Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 27 hlustað á Heimi að Heimir væri besti karlakór sem hefði komið til Færeyja. Þama var einnig lögþings- maðurinn og bæjarstjórinn í Klakksvík, Jögvan ví Keldu, kór- stjóri með meiru, og það leyndi sér ekkert hrifning hans þótt Færeying- ar séu yfirleitt ekki að flíka slíku. Tónleikarnir voru í skólanum í Klakksvík í ágætum sal, en eftir tón- leikana heimsóttum við Christians- kirkjuna í Klakksvík sem var byggð 1963 og býr yfir einstökum hljóm- burði. I kirkjunni eru um 1.000 sæti, en þagar hún var vígð 1963 voru 2.000 kirkjugestir innan dyra. Heimismenn sungu í kirkjunni og nutu hins magnaða tónflæðis, en gallinn við það að halda tónleika í kirkjum Færeyja er sá að það má ekki klappa í kirkjunum og ekki heldur selja aðgang en hvort tveggja er nú oft nauðsynlegur hluti af tónleikahaldi. Norðurlandahúsið í Þórshöfn er stórglæsilegt og þar var troðfullt í stóra salnum á tónleikum Heimis, á 5. hundrað manns og menn höfðu á orði fleiri en einn og fleiri en tveir að heimsókn Islensku óper- unnar og karlakórsins Heimis Á hamraströndinni við Voga á Suðurey. Það er aldrei hægt að líta langt í Færeyjum án þess að sjá bát, enda eiga þeir orðtakið: Bundinn er bátlaus maður. kojs í Smyrli og gert klárt fyrir sigl- ingu til Þórshafnar næsta dag. Þannig gekk nú lífið fyrir sig í leiðangrinum þeim. Heimismenn og fylgifiskar skoðuðu söfn og kynntu sér bæjarbraginn á hverjumn stað, nutu gestrisni og velvildar Færey- inga og ekki lét Páll Mohr, ræðis*- maður íslands í Færeyjum, sig muna um að bjóða öllum hópnum heim eftir tónleikana í Norðurlanda- húsinu. Þar var glatt á hjalla og sungið og trallað og eldhuginn Páll var aldeilis í essinu sínu, eins og heil herfylking. Geisladiskar Karlakórsins Heimis hafa selst vel í Færeyjum og lög kórsins hafa verið talsvert leikin í Utvarpi Færeyja eftir heimsóknina. Heimismenn fóru allvíða um Fær- eyjar á fáum dögum, því margt er auðveldara en að ferðast um Fær- eyjar hvað þá fyrir 130 manna hóp,% en það fór ekkert á milli mála að söngferð Heimis til Færeyja knýtti enn betur vináttu- og bræðrabönd Islands og Færeyja, ekki síst vegna þess að okkur íslendingum er tamt að staðsetja svolítið af Færeyjum í hjarta okkar þegar við förum þaðan heim á ný. Árni Johnsen fararstjóri og Pétur Pétursson frá Álfta- gerði leggja á ráðin. á WM jy yi ,:i| ! K • riífí V * ; íj i »*l ■■■■ jji Christians-kirkja í Klakksvik er byggð eins og naust. Heimasæturnar í Öravík sem stýrðu færeysku veislunni. Frá Klakksvfk. Heimir á tónleikunum á Suðurey. væru tveir toppstórviðburðir í Færeyjum. Það var skemmtilegt að heyra slíkt.. En Heimismenn eru ekki fyrir að velja þá einföldii leið að sitja kyrrir á sama stað. Á fjórða degi heim- sóknarinnar var haldið til hafnar á ný og nú um borð í gamla Smyril sem fór sérstaka ferð með Heimis- menn til Suðureyjar, en ekki er al- gengt að fjölmennir kórar fari þangað í tónleikaferðir. Það var keyrt svolítið um Suðurey, að mestu í kjaftsvörtu, en það kom sér vel fyrir þá lofthræddu þegar ekið var á brúnum þar sem hundruð metra voi-u lóðrétt í sjó. Tónleikarnir um kvöldið í skólanum á Þvereyri voru glimrandi góðir, húsfyllir og mikil stemmning með þátttöku heima- manna sem til að mynda sungu með í færeyska laginu Fagra blóma sem Heimismenn sungu á færeysku við mikinn fögnuð. Þá brá Stefán Gísla- son kórstjóri á leik og kallaði til leiks litla stúlku sem hafði setið á fremsta bekk á tónleikunum og lifað sig inn í stjórnun kórsins með handasveiflum. Stefán lét hana stjórna Heimi í einu lagi og höfðu heimamenn mikið gaman af. Eftir tónleikana á Þvereyri kom ein fær- eysk kona til kórfélaga og sagði: Þið syngið eins og englar, þið syngið svo fagurt að ég mun vaka í alla nótt. Þetta var sem sagt í besta lagi og kom ekki á óvart. Að tónleikum loknum var haldið til færeyskrar veislu í Öravík með dúndrandi krás- um, færeyskum dansi, rímnakveð- skap og söng. Var sá háttur hafður á fram eftir nóttu uns haldið var til Vetrarstundaskrá hjá Yoga Studio Anna Ásmundur Ingibjörg Daníel Lísa Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 12.10-13.00 Ýmsir Ýmsir Lísa 16.20-17.10 Ingibjörg Ingibjörg 17.00-17.50 Lísa 17:20-18:20 Daníel Ingibjörg Daníel Ingibjörg 17.55-18.20 18.30-19.35 Ásmundur Anna Ásmundur Anna Hugleiðsla Ásmundur Laugard. Kl. 10.10 til 11.15 Lísa Ath! 16.20 tímarnir hefjast 21. september! Næsta grunnnámskeið: Yoga - brayttur IRsstfll hefst 6. september. Mánud. og miðvikud. kl. 20 (7 skipti). Leiðbeinandi Daníel Bergmann. Arskort 25.000, 3 mán. 12.900, 1. mán, 5.800, hálfur mán. 3.200, stakur tími 600. Kortum fylgir aðgangur að tímum á stundaskrá, tækjasal og saunu. YOGA^ STUDIO (D Yoga - Tæki - Sauna Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. <0 HALUR OG SPRUND ehf. Sími 544 5560 og 864 1445 BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágœöa ilmkjamaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.