Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ IÍR kaffístofu Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi árið 1957. HJÓNIN Sesselja Konráðsdóttir og Jón kaupmaður Eyjólfsson 1 Jónskjöri. allt fór vel, en ákvarðanir lækna á fólk ekki að vefengja. Verslunin Vísir hefír verið rekin á sama stað frá stofnun hennar, snemma á öldinni og allt til þessa dags. Á árunum um 1960 var form matvöruverslana sem óðast að breytast yfir í það kjörbúðaríyrir- komulag, sem síðar varð allsráð- andi. En Vísir var enn með gamla laginu, einnig verslun Silla og Valda í Aðalstræti og nokkrar aðr- ar sem voru einskonar sýnishorn af gömlu Reykjavikurbúðunum. Þegar inn í Vísi kom tóku við búðarborð á þrjá vegu, fyrir miðju og til beggja handa. Borðplöturnar voru að hluta til úr gleri, en þar undir var raðað ýmsum smávarn- ingi. Á veggjum voru þrælsterkar tréhillur, líkari opnum skápum, sem rúmuðu býsnin öll af niður- suðuvöru, pakkavöru, osti, kaffí, kertum og konfekti. Það var mikið lagt uppúr sölu á ferskum ávöxtum í Vísi. Bananar, vínber, melónur, epli og appelsínur voru í opnum ílátum á búðarborðinu, ávaxtailm- inn lagði um allt, ásamt sterkum og ljúfum ilm af nýbrenndu og möluðu kaffi, en fjöldi verslana og fyrir- tækja í nágrenninu byrjuðu daginn á að kaupa sjóðheitt Vísiskaffí í glærum sellófanpokum. Vísiskaffi var frægt um alla Reykjavík. Það var á árum áður að Vísir auglýsti kaffi sitt í dagblöðum á þessa leið: „Vísiskaffi gerir alla glaða.“ Einhverjir dónar komust í auglýsinguna, breyttu henni, og þá stóð á prenti: „Vísiskaffi gerir alla graða.“ Eftir þessa breytingu varð Vísir að hætta að auglýsa vegna þess að kaffisalan óx svo gríðar- lega, að verslunin annaði alls ekki eftirspurn. Eiginmenn sem ekki þorðu að láta það sjást, að þeir keyptu Vísis- kaffi sendu konur sínar eftir smá- skammti. Til þess var tekið, hve léttstígar, glaðar og eftirvænting- arfullar þær voru á svipinn, þegar þær skokkuðu heim með skammt- inn handa bónda sínum. Nú var það sem sé orðið mitt hlutskipti, að byrja hvern dag á að mala og pakka Vísiskaffí, með ófyrirséðum afleiðingum. Það kom á daginn, að þarna á horni Bankastrætis, Skólavörðu- stígs og Laugavegs varð til skemmtilegt samfélag þegar fólk streymdi til vinnu sinnar í verslan- ir og fyrirtæki á morgnana. Flestir vissu deili hver á öðrum og vinnu- stað viðkomandi og fjölmargir áttu það sameiginlegt, að vera við- skiptavinir Vísis, þegar gosflösku, tóbak, kex og kaffi vantaði á kaffi- stofuna. Og þeir, sem vildu fá sér eitthvað staðgott og saðsamt í magann í hádeginu litu í gluggana á kjötverslun Tómasar, þar sem nýsoðnir og ilmandi sviðakjammar horfðu skælbrosandi á vegfarend- ur. Á þessum nýja vinnustað sá ég næstum daglega einstaklinga sem settu svip sinn á umhverfið. Upp í hugann koma Lárus Blöndal bók- sali, frískur og léttur kaupmaður, Eyjólfur Eyfells listmálari, silfur- hærður öldungur, Andrés klæð- skeri, glæsilegur eldri borgaiá sem þá rak virtustu karlmannafata- verslun borgarinnar, Karl Bartels úrsmiður, skemmtilegur karl, sem byrjaði alla daga á að kaupa tvær flöskur af Pepsi Cola, Magnús í Pfaff, Guðsteinn Eyjólfsson fata- kaupmaður og Sigfús Halldórsson tónskáld, sem reykti stóra vindla á vinnustað sínum, Skattstofunni, en Kron sjálfan sá ég aldrei. Einn viðskiptavina Vísis var landsfrægur. Hann var svo frægur, að hvert mannsbarn vissi hver hann var. Þetta var Jóhannes Kjarval, meistarinn sjálfur. Hann var stór og mikilúðlegur maður, sem klæddist eftir eigin tísku og smekk, stundum sérkennilegur í tilsvörum, stundum torskilinn, stundum bráðskemmtilegur og fyndinn. Það kom oftar en ekki fyr- ir að Jóhannes Kjarval kom með sérkennilega förunauta með sér í búðina. Þetta voru útigangsmenn sem hann undantekningalaust gaf ávexti eða annað ætilegt í bréfpoka og sagði við þá djúpum rómi: „Njóttu þess góði - njóttu þess góði.“ Nú voru alþingiskosningar í nánd og loftið gerðist lævi blandið. Árið 1959 var kosið tvisvar til þings. I íyrra sinnið um sumarið, en þá hafði ég ekki öðlast kosn- ingarétt, en um haustið var kosið á ný og hafði ég þá náð kosningaaldri í millitíðinni. Eg hafði ekki áhuga á stjórnmálum og þaðan af síður beið ég kosninganna með eftirvæntingu. Líklega hef ég hvorki verið fugl né fiskur í pólitískum skilningi. En eftir að hann Gaui á Höfðanum hafði bent mér á nauðsyn þess að maður tæki sínar ákvarðanir í tíma, hafði það svo sem hvarflað að mér hvar ég ætti að skipa mér á bekk í pólitíkinni. Ég fór að velta fyrir mér ýmsum möguleikum, skoðaði þá kosti sem í boði voru og lagði fyrir mig áleitnar spurningar: Ætti ég að gerast framsóknarmað- ur? Frammari? Almáttugur. Mér hefur alltaf þótt þeir eitthvað svo pokalegir. Nei, ski'attakornið. Það er ekki hættandi á að gerast frammari. í þeim flokki er sagt að heymæði sé landlæg og égg er víst alveg nógu andstuttur eins og ég er. En hvað með íhaldið? Ætti ég að gerast feitur íhaldspungur, með hvítt um hálsinn alla daga og alltaf að græða á aumingjunum? Það er nú það. Hvernig gæti ég farið að græða á aumingjum, maður sem ekkert mátti aumt sjá, varla snjó- tittling einan og yfirgefinn, hvað þá eitthvað miklu stærra og slappara? Nei. Ekki ætlaði þetta að ganga með íhaldið. En kommi? Harður al- vöru kommi? Heyrðu? Vora það ekki kommarnir sem vora alltaf grenjandi yfir því hvað allir aðrir en þeir væru að gara það gott? Æ, það ætti nú ekld við mig að vera baðaður í öfundartáram alla daga. Nei, ég hef aldrei verið mikið fyrir bleytuna, hvorki útvortis né inn- vortis. En krati? Krati? Ojbara. Ég var ráðþrota og leist ekkert á það sem í boði var, var þó svona nokkurnveginn búinn að ákveða það, að kjósa ekki neitt eða skila auðu og hugsa minn gang fram að næstu kosningum. En það átti ekki fyrir mér að liggja, að fá að vera í friði. Bláókunnugir menn fór að hringja í mig í tíma og ótíma, aðal- lega í vinnuna. Þeir vora allir uppá spjall og spurðu mig hvernig mér liði, hvort ég væri nokkuð haldinn heimþrá og hvort ég væri búinn að kjósa. Til að byrja með varð ég yfir mig hrifinn og hugsaði að það væri engin lygi sem sagt var um Reykvíkinga, að þeir væra dæma- laust gestrisnir og elskulegt fólk, sem allt vildu gera fyrir sveita- menn. En brátt kom á daginn að þessi símtöl komu ekki frá neinum venjulegum Reykvíkingum. Þau komu öll frá kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins, en ekki heyrðist hósti né stuna í kommum, íhaldi eða krötum. Meira að segja hann Árni minn Helgason í Hólm- inum, sem aldrei hefur mátt sjá unga menn fara í hundana af völd- um áfengis eða stjórnmála, lét ekki í sér heyra. Eftir því sem styttist í kosningarnar gerðust mennirnir í símanum ýtnir og frekir og vildu helst tafarlaust draga mig niður í Fiskifélagshús við Skúlagötuna, þar sem utankjörfundarkosning fór fram. En ég var tregari í taumi en skrattinn sjálfur. Föstudagskvöldið fyrir kosning- ar dró til tíðinda. Þann dag var mikið að gera í Vísi og varla tími til að setjast niður frá átta um morg- uninn og til klukkan sjö um kvöld- ið. Það var tilhlökkunarefni að komast heim til hennar systur minnar á Suðurlandsbrautinni, þar sem ég var til húsa og ekki dró það úr, að ég vissi að það var saltkjöt og baunir í kvöldmatinn. Maturinn var á borðum þegar ég kom heim og baunailminn lagði um allt hús. Við settumst til borðs en um leið og heitur og rjúkandi baunadiskurinn var réttur að mér, þá hringdi sím- inn. Og auðvitað var síminn til mín. Ég stóð seinlega upp, tók símann og sagði halló. Maðurinn í síman- um sagðist vera á vegum Fram- sóknarflokksins og þannig stæði á, að hann væri að koma í nágrennið til að sækja tvo menn utan af landi sem væra að fara að kjósa og nú væri upplagt fyrir mig að slást í hópinn. Ég hugsaði með mér að þessum skratta yrði að linna og sagðist koma. Þetta var sársaukafull ákvörðun. Enginn tími til að borða og eins víst að Ragnar systursonur minn, þetta líka voðalega matar- gat, yrði búinn að aféta mig þegar ég kæmi til baka, og engar baunir að hafa. Æpandi gulur Chevrolet Bel Air, módel ‘57, beið mín við húsdyrnar. Bílstjórinn kynnti sig en tvö at- kvæði sátu í aftursætinu og rædd- ust við. Ég lagði við hlustirnar. Annað atkvæðið var úr Húnavatns- sýslunni og greinilega eitthvað bil- að. Það þrástagaðist á því að það hefði aldrei getað fyrirgefið afa sínum það, að þegar amma þess fauk í bæjarlækinn og drakknaði í norðanhvellinum 1927, þá hafi af- inn ekki gert nokkra tilraun til bjargar, og þar hafi farið góð fram- sóknarkona fyrir lítið. Hitt atkvæðið hafði komið aust- an úr Flóa og í bæinn, gagngert til þess að deyja, deyja á Landakoti, skildist mér, en svo hafi það ákveð- ið að fresta því að deyja fram yfirþ- kosningar. „Já, minna mátti það nú ekki vera, ekki veitti flokknum af hverju atkvæði, og víst yrði Landa- kot á sínum stað eftir kosningar. Engin hætta á öðru.“ Mér var steinhætt að lítast á blikuna. Þarna sat ég saman- krepptur í framsæti þessa fyrrver- andi nevjorktaxa, hélt dauðahaldi í rúðuhalarann, starði eins og stein- ranninn út um bílgluggann og skoðaði Esjuna hátt og lágt, hvern krók og kima, á meðan við ókum Skúlagötuna og nálguðumst óðum kosningastaðinn og mér fannst ein- hvern veginn að ég væri um það bil að selja sál mína. En nú fór að hljóma setning í höfði mínu sem gerðist æ háværari. Þetta var reglulega ljót setning sem ég skammaðist mín fyrir, en það var alveg sama hvernig ég kreppti tærnar í skónum og reyndi að hugsa fallegar hugsanir, þær ein- hvem veginn gufuðu upp jafnharð- an, en eftir stóð þetta: „Þessa andsk... skal ég aldrei kjósa ... þessa andsk. skal ég aldrei kjósa..En þegar neyð mín var stærst og ég allt í senn, ráðvilltur, hræddur og full, þá gerðist krafta- verkið. Allt í einu mundi ég hvað það var sem vinir mínir í Hólmin- um kusu. Þeir kusu allir íhaldið, og fyrst þeir kusu íhaldið, þá hlaut mér að vera óhætt að gera það líka. Við vorum komnir á leiðarenda. Ég snaraðist út úr bílnum og dró djúpt andann og var þess albúinn að ráð- ast inn í Fiskifélagshúsið. Bílstjórinn lék á als oddi þegar hann sá hve áfjáður ég virtist vera í það að kjósa Framsóknarflokk- inn. Næst man ég eftir mér inni í kjörklefanum, þar sem ég setti , stóran og feitan kross við íhaldið, og fór strax að líða betur. Að sjálfsögðu var okkur ,;fram- sóknarmönnum“ ekið heim. Á Suð- urlandsbrautinni kvaddi ég Fram- sóknarflokkinn endanlega. Höfundur er gjaldkeri lijá Sýslumanninum í Borgamesi. Nú er rétti tíminn til að krækja sér í tjaldvagn eða fellihýsi fyrir næsta sumar! Sölumenn okkar eru óvenju liprir í samningum þessa dagana. Komdu strax því birgðinar eru mjög takmarkaðar! h/okktrir & lyóikýií [Q^] oj {jöylitr AkÍÍc(Ík« {zdikýsi CÍSLJ JÓNSSONehf Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.