Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Atli Vigfusson Guðríður Baldvinsdóttir fulltrúi Landgræðslunnar á Húsavík skoðar aðstæður á sandfokssvæðinu í Aðaldalshrauni. Laxamýri. Morgunblaðið. Sandskaflar ógna birkiskógi í Aðaldal MIKILL trjádauði á stóru svæði í Aðaldalshrauni er áhyggjuefni þeirra sem vinna að land- græðslu og skógrækt. Sandfok er ein ástæða þess að stórt svæði í hrauninu er að opnast og um stórfellda skógareyðingu getur orðið að ræða verði ekk- ert að gert. Guðríður Baldvinsdóttir, full- trúi Landgræðslunnar á Húsa- vík, skoðaði nýlega aðstæður í skóginum til þess að meta það hvort mögulegt sé að snúa vörn í sókn og hyggst hún gera tillög- ur að aðgerðum þar að Iútandi. Ljóst er að mjög kostnaðar- samt getur orðið að fara út í stórfelldar björgunaraðgerðir en að sögn Guðríðar er mikil- vægt að gera vegslóða að svæð- inu til þess að koma að vélum og gera uppgræðslustarfíð auð- veldara. Að hennar sögn mætti byrja á því að sá melfræi í opinn sandinn þar sem hægt er að koma að vélum og reyna þannig að hefta það fok sem hafíð er á svæðinu. Þá er möguleiki að nýta hey úr göml- um heyrúllum til þess að loka opnum svæðum þar sem vélar komast illa að, en það er mann- frekt og því upplagt að virkja vinnuskóla eða áhugamanna- samtök til þess að vinna verk- ið. Stækka þarf friðaða svæðið Um árabil hefur hluti af þessu svæði verið friðaður fyrir sauðfjárbeit, en gamla sand- græðslugirðingin er orðin léleg og liggur fyrir að hún verði endurnýjuð. Það er skoðun Guðríðar að stækka þurfí frið- aða svæðið og er það vel fram- kvæmanlegt um leið og endur- nýjun girðingarinnar fer fram. Ólafsvík Drd tvo ^ báta til hafnar JÓHANNES Jóhannesson og áhöfn hans á dragnótarbátnum Ingi- björgu SH drógu í gær tvær bilaðar trillur til hafnar í Ólafsvík. „Þetta gekk ágætlega enda voru bátamir ekki nema um 18 mílur frá landi og við vorum rúma þrjá tíma að draga þá í land,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sómabátur tilkynnti um vélarbii- un síðari hluta gærdagsins og fór skelbátur honum til aðstoðar en stýrið á honum hrökk úr sambandi þegar leggja átti af stað til lands. _ Æ\ngibjörg SH var á veiðum skammt " undan og kom þeiin _ til hjálpar. Komið var til hafnar í Ólafsvík laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Um leið og búið var að binda bát- ana tvo hélt Ingibjörg á veiðar á ný. „Þeir voru að fiska eitthvað þama úti þannig að við urðum að renna við,“ sagði Jóhannes. ---------------- Loga sagt — upp hjá IA LOGA Ólafssyni var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs IA í knattspyrnu, en hann tók við þjálfun liðsins sumarið 1997. Var Loga tilkynnt að stjórn knatt- spymudeildar félagsins teldi sig ekki geta lokið keppnistímabilinu með sæmd undir hans stjóm. IA á eftir að leika einn leik í efstu deild Islandsmótsins, gegn IBV í Eyjum á laugardaginn, auk þess sem liðið mætir nýbökuðum Islandsmeistur- um KR í úrslitum bikarkeppninnar um aðra helgi. Logi er þriðji þjálfarinn í röð sem sagt er upp á Skaganum. Hinir era -^luðjón Þórðarson og Ivan Golac. ■ Ólafur/Bl Almennur fundur f Vík um breytingarnar í Mýrdalsjökli Breytingarnar lang- tímaforboði Kötlugoss Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hátt í 200 manns voru á borgarafundinum í Vík í gærkvöldi. NÁGRANNAR Kötlu fjölmenntu á almennan kynningarfund í Vík í Mýrdal í gærkvöld þar sem fjallað - j_var um breytingarnar í Mýr- dalsjökli. Fullt var út úr dyram á fundinum og er talið að hátt í 200 manns hafi verið þar saman komin. Freysteinn Sigmundsson frá Nor- rænu eldfjallastöðinni kvaðst líta á breytingarnar í jöklinum sem lang- tímaforboða Kötlugoss. Vísindamenn frá Veðurstofu ís- lands, Norrænu eldfjallastöðinni, vatnamælingasviði Orkustofnunar og Raunvísindastofnun Háskólans höfðu framsögu auk sýslumanns Vestur-Skaftafellssýslu. Að þeim loknum gafst íbúum kostur á að afcpyija visindamenn og fulltrúa al- mannavarnanefndanna út úr. Freysteinn Sigmundsson frá Norrænu eldfjallastöðinni sagði í sínu erindi að líta bæri á breyting- arnar í Mýrdalsjökli í haust sem hugsanlegan langtímaforboða Kötlugoss. Það væri spurning um Katla myndi gjósa á næstu mánuðum eða árum. Vissulega þyrfti að hafa aðgát en engin ástæða væri til að óttast, sagði Freysteinn. Á fundinum kom einnig fram að öflugir jarðskjálftar væru skamm- tímaforboði eldgoss. Er talið að sá tími sem líður frá því að öflugur jarðskjálfti verður og þar til að gos hefst verði milli 1 og 8 klst. I erindi Páls Halldórssonar kom fram að Veðurstofa Islands legði sig nú fram við að segja fyrr tU um það en áður hefur verið gert hvenær von væri á eldgosi með því að mæla þá smáu jarðskjálfta sem reiknað er með að komi á undan þeim stóru. Helgi Bjömsson og Magnús Tumi Guðmundsson frá Raunvísindastofn- un Háskólans ítrekuðu fyrri yfirlýs- ingar sínar um að þeir teldu að vatn væri ekki byijað að safnast íyrir í Kötluöskjunni. Mun meiri líkur væru á að það rynni jafnóðum út í ámar. Stækkun Kringlunnar tefst vegna skorts á iðnaðarmönnum Opnun frestað um hálfan mánuð AKVEÐIÐ hefur verið að fresta sameiginlegri opnun verslana- og veitingahúsa í nýrri rúmlega tíu þúsund fer- metra viðbyggingu Kringlunn- ar til 14. október nk. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að opn- unin færi fram 30. september nk. Aðalástæða seinkunarinnar er að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Eignarhaldsfélags Kringlunnar hf., mikill skortur á iðnaðarmönnum í sumar. Ákvörðunin var tekin á fundi síðdegis í gær með forsvars- mönnum eignarhaldsfélagsins og þeirra fyrirtækja sem verða með aðstöðu í nýju Kringlunni, en áður hafði borist erindi frá byggingarverktakanum Istaki hf. um að ekki væri útlit fyrir að allar framkvæmdir yrðu til- búnar á tilsettum tíma. ,Á fundinum var samþykkt að tekið yrði við byggingunni af ístaki hinn 10. október nk.,“ segir Ragnar Atli, „en mark- aðslega mátu menn það svo að skynsamlegra væri að opna fimmtudaginn 14. október heldur en mánudaginn 11. október.“ Erlendir iðnaðarmenn fluttir inn Að sögn Ragnars Atla tókst ekki að manna framkvæmdirn- ar við stækkun Kringlunnar að fullu í sumar og þurftu verktak- ar að grípa til þess ráðs að flytja inn erlenda iðnaðarmenn. Til dæmis kom um ellefu manna hópur frá Italíu í sumar til þess að leggja gólfið. „Við mátum það svo að það hefði vantað um 500 iðnaðarmenn á Reykjavík- ursvæðinu þegar mest gekk á í sumar eða á tímabilinu júní til ágúst,“ segir hann og bætir við að einnig hefði þurft að fá iðn- aðarmenn utan af landi til að manna verkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.