Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fráfarandi formaður íbúasamtaka Þingeyrar gagnrýnir atvinnumál í byggðarlaginu Stefnt að því að gera Fjölni að öflugu fyrirtæki Á fjölmennum borgarafundi á Þingeyri á sunnudag var gerð grein fyrir þeim áform- um sem uppi eru um atvinnuuppbyggingu á staðnum. Gagnrýni kom fram á fundinum á stöðu mála. HARALDUR Líndal Haraldsson, ráðgjafi um atvinnuuppbyggingu á Þingeyri, kvaðst á almennum íbúa- fundi á Þingeyri á sunnudag telja að fiskvinnslufyrirtækið Fjölnir væri traust og til þess fallið að stuðla að atvinnuöryggi á staðnum. „Eg er sammála sparisjóðsstjóranum á Þingeyri um að innan skamms tíma verði þetta með öflugri fyrirtækjum á Vestfjörðum,“ segir Haraldur. Á fundinum sagði Ragnheiður Ólafs- dóttir af sér formennsku í stjórn og úr stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri. Hún gagnrýndi einnig harðlega sölu Sléttanessins, hvernig staðið var að stofnun Fjölnis og þingmenn kjördæmisins fyrir vinnu- brögð í því sambandi. „Eg gagnrýndi öll þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið til þessa dags gagnvart atvinnumálum hér, bæði frá bæjarstjórn, þingmönnum og ráðgjafa um atvinnuuppbyggingu á Þingeyri. Það hefur ekkert samráð verið haft við stjórn íbúasamtakanna um þau mál sem við lögðum til í upp- hafi þessarar vinnu,“ segir Ragn- heiður. Vart svaraverð gagnrýni Haraldur kveðst vart vita hvernig bregðast eigi við ræðu Ragnheiðar á fundinum, hún sé tæpast svaraverð. Hann hafi átt í ágætum samskiptum við hana fram til þessa og því hafi málflutningur hennar komið sér mjög á óvart. „Ræðan var alls ekki í samræmi við fundinn, sem var að öðru leyti já- kvæður að mínu mati. Eg held raun- ar að ræðan hafi komið mjög illa við alla fundargesti og fólk hefur komið að máli við mig eftir fundinn og beðist velvirðingar á því sem fram kom í hennar máli. Ragnheiður gagnrýndi það m.a. að fyrirtæki sem var stofnað fyrir mánuði sé ekki komið af stað. Hún verður að gera sér grein fyrir að fyrirtækið mun hefja störf innan þriggja vikna og ég held að það sé eðlilegur tími að fyrir- tæki af þessu tagi hafi einn til tvo mánuði til undirbúnings áður en starfsemi hefst. I tvígang hafa helstu fyrirtæki á Þingeyri farið í greiðslu- þrot og gjaldþrot, og þar af leiðir að mjög mikilvægt er að okkar mati að byggja upp fyrirtæki sem byggist á traustum grunni. Það má segja að flokka megi fyrirtæki í tvennt, ann- ars vegar þau sem byggjast upp á þrautseigju og seiglu, og hins vegar fyrirtæki, sem verða stór strax en með veikan fjárhag. Eg held að Rauðsíða flokkist undir seinni skil- greininguna, og það var mat okkar að ekki væri rétt að fara af stað með •ö-wsæ-.uuD WKCBVSI Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson RAGNHEIÐUR Olafsdóttir, fráfarandi formaður íbúasamtakanna Átaks, steig í pontu og átaldi harðlega þingmenn Vestfirðinga, bæjarstjórn og ýmsa aðra sem komið hafa að atvinnuuppbyggingu þar. slíkt fyrirtæki, heldur byrja fremur með minni einingu en styrkari stöðu. Sú leið var farin við stofnun Fjölnis," segir Haraldur. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að Ragnheiður hafi brotið fundasköp á íúndinum á Þingeyri, þar sem hún hafi talað undir liðnum „önn- ur mál“ og eftir að hún hefði lokið sér af hefði mælandaskrá verið lokað og hún slitið fundið. „Hún þverbraut öll fundasköp og það var mjög óheiðar- lega staðið að þessari gagnrýni að mínu mati. Efnislega er hins vegar ekki hægt að tjá sig um það sem Ragnheiður sagði, því að það ein- kenndist af skítkasti og sundurlausu þvaðri,“ segir Halldór og kveðst ekki vilja efna til orðskaks við Ragnheiði. Haraldur sagði að við val á sam- starfsaðila hafi verið horft til þess að hann hefði yfir nægum kvóta að ráða, væri fjárhagslega sterkur og hægt væri að bera traust til hans og væntanlegir fjárfestar væru tilbúnir að veðja á með því að að leggja fram áhættufé. „Þegar við vorum búnir að fara í gegnum þá þætti sem skiptu mestu máli, komumst við að þeirri niðurstöðu að Vísir væri heppilegasti kosturinn. Reynslan hefur sýnt okkur að mínu mati að það mat var rétt,“ segir Haraldur. „Síðasta aftakan" Ragnheiður kvaðst telja byggðar- lagið hafa lent í margvíslegum hremmingum en „síðasta aftakan" hafi farið fram síðastliðinn laugardag, þegar Sléttanesið sigldi frá Þingeyri. „Eg stóð á bryggjunni og grét yfir því ranglæti sem við erum beitt, ekki bara skipverjar og fjölskyldur þeirra, heldur og allt það atvinnulausa fólk sem vann í Rauðsíðu og Unni ehf. og vegna uppsagna starfsfólks Sand- fells,“ sagði Ragnheiður á fundinum. „Það er oft gott að fá nýtt blóð í byggðarlög, en það þarf ekki að slátra heimafólki fyrir því. Það hefur verið logið að okkui- hjónum af bæjarstjóra sem handsalaði við mig á heimili sínu, að Sléttanesið og kvóti yrðu aldrei seld út úr fjórðungnum. Þá var hann einnig varaformaður Básafells og sat því beggja megin borðs og hlaut að vita um sölu Sléttaness. Hann þóttist ekki einu sinni vita um sölu kvóta skipsins." Á fundinum kvaðst hún einnig telja óþef af því að fimm aðilar sem hún sagði tengda bæjarstjórn hefðu keypt hlutabréf í hinu nýja fyrirtæki, Fjölni, sem fékk sk. byggðakvóta til ráðstöfunar. Haraldur nefnir það einnig að aðild að Fjölni eigi opinberir aðilar á borð við Byggðastofnun og einkaaðilar á borð við Burðarás og Vísi, auk margra einstaklinga. „Ég held að þetta sé mjög skemmtileg blanda af einkaaðilum og opinberum aðilum sem taka höndum saman í byggðar- málum og ég vildi sjá meira af slíku samstarfi. Eg held að það hljóti að vera byggðarlagi eins og Þingeyri til framdráttar og raunar Vestfjörðum öllum, þegar hálfur milljarður króna er lagður inn í byggðarlagið til fjár- festingar í kvóta eins og stefnt er að,“ segir Haraldur. Um fimm milljónir Eþíópíumanna horfast í augu við hungur Neyðarhjálp berst frá Islandi „ Morgunblaðið/Hjálparstarf kirkjunnar Islendingar hafa starfað að þróunar- og kristniboðsstarfi í suðurhluta Eþíópíu í nærri hálfa öld og lagt lið þegar hungursneyð ríkir. FORRÁÐAMENN Hjálparstarfs kirkjunnar hafa ákveðið að senda tvær milljónir króna til Eþíópíu vegna þurrka og hungursneyðar sem þar geisar. Alþjóðlegar hjálparstofn- anir telja að yfir 5 milljónir manna séu í neyð. „Ég óttast að nú sé að endurtaka sig sama sagan og árin 1984 til 1986 þegar um ein milljón manna varð hungursneyð að bráð vegna þess að viðbrögð umheimsins við ákalli um aðstoð voru alltof hæg,“ sagði Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfsins, í samtali við Morgunblaðið. Framlagi Hjálparstarfs kirkjunn- ar verður varið til kaupa á korni og munu starfsmenn ACT, alþjóðlegrar neyðarhjálpar kirkna, sjá um dreif- ingu þess. Jónas segir að aðildarlönd ACT muni verja kringum 1,5 millj- örðum króna til kaupa á komi, greiða kostnað við flutninga og dreif- ingu og ýmsan annan kostnað við hjálparstarfið. Árin 1974 til 1976 og aftur 1984 til 1986 ríkti hungursneyð í Eþíópíu og er talið að á fyrra tíma- bilinu hafi nokkur hundruð þúsunda manna látist og kringum ein milljón á því síðara. „Stór hluti íbúa Eþíópíu reiðir sig á landbúnaðinn sér til framfæris. Þetta er eitt fátækasta ríki jarðar og þegar rigningar hafa brugðist í meira en ár eins og nú þá þola þeir ekki slíkt áfall sem uppskerubrestur er. Vegna fátæktar og hins veika efnahagskerfis landsins verður það að leita aðstoðar frá öðrum löndum,“ segir Jónas. „Orsakirnar eru líka þær að lítið hefur verið fjárfest í landbúnaði og framfarir eru hægar og þess vegna er landið ekki í stakk búið til að mæta áföllum sem þess- um.“ Erfítt að ná eyrum umheimsins Jónas, sem starfaði að kristniboðs- og hjálparstörfum i Eþíópíu um 14 ára skeið, tók meðal annars þátt í neyðaraðgerðunum í fyrri hung- ursneyðunum sem nefndar voru. „í fyrra skiptið tókst að ná athygli um- heimsins nokkuð fljótt og matvæli bárust fljótt, meðal annars frá ís- lendingum og því tókst að bjarga miklu. Samt sem áður létust nokkur hundruð þúsunda manna. í síðara skiptið barst hjálpin einfaldlega of seint og því urðu svo margir hungr- inu að bráð, eða kringum ein milljón manna. Þá sváfu menn einfaldlega á verðinum.“ Jónas segir að í kjölfarið hafi verið komið á eins konar viðvör- unarkerfi, að leitað yrði eftir hjálp strax og fyrstu merki um uppskeru- brest kæmu í ljós. Þetta hefði leitt til þess að fyrir meira en hálfu ári hefðu hjálparsamtök vakið athygli á að hverju stefndi. „En það er erfitt að ná eyrum umheimsins sem hefur kannski verið upptekinn af öðrum heimsmálum og þrátt fyrir að þessar viðvörunarbjöllur hafi hringt í hálft ár virðast fáir hafa heyrt þær. Kirkjuhjálparsamtökin á Norður- löndum hafa sameinast um að senda 15 þúsund tonna kornskip til Eþíópíu og ég geri ráð fyrir að það komist af stað næstu daga.“ Tengsl íslendinga og Eþíópíu- manna hafa verið mikil að sögn Jónasar, m.a. gegnum starf Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga í nærri 50 ár. Þá hefur Hjálparstarf kirkjunnar oftsinnis í 30 ár stutt við þróunar- og hjálparstarf í suðurhluta landsins. Þar hafa verið byggðir skól- ar, heilsugæslustöðvar, vatnstankar og fleira. Helgi Hróbjartsson kristni- boði er nú að störfum í Eþíópíu. Biskup íslands, Karl Sigurbjörns- son, vísiteraði eþíópsku Mekane Jesús-kirkjuna í maí síðastliðnum en hún er stofnuð fyrir tilverknað kristniboðs Islendinga. Kirkjan hef- ur verið samstarfsaðili Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarstarfinu og seg- ir Jónas það ekki síst liggja í hvers konar fræðslu. Segir hann þýðingar- mikið að fræða foreldra um gagn- semi menntunar og að fá börn til að stunda skólann. Hjálparstarf kirkjunnar sendir gíróseðla með fréttabréfi sínu til styrktarmanna næstu daga og segir Jónas að koma megi framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar í bönkum og sparisjóðum á reikning nr. 1150- 26-27 í SPRON. Samtökin Afl fyrir Austurland Fjöldi fé- lag'smanna nálgast 2000 EINAR Rafn Haraldsson, formað- ur samtakanna Afl fyrir Austur- land, segir að fjöldi þeirra sem hafi skráð sig í samtökin sé farinn að nálgast 2000 manns. A stofnfundinum sem haldinn var fyrir tveimur vikum skráðu um 1200 manns sig í samtökin og síðan hafa skráningarlistar legið víða á Austurlandi. Listarnir verða tekn- ir saman fljótlega og segist hann búast við því að nákvæmur fjöldi félagsmanna liggi fyrir í næstu viku. Einar segir að tilgangur sam- takanna hafi meðal annars verið að koma á vitrænni umræðu um virkjunarmálin og finnst honum hafa miðað nokkuð í þá átt. Sam- tökin hafi fengið þá athygli sem til var ætlast og finnst honum að mál- flutningu þeirra hafi fengið meiri umfjöllun en áður. Það er hans mat að stofnun félagsins hafi orðið til þess sjónarmið félagsins birtist oftar í fjölmiðlum. Með þeim hætti megi hafa áhrif á almenningsálitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.