Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 Karlakórinn Heimir úr Skagafírði gerði garðinn frægan í fyrstu heimsókn sinni til Færeyja fyrir skömmu og sló í gegn eins og kórsins var von og vísa með metaðsókn að Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á kórtónleikum fyrir fullu húsi, um 450 manns. Árni Johnsen, sem var fararstjóri karlakórsins Heimis í Færeyjum, segir frá söngferðalagi Skagfírðinganna til granna okkar. * *• Ljósmyndir/Erlingur Jóhannesson. Hcimismcnn á færeyskum báti undir Vestmaimabjörgum. « Ji| , Bfi Karlakórinn Heimir syngur í gömlu kirkjunni í Kirkjubæ, en söngnum var útvarpað beint þaðan. Stefán Gislason, stjórnandi Heimis. ‘Þið syngið svo fagurt að ég mun vaka í alla nótt Heimisfélagar hlýða á Jóhann Hendrik Winther Poulsen í Kirkjubæ. Gamla kirkjan og gamli bærinn íjær. FYRIR nokkrum árum heimsótti Heimir Suður- Grænland og söng í mörgum byggðum Grænlands við mikla að- Jftsókn, lof og gleði tónleikagesta og síðast en ekki sfst fór íslensk bylgja um landið og treysti samskipti og tengsl þessara tveggja nágranna- þjóða sem stundum virðist þó svo langt á milli. Sama var að segja um Færeyjaferð Heimis, nema að skyldleiki málsins olli því að Heimis- menn ílugu beint í hjartastað Færeyinga með söng sínum og ís- landsstemmningin drundi á eyjun- um þá daga sem heimsóknin stóð yf- ir með mikilli spilun í Útvarpi Færeyja og fréttum í blöðum. Heim- ismenn tóku eins konar upphitun fyrir Færeyjaferðina með Norrænu frá Seyðisfirði með því að halda tón- leika í Egilsstaðakirkju daginn fyrir jbrottför. Kirkjan var þétt skipuð gestum og þau voru ófá lögin sem varð að endurtaka vegna mikillar stemmningar. En svo skall ferða- dagurinn á, Norræna togaði óþreyjufull í festar á Seyðisfirði og það var barkandi blíða um fjall og fjörð. í Heimishópnum voru hvorki meira né minna en 130 manns og það er stór hópur að ferðast með um Færeyjar. í þann mund sem bryggjupollarnir á feijubryggjunni á Seyðisfirði voru lausir við festarn- ar hópuðust Heimisfélagar aftur á . efsta þilfar og tóku lagið meðan vinalegur Seyðisfjarðarkaupstaður minnkaði inn í fjarlægðina og Nor- ræna tifaði ölduna nett í takt við tómlega gargandi má. Það er góður aðbúnaður í Nor- rænu þótt skipið sé komið til ára sinna, hlýlegt og rúmgott og lista- góður matur hvort sem menn vilja Jieldur snarl eða veislumat, en vissu- *ega verður spennandi að ferðast með nýja skipinu sem á að taka við af Norrænu innan tiðar, mun stærra og glæsilegra skipi. Það var spjallað og spilað á leið- inni út, dansað og sagðar sögur úr lífsmelódíunni eins og gengur þegar góðir ferðafélagar eru saman á ferð að maður tali nú ekki um þegar skreppa á í vinaheimsókn á næsta bæ, til grannans í austri. Það er snaggaraleg leið til Færeyja frá Seyðisfírði, lagt í ann klukkan tólf á hádegi og komið árla næsta dags til Þórshafnar þar sem byrjað var á því að koma við í Út- varpi Færeyja í beinni útsendingu þar sem Alftagerðisbræður tóku nokkur lög í morgunsárið og sungu með slíkum tilþrifum að útvarps- mennirnir táruðust af gleði. Þar var einnig slegið á létta strengi í samtali við Stefán Gíslason kórstjóra og undirritaðan fararstjóra Heimis. Heimismenn höfðu með sér þrjár rútur að heiman og voru því færir í flestan sjó, en þar sem ekki var hægt að innrita sig á hótel fyrr en um hádegi var stefnan tekin á Kirkjubæ í morgunsárið og ákveðið að sjmgja nokkur lög í gömlu kirkjurústunum þar. Þar tók á móti okkur Jóhann Henrik Winter Poul- sen, prófessor við Fróðskaparsetur, og fræddi mannskapinn um staðinn og staðhætti. Jóhann Henrik talar einstaklega fagra íslenska tungu, fegurri en margur íslendingurinn og sannar það bara sem oft hefur verið sagt og sannreynt að við get- um margt lært af Færeyingum. Nokkrir ferðafélaganna litu inn í eldhús gamla bjálkahússins í Kirkjubæ og röbbuðu við Sölvu og Pál Kóngsbónda, en ættir Kirkju- bæinga og margra Islendinga liggja saman. Það er magnað að koma inn í þennan gamla bæ sem býr yfir nið aldanna, enda um 1.000 ára gamall að hluta. Það er nú þannig hvemig sem á það er litið að Færeyjar eru ekki útlönd fyrir Islendingum því Islendingum finnst þeir vera á heimavelli í Færeyjum og sem betur fer er það gagnkvæmt fyrir Færey- inga á Islandi. Fyrsta sönglota Heimismanna í Færeyjum var sem sagt í Kirkjubæ, en síðar um daginn söng kórinn undir stjóm Stefáns Gíslasonar og við undirleik Thomas R. Higgerson í aðalverslunarmiðstöðinni í Þórs- höfn, en það var í tengslum við ís- lenska kjötkynningu á vegum Kaup- félags Skagfirðinga. Þar setti marg- ur gómsætur grillbitinn glaðlegan svip á gesti og gangandi og kórónan var síðan söngur Heimis. A öðmm degi Færeyjaheimsókn- arinnar var gert víðreist, lagt í hann árla dags til Vestmanna þar sem bátar biðu ferðafélaganna til þess að flytja þá í hin rómuðu Vest- mannabjörg sem rísa ægifögur úr hafi, þverhnípt allt að 600 metra há með ótal gjám og hellum sem siglt er um á litlum bátum. Á bröttum bringjum í bjargi var sauðfénaður á beit, lundi við brún og hvífuglinn kögraði bjargið með fugladritinu. En það eru snögg veðraskipti víðar en á Islandi og þokan er oft iðin við kolann í Færeyjum. I flennibirtu sigldum við að Vestmannabjörgun- um, en skyndilega brunaði þokan inn af hafi og allt varð kjaftsvart eins og Færeyingar orða það. Það var hin hliðin á dramatíkinni að sigla í þokunni. Svo sigldum við aft- ur inn í sólina í höfninni í Vest- manna og þá brá allur hópurinn sér í heimsókn heim til Jögvans Duur- hus lögþingmanns og núverandi for- manns VestnoiTæna ráðsins. í steikjandi hita af sól og sumri snæddu menn nestið sitt í garði Iög- þingsmannsins og í húsi hans. Það þótti ekkert tiltökumál að 130 manns litu inn. Síðan var stefnan tekin á Klakks- vík, næststærsta bæ Færeyja, en þar átti að vera konsert síðla laugar- dagsins og þrátt íyrir besta veður sumarsins var ágætlega mætt á tón- leikana og gerður góður rómur að söng Heimismanna. Þar var m.a. mættur Óli Brekkan, lögþingsmaður og tónlistargúrú Færeyinga. Hann sagði stutt og laggott eftir að hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.