Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B
FRÉTTIR
Neytendasamtökin mót-
mæla bensínhækkun
NEYTENDASAMTÖKIN benda á
að enn á ný kemur í ljós skortur á
verðsamkeppni milli stærstu olíu-
félaganna sem hækkuðu verð á
bensíni jafnmikið sama dag í byrj-
un vikunnar, segir í ályktun frá
samtökunum.
„Ákveðin hækkun á bensínverði
er eðlileg miðað við hækkun á
heimsmarkaðsverði. Neytenda-
samtökin telja eftir frumathugun á
verðbreytingum á heimsmarkaðs-
verði bensíns og útsöluverði hér á
landi, að neytendur hafi þurft að
þola hækkanir á heimsmarkaðs-
verði bensíns með fullum þunga
um leið og þær hafa átt sér stað.
Neytendur hafa hins vegar oft
þurft að bíða í langan tíma eftir að
lækkun á heimsmarkaðsverði skil-
aði sér í lægra bensínverði. Þetta
bendir til að samkeppni sé ekki
næg á þessum markaði.
Bensínverð er orðið alltof hátt
og þar ber ríkisvaldið mikla sök.
Skattlagning ríkisvaldsins á bensín
er komin út fyrir öll eðlileg og við-
unandi mörk. Skorað er á ríkis-
stjórnina að takmarka vísitöluáhrif
síðustu bensínhækkana með því að
lækka álögur sínar á bensín, sem
nemur hækkuninni nú eða a.m.k,,
sem nemur þeirri hækkun sem rík-
isvaldið fær vegna hækkunar olíu-
félaganna. Fallist ríkisstjórnin á að
lækka álögur á bensín þannig að
ríkisvaldið verði af tekjuaukningu
síðustu bensínhækkunar mundi
bensínverð lækka nú þegar um
rúmar 3 krónur lítrinn.
Neytendasamtökin telja það eina
af frumskyldum ríkisstjórnarinnar
að tryggja sem mestan stöðugleika
í þjóðfélaginu. Lítil verðbólga og
aukinn stöðugleiki hefur fært neyt-
endum verulegt hagræði. Mikil
hækkun á bensíni hækkar vísitölur
verulega og hefur m.a. þá þýðingu,
að eignir fjármagnseigenda aukast
um rúma 4 milljarða á sama tíma
og skuldir heimilanna aukast um
sömu rúma 4 milljarða. Þetta ger-
ist án þess að nokkur sérstök verð-
mætaaukning eða verðmætarýrn-
un hafi átt sér stað í þjóðfélaginu.
Þessi vísitöluleikur sýnir betur en
margt annað fram á vissan fárán-
leika og svartar hliðar vísitölukerf-
isins. Neytendasamtökin hafa ít-
rekað krafist að vísitöluviðmiðun
lána verði afnumin eða breytt veru-
lega.
Neytendasamtökin vekja sér-
staka athygli á, að allir þeir þættir,
sem ollu óðaverðbólgu á sínum
tíma eru enn til staðar í þjóðfélag-
inu. Það hefur tekist ekki síst
vegna skynsamlegra ákvarðana að-
ila vinnumarkaðarins að vinna
gegn verðbólgu og koma ástandinu
hér í viðunandi horf hvað þetta
varðar. Verðhækkanahrina nú er
til þess fallin að ýta verðbólgunni
af stað aftur. Við því verða stjórn-
völd að bregðast í dag með því að
lækka bensínverð um þá hækkun,
sem varð fyrr í vikunni."
Barnadansar
Unglingadansar
Samkvæmisdansar
Tjútt
Mambó
nín
Diskó
Merengue
Dans ársins Mambó no.5
Wild Wild West
Kennslustaðir
• Bolholt 6, Reykjavík
• Fjölnishúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi
• Akranes
• Hveragerði
Innritun og upplýsingar
553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19.
Opið hús sunnudaginn 5. september
kl.14-16 að Bolholti 6 og Fjölnishúsinu
Dalhúsum 2
ucimsMUSIAMRNIR
iarcus & Raren HWton Systkinaaf sláttur
Koma í oKtóber Fjölskylduafsláttur
<Ö>
DANSSKÓII
Jóns Péturs og Köru
1989- 1999
mánudaginn
þriðjudaginn
6sept
■ frákLK
7sept
■ frá kl. OE
10:00 til 18:00
09:00 til 16:00
á Grand Hótel Reykjavík ^
10 Sýningin er ætluð m.a. hönnuðum og tæknimönnum fyrirtækja,
sveitarfélaga og stofnana, til kynningar á teikni- og hönnunar-
kerfum. Boðió verður upp á fjölda fyrirlestra.
10 Á sýningunni AutoCAD EXP02000 munu Snertill og CAD ehf.
sýna markaðsleiðandi hönnunarkerfi á Norðurlöndum sem eru til
sölu á íslandi. Meðal sýnenda hjá áðurnefndum fyrirtækjum
verða aðilar frá CADPOINT, Cadett, Rasterex, Logicad og SPI.
sncRTlll HBI CAD ehf.
www.snertill.iswww.hugbun.iswww.cad.is
w ^ &