Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 21 Jafnaðarmenn í Þýskalandi bíða mikinn ósigur í kosningum í Thíiringen Schröder ítrekar niðurskurðinn Minni frjó- semi ísbj arna Gæti stefnt stofn- inum í hættu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÝJAR danskar rannsóknir benda til að þrávirk efni safnist saman í grænlenskum ísbjörnum og dragi úr viðgangi stofnsins. Christian Sonne-Hansen, dýra- læknir hjá „Danmarks Miljound- ersagelser", DMU, segir í samtali við Morgunblaðið að rannsóknin sé enn skammt á veg komin, en vísbendingarnar séu skuggalegar. I rannsókninni verða athugaðir um hundrað ísbirnir, sem veiði- menn í Scoresbysund, Ittoqqor- toormiit, munu í ár og á næsta ári veiða og láta vísindamenn á DMU hafa sýni úr þeim. í fyrstu sýnun- um, sem eru úr fjórum dýrum, eru vísbendingar um að eitt dýr- anna sé með vansköpuð kynfæri er bendi til að dýrið sé tvíkynja. Þar sem slíkt er mjög sjaldgæft og áður hafa fúndist vísbendingar í þessa átt eru vísindamennirnir er að rannsókninni standa ugg- andi um að tvíkynun fari vaxandi vegna mengunar þrávirkra efna. Það hefur verið vitað um nokkra hríð að þrávirk efni safn- ast fyrir í miklu magni á heim- skautssvæðunum. Christian Sonne-Hansen segir að rannsókn- in nú beinist að ísbjörnum, en um fiskistofna sé erfíðara að segja og áhrif á þá séu ekki metin í þessari rannsókn. ísbirnir á Austur-Grænlandi og á Svalbarða hafa að sögn Berl- ingske Tidende heimsmet í inni- haldi PCB, þrávirks efnis, sem dregur úr mótstöðuafli og frjó- semi. Þar sem ísbirnir eru ofar- lega í fæðukeðjunni og lifa á stór- um dýrum eins og sel, sem hefur í sér mikið af þrávirkum efnum, fá ísbirnir óhjákvæmilega mikið í sig af þessum efnum. Efnin sitja í fitulagi dýranna. Ef áhrif efnanna eru í þá átt að draga úr frjósemi geta langtímaáhrif verið þau að ísbjarnarstofninum verði hætt við útrýmingu. Á Grænlandi er talið að séu á milli fimm og tíu þúsund ísbirnir, en á öllu Norðurheim- skautinu er giskað á að séu allt að 100 þúsund ísbirnir. Vetror- og sumordekk Berlín. AFP, Reuters. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hét því í gær að halda niðurskurðaráformum ríkisstjómar sinnar til streitu, þrátt fyrir hrak- farir jafnaðarmanna í sambands- landakosningum upp á síðkastið. „Við munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að draga úr opinber- um skuldum," sagði Schröder við blaðamenn í gær. Jafnaðarmenn biðu mikinn ósigur í kosningum í sambandslandinu Thiiringen á sunnudag og sömuleiðis í sveitar- stjórnarkosningum í Nordrhein- Westphalen. Einungis er vika liðin frá því að flokkur Schröders galt afhroð í kosningum í Saarlandi og Branden- burg og var kosninganna í Thiir- ingen því beðið með nokkurri eftir- væntingu. Jafnaðarmenn höfðu set- ið þar í stjóm ásamt kristilegum demókrötum (CDU) en niðurstaða kosninganna varð sú að CDU náði hreinum meirihluta. Urðu jafnaðar- menn að sætta sig við að verða þriðji stærsti flokkur Thiiringen þar sem vinstriflokkurinn PDS hlaut fleiri atkvæði. Hans Eichel, fjármálai’áðherra Þýskalands, sagði jafnaðai-menn geta sjálfum sér um kennt. Hávær ágreiningur innan flokksins um rík- isfjármál og niðurskurð hefði fælt kjósendur frá. Stjórn Schröders stefnir að því að skera niður ríkisút- gjöld um 30 milljarða marka á næstu árum, m.a. með því að frysta lífeyrisgreiðslur og skerða atvinnu- leysisbætur. Hefur vinstri vængur flokksins sett sig upp á móti þessum áform- um. Eichel sagði að þótt niður- skurðurinn væri sái’saukafullur þá væri hann eigi að síður nauðsynleg- ur. Taldi hann jafnaðamienn ekki hafa komið því nægilega skýrt á framfæri við kjósendur hvers vegna ráðast yrði í slíkar aðgerðir. Um næstu helgi verður kosið í Sachsen og 10. október í Berlín. Kristilegir demókratar hafa fyrst og fremst notið góðs af óvinsældum stjórnar Schröders og bætt stöðu sína verulega í Sambandsráðinu, efri deild þýska þingsins. Hyggst CDU nýta sér að jafnaðarmenn hafi þar ekki lengur hreinan meirihluta til að hafa áhrif á sparnaðaráform stjórnai’innar. HAMARKAÐU ARANGUR OG AVINNING MEÐ AÐFERÐUM OG RAÐUM SEM VIRKA! NÁMSTEFNUR FVRIR STJORNENDUR OG STARFSFÓLK SKRÁNING ER HAFIN • TAKMARKAÐUR FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA • SKRÁÐU NG í DAG OR. PAUL R. TIMM er prófessor við Marriott School of Managment og hefur skrifað hátt í 50 bækur um þjónustu, árangur og stjórnun. Hann er íslend- ingum að góðu kunnur enda hafa rúmlega 3.000 manns sótt nám- stefnur hans hér á landi síðan 1995. Hann er frábær fyrirlesari og talar skýra ensku sem allir skilja. Hann notar nýjustu tækni við fram- setningu og beitir húmor óspart. DR. SHERRON BIENVENU er prófessor við Emory háskóla og eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi. Meðal viðskipta- vina hennar eru Lockheed Martin, AT&T, MCI og BellSouth. Viðtöl við dr. Bienvenu birtast reglulega á sjónvarps- stöðvunum CNN, CBS, ABC, NBC og CNBC. Hún vakti mikla athygli hér á landi sl. vor þegar hún var með sérstaka námstefnu fyrir konur, sem hún endurtekur nú vegna fjölda áskorana. (sem komu fram í námstefnumati) „Áhugaverðir, fróðlegir og skemmti- legir fyrirlesarar sem settu efnið fram á mjög áhugaverðan hátt.“ „Spennandi efni og skemmtilegir fyrirlesarar sem héldu athyglinni allan tímann „Þetta eru námstefnur sem óhætt er að mæla með við alla sem vilja gera betur. Mæli með þeim. “ „Frábær frískun. Fyrirlesararnir fá bæði hæstu einkunnn mína.“ SKRAÐU ÞIG I DAG í næstu viku býðst þér og samstarfsfólki þfnu að sækja fjórar frábærar námstefnur, sem færa ykkur hagnýt ráð, aðferðir og hugmyndir sem hægt er að beita strax til að auka árang- ur, velgengni og farsæld í starfi. EKKIMISSA AF ÞEIMI Námstefnumar eru hnitmiðaðar (aðeins 3 klst. hver) og við það miðað að þú fáir þekkinguna beint í æð! Þú getur skráð þig á hverja þeirra eða skráð þig á nokkrar og notið sérkjara. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning er hafin. Skráðu þig og starfsfélagana f dagl Við ábvrgjumst ánægju þfnal Námstefnumar verða haldnar á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK MIÐVIKUDAGURINN SS. SEPTEMBER BESTU AÐFERÐIR í ÞJÓNUSTU (VIÐSKIPTATRYGGÐ) KI. 9 -12 Hvemig á að veita úrvals þjónustu og auka viðskiptatryggð! Þú lærir grundvallaratriði úrvals þjónustu, hvemig á að fara framúr væntingum viðskiptavina og byggja upp sigurlið! FYRIRLESARl: DR. PAUL R. TIMIM ÁRANGURSRIKAR KYNNINGAR OG FRAMKOMA - NYTT Aukið öryggi og trúverðugleiki f sölu og kynningum fyrir við- skiptavini og f samskiptum við starfsfólk og samstarfsaðila! Framkoma, myndræn framsetning, öryggi og samskiptahæfni. FYRIRLESARl: DR. SHERRON BIENVENU RMMTUDAGURINN S3. SEPTEMBER HÁMARKSÁRANGUR (TÍMASTjÓRNUN, MARKMIÐ OFLR.) Kl. 9 -12 Markmiðasetning. tímastjómun, árangursstjómun, streita, hvemig á að fá aðra tii liðs við sig og auka veigengni sfnai Allt sem þú þarft að vita til að auka afköst þín og framleiðni. FYRIRLESARl: DR. PAUL R. TIMM VELGENGNI OG AHRIF FYRIR KONUR I ATVINNULIFINU KI. 13 -16 Þessi námstefna er aðeins opin konum. Sfðast var uppseltl Hvemig konur geta hámarkað árangur sinn, tækifæri og vei- gengni, bætt samskiptin og aukið trúverðugleika sinn í starfi. FYRIRLESARI: PR. SHERRQN BIENVENU Námstefnugjald: kr. 12.900 Innifalið: Bók á íslensku, vönduð námstefnugögn og kaffiveitingar.Hópafslættir: 3+1 FRÍTT (25% afsl.), 7+3 FRÍTT (30% afsl.) Hægt er að skrá á eina námstefnu og nýta hópafslætti til að skrá á aðrar! SÍMASKRÁNING: SKRÁNING MEÐ FAXI: 552-BB3S TÖLVUPÓSTUR: vegsauki@simnet.is MEIRI UPPLYSINGAR ER AÐ FINNA A SLDÐINNI http://www.veqsauki.is Skráöu þig á póstlistann og fáöu FRÍTT fréttabréf VEGSAUKl ÞEKKINGARKLÚBBUR vitinu meiríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.