Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Geirharður í Granaskjóli og Neyðarástand í viðskiptafræðideild ríkisfjármálin FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir Haarde, hefur orðið tíðrætt um ár- angursríka stjórnun ríkisfjármála. Hann neitar því að vísu ekki, að rekstrarhalli hafi orðið á ríkissjóði á árinu 1998 en telur það ekki skipta máli. Mæli- kvarðinn á góðan ár- angur sé sá, að jöfnuð- ur á lánareikningi sé já- kvæður. Ríkissjóður hafí verið að greiða nið- ur skuldir. Geirharður í Granaskjóli Til þess að gera flók- ið mál einfalt skulum við víkja frá ríkisfjár- málum Geirs Haarde og að fjölskyldufjár- málum manns, sem við skulum af einberri til- viljun nefna Geirharð í ^ Granaskjóli. Á þeim er stigsmunur en enginn eðlismunur. Geirharður kallinn í Granaskjóli er í viðskiptum við Landsbankann og hefur verið lengi. Þar skuldar hann umtalsverðar fjárhæðir en honum tókst á sl. ári að lækka lítillega skuldir sínar við Landsbankann. I tilefni af því hélt Geirharður fjöl- skyldufund. Fór hann þar mörgum og fijgrum orðum um ráðdeild sína og lagði fram viðskiptareikning sinn við Landsbankann orðum sínum til staðfestingar. H Það, sem Geirharður kallinn í Granaskjóli gleymdi að upplýsa fjöl- skyldu sína um var, að hann skuldar líka í íslandsbanka. Skuldin í ís- landsbanka óx á sl. ári á sama tíma og skuldin í Landsbankanum lækk- aði. Og því miður fyrir Geirharð í Granaskjóli og fjölskyldu hans þá hækkaði skuldin í íslandsbanka meira en skuldin í Landsbankanum lækkaði. M.ö.o. heildarskuldir fjöl- skyldunnar uxu þó skuldin í Lands- bankanum hefði lækkað. Þetta skilur hvert einasta mannsbarn, líka Geir Haarde í fjármálaráðuneytinu, og þykir ekki gott. Geir Haarde í ráðuneytinu ^ Fjármálin hans Geirs Haarde í ^fjármálaráðuneytinu eru nákvæm- lega í sömu stöðu og fjármál Geir- harðs þess í Granaskjóli, sem búinn var til í dæmisögunni hér á undan. Þegar Geir Haarde ræðir um lækk- un skulda ríkisins sést honum yfir hluta málsins. Hann gleymir nefni- lega því, að lífeyrisskuldbindingam- ar, sem ríkissjóður safnaði á árinu 1998, jukust miklu meira en sem nam því, sem aðrar bókfærðar skuld- ir ríkissjóðs lækkuðu. Og lífeyris- sjóðsskuldbindingar ríkissjóðs eru ekkert nema nafnauðkenni á skuld- um, sem ríkissjóður hefur stofnað til og á hann falla. Ég man ekki betur, en fjármálaráðherra hafi sjálfur rætt um lífeyrissjóðsskuldbindingarnar sem skuldir, sem þyrfti að semja um hvernig greiða skyldi. Og þessar skuldir ríkissjóðs uxu um 30 þúsund milljónir króna á árinu 1998 sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins sjálfs. Einfalt reikningsdæmi Þótt ríkisreikningur sé nokkuð flókið og yfirgripsmikið plagg er til- tölulega einfalt að lesa úr honum þannig að hver og einn geti skilið. Samkvæmt umræddum reikningi hafði ríkissjóður til ráðstöfunar 24 ^þúsund milljónir króna á árinu 1998. Af þessari fjárhæð voru 12 milljarðar króna komnir frá rekstri, 5 milljarðar króna vegna eignasölu umfram eignakaup, 3 milljarðar króna, sem innheimt lán voru um- fram veitt lán og 4 milljarðar króna vegna annars. Þessum fjármunum var ráðstafað jþannig, að 15 milljörðum var varið til þess að greiða niður langtímalán og geymdir í sjóði teljast vera 9 milljarðar króna. Samtals 24 millj- arðar kr. Á sama ári féllu á ríkissjóð vegna lífeyrisskuldbindinga 30 milljarðar króna. Þar af eru 10 vegna endur- mats á lífeyrisskuld- bindingum frá fyrri tím- um og 20 milljarðar króna vegna reksturs ársins 1998. Upp í þessa skulda- hækkun á fjármálaráð- herra þá 9 milljarða króna, sem teljast vera í sjóði. Heildaraukning skulda ríkissjóðs á árinu 1998 nam því 21 millj- arði króna og þar af 11 milljarðar króna aðeins vegna ársins 1998 ef sleppt er að telja með endurmat vegna áður áfallinna skuldbindinga. Þetta er nú ekki glæsilegur árangur hjá Geirharði mínum í Granaskjóli! Áfram safnað skuldum Þannig heldur ríkissjóður ótrauð- ur áfram að safna skuldum svo millj- örðum skipth- á hverju einasta ári. Ríkisfjármál Þegar Geir Haarde ræðir um lækkun skulda ríkisins, segir Sighvatur Björgvins- son, sést honum yfir hluta málsins. Rekstrarhalli síðasta árs upp á 9 milljarða króna er enn ófjármagnað- ur. Jafnvel á þenslutímum þegar rík- istekjur vaxa um fleiri prósentustig árlega umfram áætlanii', tekst vara- formanni Sjálfstæðisflokksins ekki að reka ríkissjóð með afgangi og stöðva skuldasöfnunina. Varaformenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú stjórnað ríkisfjármálum í á níunda ár. Nauðsynlegt er að fá skýr svör fjármálaráðuneytisins við því, hversu mikið skuldir ríkissjóðs hafa vaxið á þeim árum. Þjóðsagan um styrka og ábyrga stjórn Sjálfstæðisflokksins á ríkis- fjármálunum er nefnilega ekkert nema það. Nefnilega þjóðsaga. Höfundur er formaður Alþýðu- flokksins og þingmaður Samfylk- ingarinnar. ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur ritað forsætisráð- herra bréf vegna ástandsins á Austur- Tímor, sem aðili að Sameinuðu þjóð- unum ber ísland ábyrgð á því að ör- yggi Austur-Tímorbúa verði tryggt. Islandsdeild Amnesty Internation- al tekur nú þátt í sérátaki samtak- anna sem miðar að því að tryggja ör- yggi íbúa Austur-Tímor, samtökin hafa nú í fyrsta sinn gefíð út skyndi- aðgerð þar sem farið er fram á að ör- yggi heillar þjóðar sé tryggt, áður hafa samtökin fyrst og fremst gefið út skyndiaðgerðir vegna einstaklinga: Háttvirti forsætisráðherra. Islandsdeild Amnesty Internat- ional hefur miklar áhyggjur af ör- yggi íbúa Austur-Tímor. Vopnaðir stuðningshópar indónesískra stjórn- valda og hermenn indónesíska hers- ins hafa framið hroðaleg mannrétt- indabrot á síðustu vikum. Óþekktur fjöldi íbúa Austur-Tímor hefur verið drepinn, þúsundir hafa flúið til fjalla og tugir þúsunda hafa verið hraktir til Vestur-Tímor. Amnesty International hefur heimildir fyrir HÁSKÓLI íslands telst vera æðsta menntastofnun þjóð- arinnar. Það er því ekki óeðlilegt að þær kröfur séu gerðar til skólans að hann veiti fyrsta flokks mennt- un. Það er að minnsta skoðun okkar, fulltrúa Vöku í Stúdentaráði Háskóla Islands. Við- kvæmt jafnvægi er milli þess að tryggja gæði námsins og full- nægjandi fjölbreytni. Til þess að þessu jafn- vægi sé ekki raskað er mikilvægt að ekki sé gengið of hratt í breytingar sem auka álag á deildirnar. Staða HÍ hefur breyst á síðustu árum með tilkomu nýrra skóla á há- skólastigi. Þessi aukna samkeppni hefur leitt til þess að stjórnendur HÍ hafa gert ýmsar breytingar á skipulagi sínu til að verða sam- keppnishæfir við hina nýju skóla. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ er sú deild sem mestar breytingar hef- ur gert enda er mikið framboð á viðskiptatengdu námi. Meðal ann- ars var haustið 1996 boðið í fyrsta skipti upp á B.S. nám en áður var aðeins boðið upp á 4ra ára nám til Cand.oecon. gráðu. Haustið 1997 var að auki byijað að bjóða upp á M.S. gráðu. I haust er í fyrsta skipti boðið upp á Diploma nám sem er 45 eininga nám og lýkur með Diploma gi-áðu. Þessar breytingar eru vissu- lega lofsvert framtak í þá átt að auka samkeppnishæfni Háskólans í viðskiptanámi. Sprenging í nemendafjölda Þessar breytingar hafa gert það að verkum að stúdentum hefur fjölgað í viðskiptafræði á síðustu ár- um og í haust, með tilkomu Diploma námsins, varð sprenging í aðsókn. Fyrsta árs stúdentum í viðskipta- fræði fjölgaði næstum um helming á milli ára og eru þeir nú tæplega sex hundruð talsins. Stjómendur viðskiptafræðideild- arinnar ákváðu að kenna þessum sex hundruð stúdentum í einu lagi í stærsta bíósal landsins, sal 1 1 Há- skólabíói. Þótt að salurinn sé vel tæknilega búinn þá hentar hann engan veginn til kennslu vegna stærðar. Auk þess verða stúdentar að sitja með bækumar í kjöltum sér þar sem engin borð em í salnum. Eins gefur það augaleið að kennslan er afar ópersónuleg og gefur ekki mikla möguleika á frjóum skoðana- skiptum eða öðru kryddi í tilveruna. Meðal kennslugreina á fyrsta ári í viðskiptafræði eru rekstrarhag- því að sjálfstæðissinnar sem flúið hafa til Vestur-Timor hafi verið handteknir og drepnir. Einu alþjóðlegu eftirlitsmennirnir sem eftir eru á Austur-Tímor er 200 manna starfslið UNAMET (United Nations Assistance Mission to East- Timor) og fáeinir blaðamenn, sem allir hafast við í híbýlum UNAMET í Dili. Matarbirgðir þeiira em á þrot- um og vatn af skornum skammti. St- arfsmenn mannréttindasamtaka hafa verið hraktir frá landinu og þannig hefur indónesíski herinn tryggt að engin vitni eru að þeim voðaverkum sem framin era. Árið 1975 hertók Indónesía Aust- ur-Tímor og hafa indónesísk yfirvöld allar götur síðan virt mannréttindi að vettugi og framið alvarleg mann- réttindabrot á Austur-Tímor þ.ám. aftökur án dóms og laga, pyndingar og „mannshvörf". Sameinuðu þjóð- irnar hafa aldrei viðurkennt Austur- Tímor sem hluta af Indónesíu og Is- land hefur ítrekað á vettvangi Sa- meinuðu þjóðanna lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Austur-Tímor. fræði I og stærðfræði I. í þessum fögum er mjög mikilvægt að nemendur fái þjálfun í úrlausn dæma og era sérstakar kennslustundir lagðar undir þá vinnu. Vegna þess fjölda sem nú sæk- ir viðkomandi tíma eru slíkir tímar nú aðeins einu sinni í viku og þá í rúman hálftíma í senn. Eins og til þess að bæta gráu ofan á svart þá hef- ur verið ákveðið að skipta hópnum ekki upp fyrir dæmatímana, eins og venjan er, heldur vera með einn tíma fyrir alla og þá í sal 1 í Háskólabíói. Áður vora um þrjú hundruð manns í hverjum kúrsi og þá þótti henta að Viðskiptanám Ljóst er, segir Ólöf Hildur Pálsdóttir, að aðbúnaður viðskipta- fræðinema sem nú * hefja nám í HI er mun verri en áður. skipta hópnum upp fyrir dæma- kennslu. Fyrirlestrar fóru fram í sal 2 í Háskólabíói og þótti flestum nóg um fjöldann þar. Ljóst er að aðbúnaður viðskipta- fræðinema sem nú hefja nám í Há- skólanum er mun verri en áður og nauðsynlegt er að grípa til ein- hverra ráða til þess að bæta úr nú- verandi ástandi. Aðstaða stúdenta versnar Þær breyttu aðstæður sem nú ríkja í viðskiptafræðiskor vora að mestu leyti fyrirsjáanlegar. Vera má að aukning aðsóknar hafi verið meiri en gert var ráð fyrir í upphafi en strax hefði átt að vera ljóst að allar hefðbundnar ráðstafanir ganga ekki lengur. Það er að vísu svolítið kaldhæðið þar sem í þessari deild er m.a kennt hvernig best er að reka fyrirtæki og stofnanir. Aðstöðuleysið kemur ekki ein- ungis fram í fyrirlestrasölum. Tölvukostur stúdenta hefur um nokkuð skeið verið í umræðunni. Jafnvel fyrir þá miklu fjölgun sem orðið hefur í viðskiptafræðinni var aðgangur viðskiptafræðinema að tölvukosti Háskólans mjög tak- markaður, einkum á háannatíma. Nú sjá stúdentar fram á enn þrengri kost og vaknar þá enn upp spumingin um hvort of geyst hafi í janúar sl. lýsti Habibe, núverandi forseti Indónesíu, því yfii- að íbúar Austur-Tímor skyldu ákveða eigin framtíð. Indónesía, Portúgal og Sa- meinuðu þjóðirnar undirrituðu sam- komulag um framtíð Austur-Tímor í New York 5. maí á þessu ári. I sam- komulaginu er kveðið á um að UNAMET skyldi skipuleggja kosn- ingarnar og indónesísk yfii'völd áttu að tryggja að kosningarnar færu frið- samlega fram og íbúar landsins nytu fyllsta öryggis. Kosningamar fóra fram 30. ágúst sl., og niðurstaðan var sú að mikill meirihluti studdi sjálfi stæði Austur-Tímor frá Indónesíu. I samkomulaginu var einnig kveðið á um að ef Austur-Tímorbúar kysu sjálfstæði skyldu Sameinuðu þjóðirn- ar tímabundið hafa yfirráð yfir Aust- ur-Tímor þ.e.a.s. fram að fullu sjálf- stæði landsins. Frá því að niðurstöður kosning- anna voru kunngerðar hinn 4. sept- ember sl. hafa vopnaðir stuðnings- hópar indónesískra stjórnvalda í samvinnu við indónesíska herinn far- ið um landið ógnandi og myrðandi fólk. Aðgerðir þessara hópa og indónesískra stjórnvalda era skýrt brot á samkomulaginu frá 5. maí. verið farið í aukningu námsfram- boðs á kostnað gæðanna. Nokkrar einfaldar lagfæringar hefði verið auðvelt að gera s.s. að skipta fyrirlestrahópunum upp eftir námsleiðum. Sú hugmynd kom upp hjá stjórnendum viðskipta- fræðiskorar en kennarar viðkom- andi kúrsa voru látnir ráða því hvort þeir vildu ljúka þessu af í einu lagi eða kenna hópnum tvisvar. Nið- urstaðan er ljós og víst er að hags- munir stúdenta vora hafðir að engu. Kæruleysi í hagsmunavörslunni Ef deildin ætlar sér að bjóða upp á alla þessa möguleika og kosti í námi þá verður að bæta aðstöðu nemenda og kennslufyrirkomulag. Fulltrúar Vöku bára þetta upp á Stúdentaráðsfundi þann 15. júlí, um leið og fregnir bárust af fyrirætlun- um viðskipta- og hagfræðideildar. Það var ósk Vöku að þetta mál yrði endurskoðað og að vinna færi í gang sem hefði það að markmiði að finna aðra lausn áður en kennsla hæfist nú í haust. Að frumkvæði Vöku þá ályktaði SHÍ um að skora á stjórn viðskipta- og hagfræðideildar að finna aðra lausn I þessu máli og að menntamálanefnd SHÍ myndi fylgja málinu eftir. Þetta var ítrek- að á næsta Stúdentaráðsfundi og síðan á stjómarfundi Stúdentaráðs. Starfsmenn Stúdentaráðs bragðust því að fylgja málinu eftir. Sam- kvæmt heimildum mínum barst deildarforseta erindið þann 6. sept- ember sl. og kennsla þá hafin. Ég tel hér um allstórt hagsmunamál stórs hóps nemenda að ræða og því sæta vinnubrögð formanns og fram- kvæmdastjóra Stúdentaráðs furðu. Það er vonlegt að forsvarsmenn deilda í Háskólanum átti sig ekki á óánægju stúdenta ef ekki er hægt að treysta forsvarsmönnum þeirra til að koma skilaboðunum á fram- færi. Einnig hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stúdentaráðsliða, og stúdenta í heild, ef lýðræðislegur vettvangur þeirra er háður henti- semi meirihlutans og ekki er hægt að treysta á að starfsmenn Stúd- entaráðs nenni að standa í því að fylgja ákvörðunum ráðsins eftir. Vera má að mótmæli Stúdenta- ráðs frá 15. júlí hefðu engu breytt. Það fáum við aldrei að vita. Hitt vit- um við að sex hundrað stúdentar við Háskóla íslands fengu ekki þann stuðning frá skrifstofu Stúd- entaráðs sem þeir eiga skilið og treysta á. Svo er kæraleysi meiri- hlutans um að kenna. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku og er 4. árs nemi í Við- skiptafræði HI. í ljósi þeirra voðaverka sem fram- in hafa verið óttast Amnesty International um öryggi íbúa Aust- ur-Tímor. Sameinuðu þjóðirnar eru aðili að samkomulaginu sem undir- ritað var 5. maí og ber því að tryggja að ákvæði þess séu virt. Sameinuðu þjóðirnar verða að axla ábyrgð sína gagnvart íbúum Austur-Tímor. íbú- ar landsins sýndu mikið hugrekki með virkri þátttöku í kosningunum 30. ágúst, þrátt fyrir fjölmörg dæmi um morðhótanir og þvinganir. ísland er eitt aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna og því fer íslandsdeild Amnesty International fram á það við yður og ríkisstjórn yðar áð skýra frá hver áform stjórnarinnar eru til að tryggja rétt íbúa Austur-Tímor. Einnig hvetur Islandsdeild Amnesty International ríkisstjórn íslands til að stuðla með virkum hætti að tafar- lausri stöðvun allra flutninga til Indónesíu á hergögnum, öryggistól- um og tækjum sem líklegt er að not- uð verði til mannréttindabrota af hálfu hers og lögreglu. íslandsdeild Amnesty International hvetur ríkis- stjórn Islands til að stuðla að slíku banni á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins. Sighvatur Björgvinsson Opið bréf vegna A-Tímor Ólöf Hildur Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.