Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ROGER Oxley og greinarhöfundur við trjámælingar. Guðrún heldur ósátt í fanginu á söngvara vinsælustu sveitaballahljómsveitar í austanverðri Ástralíu. Á kengúruslóðum með Ron. Friðsæl stund á Glenburnie-býlinu. reyndist vera um 9 metrar að um- máli. Parna notaði Roger tækifærið og kenndi okkur að „lesa“ í kengúruspörð og greina þannig á milli mismunandi tegunda. Kengúrutegundimar eru fjölmarg- ar og mjög misstórar, en þær stærstu verða um og yfir 2 metrar á hæð. En hvað sem því líður munum við Þórdís héðan í frá eiga auðvelt með að tegundargreina kengúru- spörð! Sveitasæla Á bakaleiðinni til Sydney tókum við á okkur krók og ókum upp með Murrey-ánni til næsta áætlunar- flugvallar, sem er tæplega 3ja klst. akstur frá Deniliquin, í bænum Al- bury. Áin Murray er ein af helstu lífæðum Ástralíu og lykillinn á bak við hin miklu landbúnaðarsvæði í suðausturhluta landsins. Það var glæsileg sjón að sjá fljótabátana lið- ast eftir lygnri ánni í tungsljósinu og aldrei höfðum við séð jafntindr- andi stjörnuhimin og á sléttunum norður af ánni. Frá Albury flugum við með lítilli rellu til Hunterdalsins, sem er eitt helsta vínræktarhéraðið í Nýju Suð- ur-Wales. Á víngörðunum er al- gengt að boðið sé upp á gistingu og vínsmökkun og sumir búgarðamir gera talsvert út á ráðstefnuhald í sveitinni. Erindi okkar var að sækja ráðstefnu Félags umhverfís- og skipulagsréttarlögfræðinga (EPLA), þar sem mér hafði verið boðið að flytja erindi um ísland og íslenskan umhverfisrétt. Raunar fór það svo að fyrirlesturinn leystist upp í landkynningu því um leið og fyrstu skyggnurnar með íslensku landslagi birtust dvínaði lögfræðiá- hugi samkundunnar verulega og yf- ir mig rigndi spurningum um eld- gos, snjó og jökla. Að erindunum loknum tóku ráð- stefnugestir til við óhóflega smökk- un á framleiðslu héraðsins. Nýja- heimsvínin sviku engan og brátt tók gleðin öll völd. Hátíðarkvöldverður var borinn fram í stórri hlöðu og stuðbandið „Murrumbidge Rattl- ers“ lék fyrir dansi (Murmmbidge er ein af stórám Ástralíu, en hafa ber í huga að þrátt fyrir að vera af- ar langar era áströlsku ámar ekki alltaf mjög vatnsmiklar). Fröken Guðrún Diljá varð lítt hrifin þegar henni var skellt í fangið á forsöngv- ara hljómsveitarinnar svo foreldr- arnir gætu skakað sér við gamla smellinn „Stockmans Hall of Fame“ (Smalahöllin!). Þannig leið kvöldið í dansi á plankagólfi skreyttu með heyböggum og héraðsveigamar rannu ljúflega ofan í mannskapinn. Morguninn eftir vora sumir hálf- framlágir þegar haldið var ofar í Hunterdalinn. Þar ætluðum við að leita uppi eldri bændahjón sem ég hafði kynnst á landgræðsluráð- stefnu fyrr um vorið. Eftir ýmsar krókaleiðir um holótta sveitavegi hittum við á slóða sem leiddi okkur að litlu bændabýli. Heldur vora úti- húsin hrörleg að sjá en íbúðarhúsið var stórt og myndarlegt þrátt fyrir að vera komið til ára sinna. Mary tók á móti okkur en Ron var rétt ókominn af fundi í landgræðslufé- laginu í næsta þorpi. Hann birtist fljótlega á litlum kolryðguðum pall- bíl (pickup), sem var e.t.v. til marks um bágborið ástand hjá áströlskum einyrkjum í landbúnaði. Við byrjuðum á því að verða til einhvers gagns og aðstoða Ron við að setja varahlut í vatnsmylluna. Þannig hagar til víða í þessu þurra landi að vatni er dælt upp úr jörðu og dælan gengur fyrir vindorkunni einni saman. Þrátt fyrir stopula úr- komu er jafnan gnótt vatns í jörð- inni sem auðvelt er að nálgast, nema eftir mjög langvarandi þurrka. Mary sýndi okkur myndir frá síðasta þurrkatímabili, sem var upp úr 1990, og var hreint ótrúlegt að sjá muninn á landinu. Þar sem nú var hár og þéttur gróður hafði landið verið algerlega skrælnað og jarðvegur allur sprunginn. í kjölfar þurrkanna flosnuðu margir bændur upp á þessum slóðum. Ron og Mary höfðu aftur á móti fengið afnot af túnum fyrir nautgripi sína í úthverf- um Sydney, í nær 400 km fjarlægð, og urðu fréttamenn mjög upp- veðraðir af þessum úrræðagóðu bændum. Á meðan verið var að hafa kvöld- matinn til fór Ron með okkur í bíltúr um landareignina. Við tróðum okkur öll í sætisbekkinn við hlið bíl- stjórans og svo var gefið í beint inn í 3ja metra háan þistlagróður. Við sáum fram á Þymirósarsvefn ef bíllinn gæfi sig en Ron vissi ná- kvæmlega hvemig slóðinn lá og fyrr en varði ókum við út úr grænblárri blindu þistlanna og inn á graslendi. Forvitnar kengúrar stungu höfði sínu upp úr kafgresinu og flýttu sér að láta sig hverfa aftur í gróðurinn þegar stynjandi skrjóðurinn nálgað- ist um of. Landið var baðað í gulln- um litum kvöldsólarinnar. Við rölt- um niður með litlum læk inn í gisinn skóg með „gum“ trjám og stigum næstum á skelkað „pokasvín". Hvort íslenskt heiti er til yfir Þannig hagar til víða í þessu þurra landi að vatni er dælt upp úr jörðu og dælan gengur fyrir vindorkunni einni saman „wornbat" er mér ókunnugt um, en þetta er pokadýr með brúnan feld og á stærð við stálpaðan grís, nema hvað lappirnar eru styttri. Við elt- um skepnuna þangað sem hún hvarf ofaní holu sína og Ron sagði til lítils að bíða því útgangamir væra venju- lega margir. Þess í stað fékk Guð- rún að sulla ofurlítið í læknum áður en við héldum heim í kvöldmatinn. Eg vaknaði fyrir allar aldir morgun- inn eftir. Það var ótrúlega kalt bæði innan- og utanhúss og ekki annað að gera en að fá sér göngutúr sér til hita. Á túnunum við bæinn vora hópar nautgripa og á símalínum sátu hundrað stórra skrækjandi páfagauka, alhvítir að lit. Sjálfur var ég hinn sprækasti og feginn að finna að heimabraggið hjá Ron kvöldið áður hafði einungis gert mér gott. Fyrr en varði birtust hús- ráðendur og Mary tók bakföll af hlátri þegar hún sagði okkur frá dóttur sinni, sem hafði hringt og orðið alveg bit að heyra um gesti alla leið frá íslandi og spurt hvort þeir væru e.t.v. grænir með þrjú augu, hvítt skegg og rauða húfu. Við morgunverðarborðið var boðið upp á alls kyns marmelaði og sultur ásamt brauði og ferskum ávöxtum; allt heimalagað. Við máttum til með að líta á ávaxtagarðinn hjá Mary áð- ur en við færam. Þarna virtist hreinlega allt vaxa; appelsínur, epli, sítrónur, plómur, grasker, ferskjur, jarðarber - æ, íslenska sumarið mætti nú alveg vera aðeins lengra. Klyfjuð ferskum ávöxtum var haldið af stað „heim“ til Sydney um fáfama sveitavegi sem reyndust jafnvel vera óbrúaðir. Loks endaði vegurinn á vatnsbakka en við tók gamall kláfur sem fleytti okkur yfir. Jórtrandi lamadýr ýttu undir af- slappaða stemmninguna. Stefnan var sett á hin sérkennilegu Bláfjöll (Blue Mountains) skammt vestan við Sydney og seint um kvöldið renndum við heilum vagni heim í hlað við Kyrrahafsströndina norður af miðborginni. Alhörðustu brim- brettakappamir vora enn að í kvöldhúminu en við létum okkur nægja að bleyta iljamar örlítið, rétt til að finna sandinn spýtast milli tánna áður en gengið var til koju. Sprengi yikunni lýkur í dag sunnudag Súrefinisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Stimpilklukkukerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.