Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 15 Hjörleifshöfði blasir við af þjóðveg- inum þegar ekið er austur fyrir Vflc í Mýrdal, gróið fjall sem er eins og eyja í svörtum sandi sunnarlega á miðjum Mýrdalssandi. Jörðin er ein sú landmesta á Suðurlandi, 110 fer- kílómetrar að stærð, en stór hluti hennar er raunar svartur sandur- inn. Henni fylgir annað gróið og tignarlegt fjall, Hafursey sem er norðar á sandinum. Hjörleifshöfði fór í eyði árið 1936 en áður hafði verið búið á jörðinni með litlum hléum frá því Hjörleifur Hróðmarsson landnámsmaður byggði þar tvo mikla skála. Komu þeir saman upp að suðurströnd landsins Hjörleifur og fóstbróðir hans, Ingólfur Amarson, en fóru hvor sína leið. Lenti Hjörleifur skipi sínu við Höfðann enda var þá ekkert undirlendi sunnan undir honum. Hjörleifur naut ekki lengi nýja landsins því hann var veginn um vorið, ásamt öllum sínum mönnum, af írskum þrælum sem hann hafði hemumið á leið sinni til landsins. Skiptu á fýl og heyi Fólkið í Hjörleifshöfða lifði á landsins gæðum, meðal annars fýla- veiðum og reka, og saga þess er ná- tengd sögu Kötlugosa. Jörðin er nú í eigu þriggja barna Kjartans Leifs Markússonar sem þar ólst upp, bónda í Suður-Hvammi í Mýrdal. „Eg hef alla tíð gert mér far um að kynna mér Kötlu og sögu gosanna. Það tengist uppmna mínum. Eg las til dæmis Eldrit afa míns og pabbi sagði mér frá gosinu 1918. Ein af fyrstu lífsreglunum sem faðir minn setti mér var að leggja aldrei á Mýrdalssand án þess að líta til jök- ulsins. Eg hef því væntanlega hugs- að meira um þessi mál en margir aðrir,“ segir Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf., sem á Hjörleifshöfða með systmm sínum, Áslaugu og Höllu. Ail þeirra, Markús Loftsson, bjó lengi í Hjörleifshöfða og tók saman rit um eldgos á Islandi, Eldritin svoköll- uðu, þar sem mesta áherslan er lögð á frásagnir af Kötlugosum. Fjölskylda núverandi eigenda bjó í Hjörleifshöfða frá árinu 1832 þeg- ar langafi þeirra, Loftur Guð- mundsson, flutti þangað og þar til amma þeirra og maður hennar fluttu úr Höfðanum 1920. Leigulið- ar voru þar síðan til ársins 1936 að jörðin fór í eyði. „Búskapur tak- markaðist af slægjum sem voru litl- ar í Höfðanum. Aftur á móti vora mikil hlunnindi, fýll og reki. Löng og rekasæl fjara fylgir Hjörleifs- höfða og var hún vel nýtt. Einnig var mikil fýlatekja og gjarnan skipt á fýl og heyi við fólk úr nágranna- byggðarlögum," segir Þórir. Hann veit ekki fyrir víst hvað hefur valdið því að amma hans, Aslaug Skær- ingsdóttir, og Hallgrímur Bjarna- son síðari maður hennar, fluttu úr Höfðanum. Getur hann sér þess til að veikindi hennar hafi haft áhrif enda var Hjörleifshöfði mun af- skekktari á þeim tíma en hann er nú eftir að þjóðvegurinn færðist nær, og yfir Múlakvísl að fara. Þá segir hann að Hallgrímur hafi verið mikill var Katla búin að eyða öllum gróðri á sandinum og byggðinni á milli Hjörleifshöfða og Alftavers," segir Þórir. Áður en Katla fór að gjósa var Mýrdalssandur allur „engi- og skógi vaxinn". Margir telja að Katla hafi eytt byggðum austan Hjörleifshöfða, þar sem nú er svartur Mýrdalssandur. Austar og norðar var hið foma Dynskógahverfi sem fór í fyrsta Kötlugosinu 894, að því er haldið er fram í Eldritum Markúsar Lofts- sonar og Skúla sonar hans. Kerling- ardalur í Mýrdal á enn ítök á Dyn- skógafjöra og er sagt að fólk úr Dynskógahverfi hafi lagt hana með sér þegar það fluttist þangað eftir hlaupið. í Sturluhlaupi 1311 tók af alla byggðina sem eftir var á Mýr- dalssandi, þar á meðal Lágueyjar- hverfi meðal annars með bæjunum Láguey, Lambey, Dýralækjum, Rauðalæk og Holti. Hlaupið er nefnt Sturluhlaup vegna gamalla munnmælasagna af Sturlu Amgrím'ssyni bónda í Lágu- ey. Kona hans lá á sæng með nýfætt bam er hann gekk út og sá að hlaupið ofan af jöklinum stefndi á bæinn. „Hann hljóp samstundis inn, greip reifastrangann úr faðmi konu sinnar í sænginni, en skipaði þeim, sem eftir vora, að befala sig Guði. En nær hann út kom, tók hlaupið bæinn, en hann komst með bamið upp á einn stóran jökuljaka, hver að flaut með hann og barnið í sjó fram. Hraktist svo austur með landi, og landfestist jakinn með hann og bamið á Meðallandsfjöra, svo bæði komust lífs af.“ Flóðið kom sunnu- daginn næstan eftir jól, segir í Eld- ritum Markúsar. Um vorið þegar farið var að leita þar sem bæirnir höfðu verið kom í Ijós að hlaupið hafði sópað öllu burtu svo að ekki sást að nokkumtímann hafi þar byggð verið, heldur eintóm eyði- mörk hulin sandi og vikri, marga faðma djúpt niður. En þegar menn gengu um sandinn, þar sem Lam- bey hafði staðið, heyrðu þeir hund gelta undir fótum sér, grófu þar til og komu niður á fiskiklefa. Þar fundu þeir stúlku á lífi, ásamt hund- inum. Það eina sem minnii- á Lágueyj- arhverfið nú era hólar sem nefnast Lambajökull en þar á Lambeyjar- bærinn að hafa staðið, einnig Dýra- lækjakvísl. Onnur kennileiti era horfin. Katla tók af bæinn Þórir vekur athygli á þeirri stað- reynd að hlaup fyrri alda hafi farið meira austur um, en síðan fært sig vestar eins og sögurnar um Dyn- skóga- og Lágueyjarhverfin benda til. Síðar hafi hlaupin farið að koma vestan við Hjörleifshöfða. Ekki séu heimildir um byggð þar en Þórir telur að þar hafi verið graslendi. I einu flóðinu á nítjándu öld fór til dæmis graslendi sem kallað var Einarsstaðh-. Kötluhlaupin hafa því herjað veralega á jörðina þótt bær- inn hafi ekki farið fyrr en síðar. Telur Þórir að ákveðin svæði á sandinum hafi sloppið í hlaupum fyiTÍ alda eða gróið upp á milli. I bók afa hans er sagt frá því að 1660 hafi Katla skemmt mikið jörðina Hjörleifshöfða og tekið þaðan ► svortum Myrdalssandi. Myndin er tekin að austan. bóndi og telur líklegt að hann hafí viljað komast á jörð þar sem meiri ræktunannöguleikar vora. Þau fluttu í Suður-Hvamm í Mýrdal. Hlífðarlaust dráp á fýlatimanum Markúsi Loftssyni búnaðist vel í Hjörleifshöfða og var talinn vel stæður. Þórir telur að fýllinn hafi átt mikinn þátt í því. Talið er að fýll hafi fyrst tekið sér bólfestu í björg- um í Mýrdal í byrjun síðustu aldar og í frásögn Kjartans Leifs Mark- ússonar kemur fram að björgin í Hjörleifðshöfða hafi verið nálega al- byggð af fuglinum um 1860. Fljót- lega var farið að taka eggin á vorin en þó einkum ungana þegar þeir vora fullvaxnir. Yfirleitt er fýlsunginn fullvaxinn þegar 17 vikur eru af sumri og þess skammt að bíða að hann fljúgi burt. „En þá kemur maðurinn til sögunn- ar; fer hann um fuglabyggðina og drepur allt, sem hönd á festir, að- eins fáum dögum áður en vængir hinna ungu fugla hafa náð fullum þroska, að geta veitt þeim fjör og frelsi,“ segir í frásögn Kjartans Leifs en hún er birt í bók sem Halla dóttir hans gaf út fyrir nokkram ár- um. Fýlatíminn, það er sá tími sem sigið var í björgin, stóð yfir í sex til átta daga og sunnudagurinn, 18. í sumri, nefndur fýla-sunnudagur. Þennan dag var venjulega flutt ógrynni af fýl burt úr Hjörleifs- höfða, í Álftaver, Meðalland, vestur í Mýrdal og undir Eyjafjöllin. Ekki náðist í alla ungana í björg- unum og var veiðunum haldið áfram eftir að unginn flaug úr hreiðri sínu. „Þegar fýlsunginn hefur sig til flugs úr hreiðri sínu, er hann nálega aldrei alíleygur, en fellur oftast tfl jarðar eftir lítillar stundar flug. Á sandinum kringum Hjörleifshöfða sest því mikill fjöldi ungra fýla, sem fljúga úr bjarginu. Flögra ungarnir aftur og fram um sandinn og verða fleygir eftir nokkra daga. En meiri hluti þeirra er eltur og drepinn. Stendur fýladrápið á sandinum oft- ast í tvær vikur, eða þangað til hver fugl er floginn úr bjarginu," segir Kjartan Leifur. í frásögn Kjartans Leifs, sem er frá því um 1930, kemur fram að hið hlífðarlausa dráp ungviðisins sem hann hefur lýst hafi orðið til að fýln- um fækkaði mjög í Hjörleifshöfða og fleiri björgum í Mýrdal. „Fólkið lifði á fýlnum" Fýllinn er sáralítið nýttur í dag og nánast ekkert í Hjörleifshöfða. Þórir N. Kjartansson fór ungur með föður sínum að síga í björgin og gerði það um árabil, þótt á þeim áram væri hætt að fara í hin svokölluðu stórsig í hærri björgin. Þórir seig síðast um 1970 og telur að það hafi verið síðasta sigið eftir fýl í Hjörleifshöfða. Enn er hefð að fara á sandinn og taka flugfýlinn svokallaða, það er að segja ungana sem flogið hafa úr hreiðram sínum en ekki náð að komast til sjávar. Er það gert síðari hluta ágústmánaðar Morgunblaöið/Jónas Erlendsson Þórir N. Kjartansson stend- ur á Ritubergi og horfir til Kötlu. Flóðið brýst fram þrengslin milli Hafurseyjar og Höfðabrekkuafréttar. Á þessum stað fylgdist faðir Þóris með Kötluhlaupi 1918 og varð orða vant við að lýsa þeirri reynslu. og fram í september og er fýlatím- anum því að ljúka um þessar mund- ir. Þórir segist þó ekki hafa tekið þátt í því sjálfur í nokkur ár en haft önnur ráð með að komast í fýla- veislu tvisvar til þrisvar á ári. I frásögnum föður Þóris má greina ákveðna andúð á aðförum við ungadrápið sem hefð er fyrir í Mýr- dalnum og gerði föður hans að vel stæðum bónda. Þórir staðfestir þann skilning. „Ungadrápið var nauðsynlegt, fólkið lifði á fýlnum, en auðvitað má segja að það sé ekki lengur. En ég myndi sakna þess ef þessi hefð félli niður. Okkur sem ól- umst upp við að borða saltaðan fýl einu sinni í viku finnst hann góður matur, ólíkur öllu öðra sem maður borðar. Mér finnst fólk oft á tíðum ótrúlega viðkvæmt fyrir ýmsum veiðiskap. En tímarnir breytast og ekkert við því að gera,“ segir Þórir. Flaut með jaka í sjó fram Þórir telur ekki að Katla hafi haft mikil áhrif á búskap á jörðinni Hjörleifshöfða eftir að forfeður hans fluttu bú sitt þangað 1832. „Þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.