Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ í Ehvador ✓ Olöf Daðey Pétursdóttir, sextán ára stúlka úr Grindavík, kom heim síðsumars eftir tæplega eins árs veru sem skiptinemi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador. Skapti Hallgrímsson forvitnaðist um dvöl Olafar við miðbaug. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólöf Daðey í indíánamussu og með indíánahatt frá Ekvador. r ASTANDIÐ í Ekvador er mörg- um Vesturlandabúanum afskap- lega framandi en dvölin meðal 12 milljóna íbúa landsins var mikil upplifun, segir Ólöf Dað- ey. Tveir þriðju Ekvadora lifa undir fátæktarmörkum og allsherjar- verkfoll og mótmæli vegna dapurlegs efnahagsástands settu svip sinn á landið þann tíma sem Ólöf Daðey dvaldi þar. Forseti landsins lýsti yfir neyðarástandi um tíma í sumar. Ólöf Daðey bjó í fjallabænum Latacunga, sem er í um 3.000 metra hæð yfír sjávarmáli; var ein sjö skiptinema á vegum samtakanna AFS þar í bæ og eini Islendingurinn. Hún segir það hafa verið hálfgert áfall að koma til landsins. „Menning- in er svo frábrugðin því sem ég á að venjast og það er svo mikið rusl út um allt; fyrstu mánuðirnir fóru bara í að aðlagast - og að læra spænskuna." En henni fannst mjög gaman að vera í Ekvador. „Æðislegt,“ eins og hún orðar það. „Það gerist ekki á hverjum degi annars staðar að mað- ur mæti bíl þar sem kind er bundin uppi á þaki!“ Dæmi um frábrugðinn hugsunar- hátt nefnir Ólöf Daðey líka þegar „mamma“ hennar náði í hana til höf- uðborgarinnar, Quito, þegar skiptinemarnir komu til landsins. „Hún kom reyndar ekki strax. Eg var orðin ein eftir og leist ekki beint á blikuna. „Pabbi“ í fjölskyldunni hafði dáið rúmu ári íyrr, en „mamma“ mætti með einhverjum manni sem ég hélt að væri kærastinn hennar. Eg talaði enga spænsku og skildi því ekki neitt og gat ekki spurt. í einhverjum bænum á leiðinni heim stoppuðum við, þau skruppu inn í eitthvert hús en ég beið dn úti í bíl í um það bil klukkutíma. Eg fór svo að velta því fyrir mér eftir að við kom- um heim hvers vegna kærastinn sæ- ist aldrei þar, en komst svo að því seinna að þetta var giftur maður, sem „mamma“ hélt við!“ íslenska stúlkan reiknar sem sagt ekki með að „mæður“ taki á móti skiptinemum með þessum hætti annars staðar... Ekki umgangast indíána Indíánar eru í meirihluta íbúa Ekvador, en eitt af því sem Ólöfu var stranglega bannað, meðan á dvölinni stóð, var að umgangast þá og hún mátti ekki eignast indíána eða sverf> ingja að vinum. „Okkm- var sagt að þeir væru hættulegir. Það var greinilega litið niður á þá; indíánarn- ir tala allir spænsku en líka sitt eigið tungumál. Þeir eru ósnyrtilegri en annað fólk þarna og greinilega fá- tækari. Fólk segist þreytt á því hve þeir betla mikið.“ Stjórnvöld í Ekvador gripu til neyðaráætlunar í efnahagsmálum, sem varð meðal annars til þess að eldsneyti hækkaði mikið í verði og margir bankar frystu auk þess inn- stæður viðskiptavina sinna. Mikil andstaða var meðal landsmanna við aðgerðirnar og mikil mótmæli brut- ust út um allt land. Slíkt hefur reyndar verið algengt síðustu ár. Útgöngubann var í Latacunga í heila viku, allan sólarhringinn, þegar ástandið þótti eldfímast. „Við vorum heppin að „mamma“ var nýbúin að gera mikil matarinnkaup þegar út- göngubannið var sett á. Bílstjórar voru í verkfalli á tímabili í sumar þannig að strætisvagnar, leigubílar og flutningabílar gengu ekki og um tíma lokuðu þeir helstu vegum lands- ins. Þá var erfitt að fá kjöt, korn og hrísgrjón í Latacunga, en fólk í Quito fann ekkert fyrir þessu. Þar var alltaf nóg til.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við nein vandræði fyrr en í febrúar: „Þá var verðbólga orðin mjög mikil, doll- ari hafði hækkað mjög í verði og fólk fór að tala um að verkfall skylli brátt á. í mars urðu svo mjög sterk mót- mæli, sem hófust í Quito og breidd- ust hratt út. Þá varð allsherjarverk- fall um allt land, ástandið var ekki gott og mikið fjallað um það í frétt- um. Þá var hugleitt að senda okkur heim, en ekkert varð af þvi vegna þess að ástandið lagaðist fljótlega. Indíánarnir - sem eru mjög reiðir efnuðu fólki - tóku sig svo seinna til og mótmæltu sérstaklega. Mótmæli þeirra þá hófust í Lataeunga, og til að leggja áherslu á að þeim væri al- vara kveiktu þeir í eigin markaði þar í bæ - en af honum höfðu þeir lifí- brauð sitt! Seldu þar ávexti, korn og ýmis önnur matvæli. Þegar þeir urðu svo sjálfír uppiskroppa gengu þeir hús úr húsi í Latacunga og betluðu. Þeir bönkuðu til dæmis upp á heima hjá mér, einir tíu, en hafa líklega ver- ið um hundrað á svæðinu og fóru í öll hús í hverfinu. Og skilaboð þeirra voru einfóld: þið verðið að gefa okkur mat. Eg tæmdi því bara alla skápa og gaf þeim þann mat sem við áttum.“ f þrjá tíma í felum undir bíl „Fyrst eftir að mótmæli indíán- anna hófust fóru þeir um í stórum flokkum; þetta minnti á skrúðgöng- ur, þeir voru með fána, prik og svip- ur. Fólk í bænum mínum var hrætt við þá og margir lokuðu alveg að sér. Mikið var skotið af byssum og stein- um kastað í mótmælaskyni. Lögregl- an beitti þá táragasi gegn þeim og ég varð einmitt vitni að því þegar þrír indíánar voru skotnir til bana. Hópur þeirra hafði verið að kveikja í og hóf síðan skothríð að lögreglunni, sem skaut á móti.“ Ólöf Daðey og aðrir skiptinemar á vegum AFS fóru frá Ekvador í lok júlí. „Skiptinemar frá Rotary misstu af flugi frá Quito vegna þess að þeir komust ekki til höfuðborgarinnar ut- an af landi. Mestu ólætin stóðu í fjóra eða fímm daga; þá voru óeirðir, kveikt var í og þess háttar. Eitt kvöldið var svo allt í einu hringt í okkur og tilkynnt að við gætum komist burt daginn eftir. Okkur sagt að pakka niður strax um kvöldið og vera tilbúin. Við vinkona mín fórum þá að kveðja AFS-fólkið í borginni og þegar við vorum á heimleið aftur hafði hópur indíána kveikt í bíl á einu torginu, og skyndilega var allt orðið fullt af þeim þarna - þeir komu allt í einu úr öllum áttum. Við vorum bara tvær, báðar ljóshærðar - sem ekki er mjög heppilegt þarna - og sáum þann kost vænstan að hlaupa undir bil og fela okkur. Okkur fannst þetta mjög fyndið fyrst en hætti svo að lít- ast á blikuna þegar við fórum að heyra skothvelli og öskur. Það verð- ur að viðurkennast að við urðum hræddar, en við vorum samt aldrei í mikilli hættu. En þetta hafði auðvit- að áhrif á okkur.“ Daginn eftir segir hún indíána hafa fylkt liði í Latacunga og gengið af stað til höfuðborgarinnar, „en þangað er tíu klukkustunda ganga. Indíánar úr öðrum bæjum landsins og úr frumskóginum bættust í hóp- inn og þeir mótmæltu fyrir framan ráðhúsið i Quito“. Ólöf Daðey segir að eftir að yfír- völd hafí lofað úrbótum hafí indíánar hætt mótmælum sínum og gengið heim á ný. „Ég var farin frá Latacunga þegar þeir sneru heim, en mér var sagt að aðrir bæjarbúar hefðu klappað fyrir indíánunum þeg- ar þeir komu aftur til bæjarins - mótmæli þeirra urðu til þess að yfír- völd bökkuðu og landsmenn gerðu sér á ný vonir um að ástandið yrði skaplegra.“ Vill verða læknir Ólöf Daðey lenti í því í Latacunga að aðstoða bandaríska lækna sem komu þangað, en slík heimsókn er ár- leg á vegum Rotary. „Ég var túlkur fyrir þá; þeir töluðu ekki orð í spænsku og sjúklingarnir ekki orð i ensku. Vinkona mín, sem var í Latacunga á vegum Rotary, átti að vera með þeim en var of hrædd þegar á hólminn kom. Leist ekki á að fara inn á skurðstofuna. Læknarnir koma á hverju ári og veita fátæku fólki ýmsa aðstoð, fólki sem hefur ekki efni á að leita sér læknisaðstoðar. Ég var með þeim við ýmsar aðgerðir; einn sjúklingurinn hafði brennst illa og eyrað á öðrum var nærri dottið af, en þeir gátu bjargað því. Mér fannst þetta æðislegt; mig hefur lengi langað til að verða læknir, og þetta dró ekki úr þeim áhuga,“ segir Ólöf Daðey, sem hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík nú í haust. Ymislegt í skólanum, þar sem Ólöf Daðey stundaði nám í Latacunga, var öðruvísi en hefðbundið getur talist. „Það kom til dæmis oft fyrir að að- eins tveir í bekknum gerðu heima- verkefni og hinir hermdu eftir. Eins var þetta í prófunum - og fólk komst upp með það. Hugsunarhátturinn þarna er allt öðruvísi en við eigum að venjast." Ólöf Daðey er 16 ára, sem fyrr segir, og var yngst skiptinem- anna. Aðrir voru 17 og 18 ára, eins og Ekvadorarnir í bekknum. Skipulag segir hún líka af skorn- um skammti. I hverri einustu viku hafí til að mynda fallið niður tímar i skólanum vegna þess að kennara hafí vantað, og enginn kippt sér upp við það. „Einhvern tíma var verið að leita fyrir mig að skjölum á skrif- stofu skólans og gekk illa. Ég spurði í einfeldni minni hvort þau væru ekki í fyrstu-bekkjar-skúffunni... Skúffu?! Hvað meinarðu? Pappírarnir voru út Með risaskjaldböku á Galapagoseyjum, sem til- heyra Ekvador en eru um 900 kílómetrum undan strönd meginlandsins. um allt í mörgum bunkum, og þegar ég tók mig til einn daginn og flokk- aði allt eftir bekkjum þótti ég gífur- lega snjöll." Sextán flengíngar Margrét Kristín, tvíburasysth- Ólafar Daðeyjar, dvaldi sem skiptinemi á Sikiley á Italíu meðan Ólöf var í Ekvador. „Við töluðum stundum saman í síma, og það var sniðugt að bera saman hvernig hún upplifði tímann á Italíu við það sem ég var að gera. Ekki nóg með það að hún væri þarna suður frá heldur fór kærastinn minn sem skiptinemi til Bandaríkjanna; við skelltum okkur öll. Og sinn er siður í landi hverju. Italir eni skapbráðir og Margrét Kristín fékk marga kinnhesta. Það sem hún átti hins vegar einna erfíð- ast með að venjast var að kyssa fólk í tíma og ótíma! Ég kom 8. september til fjölskyldunnar minnar í Latacunga og á afmælinu mínu, tíu dögum seinna, var ég flengd sextán sinnum. Síðan var afmælissöngurinn sunginn og eftir að ég hafði blásið á kertin var hausnum á mér dýft ofan í tertuna! Ég hafði ekki hugmynd um að þetta tíðkaðist og brá því mjög.“ Knattspyrna bönnuð Viðhorf kaþólikkanna í Latacunga til þess að stúlkur stundi íþróttir eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.