Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 7 Innan um sorfna klettana í Mungo-þjóðgarðinum. Sólsetrið í Mungo var stórfengiegt og varpaði rauðgullnum bjarma á mæðgurnar frá Fróni. legu) hross og knapa þeirra. Við horfðum í beinni sjónvarpsútsend- ingu á Jezibel vinna æsispennandi hlaupið á síðustu sentimetrunum og verða sjónarmun á undan næsta hesti, hvers nafn er gleymt enda man enginn eftir þeim sem tapar. Potturinn kom að mestu leyti í hlut tveggja ríkustu manna Astralíu, sem höfðu á síðustu stundu veðjað stórfé á hrossið. Var skítalykt af málinu? Við urðum þó að viður- kenna að við sáum örlítið eftir því að hafa ekki rennt suður til Melbo- urne tii að taka þátt í öllum herleg- heitunum, uppábúin að sið enskra aristókrata með glæsilegan höfuð- búnað og teygandi kampavín. Gróðureftirlit á gresjunni Næstu tvo dagana fór ég vítt og breitt með Roger um sveitimar um- hverfis Deni. Leiðin lá á nokkur bændabýli á svæðinu og hvað eftir- minnilegust er heimsóknin til Boonoke. Petta er afar myndarlegt býli, u.þ.b. 120 þúsund ha með um 110 þúsund fjár! Það er þekkt fyrir ræktun á merino-hrútum og fer ár- legt uppboð fram síðasta föstudag septembermánaðar (ef einhvem skyldi vanta góðan hrút). Merino- féð er einkum haldið vegna ullarinn- ar, sem getur verið afar fíngerð. Á svæðinu umhverfis Deni er merino- ullin oftast um 22 míkrómetrar að þvermáli en austar í landinu, t.d. kringum Canberra, er fmleikinn allt niður í 15 míkró. Til samanburðar má geta þess að ullin af íslenska fénu er almennt ca. 30-47 míkró (þ.e. togið, en þelið getur jafnast á við merino-ullina að fínleika). Árið 1978 komst Boonoke-býlið í eigu fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdock en hann er fæddur og uppalinn í Ástralíu. Áður hafði land- areignin um langt skeið tilheyi-t Falkiner-fjölskyldunni sem stofnaði sauðfjárbú sitt árið 1861. Á jörðinni vinna að jafnaði 50 manns en meðan rúning stendur yfir, í mars og apríl, bætast um 30 „rakarar" við og eru þeir gjarnan maoríar frá Nýja-Sjá- landi. í meðalári fást 7-9 kg af ull af hverri skepnu. Það er eins gott að féð sé rúið á réttum tíma því annars Gresjurnar um- hverfis Boonoke minntu ótrúlega mikið á mynd- arleg túnin í Gunnarsholti á Rangárvöllum getur það sligast undan þunga ull- arinnar. Hinn náttúrulegi eiginleiki að ullin losni sjálfkrafa án þess að mannshöndin þm-fi að koma nærri er löngu glataður. Auk fjárhópa mátti sjá talsvert af nautgripum á sléttunum umhverfis Boonoke, en hluti landsins er leigð- ur öðrum bændum til beitar. Féð gengur í beitarhólfum sem eru allt frá 5 ha og upp í rúma 2000 ha að stærð. En þama voru einnig skepn- ur sem ekkert leigugjald greiða; hópar af áströlskum strútum (emu’s) voru allvíða og m.a. gaf á að líta stolta strútsmóður skokkandi um sléttuna með hvorki fleiri né færri en sex unga. Því miður tókst okkur aldrei að smakka kjötið af þessum ski'ingilegu skepnum í Ástralíuferðinni, en flest annað var reynt, þ.á m. kengúra og krókódíll. Hiklaust má mæla með kengúru- kjötinu þótt það jafnist ekki á við hina einu sönnu íslensku villibráð. Raunar sannaðist það á Boonoke að oft má finna hliðstæður með hálf- an hnöttinn á milli. Gresjurnar um- hverfis Boonoke minntu ótrúlega mikið á myndarleg túnin í Gunnars- holti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan hefur aðalstöðvai’ sínar. Veðurfarið er þó afar ólíkt á þessum fjarlægu stöðum. Á svæð- inu við Deni fer hitastgið upp í 45° C um hásumarið og á vetrarnóttum getur orðið frost eða allt að -5° C. Arleg hitasveifla er því gríðarleg (og sama má segja um hitasveifluna á hverjum sólarhring). Ársúrkoman er einungis u.þ.b. 350 mm en til samanburðar er hún um 800 mm í Reykjavík og um 500 mm á Akur- eyri. Þar að auki er úrkoman hér á landi miklu jafnari yfir árið; á slétt- um Ástralíu rignir almennt aðeins í mjög stuttan tíma á ári hverju. Úr- hellinu fylgja oft mikil flóð enda tekur hinn ævagamli jarðvegur ekki við regni með sama hætti og gerist hér á landi. Því er óhætt að segja að öfgarnar séu miklar í áströisku náttúrunni þegar flóð bresta á í kjölfar langvarandi þurrka. Áður en við kvöddum Roger var gripið til málbandsins og því skellt umhverfis nokkur stærstu „river red gum“ trén við ána. Það sverasta Geföu baraiau þíau Tölvuskólinn Framtíðarböi sérhæfir sig í tölvukennslu fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 -14 ára. Námið er byggt upp í kringum 10 ákveðna þætti tölvunotkunar og má þar m.a. nefna: • Ritvinnslu • Myndvinnslu • Tölvusamskipti • Margmiðlun • Töflureikni • Umbrot og útgáfu í vetur munu meira en 4.000 börn á íslandi fá að njóta námsefnis Framtíðarbarna í tölvufræðum og upplýsingatækni. Við bjóðum upp á nýtt námsefni á hverju ári, þýtt og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Markmið námsins er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju námskeiði. Vetrarnámskeið Framtíðarbarna hefjast 20. september nk. Skráning fer fram frá 6.-20. september, alla virka daga frá kl. 13-17 og laugardaga frá kl. 9-13 í síma 553 3322. Skráðu þig strax og gefðu barninu þínu forskot á framtíðina. • Sérstakur afsláttur fyrir félaga Landsbankaklúbba. Nemendum er skipt í bekki eftir aldri og í hverjum bekk eru hámark 8 nemendur. Bronshópuz: $-6 áza Silfurhópux: 7-8 áza Gullhópuz: 9-11 áza Platinuhópuz: 12-14 ára FRAMTÍDARBÖRN Grensásvegi 13 sími 553 3322 SÍMINN internet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.