ferða-» mannastraums segist Þórir starfs * síns vegna ekki geta annað en fagn- að öllum nýjum möguleikum fyrir ferðafólk og skoðun Hjörleifshöfða sé áhugaverður kostur. Segist hann vilja stuðla að því að fólki finnist það velkomið og til að sýna lit í því efni hafi hann sett upp leiðbeining- arskiltin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.