Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Umferðaröngþveiti var ekki fyrir að fara í auðninni þó svo við vær- Enn eitt „bleiustopp". Ketill og Guðrún alsæl í eyðimörkinni. um þarna enn á malbiki. Hér hefur Þórdís notað tækifærið til að rétta úrsér meðan sú litla svaf. A liðnu ári starfaði Ketill Sigurjóns- :•**>■-* .V,- j- -■ son lögfræðingur í Astralíu við framfylgd á löggjöf um gróður- r og jarðvegsvernd. Hér segir frá ferðum hans með fjölskyldunni um afskekktar l nrt' * ',j7. sveitir þessa fjarlæga lands. , ■ *, ** ■ i* wi.. ‘ •;•. V* --*• .* . ►*. * * . tjk £ ’+*•* - •* . 4 J ■ S i; '/ .: - :-■> Eðlan blátunga „heilsar" aðkomumönnum frá Fróni. SNÁKURINN kom undan bfln- um og hlykkjaðist hratt í átt að gráum runnagróðrinum. Hann var um fímm feta langur og sverleikinn á við grannan úlnlið. Þetta var greinilega sú tegund sem Ástralir kalla „eastern brown sna- ke“. Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir brúnleitir og finnast víða um austanverða Ástralíu. Þeir eru ábyrgir fyrir flestum slöngubitum í landinu, enda talsvert algengir. Bit er oft banvænt ef ekki tekst að koma fómarlambinu undir læknis- hendur innan nokkurra klukku- stunda og gefa móteitur. Þórdís hljóp í veg fyrir kvikindið til að truíla það, svo ég næði mynd, en þessar slöngur eru þekktar að ára- sárgimi og því varaðist hún að fara of nálægt. Guðrún Diljá, níu mán- aða gömul dóttir okkar, sat í burð- arpoka framan á mér og skildi hvorki upp né niður í spenningi for- eldranna. Og þeim „dímonska“ vai- greinilega nóg boðið og lét sig hverfa í skrælnaðan eyðimerkur- gróðurinn. Eyðilandið Við voram stödd nálægt Mungo- þjóðgarðinum í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, um 800 km vestur af Sydn- ey. Þama er landið nánast alveg flatt og afar gróðursnautt en stöku klettar og sandöldur sjá um að mynda landslag. Flestir Islendingar hafa fengið sýnishom af þessum dæmigerðu rauðu og gulleitu áströlsku eyðimörkum í kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum, en ekkert jafnast þó á við að upplifa auðnina sjálfur. Við vegarslóðann lágu stór- ar syfjulegar kengúrar og eðlur skriðu löturhægt um í steikjandi sólinni. Fyrstu skriðkvikindin sem við sáum vöktu óskipta hrifningu og gáfu tilefni til að stöðva bflinn og rétta úr sér. Hrifningin var aftur á móti ekki gagnkvæm; þegar íslend- ingurinn gerðist nærgöngull var blárri tungunni otað að honum með háu hvæsi. Eðlur þessar draga nafn sitt af tungulitnum og kallast „blát- ungur“ (blue tongued shinks). Einnig mátti sjá „drekaeðlur" (dragon lizards) sem era alsettar göddum á bakinu og sitja langtím- um saman hreyfingarlausar í sólar- hitanum. Eftir því sem vestar dró varð landið þurrara og slóðinn torfærari. Af og til sáust fáeinar kindur og virtust þær bara vel haldnar í þessu eyðilandi. Fyrr á öldinni var blóm- legur sauðfjárbúskapur mjög stundaður á hinum úrkomusnauðu sléttum í austurhluta Ástralíu. Vatnsból era víða og þegar rignir er landið fljótt að verða ótrúlega grænt. Meðan ullarverð hélst sæmi- lega hátt var þessi búskapur rekinn með góðum hagnaði, en nú er öldin önnur. Lækkandi ullar- og nauta- kjötsverð hefur leitt til þess að margir bændur hafa snúið sér að ræktun hveitis og annarri akur- yrlqu. Tii að þess háttar búskapur sé mögulegur hefur þurft að byggja mikil áveitukerfi og afleiðingarnar hafa um margt verið hrikalegar. Áveituframkvæmdir hafa leitt til hækkunar á grannvatnsborði, sem aftur leiðir til stóraukinnar seltu í yfirborðslögum jarðvegs. Seltan dregur úr frjósemi jarðvegsins og fer afar illa með gróður. Engu að síður teygir akuryrkjubúskapurinn sig sífellt innar í landið og kvikfjár- ræktin hopar. Mungo-þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af uppþornuðu Mungo stöðuvatninu. Fyrir tugþúsundum ára var þama öðravísi umhorfs. Á bökkum „vatnsins" hafa fundist leif- ar af horfinni menningu og Ijóst að áður fyrr lifðu Ástralíuírambyggjar góðu lífi á þessum slóðum. Áldurs- greining hefur sýnt að rekja má bú- setu þeirra á svæðinu allt að 40 þús- und ár aftur í tímann (þó svo þeir fengju ekki ríkisborgararétt í eigin landi fyrr en á 7. áratug þessarar aldar!). Vegna mikfls jarðvegsrofs era merkar mannvistarleifar sífellt að koma í ljós og ferðamenn era beðnir um að raska ekki neinu ef þeir ganga fram á grafir eða aðrar fomminjar. Þama er stórbrotin náttúra en auðnin og flatneskjan gera manninn afar smáan. Ástralir kalla svæðið umhverfis Mungo „inn- ganginn að auðninni", en vestur af Mungo teygir eyðimörkin sig hund- rað og þúsundir kflómetra yfir land- ið þvert og endilangt. Við röltum um sandskafla og prfl- uðum upp á sérkennilega klettana, sem erú sorfnir af veðri ái'þúsund- anna. Guðrún Diljá naut þess að sitja berfætt í fíngerðum sandinum með nefið upp í vindinn, en hatt- lausir foreldramir vora á góðri leið með að fá sólsting. Þá var ekki ann- að að gera en að drífa sig í litla kof- ann okkar við afskekkt gistihúsið og svolgra í sig einn ískaldan Melbour- ne Bitter (Ástralir mega eiga það að þeir bragga úrvalsbjór). Þar kom agnarsmár kengúraungi hoppandi til okkar og hnusaði forvitinn af Guðrúnu Diljá, sem varð ekki um sel. Reyndist þetta vera munaðar- laus jafnaldri hennar, sem dóttir gestgjafanna hafði tekið í fóstur eft- ir að bfll hafði keyrt á móðurina eina nóttina. í ljósaskiptunum sátum við á ver- öndinni og horfðum á blóðrauða sól- ina síga í eyðimörkina. Það er um þetta leyti sem kengúrarnar era hvað sprækastar og hlakka til svala næturinnar. Litlir „Joeyar" hopp- uðu í kringum kofann og stungu Þar kom agnar- smár kengúruungi hoppandi til okkar og hnusaði forvit- inn af Guðrúnu Diljá, sem varð ekki um sel snoppunni ofaní poka mömmunnar til að fá sér smá mjólkursopa (Ástralir kalla kengúraungann Joey). Guðrún litla var sofnuð i fanginu á mömmu sinni; við létum kengúranum eftir eyðimörkina og drógum okkur í hlé. Eftir að hafa fleygt lítilli eðlu úr rúminu og út fyrir kofadymar var kominn tími á að hvfla sólbakaðan skrokkinn. Þetta var snemma vors (og vetur að ganga í garð á norðurslóðum). Hita- svækjan síðdegis var þvflík að við gátum aðeins reynt að ímynda okk- ur hvemig sólin grillar þessar slóðir um hásumarið, sem er í janúar og febrúar. Þar að auki verður þá allt krökkt af litlum flugum, sem kallast „bush flies“ og geta verið ansi að- gangsharðar. Þar er komin ástæða þess að sveitafólk í Ástralíu talar gjarnan með tennurnar samanbitn- ar; svo það fái ekki ófögnuðinn upp í sig. Varirnar bærast vart þegar gestur er boðinn velkominn: „G’day mate - howr’ye going“? Senn fengj- um við að heyra þessa ágætu kveðju enn á ný; stefnan var sett á Denil- iquin. Af veðmálum og sundsnákum Deniliquin (,,Deni“) er þorp eða lítill bær, um 300 km suðaustur af Mungo. Bærinn liggur á mikilli sléttu sem hentar vel fyrir sauðfé og nautgripi. Erindi okkar þangað var að heimsækja Roger Oxley, vistfræðing og gróðureftirlitsmann. Báðir störfuðum við fyrir ráðuneyti í Nýju Suður-Wales, sem nefnist „Department of Land and Water Conservation" og fer með málefni vatns-, gróður- og jarðvegsvemdar. Roger reyndist vera hinn dæmi- gerði dreifbýlis-Ástrali í jákvæð- ustu merkingu. Afslappaður og óformlegur, hæfilega fámáll, þægi- lega gestrisinn og sést sjaldan öðra- vísi en með kalda bjórdós í hendi. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í útjaðri bæjarins með Játvarðsána (Edward River) í bakgarðinum. Nokkur spölur er frá húsinu niður að ánni, enda flæðir hún reglulega yfir bakka sína eins og algengt er með ár í Ástralíu. Á flæðilandinu næst ánni vaxa tré, sem nefnast „river red gum“, en þau finnast ein- göngu á svæðum sem fara reglulega undir vatn. Flæðilandið þarna var u.þ.b. 150-200 metra breitt við ár- bakkann þeim megin sem Roger býr og „river red gum“ skógurinn mjög þéttur. Eins og venjulega eftir vinnu var Roger að fá sér sundsprett í lygnri ánni. Hann brá skjótt við kalli konu sinnar, kom sér í gallabuxur og leð- urstígvél og seildist í ísskápinn eftir bjór handa gestunum frá Norður- pólnum. Restinni af síðdeginu eydd- um við á bökkum árinnar sötrandi Victoria Bitter (eða VB upp á áströlsku). Kyrrðin var aðeins rofin af einni og einni bátskænu sem var tilefni til veðmáls: Hversu margar mínútur væra í að báturinn birtist frá því skellirnir í utanborðsvélinni heyrðust? Þess á milli mátti veðja um það hvert okkar kæmi fyrst auga á snák á sundi yfir ána. Áuð- vitað varð Roger hlutskarpastur og benti okkur hvar eitt kvikyndið skellti sér fram af bakkanum og til sunds. Þetta var svo sannarlega ólíkt okkar ástsæla skeri norður í Dumbshafi. Við ákváðum að sleppa því að skola af okkur rykið í ánni. Veðmál era vissulega stór hluti af daglegu lífi Ástrala en þó aldrei eins og þegar Melboume-kappreiðarnar fara fram. Þann dag snýst allt þjóð- félagið um þessi fáeinu (en glæsi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.