Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 9 ÍSLENDINGAR byrjuðu ekki að rækta brokkál fyrr en í lok 6. ára- tuganns en rækta núna mikið af því. Við íslendingar ræktum dökkgrænt brokkál en líka er til ljósgrænt og rautt brokkál. Þær tegundir fást stundum hér en eru að ég held alltaf innfluttar. Dökkgræna brokkálið er tiltölulega auðvelt í ræktun og er ís- land óskaland til ræktunar þess, það þarf raka og svala veðráttu og ætti tíðin hér sunnanlands í sumar að vera gósentíð fyrir það, eins á að vera með blómkálið skv. Matjurta- bók Garðyrkjufélags íslands en þar segir að blómkál nái bestum vexti og þroska í rakri og svalri veðráttu. Sú er ekki raunin hjá mér, blómkál- ið hefur þrifíst venilega illa í sumar ólíkt brokkálinu. Eg hefí verið dug- leg að klippa miðsprota sprotakáls- ins þegar hann er orðinn stór, þá þjóta hliðarsprotarnir upp. Blómkál var ræktað á íslandi fyrir meira en hundrað árum, en líklega voru það helst útlendingar sem ræktuðu það þ.ám. Schierbeek landlæknir sem ræktaði margar matjurtir í Bæjar- fógetagarðinum í Reykjavík í lok síðustu aldar. Vafalaust hefur verið erfítt að fá fræ á þeim tíma. Segja má að blómkálið sé systkini brokkálssins. Bragðgæði brokkáls hefur verið líkt við blöndu af blóm- káli og aspas eða spergils, þaðan er nafnið spergilkál komið. Hins vegar þýðir brocco sproti á ítölsku og með smækkunarendingunni -li þýðir orð- ið lítill sproti og lýsir kálinu vel því Matur og matgerð Blómkál og brokkál Kristín Gestsdóttir hefur í mörg ár kallað broccoli sprotakál, en greinilegt er að það festist ekki í málinu. Hins vegar notar hún núna orðið brokkál í þeirri von að ------------------j ...... það hljóti náð fyrir augum Islendinga. Henni fínnst spergilkál ótækt orð. það er svo sannarlega með sprotum bæði stórum og smáum. Blómkáls- brokkálsbakstur 750 blómkól Vi msk. matarolía 1 hvítlauksgeiri 15 g smjör (I smópakki) 3 msk. hveiti '/2 tsk. karrí 750 g brokkól Va tsk. múskat (mó sleppa) 3 dl mjólk 200 g fínt rifinn mjólkurostur 1 dl saltvatn 300 g skinka 2 msk. sólblómafræ 1. P>voið kálið vel, einkum blóm- kálið, skiptið í hríslur. 2. Setjið saltvatn í pott og látið sjóða, raðið kálinu ofan í vatnið og gufusjóðið við hægan hita í 5 mín- útur. 3. Merjið hvítlaukinn og setjið saman við matarolíuna. Penslið eldfasta skál með því. 4. Hellið kálinu á sigti, en geymið soðið. Setjið kálið í skál- ina. 5. Bræðið smjörið, setjið múskat og karrí útí og hrærið síðan hveitið út í. Þynnið með mjólkinni og kálsoðinu og búið til jafning. 6. Skerið skinkuna smátt og setjið út í jafninginn ásamt ostin- um og hellið yfír kálið. 7. Stráið sólblómafræi yfir. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð eða hvít- lauksbrauð. Athugið: Þetta má búa til í ör- bylgjuofni. Sjóðið þá kálið í 3 mín- útur, búið til jafninginn í potti á eldavélinni en bakið þetta í 5 mín- útur í ofninum. RENAULT MEGANE U T G A F A MEÐ M I l( L U M E I R I BUNAÖ ^Geislaspilari »E Sc&hcScm RENAULT MÉGA ( AÐEINS 15 BÍLAR SELDIR í PESSARI ÚTGÁFU ) Vesturtandgvegur Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.