Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 _________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KASK og Kaupás undirrita samning um rekstur verslana KASK, Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga, og Kaupás hf. hafa undir- ritað samstarfssamning um rekstur verslana KASK á Höfn og á Djúpa- vogi. Samningurinn gerir ráð fyrir að KASK leigi núverandi verslanir félagsins til Kaupáss og eignist um leið hlutafé í Kaupási hf., sem stefnir á hlutabréfamarkað fljót- lega. Eftir næstu áramót verða versl- anir KASK á Höfn og Djúpavogi hluti af rekstri Kaupáss, sem rek- ur Nóatúnsverslanirnar, KÁ og 11-11-verslanirnar og verslunina Kostakaup. Vöruhúsið, aðalversl- un KASK við Hafnarbraut, mun verða í KÁ-keðjunni en verslan- irnar á Vesturbraut og á Djúpa- vogi verða 11-11-verslanir. Ný KA-verslun verður opnuð í miðbæ Hafnar seinni hluta næsta árs þegar lokið verður við byggingu nýs 2.000 fermetra verslunarhúss sem KASK hóf framkvæmdir við fyrr á þessu ári. Þar mun KASK einnig leigja út aðstöðu fyrir NýKA opnuð minni verslanir, skrifstofur og aðra þjónustu. Að sögn Pálma Guðmundssonar kaupfélagsstjóra KASK hefur verið talsverður aðdragandi að þessum samningum. Hann segir að efna- hagsleg staða KASK sé ágæt og ekld ástæðan fyrir því að gengið var til samninga við Kaupás. „Við erum hins vegar að hverfa frá blandaðri starfsemi í samvinnufé- lagi yfír í stærri fyrirtæki sem eru sérgreind. Við eignumst hlut í þess- ari verslunarkeðju og teljum að við höldum betur þar á verðmætum í stað þess að vera að reka þetta sjálfir. Við teljum að tími þessara blönduðu samvinnufélaga sé liðinn verslun á Höfn og að KASK verði að sérgreina sig í félög sem eru óháð annarri starf- semi innan félagsins. Annars verð- ur alltaf hætta á innbyrðis tog- streitu." Pálmi telur líklegt að vöruverð komi til með að lækka í fyrrnefnd- um verslunum í kjölfar þess að Kaupás tekur að sér rekstur þeirra. „Það er ekkert launungarmál að rekstur lítilla landsbyggðarversl- ana, eins og við vorum með hér, hann er ekkert auðveldur. Þessar stóru keðjur hafa allt annað afl til að kaupa inn og annan grundvöll til að keppa á,“ segir Pálmi. KASK keypti nýlega meirihluta hlutafjár í Sláturfélaginu Þríhym- ingi og varð rekstur Sláturhúss KASK hluti af starfsemi Þríhyrn- ings frá og með síðustu mánaðamót- um. Eftir samrunann er félagið ann- ar stærsti sláturleyfishafí landsins með yfir 3.000 tonn af kjöti. Auk þess að versla með sláturafurðir verður Þríhymingur hf. með sölu á ýmsum rekstrarvörum til bænda s.s. fóðri og áburði og er stefnt að því að sá þáttur hjá KASK bætist inn í fé- lagið um næstu áramót. Eftir stendur hjá KASK rekstur brauðgerðar, byggingavömverslun- ar, flutninga- og skipaafgreiðsla, rekstur Esso söluskála á Fagur- hólsmýri og Höfn og umboð fyrir Olíufélagið hf. ásamt eignaumsýslu. Á næstu mánuðum mun stjórn kaupfélagsins skoða hagkvæmni þess að stofna sérstök hlutafélög um rekstur þessara deilda. Nái það fram að ganga mun samvinnufélag- ið KASK fyrst og fremst vera í eignaumsýslu í framtíðinni en reksturinn í höndum sérgreindra hlutafélaga. Hlutur ís- lensks sjón- varpsefnis fer minnkandi ÞRÁTT fyrir margfalda aukn- ingu á útsendingartíma sjón- varps frá því að slíkar útsend- ingar hófust hérlendis fyrir rúmum þrjátíu ámm hefur hlut- ur innlends efnis staðið í stað eða minnkað frá því sem var í upphafi. Þetta kemur fram í niður- stöðum könnunar á efni ís- lenskra sjónvarpsstöðva sem Hagstofa Islands birtir á næst- unni í ritinu Fjölmiðlun og menning. I könnuninni kemur einnig fram að Ríkissjónvarpið stend- ur best að vígi hvað þetta varð- ar, en hlutur innlends efnis sé rýr hjá öðmm íslenskum stöðv- um. ■ íslenskt/19 Alit þjóðminjavarðar á upp- greftrinum í Nesjum Frekari rann- soknar ÞOR Magnússon þjóðminjavörður skoðaði í gær aðstæður við uppgröft á rústum við Hólm í Nesjum í Homa- firði. Bjami F. Einarsson fornleifa- fræðingur, sem stjórnar uppgreftrin- um, hefur túlkað það sem fundist hef- ur á þann hátt að um sé að ræða blót> stað, þar sem menn hafi blótað við hliðina á kumlinu sem þar er. Þór segist ekki vilja fara neinum orðum um þá túlkun Bjama og telur rétt að hann fái að ljúka við rannsóknina, enda sé henni ekki lokið að fullu. „Þetta er jarðhús sem er verið að grafa þarna upp, það er nokkuð ljóst. Þetta er tiltölulega Iítið jarðhús sem maður þekkir nú dálítið vel og búið er að grafa upp nokkur hús af þessari gerð hér á landi. Ekki er alveg vitað til hvers þau hafa verið notuð en sum- er þörf ir telja, og þar á meðal ég, að einhver þeirra hafi verið baðstofur og jafnvel að þetta hafi verið bráðabirgðahús sem menn hafi byggt sér í skyndingu á meðan menn vom að byggja sér varanlegan skála. En öll þessi hús em frá fyrstu öld íslandsbyggðar," segir Þór. Þór telur nauðsynlegt að rannsaka staðinn ítarlegar áður en hægt sé að slá miklu föstu um hvað þarna hafi átt sér stað. Hann segir þetta vera merkilegan uppgröft að því leyti að hann fylli betur þá mynd sem menn hafa af byggingarháttum á fyrstu öldum byggðar í landinu. „En hvort að um einhverjar nýstárlegar niður- stöður verði að ræða, um það þori ég ekki að fullyrða á þessari stundu," segir Þór. Lennart Meri, forseti Eistlands, er hann kom á Hótel Sögu í gærkvöld. Mor^bWÍ“n Opinber heimsókn forseta Eistlands hefst í dag Eldsvoði í heildverslun MIKILL eldsvoði varð í heild- söluversluninni Stíl að Malar- höfða 8 í gærkvöldi. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út um klukkan hálfsjö og var mikill eldur í húsinu þegar að var komið. Ágætlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfinu um ellefuleytið. Ljóst er að töluvert tjón hefur orðið í bmnanum, en mikið af fatnaði var innandyra. Verið er að rannsaka tildrög eldsins og meta hversu mikið tjón hefur orðið. Morgunblaðið/Júllus Sigurjónsson FORSETI Eistlands, Lennart Meri, kom til landsins í gærkvöld ásamt eiginkonu sinni, Helle Meri, og 27 manna fylgdarliði. Forsetinn sagði við komuna til landsins að hann hefði hug á að ræða viðskipti landanna tveggja við ráðamenn þjóðarinnar. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn forseta Eistlands til íslands. Lennart Meri var utanríkisráðherra Eistlands þegar ísland tók fyrst landa upp stjórnmálasamband við Eistland 1991. Heimsóknin hefst með móttöku á Bessastöðum í dag, en þar mun for- setmn og fylgdarlið hans hitta fyrir ríkisstjóm Islands og handhafa for- setavaldsins. Forseti Eistlands mun því næst hemsækja Alþingi, Höfða og btofnun Ama Magnússonar, auk þess sem efnt verður til málþings um viðskipti Eistlands og íslands. Forseti Islands efnir um kvöldið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs eistnesku forsetahjónun- um. Forseti Eistlands sagði við kom- una til landsins í gær að hann hefði hug á að ræða viðskipti íslands og Eistlands við ráðamenn íslensku þjóðarinnar. „Stjómmálasamband komst á milli landanna tveggja hinn 6. ágúst 1991. Síðan þá höfum við tengst sterkari böndum, en þó má gera betur,“ sagði Meri og kvaðst eiga jafnt við viðskipta- sem menn- ingarleg tengsl þjóðanna. „Löndin þurfa að tengjast traustari böndum og til þess þarf aukna samvinnu." ■ Var þakkIátur/34 Sérblöð í dag A ÞRIÐJUDÖGUM Heimili 'X Fögnuður hjá KR-ingum /B4, B5,B6,B7 ,B8,B9,B 10,B11 ,B20 Austurbæjarliðin Valur, Fram og Víkingur í fallbaráttu /B12 Enski boltinn www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.