Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssíminn leggur ljósleiðara úr landi til Vestmannaeyja Morgunblaðið/Jóhann Öm Guðmundsson Sæstrengnr var lagður frá Bakkafjöru á Landeyjasandi til Vestmannaeyja á sunnudag. Samband við næstu lönd órofíð HÉÐAN í frá verður ljósleiðarasamband milli stjómstöðvar Landssímans og meginlands Evr- ópu og Ameríku órofið, því Landssíminn lagði á sunnudag Ijósleiðara til Vestmannaeyja. Þaðan liggur svo Cantat-strengurinn sem tengir Island við Bretiand og Danmörku annars vegar og Kanada hins vegar. Gert er ráð fyrir að tengingin verði tekin í notkun innan fáeinna vikna. Lagt var af stað frá Bakkafjöru á Landeyja- sandi klukkan 18 og var komið til Vestmannaeyja um klukkan 22. Að sögn Ólafs Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, gekk sé erfitt hafsvæði til sæ- strenglagna vegna mikilla strauma og erfiðra veðurskilyrða. Sæstrengurinn er 12,5 kílómetrar að lengd og vegur um 20 tonn og var dreginn bæði með pramma og þyrlu. Hann er um 2,5 sentimetra breiður en meirihluti þess ummáls er kápa og stálvírar sem styrkja hann en glerþráðurinn sjálfur er ekki nema einn hundraðasti úr milli- metra á breidd. Ólafur segir að þó þurfí talsvert átak til að strengur sem þessi slitni en það gerist helst ef að skip fari með veiðarfæri yfir hann. Landssíminn beini því til sjófarenda að sýna fyllstu varúð á veiðum þama í kring; kort verði útbúið með ná- kvæmri staðsetningu strengsins og auk þess megi finna upplýsingar um legu bæði jarð- og sæ- strengja á heimasíðu Landssímans. Aukið öryggi og aukin flutningsgeta Ljósleiðarinn hefur bæði í för með sér örugg- ara símsamband Vestmannaeyinga og betra sam- band íslands við útlönd. Hingað til hefur sam- band lands og Vestmannaeyja verið örbylgjusam- band en þessi örbylgja var að verða fullnýtt. Ólaf- ur segir að nýi ljósleiðarinn hafi í för með sér aukið öryggi fyrir millilandatenginguna, því ör- bylgjutengingin verði nú notuð sem varatenging. Annar kostur við ljósleiðarann sé að nú verði hægt að fullnýta þá flutningsgetu sem Landssím- inn eigi í Cantat-strengnum. Gert er ráð fyrir því að flutningsgeta Cantat- strengsins endist í nokkur ár, en Olafur segir að byrjað sé að svipast um eftir nýjum leiðum til að auka flutningsgetu ennfrekar, því eftirspurn eftir henni aukist stöðugt. Nýr strengur verði líklega lagður einhvemtíma á fyrsta áratug nýrrar aldar til að tryggja samband við útlönd í framtíðinni. Der Spiegel fjallar um tollrannsókn á hestaútflutningi Peninga- þvætti einnig til athugunar ÞÝSKA vikuritið Der Spiegel greindi í síðustu viku frá því að toll- yfirvöld í Þýskalandi rannsökuðu nú einnig hvort viðskipti með íslensk hross hefðu einnig verið notuð til peningaþvættis þar í landi. I stuttri frétt um málið segir að maður, sem auðkenndur er sem norður-þýskur sælkeri, hafi með því að kaupa hesta á hinu opinbera sýnd- arverði og selja síðan fyrir raunveru- legt andvirði „þvegið“ illa fengið fé. í fréttinni segir að þýski tollurinn beini nú sjónum að rúmlega þúsund eigendum innfluttra íslenskra hesta vegna gmns um svik og vangoldins skatts. Þeir hafi gefið upp of lágt kaupverð, um 1.000 mörk eða tæp- lega 40 þúsund krónur, og greitt 18% innflutningsgjöld og 7% virðis- aukaskatt af þeirri upphæð. Mark- aðsvirðið sé hins vegar milli 5.000 og 250 þúsund marka (tæplega 200 þúsund og tæplega tiu milljóna króna). Þannig hafi skattyfirvöld orðið af nokkmm milljónum marka. I frétt Der Spiegel segir að inn- flytjandi frá NienburgAVeser og ís- lenskur kaupmaður hafi falsað reikningana og þannig blekkt toll- inn við innflutning hrossanna. Kví Keikós mikið skemmd eftir straumþunga Morgunblaðið/Sigurgeir Kví Keikós kubbaðist í sundur á þremur stöðum. Matvörur hafa hækkað um 6% síðasta árið Verður minnkuð um 30% SJÓKVI háhymingsins Keikós sem brotnaði undan miklum straumþunga aðfaranótt laugar- dags er mikið skemmd og verður minnkuð um á að giska 30%, að sögn Halls Hallssonar. Bráða- birgðaviðgerðir eru hafnar en þessa stundina er ekki vitað hvenær endanlegum viðgerðum Iýkur. Þá er stefnt að því að girða Klettsvíkina af með neti fyrir vet- urinn. Unnið hefur verið að viðgerð- um alla helgina og í gærdag var búið að flytja 40% af kvínni til hafnar, að sögn Halls. Verið er að skoða með hvaða hætti sé best að lagfæra sjálfa kvína. „Á þessu stigi sýnist mér augljóst að kvíin verður minnkuð frá því sem var. Þannig að hún verður kannski 70% af upprunalegri stærð. Við munum leggja alla áherslu á að koma upp neti til þess að girða af Klettsvíkina þannig að hægt verði að sleppa Keikó út í víkina ef aðstæður kreQast. Við stefnum að því að þetta net verði sett upp fyr- ir veturinn,“ segir Hallur. Gangi þessar áætlanir eftir verður net strengt frá Klettsnesinu og yfír í Heimaklett, að sögn Halls, eða um 280 m vegalengd. Hallur segir að kvfin hafi kubb- ast sundur á þremur stöðum og að tveir 36 tommu bitar sem binda kvína hafi gefið sig. Veðrið hafi þó ekki verið með versta móti heldur afar straumþungt eins og vill verða í suðvestanátt. Ljóst er að tjónið á kvínni er um- talsvert. „Það mun kosta mikla peninga að setja þetta upp að nýju. Milljónir," segir Hallur. Aukin eftirspurn eftir banönum Veldur verð- hækkun hér VÍSITALA neysluverðs mældi 11% hækkun á verði ávaxta milli júlí- og ágústmánaðar og samkvæmt upplýs- ingum Sölufélags garðyrkjumanna á 40% verðhækkun á banönum sinn þátt í þeirri hækkun. Að sögn Pálma Haraldssonar, framkvæmdastjóra Sölufélagsins, hefur verð á banönum, sem er sú tegund ávaxta sem mest er flutt inn af, hækkað mikið í verði í Evrópu frá því í vor. Sé það bæði vegna minna framboðs og þeirrar auknu eftir- spurnar sem geri yfirleitt vart við sig þar á þessum árstíma. Þegar hlýjast sé í veðri seljist minna af banönum en en þegar kólna tekur aukist sala til muna. Eins aukist sala á þeim mikið á haustin þegar skólar byrji því algengt sé að böm fái þá með sér í nesti. MATVARA hefur hækkað að með- altali um 6% síðustu tólf mánuði samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa íslands reiknar út. Hækkunin er um einu prósentustigi meiri en nemur hækkun vísitölunnar á sama tíma- bili og aðeins húsnæðisliður vísitöl- unnar og bensín hafa hækkað meira en matvaran síðustu tólf mánuði. Hækkunin er aðeins minni ef óá- fengir drykkir eru einnig teknir með eða sem nemur 5,3% að meðal- tali. Síðustu tólf mánuði eða frá því í september í fyrra hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,9% að meðaltali. 17,3% hækkun bensíns og olíu og 12,8% hækkun húsnæðis á undanfömum mánuðum hafa ráð- ið mestu um þessa hækkun vísitöl- unnar, en samanlagt má rekja 2,2 prósentustig af hækkun hennar til þessara tveggja liða. Þar á eftir koma matvörur, en þær vega 14,9% í grunni vísitölu neysluverðs og 17% þegar drykkjarvörur eru einnig teknar með. Samanlagt hefur matvöruliður- inn hækkað vísitöluna um 0,9 pró- sentustig síðasta árið. Af einstök- um liðum hefur grænmeti hækkað mest frá því í september í fyrra eða um 8,7%, innfluttar mat- og drykkj- arvörur hafa hækkað um 6,6%, inn- lendar mat- og drykkjarvörur aðr- ar en búvörur og grænmeti hafa hækkað um 5,6% og búvörur hafa hækkað um 3,9%. Aðrir liðir hækka minna Aðrir liðir vísitölunnar hafa hækkað minna en matvöruliðurinn í heild á síðustu tólf mánuðum. Liðurinn önnur þjónusta hefur hækkað um 4,6% og opinber þjón- usta um 4%. Aðrar innlendar vör- ur en matvörur hafa hækkað um 2,2% og innfluttar vörur aðrar en matvörur og bíll og bensín eru óbreyttar í verði frá því fyrir tólf mánuðum. Bílar hafa hækkað um 1,4% í verði að meðaltali og áfengi og tóbak hefur hækkað um 1,5% frá því fyrir ári. gslóio Kanarí um jólin 20. - 30. desember Jólaferö til Kanaríeyja sem gerir þér kleift að njóta sólarinnar í dimmasta skammdeginu en ná þó Samvinnuferðir aldamótagleðinni heima. Landsýn Á verði fyrir þigl Breytingar á vísitölu matvöru í vísitölu neysluverðs september 1998 til september 1999, mars 1997=100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.