Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ g28 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 s I Austurstræti fyrir 60 árum Páll ísólfsson tónskáld er trúlega einn í hópnum. Hann er í sömu röð og Ólafur Guðmundsson. Fjórði í þeirri röð. Margar sögur væri hægt að segja um gamansemi Páls. Hann er þarna í næsta nágrenni við einn helsta söngvara sinn, Gísla bókbindara Gúmm. Ásbjörn Jónsson málari, faðir Lillu-Heggu, gæti verið einn í hópnum. Berhöfðaðir, aftarlega í þyrpingu til hægri. Við Morgun- blaðsgluggann Um þessa helgí eru liðin sextíu ár frá upp- hafí heimsstyrjaldarinnar síðari. Gömul ljósmynd verður Pétri Péturssyni tilefni til að rifja upp þegar múgur og margmenni safnast saman í Austurstræti og mænir í átt til Morgunblaðsglugga en þar vænta menn frétta af upphafí styrjaldar. AUSTURSTRÆTI hefír löngum verið Reykvíkingum miðstöð frétta ^ig fróðleiks. Morgunblaðið hefír ' *eikið stórt hlutverk í lífi Reykjavík- ur allt frá stofnun þess árið 1913 til dagsins í dag. Vilhjálmur Finsen og Olafur Björnsson kostuðu kapps um að koma fréttum af heimsviðburð- um á framfæri jafnskjótt og eitt- hvað fréttnæmt gerðist. Valtýr Stefánsson, Jón Kjartansson og Ámi Óla tóku við fréttakeflinu í boðhlaupi kynslóðanna og hertu á fréttasprettinum. Fóthvatir og fundvísir starfsmenn þeirra, ívar Guðmundsson og Þorbjöm Guð- mundsson komu síðar og lögðu sitt af mörkum. Starfsmenn fögnuðu hverri nýjung, sem stóð blaðamönn- um til boða. Þeir kunnu einnig að j^velja sér samstarfsmenn. Aðal- steinn Ottesen, afgreiðslumaður blaðsins, reis fyrr úr rekkju en aðrir samtíðarmenn. Hann lét sig aldrei vanta á vettvang stóratburða. Þegar heimsstyrjöldin, sem sagn- fræðingar hafa kosið að nefna seinni heimsstyrjöldina, braust út í septemberbyijun árið 1939 hafði Morgunblaðið viðbúnað og bjóst til þess að birta vegfarendum fréttir af atburðum. Ludvig Hjálmtýsson,, síðar forstjóri Sjálfstæðishússins og ferðamálastjóri, var ungur og áhugasamur Reykvíkingur sem lét ^ig aldrei vanta á vettvang stórat- burða. Hann var staddur í Austur- stræti og hafði með sér ljósmynda- vél til þess að festa á filmu það sem fyrir augu bar á þessum sögufræga septemberdegi. Ludvig tókst að ljósmynda fjölda nafnkunnra sam- tíðarmanna. Sumir þeirra voru ,-JDjóðkunnir vegna forystu í ýmsum ‘^reinum. Allir prentarar og bókaút- gefendur þekktu Gunnar í ísafold, sem lét sig ekki muna um að verða Gunnar í Leiftri, enda vel íþróttum búinn. Skammt frá honum stendur Sigurpáll Jónsson, nýútskrifaður búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal, en albúinn að ráðast til starfa hjá Isafoldarprentsmiðju. í þessum hópi má einnig greina Eyjólf Ei- ríksson prentara. Hann fluttist vestur um haf og lagði þar stund á prentverk. Áður en lengra er haldið í nafngreiningu þykir rétt að segja frá því að ástæða þess að múgur og margmenni safnast saman í Austur- stræti og mænir í átt til Morgun- blaðsglugga er sú að þar vænta menn frétta af upphafi styrjaldar. Morgunblaðið birti forsíðufréttir mánudaginn 4. september um upp- haf ófriðarins. Áður höfðu starfs- menn blaðsins ritað styrjaldarfrétt- ir og birt í gluggum blaðsins. Sé þess freistað að nafngreina þá sem standa í Austurstræti og bíða frétta má þekkja ýmsa nafnkunna Reykvíkinga. Bjami Konráðsson læknir þekkist í hópnum. Hann er með svarta stúdentshúfu. Stundar nám læknadeild Háskóla íslands. Er kvæntur ungri og fagurri konu, Ragnhildi Metúsalemsdóttur og á þá unga dóttur, Sigríði. Til hliðar við Gunnar Einarsson má sjá Bjarna Pálsson er var fulltrúi fó- geta, lengi starfsmaður tollstjóra. Hann er yst til hægri með dökkan hatt. Framarlega á myndinni má greina þrekvaxinn mann með ljósa derhúfu á höfði (sixpensara). Það mun vera Guðni Sigurbjamason, málmsteypumaður og harmoniku- leikari. Guðni var starfsmaður í Hamri. Rómaður verkmaður í sinni grein, en einnig kunnur og vinsæll harmonikuleikari. Stefán Lyngdal í Rín og Ólafur Hólm Einarsson, starfsmaður í Gasstöðinni, léku oft með Guðna á dansleikjum. Var þá fjör á dansgólfinu. Þeir félagar léku oft á Selfossi og var jafnan fagnað þar vel. Guðni lést í desember árið 1970. Gunnar Ásgeirsson, síðar stór- kaupmaður, félagi Sveins Bjöms- sonar, er sölumaður hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. þegar myndin er tekin. Hann stendur rétt aftan við Guðna. Gunnar var einn hinna mörgu bræðra frá Flateyri. Félags- lyndur, sönghneigður. Kom víða við sögu í félagsmálum. Atorkumaður, sístarfandi áhugamaður að hverju sem hann gekk. Við hlið hússins númer 5 í Aust- urstræti er Ólafur Guðmundsson, sonarsonur Ólafs fríkirkjuprests og systursonur Sigurðar Grímsson- ar leikdómara Morgunblaðsins og ærslafélaga Þórbergs Þórðarsonar. Með Ólafi er gott að hlæja. Enginn er honum fremri í þeirri grein. Við eigum stundum hláturfund í síman- um. Einkum þegar við minnumst fornvinar okkar, Thorolfs Smith fréttamanns. Þá fljúga sögurnar af uppátækjum „smiðsins" milli sím- anna og við tökum bakföll í minn- ingu Thorólfs. Til marks um námfýsi Thorolfs og næmi nefnir Ólafur að Bjarni Konráðsson hafi látið svo ummælt er Thorolf las með þáverandi eiginkonu sinni er gekkst undir próf í læknisfræði að Thorolf hefði hiklaust staðist próf- ið, svo vel hafði hann numið náms- efnið, sem hann las af áhuga og hjálpfýsi. Ólafur nefnir mörg dæmi um smellin tilsvör Thorolfs í Menntaskólanum. Einar Magnús- son yfirkennari, síðar rektor, kenndi stjörnufræði. Thorolf kom upp í tíma hjá Einari. Kennarinn (Einar) teiknaði stjörnur á víð og dreif um himingeiminn. Síðan dró hann upp sól mikla. Bað hann Thorolf að reikna út fjarlægð milli himintungla þeirra er hann hafði dregið upp á töflu, sem blasti við nemendum. Thorolf spurði: Er þér alvara með þetta, Einar? Sjálfur var Thorolf skipverji á glæsilegum norskum farkosti, „Stella Polaris" og sigldi um heimshöfin. Thorolf skráði frásagnir af ferðum sínum í bókinni „Af stað burt í fjarlægð“. Morgunblaðið kallaði hlutleysið „dýrmætasta hnossið, sem íslenska þjóðin hefur eignast" í grein sinni 3. september 1939. Thorolf Smith fór til Bretlands í boði British Council ásamt Ama frá Múla, Ólafi Friðrikssyni og fleh-i blaðamönnum. Þeim félögum fylgdi jafnan flokkur kvikmyndatöku- manna. Minnisstæð er kvikmynd sem tekin var af þeim félögum í fylgd breskra lávarða. Var sýnt er þeir skoðuðu nýjustu orustuþotur, könnunarflugvélar og flugvallar- mannvirki. Það var þá sem Bretar nefndu Árna frá Múla: „Personality number one.“ Ólafur Friðriksson heimtaði hafragraut í morgunverð, en hótaði hörðu ella. Það losnaði um Thorolf að lokinni Bretlandsför. Hann gerðist fullhandgenginn Bakkusi um skeið. Réðst til starfa á Reyðarfirði. Þar höfðu Bretar búið um sig og var unnið af kappi að smíði herspítala og annarra mann- virkja. Thorolf réðst sem gervismið: ur ásamt vösku liði Reykvíkinga. í flokki starfsmanna voru einnig heimamenn fjarðanna. Aðalsteinn (Alli ríki) man vel þessa daga. „Það var þá sem ég var gerður að yfir- múrara. Styrmir, sá sem stýra átti flokknum, hafði öðru að sinna,“ seg- ir Alli ríki og hlær í símann er ég inni hann upplýsinga. „Eg man Thorolf vel,“ segir hann. Svo rifjum við upp kvöldið þegar kvikmynda- sýning var haldin í samkomusal starfsmanna. Thorolf sat þá aftar- lega í salnum ásamt vinum sínum Jónasi Bjömssyni (landlæknis) og fleirum. Hafði „Smiðurinn" látið skera börðin af Battersbyhatti og sat með hann á höfði líkt og „fez“. Á borði var komið fyrir kassa af kar- demommudropum, sem blandað var við bjór eða pilsner. Þegar kvik- myndin frá heimsókn íslensku blaðamannanna var sýnd risu áhorf- endur á fætur og beindu sjónum sínum að hávöxnum manni í hópi gervismiða. Þóttust þeir sjá þess merki að svipmót væri með glæsi- menni er skálmaði í hóp breskra lá- varða að skoða flugvélar og velli í breskum herstöðvum. Fór undran- ar- og aðdáunarkliður um hóp bíó- gesta. Daginn eftir var Thorolf boð- aður á fund hershöfðingja. Var hann settur hæstráðandi í hópi ís- lenskra starfsmanna. Fenginn jeppi og bifreiðarstjóri. Hófust nú ferðir í nágrannakaupstaði. Jónas, félagi Thorolfs, sonur Guðmundar Bjöms- sonar landlæknis, heimsótti héraðs- lækna og praktiserandi á „svæð- inu“. Jónas kvað föður sinn hafa minnst þeirra lofsamlega og talið þá hina mannvænlegustu í hópi lækna- nema. Var þá greið leið að apóteks- dyrum að sögn fylgdarmanna. Thorolf varð starfsmaður flestra dagblaða sem út komu í Reykjavík. Utvarpsmaður var hann um langt skeið. Þar áttum við saman mörg ár sem samstarfsmenn í Ríkisútvarp- inu. Eitt sinn vorum við boðnh- til hádegisverðar hjá læknum sem störfuðu á hersjúkrahúsi miklu í Mosfellssveit „Helgafell Camp“. Thorolf hafði setið að sumbli kvöld- ið áður og var „timbraður" eins og sagt var. Áður en kæmi til hádegis- verðar vorum við leiddh- eftir óra- löngum göngum, að skoða húsa- kynni og vistarverur. Dragsúgur var í göngunum og hitamunur mik- ill. Hrollkalt í sumum göngum en eyðimerkurhiti í öðrum. Svitinn bogaði af Thorolf. Hann dró mig af- síðis. Hafði í hótunum: „Ef þú skaff- ar ekki afréttara á stundinni þá hníg ég í ómegin á næsta gangi, það er eins gott þú verðir snöggur með „ambúlansinn" og mjúkhentar hjúkkur með „Dry Manhattan" eða sherrýræfil ef ekki á að fara illa.“ Á kynningarfundi sem sænskt flugfélag efndi til er það hugði á flugferðir hingað til lands var Thorolf sendur til viðtals. Fulltrúar félagsins lögðu áherslu á öryggi. Sögðu allar ferðir hafa heppnast vel. Aðeins einu sinni hefði þurft að nauðlenda. Thorolf spurði: „Segið mér, kæri kapteinn. Ef maður skyldi einhvemtíma eiga eftir að álpast upp í flugvél frá þessu kompaníi ykkar, er það bara svona fiftý fíftý sjans að maður sleppi lif- andi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.