Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsti aðalritari Haag-ráðstefnunnar kynnti alþjóðlegan samning um vernd barna og samvinnu um ættleiðingu milli landa Mikilvægt að Island gerist aðili að samningnum Morgunblaðið/Golli William Duncan, fyrsti aðalritari Haag-ráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt, sat ráðstefnu íslenskr- ar ættleiðingar um helgina, en á fimmtudaginn hitti hann Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra mun á komandi þingi leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um ættleiðingar, en markmiðið með lögunum er m.a. að skapa skilyrði fyrir svokallaðan Haag-samning um vernd barna og samvinnu um ætt- leiðingu milli landa. Núverandi lög um ættleiðingai', sem eru frá árinu 1978, eni ekki í samræmi við Haag- samninginn og því hefur Island ekki getað gerst aðili að honum. Félagið íslensk ættleiðing, sem frá 1978 hefur annast milligöngu um ættleiðingar erlendra barna, stóð fyrir ráðstefnu um helgina þar sem fjallað var um stöðu mála hérlendis og var William Duncan, fyrsti aðal- ritari Haag-ráðstefnunnar um al- þjóðlegan einkamálarétt og einn fremsti sérfræðingur á sviði alþjóð- legs einkamálaréttar, sérstakur gestur ráðstefnunnar. Duncan átti einnig fund með dómsmálaráðherra á fímmtudaginn, þar sem þessi mál voru rædd. 35 lönd aðilar að samningnum Haag-ráðstefnan er stofnun sem stofnuð var árið 1893, en hún fæst við alþjóðlegan einkamálarétt og hefur gert marga samninga á því sviði. ísland er ekki aðili að stofnun- inni en þrátt fyrir það getur það gerst aðili að einstökum samningum hennar. Haag-samningurinn um vernd barna og samvinnu varðandi ættleið- ingu milli landa var gerður í Haag árið 1993 og hafði Duncan yflrum- sjón með verkinu. I samtali við Morgunblaðið sagði hann að mikil nauðsyn hefði verið á samningi sem þessum, þar sem í honum væri m.a. að fínna samræmdar reglur um ætt- leiðingar. Hann sagði að í dag væru 35 lönd aðilar að samningnum og ef ísland myndi sækja um gæti það orðið aðili þremur mánuðum eftir að umsóknin yrði send inn. Hann sagði það mikilvægt fyrir ísland, sem og önnur lönd sem ættleiða börn frá öðrum löndum, að gerast aðili að samningnum þar sem hann auðveld- aði mjög samskipti landa á þessu sviði. „Fyrir 1993 voru ekki til neinar al- þjóðlegar reglur um ættleiðingar á milli landa og því vantaði tilfinnan- lega samning af þessu tagi,“ sagði Duncan. „í sumum löndum var rétt- ur barna virtur að vettugi og ákveðn- ir aðilar stórgræddu á því að ætt- leiða börn og misnota á annan hátt. SAMTÖK iðnaðarins hafa sent menntamálaráðherra tillögur tíu stærstu fyrirtækjanna innan sinna vébanda um stofnun tækniháskóla atvinnulífsins og lýsa þar jafn- framt yfir vilja sínum til að taka þátt í stofnun slíks skóla sem yrði starfræktur sem sjálfseignarstofn- un. Menntamálaráðherra, Björn Bjamason, gat um ofangreindan vilja hjá aðilum atvinnulífsins um að Tækniskóli íslands yrði færður yfir í einkarekstur í ræðu sinni á Há- skólahátíð. Mun menntamálaráð- herra hafa fundað með Háskóla- rektor, forsvarsmönnum ASI og Samtaka iðnaðarins og fulltrúum ráðuneytisins og farið yfir hug- Eitt aðalmarkmið samningsins er því að koma í veg fyrir svona misnotkun með því að koma á kerfí sem byggist á sameiginlegum reglum og sam- vinnu landa. Réttur barnsins í fyrirrúmi Annað markmið samningsins er að byggja upp kerfí, þar sem réttur barnsins er hafður í fyrirrúmi, en oft hefur verið litið svo á að það sé rétt- ur foreldra að eignast börn, frekar en barnanna að eignast fjölskyldu. I þessu sambandi er afar mikilvægt að fyrst sé reynt að fínna fjölskyldur fyrir börnin í þeirra eigin heimalandi áður en leitað er út fyrir landstein- ana. Þá er einnig mikilvægt að ætt- leiðingar á milli landa séu viður- kenndar í öðrum löndum. Varðandi áhrif samningsins fram að þessu sagði Duncan að stutt væri síðan hann hefði gengið í gildi og því ætti enn eftir að reyna á hann. Það sem hins vegar hefur breyst er að nú er til ákveðinn rammi sem öllum ber að fara eftir og það auðveldar mjög samskipti ríkja því hægt er að benda á samninginn ef einhver ágreiningur kemur upp. í mörgum tilfellum hafa foreldrar, sem hafa viljað ættleiða myndir allra aðila um stofnun nýs Tækniháskóla. í máli ráðherra kom fram að leiðir að því marki verði skoðaðar í ráðuneytinu nú þegar í haust. Tillögur Samtaka iðnaðarins sem sendar hafa verið menntamálaráð- herra eru afurð funda sem tíu stærstu fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins áttu um nauðsyn endur- nýjunar á fyrirkomulagi verk- og tæknimenntunar á háskólastigi. Samkvæmt þeim tiilögum skal tækniháskóli atvinnulífsins sjá ís- lensku atvinnulífi fyrir „nægu fram- boði af vel menntuðu starfsfólki á sviði verkfræði, tæknifræði, rekstr- ar- og tölvutækni." Þá skal skólinn „tileinka sér og börn, ekki vitað hvert þeir ættu að snúa sér, t.d. hverjum þeir ættu að borga, hversu mikið þeir ættu að borga eða hvort þeir gætu komið með barnið aftur inn í iandið, o.s.frv. Nú hafa foreldrar hins vegar mjög skýrar leiðbeiningar og þá er samn- ingnum framfylgt af ákveðnu mið- stjórnarvaldi í hverju landi (hérlend- is verður það dómsmálaráðuneytið) og það auðveldar mjög framkvæmd- ina.“ Duncan sagði Norðurlöndin standa mjög framarlega á sviði ætt- leiðinga. Biðlisti á íslandi „Þegar verið var að gera samning- inn var mikið stuðst við reynslu Norðurlandanna, þar sem þau hafa fengist við ættleiðingar á milli landa í mörg ár.“ Að sögn Ingibjargar Birgisdóttur, formanns Islenskrar ættleiðingar, lengist biðlisti þeirra sem viija fá ættleidd börn á Islandi. „Nú eru um 40 hjón á biðlista," sagði Ingibjörg. „I fyrra voru ætt- leidd 15 börn, 9 frá Indlandi og 6 frá Rúmeníu, en aðalsamböndin okkar eru við þessi lönd. Indland hefur ver- miðla nýjustu og hagnýtustu þekk- ingu á tæknisviði" og „auka sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stunda rannsóknir, ný- sköpun og þróunarstarf í samstarfí við fyrirtæki og rannsóknastofnanir atvinnulífsins," eins og segir í upp- lýsingum frá samtökunum. Sterk samstaða um stofnun skólans Forsvarsmenn fyrirtækjanna telja að verk- og tækninám á há- skólastigi þurfi að taka breytingum en kunnátta á því sviði sé forsenda fyrir framþróun íslensks atvinnu- lífs. í tillögunum til ráðherra lýsa þeir yfir vilja sínum til að vinna að frekari útfærslu skólans í samráði ið það síðan 1987 en Rúmenía í um það bil 3 ár.“ Ingibjörg sagði að m.a. í ljósi þess hversu eftirspurnin væri mikil væri mjög mikilvægt að ísland gerðist aðili að samningnum. „Við erum búin að bíða lengi eftn- nýju lagafrumvarpi, vegna þess að í lögunum frá 1978 er ekkert um al- þjóðlegar ættleiðingar," sagði Ingi- björg. „Þó svo að verklagsreglur ráðuneytisins séu í takt við það sem er að gerast í kringum okkur þá hef- ur gamli lagatextinn alltaf verið til og hann hefur haft fráhrindandi áhrif á margar þjóðir.“ Kristrún Kristinsdóttir, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að í frumvarpinu, sem dómsmálaráð- herra hygðist leggja fyrir Alþingi í haust, væri m.a. verið að gera laga- tæknilegar breytingar svo ísland gæti gerst aðili að Haag-samningn- um. Hún sagði að eins og staðan væri í dag neituðu ýmis lönd að ætt- leiða börn til íslands vegna núgild- andi laga. Hún sagði að meðal þeirra sem ekki ættleiddu böm til landsins væru Kínverjar, en kínversk börn eru hins vegar ættleidd til hinna Norðurlandanna, þar sem þau eru aðilar að samningnum. við stjórnvöld og aðra hagsmunaað- ila í atvinnulífinu. Ingi Bogi Bogason, upplýsinga- fulltrái samtakanna, segir að sterk samstaða sé meðal fyrirtækjanna tíu um málefnið og komi hún fram í tíu meginatriðum sem menntamóla- ráðherra hafí verið gerð grein fyrir. Þá hafí samtökin lagt það til að Tækniskóli íslands verði lagður inn í tækniháskóla atvinnulífsins og verði eins konar kjölfesta hans en aðrar stofnanir komi einnig að stofnun skólans. „Að okkar mati væri ákjósanlegt ef það tækist gott samstarf við marga aðila um rekst- ur sjálfseignarstofnunar undir nafni tækniháskóla atvinnulífsins,“ sagði Ingi Bogi. Stjórn SUF ályktar um málefni FBA Furðar sig á afskiptum forsætis- ráðherra STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna kom saman fyrir helgi og samþykkti eftir- farandi ályktun: „Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna, haldinn 11. sept 1999, lýsir furðu sinni á gerræðislegum afskiptum forsætisráðherra af sölu hlutabréfa ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Án samráðs við Fram- sóknarflokkinn víkur forsæt- isráðherra frá upprunalegri stefnu stjómarflokkanna um dreifða sölu hlutabréfa í FBA og útilokar þar með almenn- ing frá eignaraðild að bank- anum. Vinnubrögð forsætisráð- herra undirstrika að Sjálf- stæðisflokkurinn er íhalds- ílokkur og bera þess vitni að taka á hagsmuni sérhópa fram yfír hagsmuni ríkis og al- mennings við framkvæmd einkavæðingar. Ungir fram- sóknarmenn hvetja formann Framsóknarflokksins og við- skiptaráðherra til þess að halda fast við upprunalega stefnu ríkisstjórnarinnar um dreifða sölu hlutabréfa til al- mennings og hindra í leiðinni einkavinavæðingu forsætis- ráðherra og Sjálfstæðisflokks- ins. Að öðrum kosti verði frek- ari sölu á hlut ríkisins í FBA slegið á frest.“ Misheppnuð ránstilraun í söluturn GERÐ var misheppnuð til- raun til ráns í sölutuminum Bláhominu á Smiðjuvegi seint á laugardagskvöldið. Inn í söluturninn kom mað- ur á þrítugsaldri, sem huldi andlit sitt og ógnaði af- greiðsiukonu með klaufhamri en sú sagðist þekkja kauða og lagði hann þá á flótta. Þegar lögreglan kom á staðinn var árásarmaðurinn á bak of burt en hans var leitað af lögreglu og var ófundinn í gær. Þetta er önnur misheppn- aða ránstilraunin sem gerð er á höfuðborgarsvæðinu á nokkram dögum en í fyrra skiptið var árásarmanninum stökkt á flótta í söluturni við Lokastíg með notkun neyðar- hnapps. Norræna skólasetrið gjaldþrota HÉRAÐSDÓMUR Vestur- lands hefur úrskurðað Nor- ræna skólasetrið á Hvalfjarð- arströnd gjaldþrota að kröfu Lánasjóðs Vestur-Norður- landa vegna 62,6 milljóna veð- kröfu. Skólasetrið var úrskurðað gjaldþrota 31. ágúst sl. Skiptastjóri í búinu er Bjarni Lárusson, héraðsdómslög- maður í Hafnarfirði. Stofnun Tækniháskóla atvinnulífsins til athugnnar hjá yfírvöldum Myndi auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.