Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ Njósnarar líf- látnir í Kína 28 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 ERLENT Oflugur eftirskjálfti í Tyrklandi AÐ minnsta kosti sjö fórust og yf- ir tvö hundruð særðust í öflugum eftirskjálfta í norðvesturhluta Tyrklands í gær en næstum ijórar vikur eru nú liðnar frá miklum jarðslgálfta á þessu svæði sem varð a.m.k. fimmtán þúsund og flmm hundruð manns að bana. Skjálftinn i gær mældist 5,8 á Richters og var talinn eiga upp- tök sín í Kocaeli-héraði en héraðs- höfuðborgin Izmit varð einmitt verst úti í skjálftanum í ágúst. Mikill ótti greip um sig meðal íbúa Kocaeli en því er spáð að fleiri eftirskjálftar eigi jafnvel eftir að fylgja í kjölfarið. Kvaðst Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hins vegar vona að þeir yrðu ekki jafn öflugir og þessi. „Við verðum að læra að lifa með þessu,“ sagði Ecevit. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla létust þrír þegar brak hrundi á bifreið í bænum Golcuk í kjölfar skjálftans í gær, þrír létust í byggingu í Izmit og ein kona fékk hjartaslag og dó i' bænum Adapazari. Á myndinni má sjá hvar íbúar i' úthverfí Istanbúl virða fyrir sér múrsteina og brak sem féll af byggingu í jarðskjálftanum í gær. Peking, Taipei. AP, Reuters. TVEIR yfirmenn í kínverska hem- um voru nýlega dæmdir til dauða og teknir af lífi, sakaðir um að hafa látið Taívönum í té hernaðarleynd- armál. Mun þetta vera eitt um- fangsmesta njósnamálið sem upp hefur komið í Kína. Taívanska dagblaðið United Daily News skýrði frá þessu í gær, en kínverska varnarmálaráðuneyt- ið hefur ekki staðfest fregnina. Dagblaðið hefur eftir heimilda- mönnum innan kínverska hersins að rannsókn málsins hafi staðið yf- ir mánuðum saman, og að fjöl- margir yfirmenn innan hersins hafi verið yfirheyrðir. Að rannsókn lok- inni voru herforinginn Liu Liankun og ofursti að nafni Shao Zhengzhong dæmdir til dauða, og vom þeir teknir af lífi í lok ágúst og byrjun september. Samkvæmt heimildum blaðsins viðurkenndu þeir brot sitt. Ónafngreindir heimildamenn innan kínverska hersins sögðu að Liu hefði verið á mála hjá Taívön- um í fimm ár og þénað um 115 milljónir íslenskra króna á njósn- unum. Liu og Shao voru meðal annars sakaðir um að hafa selt Taívönum upplýsingar um eld- flaugatilraunir og heræfingar Kínverja á sundinu milli Kína og Taívan árin 1995-1996. Fóru þær fram eftir að Lee Teng-hui, for- seti Taívan, hafði reitt Kínverja til reiði með því að reyna að efla diplómatísk tengsl Taívana við aðrar þjóðir. í frétt United Daily News segir að vegna lekans hafi kínverski herinn ekki getað gripið til raunverulegra aðgerða gegn Taívan. Kínversku blöðin herská Kínversk stjómvöld líta á Taívan sem hluta af Kína, og hafa hótað því að ráðast á eyna, lýsi Taívanar yfir sjálfstæði. Spenna magnaðist enn á ný milli Kínverja og Taívana í júlí síðastliðnum, eftir að Lee Teng-hui lýsti því yfir að samskipti þjóðanna ættu að vera á milliríkja- gmndvelli. Kínversk dagblöð hafa síðan óspart beint spjótum sínum að Taívönum. I viðskiptavikuriti sem gefið er út af kínverska verslunarráðinu sagði nýlega að ef stríð brytist út gætu Taívanar ekki haldið uppi vörnum lengur en í fimm daga. Ut- breitt vísinda- og tæknidagblað sagði stuttu síðar að mögulegt væri að sprengja kjamorkusprengju yf- ir Taívan, sem myndi lama alla starfsemi sem gengi íyrir raf- magni, án þess að verða neinum að bana. Nýjar „og æsilegar^ upplýsingar um stórfellda njósnastarfsemi Sovétmanna í Bretlandi Berlfn, Bexleyheath, London, New York. Reuters, The Daily Telegraph. UM fátt hefur meira verið rætt í Bretlandi síðustu þrjá daga en langömmuna Melitu Norwood, sem reyndist hafa verið einn helsti njósnari Sovétríkjanna í Bretlandi um áratugaskeið. Fleiri njósnamál hafa nú skotið upp kollinum, og þykja uppljóstranirnar töluvert æsilegar. Norwood er nú 87 ára gömul ekkja, og hefur hún undanfarin ár lifað hæglátu lífi í úthverfi Lund- úna og sinnt garðyrkjustörfum í tómstundum. Mál hennar komst í hámæli eftir að kaflar úr bókinni „The Mitrokhin Archive" eftir Christopher Andrew, prófessor í sagnfræði við Cambridge-háskóla, birtust í Lundúnablaðinu The Times. Bókin er byggð á frásögn- um Vasilís Mitrokhins, fyrrverandi foringja í sovésku leyniþjónustunni (KGB), sem njósnaði fyrir Breta um 12 ára skeið áður en hann flúði land árið 1992. Hafði hann þá á brott með sér ýmis leyniskjöl úr skjalasafni KGB. í skjölunum er að finna upplýsingar um starfsemi KGB frá stofnun árið 1917 og fram til 1985, þar á meðal um njósnara stofnunarinnar á erlendri grundu. Haft hefur verið eftir Andrew að flett verði ofan af fleiri njósnurum. í bók Andrews segir að Norwood hafi átt stóran þátt í því hve fljótt Sovétmönnum tókst að framleiða kjarnorkuvopn eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún starfaði þá hjá rannsóknastofnun sem gegndi mikilvægu hlutverki við þróun fyrstu bresku kjama- vopnanna, og tókst henni að koma svo miklum upplýsingum til Sovét- manna að Andrew fullyrðir að sov- ésk stjórnvöld hafi verið betur upp- lýst en breska ríkisstjórnin. Norwood lét Sovétmönnum í té hemaðarleyndarmál allt frá árinu 1937 og hélt uppteknum hætti í fjóra áratugi. Hún segist ekki hafa stundað njósnir í auðgunarskyni, heldur hafi vakað fyrir henni að gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir hmn Sovét- ríkjanna, þar sem venjulegu fólki væri veitt nóg fæða, góð menntun og heObrigðisþjónusta. Hún sagð- ist aðspurð ekki iðrast neins. í viðtali við The Times hló hún Langamma og „Rómeó44 í aðalhlutverki Breski rithöfundurinn Christopher Andrew Melita Norwood svarar spurningum blaðamanna fyrir utan heimili sitt. góðlátlega að öllu uppnáminu og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikilvægur njósn- ari hún hefði verið fyrir Sovétríkin. Gagnrýndi hún Mitrokhin fyrir uppljóstranir sínar og sagði ósið- legt að hann græddi fé á upplýs- ingum sem gætu komið sér illa fyr- ir aðra. Norwood sagðist hafa hrif- ist af kommúnisma frá unga aldri. Kvaðst hún dá Lenín en viður- kenndi að sitthvað hefði mátt betur fara í tíð Stalíns. Trúði á Sovétríki sem aldrei voru til Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, óskaði í gær eftir skýrslu um málið frá yfirmanni bresku leyniþjónustunnar, MI5. Talsmaður hans vísaði á bug frétt í The Sunday Times um að ákveðið hefði verið að sækja Norwood ekki til saka vegna aldurs. Flestir fjölmiðlar í Bretlandi for- dæmdu í gær hegðun Melitu Norwood og töldu að draga ætti hana fyrir dóm. Bentu sumir grein- arhöfundar á að það skyti skökku við ef breska rfldsstjómin sleppti Breta, sem framið hefði landráð, á sama tíma og hún hugleiddi að framselja Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Chile, til Spánar vegna glæpa í heimalandi hans. Ann Widdecombe, talsmaður íhaldsflokksins í innanríkismálum, krafðist þess að hafin yrði opinber rannsókn án tafar. Rupert Allason, flokksbróðir Widdecombe og fyrrverandi stjórn- málamaður sem nú ritar njósnasög- ur, tók undir gagnrýni hennar í gær. Sagði hann að stríðsglæpir og morð væru glæpir sem ætíð skyldi ákæra fyrir. „Eg tel ekki hægt að segja að þegar maður verði 75 ára eða 85 ára skipti morð ekki máli, og mig grunar að það sama gildi um foðurlandssvik,“ sagði Allason. Christopher Andrew sagði, að hver sá, sem hefði njósnað fyrir Stalín, ætti skilið að vera opinber- aður en samt væri það næstum óhugsandi að fangelsa 87 ára gamla konu. Kvaðst hann skilja ástæður gjörða hennar en telja þær byggðar á misskilningi. „Það sem hún sá í gegnum rauð gler- augu var auðvitað ekki það hræði- lega stjórnarfar sem raunverulega ríkti, heldur paradís verkamanna og bænda ... Hún virðist allan feril sinn hafa trúað á Sovétríki sem aldrei voru til,“ sagði Andrew. „Bara lítil, gömul kona“ Ekki er að undra að nágrönnum Norwood hafi ekki komið til hugar að hún hefði verið einn helsti njósnari Sovétríkjanna á tímum Kalda stríðsins. „Hún var bara lítil, gömul kona sem gekk hér upp göt- una,“ sagði ein nágrannakona hennar eftir að uppvíst varð um málið á laugardag, og kvaðst mjög undrandi. Annar nágranni lýsti henni sem hæglátri konu, en sagð- ist hafa vitað af áhuga hennar á stjómmálum vegna þess að í glugga á húsi hennar mátti sjá veggspjald með áletruninni „Bönn- um kjarnorkuvopn". Drengur sem býr á móti Norwood lagði saman tvo og tvo eftir uppljóstrunina og sagði frétta- mönnum að bróðir sinn hefði borið út blöðin til hennar. Hún hefði lesið sósíalistablaðið The Moming Star á meðan flestir aðrir í götunni læsu ekki annað en slúðurblöð á borð við The Sun. Ekki höfðu allir nágrann- amir heyrt af njósnum Norwood á laugardag og einn spurði frétta- menn hvaða leyndarmál hún gæti hafa selt Rússum. „Ég hélt að það eina sem við framleiddum í þessu landi væm snagar." Mitrokhin fletti ofan af fleirum Vasilí Mitrokhin er nú 77 ára gamall og býr í Bretlandi undir dul- nefni. Hann segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sovéska stjómkerfið er hann áttaði sig á því hvemig tekið var á umbótasinnum og stjórnarandstæðingum. „Ég vildi sýna afleiðingamar, hinar hrikalegu afleiðingar, af þessari vít- isvél,“ sagði Mitrokhin í viðtali við BBC. „Og ég vildi sýna hvað gerist þegar rödd samviskunnar er kveðin niður og önnur siðferðileg gmnd- vallaratriði gleymd og grafin. Ég taldi það vera skyldu mína sem rússnesks ættjarðarvinar." Mitrokhin gat gefið ýmsar upp- lýsingar um starfsemi KGB í Bandaríkjunum, þar á meðal um tilraun til að kenna bandarísku leyniþjónustunni, CIA, um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta. Hann fullyrðir einnig að KGB hafi undirbúið hryðjuverkaherferð í Bandaríkjunum og gi-afið vopn í jörðu víðs vegar um landið í því skyni. Meðal skotmarka vom olíu- leiðsla sem lá frá Texas til Kali- forníu, Hungry Horse-stíflan í Montana og rafveitukerfi New York-borgar. Mitrokhin fietti einnig ofan af Bretanum John Symonds, sem breskir fjölmiðlar hafa kallað „Ró- meó“. Symonds ku hafa verið falið það verkefni að nota persónutöfra sína til að fá konur sem störfuðu í vestrænum sendiráðum til að veita Sovétmönnum hernaðampplýsing- ar. Segist hann hafa notið kennslu fagurra kvenna í hvílubrögðum, svo árangurinn mætti verða sem mestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.