Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ í Hólminum kusu þeir allir íhaldið s Arið 1959 varð ungur maður í Hólminum, Olafur Steinþórs- son, altekinn óróa og ævin- týraþrá. Hann tók sig upp og hélt til Reykjavíkur, þar sem hann hlaut sína fyrstu eldskírn í pólitíkinni. ÞETTA byrjaði allt í Stykkishólmi. Ég var nýfluttur í Hólminn frá Flatey, þeirri breiðfírsku nátt- úruperlu. Mannlífið í Stykkishólmi var ólíkt því sem ver- ið hafði í Flatey og miklu nýtísku- legra. Götuljós lýstu upp bæinn eftir að dimma tók, hvern krók og kima, en taktfastur niður díselvél- anna sem sáu um raforkufram- leiðsluna á þessum tíma, lá eins og þykkt teppi yfir bænum, dag og nótt. Að lokinni vinnu klæddust Hólmarar í betri fötin og gengu um göturnar með hálstau og voru í rykfrökkum með Humphrey Bog- art sniði. Þeir sem voru nýgiftir eða áttu kærustur leiddu þær und- ir hendi, ósköp mjúkt og penlega, eins og þær væru úr postulíni frá Bing og Gröndal. Menn voru hættir að tala dönsku á sunnudögum, en sjoppan hans Björns gamla seldi heimalagaðan ^ rjómaís með örlitlu ívafi af neftó- baki. Þessi uppskrift var svo vin- sæl að ísinn hans Bjöms seldist alltaf upp á augabragði. Það brást ekki að klukkan átta á kvöldin safnaðist saman hópur manna sem stóð þétt í skjólinu undir veggnum á verslun Sigurðar Agústssonar, þar sem rætt var um veður, afla- brögð og pólitík og ef skjólið var ekki nóg undir búðarveggnum hans Sigurðar þá færðu menn sig til og tóku sér stöðu undir kaupfé- lagsgaflinum. Þetta var nefnilega á þeim tíma þegar allar nástrandir áttu kaupfélag, hvað þá hærra skrifaðir bæir og byggðarlög eins og Stykkishólmur og það var út- ' breidd hjátrú, að í kaupfélögunum væru góðu karlarnir en í kaup- mannabúðum vondu karlarnir. Þegar klukkan nálgaðist það að verða níu fækkaði skyndilega á götum og undir húsveggjum en þá fóru fjölmargir í bíó. Þar áttu sýslumaðurinn, bakarinn og sím- stjórinn frátekin sæti og í stað dönskunnar voru alltaf sýndar lit- kvikmyndir á sunnudögum. Snemma beygist krókurinn ... X , Ég hóf störf í frystihúsi Sigurðar Agústssonar þingmanns Sjálfstæð- isflokksins. Sigurður rak útgerð, verslun og frystihús í Stykkishólmi auk þingmannastarfanna og var aðal burðarásinn í atvinnulífi bæj- arins. Sigurður Ágústsson var vin- sæll maður. Faðir minn og hann voru vinir og hafði Sigurður verið honum haukur í horni til margra ára, þó ekki værum við orðuð við íhaldið. Á þessum fyrsta vinnustað mín- um kynntist ég úrvalsfólki af báð- um kynjum, allt frá ungum stelp- um og uppí gamlar konur og frá gömlum körlum niður í unga sveina. Kynslóðabil var óþekkt fyr- irbæri og allt líkara stórri fjöl- skyldu. Því er ekki að leyna, að þama skynjaði ég ný viðhorf og skoðanir sem mér féllu vel og þeir menn, sem reyndust mér best í Hólminum að öðmm ólöstuðum voru miklir sjálfstæðismenn. í þessu sambandi verður ekki undan vikist að nefna sérstaklega verk- stjóra mína, þá Hörð Ásgeirsson og Kristin Friðriksson, auk skrif- stofustjóra Sigurðar, Víking Jó- hannsson. Þrátt fyrir góða vinnufélaga get- ur það orðið leiðigjarnt til lengdar, að flaka þorsk, daginn út og dag- inn inn. Þegar við, nokkrir vinnu- félagar og jafnaldrar, þóttumst orðnir nógu fjáðir, báðum við um frí og héldum í „menningarreisu" til Reykjavíkur. Ekki þótti okkur taka því að fara slíka ferð fyrir minna en eina viku og tímann í höfuðborginni notuðum við vel, fórum í bíó klukkan þrjú, fimm, sjö og níu, allt að þrisvar til fjórum sinnum á ball í Vetrargarðinum eða Þórskaffi og sátum þess á milli yfir kakói, vöfflum og þeyttum rjóma á Hressingarskálanum og horfðum á stelpur. Þegar pening- ana þraut var tekin fyrsta rúta vestur, þar sem við vorum boðnir velkomnir til starfa á ný, hressir og endurnærðir, og við hófum þeg- ar að safna fé fyrir næstu menn- ingarreisu. Vorið 1959 var ég orðinn altek- inn einhverjum óróa og ævintýra- þrá. Góður vinur minn, Guðjón Jó- hannsson (Gaui á Höfðanum) hafði spurt mig að því fyrr um veturinn, hvað ég ætlaði að verða. Það varð fátt um svör hjá mér. Þá sagði hann Gaui að það hefði komið fyrir bestu menn að draga slíka ákvörð- unartöku alltof lengi. Loks þegar þeir þóttust vita hvað þeir vildu verða hefðu sumir verið komnir á grafarbakkann og allt verið um seinan. Nokkru áður höfðu þau tíðindi gerst í Stykkishólmi, að vinkona mín, Birna Pétursdóttir, hafði skroppið til höfuðborgarinnar, eins og gerist og gengur. I þessari ferð var Birna ráðin til að syngja með hljómsveit Karls Jónatanssonar, hljómsveit sem var áberandi í skemmtanalífi höfuðborgarinnar, og ekki nóg með það. Um hverja helgi var mynd af Birnu í Moggan- um, innanum landsfræga skemmti- krafta. Það var ekki nema von að Hólmarar væru upp með sér að eiga dægurlagasöngkonu, sem komin var í landsliðið. Með tilliti til hve Birnu vegnaði vel í höfuðborg- inni og þess sem hann Gaui hafði sagt við mig um grafarbakkann, þá ákvað ég að reyna eitthvað nýtt, lagði frá mér flökunarhnífinn og hélt til Reykjavíkur, á vit óvissu og ókunnra öriaga. Hjá góðu fólki... Enn lá leið mín í „klærnar" á íhaldinu. Mér bauðst starf í nýrri kjörbúð sem hét JónskjÖr. Eigand- inn var Jón Eyjólfsson, áður kaup- maður í Stykkishólmi og faðir Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar, síðar rit- stjóra Morgunblaðsins og þing- manns Sjálfstæðisflokksins. Jón var orðinn gamall maður þegar þetta var, en hjartahlýr og skemmtilegur og sem fyrr gall- harður sjálfstæðismaður, sem setti nú allt sitt traust á verslunarstjór- ann. Jón og kona hans, frú Sesselja, bjuggu í íbúð sinni yfir versluninni. Stundum átti Jón viskípela sem hann faldi frammi á lager og sat um að dreypa á, þegar fáir sáu til. Ef færi gafst lét frú Sesselja flöskuna hverfa, en þegar flaskan fannst ekki lá vel á Jóni. Þá sveif hann um lagerinn á baðsloppi og inniskóm, klappaði mér á bakið á klukkustundar fresti, og spurði frétta úr Hólminum. Sannleikurinn er sá, að mér leiddist í Jónskjöri. Mér fannst alls ekki að ég væri í þeirri Reykjavík sem ég þekkti best. Hverfið var í uppbyggingu. Hvert sem litið var sást ekki annað en moldarhaugar, timburbúnkar, hálfbyggð hús og geðstirðir eiginmenn á blöðruskó- dum og þreyttar húsmæður með krakkahóp í eftirdragi, heimtandi nammi. Þá var það einn daginn, að ég var að lesa Morgunblaðið, en þar auglýsti verslunin Vísir, á Lauga- vegi 1, eftir afgreiðslumanni. Þá fékk ég hugmynd, eina af þessum hugmyndum sem ég fæ stundum og verð að framkvæma, hversu góðar eða slæmar sem þær eru. Sem sé, hvernig væri að skipta um vinnustað ef færi gæfist, væri það nokkuð vitlaust? Það fannst mér ekki. Ég gekk fyrir yfirmann minn, verslunarstjórann og sagðist vera svo sárþjáður af tannpínu, að ég yrði að fara til tannlæknis tafar- laust. Svarið sem ég fékk var það, að „ef ég héldi að mér væri illt“ þá skyldi ég éta aspirín. Ég sagðist eiga fullan rétt á að leita læknis, hringdi í leigubíl og yfirgaf vinnu- stað minn með svip þess sem kval- inn er á líkama og sál. Ég fór skemmstu leið niður á Laugaveg og var ráðinn og skyldi helst byrja daginn eftir. Nú hló mér hugur í brjósti. Loksins var ég búinn að fínna þá Reykjavík sem ég þekkti og kaupið var hærra. Ég tók annan leigubíl og hélt inn í Jónskjör. Þar kvaddi ég Sesselju og Jón, þessi indælu hjón sem óskuðu mér alls velfarn- aðar, en verslunarstjóranum sagði ég að samkvæmt læknisráði væri ég hættur, steinhættur og kæmi aldrei aftur. Það varð hvellur, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.