Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MARGRA ARA DRAUMUR LISTAHASKÓLI íslands var settur í fyrsta sinn á fóstudag með athöfn á Kjarvalsstöðum. Myndlistardeild skólans hefur þegar tekið tO starfa en samkvæmt áætlun um uppbygg- ingu listmenntunar á háskólastigi undirritaðri af menntamála- ráðherra og forsvarsmönnum skólans í mars síðastliðnum mun leiklistardeild skólans hefja starfsemi 1. ágúst 2000 og tónlist- ardeild 1. ágúst 2001. Jafnframt er skólanum gert að leggja fram tillögur um með hvaða hætti hann getur sinnt menntun á sviði annarra lista, svo sem á sviði hönnunar og arkitektúrs. Með setningu Listaháskóla Islands er að rætast margra ára draumur listamanna og listunnenda í landinu. Með stofnun skólans hefst viðurkennt háskólanám í listgreinum hér á landi sem skapar vissulega nýja möguleika tO að þróa og bæta það nám sem hefur verið hér fyrir, tO dæmis með samstarfí við há- skóla, stofnanir og fyrirtæki, bæði innanlands og á alþjóðavett- vangi, eins og Kristján Steingrímur Jónsson, forseti myndlist- ardeildar, benti á við setningu skólans. Eins og rakið var hér að ofan mun skólinn sameina undir einu þaki listnám í ólíkum greinum sem áður hafa verið kenndar hver í sinni stofnuninni. Með sameiningunni, sem á vonandi eftir að ná tO sem flestra sviða, má gera ráð fyrir að til verði sterkur háskóli á alþjóðleg- an mælikvarða. Mikilvægt er að Listaháskóli Islands verði ekki aðeins upp- eldisstofnun fyrir unga listamenn heldur einnig lifandi menn- ingarmiðstöð. í ávarpi Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors skólans, við setningu hans kom fram að skólinn ætti að verða eins konar aflvaki fyrir listalífíð í landinu. Óhætt er að taka undir það með Hjálmari að skólinn þarf að vera í nánu sam- starfi við listamennina í landinu og almenning en umfram allt þarf hann að vera fyrir listsköpunina sjálfa. Eitt af mikOvægustu hlutverkum skólans verður hins vegar einnig að skapa frjóa samræðu á milli allra þeirra sem láta sig íslenska list varða. Ef allir draumar rætast verður hann ein af stoðum nýsköpunar í íslenskri list og íslenskri hugsun um list. Enn ríkir óvissa um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Gert hefur verið ráð fyrir að skólinn flytti inn í hús Sláturféiags Suðurlands í Laugarnesi. Rektor og stjórn skólans fóru þess á leit við Reykjavíkurborg í byrjun þessa árs að kannað yrði hvort mögulegt væri að fínna skólanum stað í miðborg Reykja- víkur og nýlega hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði lagt fram hug- myndir um uppbyggingu Listaháskólans þar í bæ. Eins og rektorinn benti á við setningu skólans má ljóst vera að stað- setning hans er ekki aðeins mikOvæg skólanum sjálfum heldur og mannlífinu í þeini byggð sem skólinn mun tengjast. Rektor benti í því sambandi á að Listaháskólinn verði lifandi menning- armiðstöð og kannski ein sú öflugasta í öllu landinu. UPPSKERAÁ ALDARAFMÆLI KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavflcur fagnar aldarafmæli sínu í ár og segja má að hápunkti hátíðarhaldanna hafi verið náð nú um helgina er karlalið félagsins í knattspymu náði að tryggja sér IslandsmeistaratitOinn í fyrsta sinn í 31 ár. Ríflega þriggja áratuga bið eftir meistaratitli hafði vafalaust tekið á stuðningsmenn félagsins. Fögnuður leikmanna og að- standenda liðsins var því meiri á laugardag, þegar Ijóst var að biðin langa væri loks á enda. KR er eitt stærsta íþróttafélag landsins og það hefur átt því láni að fagna að njóta mikils stuðnings innan og utan þess. Áberandi hefur verið, að stuðningurinn hefur haldist og jafnvel aukist með árunum, enda þótt velgengni á knattspymuvellin- um hafi ekki verið til að dreifa hjá karlaliðinu um langt skeið. Velgengni KR hefur verið með ólíkindum að undanfómu og er óhætt að segja, að félagið minnist aldaraftnælisins með glæsibrag. Kvennalið félagsins varð á dögunum íslandsmeist- ari í knattspymu þriðja árið í röð og á sunnudag sigraði það einnig í bikarkeppninni í fyrsta sinn. Kvennalið félagsins í körfuknattleik vann einnig tvöfalt í ár og annað keppnisfólk fé- lagsins hefur haldið merki þess á lofti í hinum ýmsu íþrótta- greinum. Sigur í keppnisíþróttum er sjaldnast tilviljunum háður, miklu fremur uppsker íþróttafólk laun erfiðsins - eins og til hefur verið sáð. Ástæða er tO að óska Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og hinum fjölmörgu áhangendum þess tO ham- ingju með afmælið og hinn góða árangur. Um leið skal þess minnst að ekkert stuðlar betur að vímuefnalausri æsku en það starf sem íþróttahreyfingin í landinu vinnur. Ekki er síst ástæða til að minnast þess á þeim válegu tímum sem við nú lif- um. / Opinber heimsókn Lennarts Meris, forseta Eistlands, til Islands Var þakklátur Islendingum fyrir að opna dyrnar að Evrópu Morgunblaðið/Þorkell Frá undirritun samkomulags um stjórnmálasamband Islands við Eystrasaltsríkin þijú, þann 26. ágúst 1991. Frá vinstri: Algirdas Saudargas, Sveinn Björnsson skrifstofustjóri utanrikisráðuneytisins, Janis Jiirkans, Lennart Meri, Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur. * I dag hefst opinber heimókn Lennarts Mer- is, forseta Eistlands, til Islands. Hingað kom hann einnig árið 1991, þá sem utanríkisráð- herra nýfrjáls ríkis sem við undirritun yfir- lýsingar um stjórnmálasamband ríkjanna endurheimti réttmætan sess meðal sjálf- stæðra Evrópuþjóða, Andri Lúthersson rifjaði upp ummæli Meris í garð Islendinga og kynnti sér sögu þessa óvenjulega stjórnmálamanns. HINN 26. ágúst árið 1991 undirrituðu utanríkisráð- herrar íslands og Eystra- saltsríkjanna þriggja, Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jurkans frá Lettlandi, Algirdas Saudargas frá Litháen og Jón Bald- vin Hannibalsson þáverandi utanrík- isráðherra, yfírlýsingar um stjórn- málasamband þjóðanna við hátíðlega athöfn. Island var fyrsta ríkið sem kom á formlegu stjórnmálasambandi við Eystrasaltsríkin og hafa þau æ síðan skipað sérstakan sess í hugum Islendinga sem fylgdust náið með þeim átökum er áttu sér stað í ríkjun- um þremur er þau losnuðu undan hálfrar aldar oki Sovétríkjanna - sögulegu ranglæti - og endurheimtu sæti sitt meðal lýðræðis- og bræðra- þjóða í Evrópu. Lennart Meri, núverandi forseti Eistlands, sagði að undirritun lok- inni, sem fram fór í Höfða, að í ágúst 1939 hefðu tvær undirskriftir, sem settar voru að næturlagi í Kremlar- virki, opnað dyrnar fyrir heimsstyrj- öldina síðari. Vísaði Meri þar til leyn- isáttmála Stalíns og Hitlers, þar sem þeir skiptu Evrópu á milli sín og Sta- lín fékk Eystrasaltsríkin. í frétt Morgunblaðsins hinn 27. ágúst var gripið niður í ræðu Lennarts Meris. „Hvað Eystrasaltsríkin þrjú, fyrrum aðildarríki Þjóðabandalagsins, varð- ar, stóð síðari heimsstyrjöldin áfram, alveg fram á þennan dag. Þessar undirskriftir, sem þið hafið horft á, eru þær fyrstu til að binda enda á af- leiðingar styijaldarinnar. Við snúum nú aftur inn í fjölskyldu Evrópu- þjóða. Orðin sem við höfum sett á blað, eru stutt, en þetta verður stórt skref fyrir Evrópu og vonandi alla menn, sem búa við lýðræði." Var Islendingum þakklátur Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Islendingar, fyrstir þjóða, við- urkenndu hin fullvalda Eystrasalts- ríki fyrir rúmum átta árum. Sovétrík- in liðuðust stuttu seinna í sundur og Eystrasaltsríkin hafa færst nær tak- marki sínu um að verða fullgildir aðil- ar að sam-evrópskum stofnunum. Markaðsvæðing og lýðræðisþróun Eistlands og hinna Eystrasaltstríkj- anna hefur ekki verið átakalaus og gerði Meri sér þetta ljóst haustið 1991 er hann sagði í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins daginn sem ís- lensk stjórnvöld viðurkenndu sjálf- stæði Eistlands að hann vildi ekki kætast um of. „Það er langur vegur framundan og við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að leysa erfíð vandamál. Undanfarin 50 ár voru fyr- ir aftan járntjaldið og það hafði margar slæmar afleiðingar.“ Jafnframt sagði Meri: „Faðir minn var stjómarerindreki fyrir Eistland. Við höfðum í fórum okkar leynilegt uppkast að samningi Hitlers og Sta- líns um innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin sennilega áður en stríðið hófst. Alþjóðamál voru snar þáttur í uppvaxtarárum mínum. Eg vissi alltaf að sá dagur kæmi að ég myndi halda á fána Eistlands milli handa mér. Þegar ég var í útlegð í Síberíu dreymdi mig þennan einfalda draum. Nú höfum við snúið aftur til raun- veruleikans. Og ég er þakklátur Is- lendingum fyrir að hafa fyrstir látið okkur hafa lykilinn, sem opnar dym- ar að Evrópu.“ Fjölskyldan send til Síberíu Lennart Meri fæddist árið 1929 í Tallinn í Eistlandi. Er hann var ung- ur að aldri fluttist fjölskylda hans úr landi og nam hann því við skóla í Berlín og París. Hafði fjölskyldan þó snúið aftur er sovéski herinn innlim- aði Eystrasaltsríkin í Sovétríkin og árið 1941 hlaut Meri-fjölskyldan sömu örlög og þúsundir annarra fjöl- skyldna sem vom af eistnesku, lett- nesku og litháísku bergi brotnar og voru sendar til Síberíu. Eftir harða vist í gúlaginu sneri fjölskyldan aftur til Eistlands og Meri nam sagnfræði við háskólann í Tartu. Sovésk stjóm- völd vildu þó ekki leyfa honum að starfa sem sagnfræðingur. Þess í stað hóf hann störf í leikhúsi og síðar sem þáttagerðarmaður við útvarp. Gaf starfið honum tækifæri til að ferðast um víðáttur Sovétríkjanna með það að markmiði, að sögn kunnugra, að afla upplýsinga um örlög þeirra fjöl- skyldna er ekki höfðu átt aftur- kvæmt. Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra í Bandaríkjunum, þekkir náið til Meris og sagðist hann í viðtali við Morgunblaðið muna vel eftir litlu at- viki frá því er hann kom á skrifstofu Meris, sem var við torg það er nú heitir Islandstorg, er hann var utan- ríkisráðhema árið 1991. Á borðinu hafi verið skókassi sem innihélt þétta spjaldskrá. „Eg brá á glens og spurði: Ertu orðinn svona vestrænn í hugsun sem stjórnmálamaður að þú ert farinn að hafa spjaldskrá yfír kjósendur." Meri hafi þá glott við og sagt að svo gæti vel verið. „Svo sýndi hann mér innihaldið sem vom nöfn tugþúsunda eistneskra fjölskyldna sem höfðu eins og fjölskylda hans og hann sjálfur lent í nauðungarflutn- ingum Sovétmanna eftir hemámið og ekki snúið aftur. Fjölskyldur af eist- neskum uppruna sem enn vom vítt og breitt í gúlaginu eða leifum þess.“ Telur Jón Baldvin þetta ekki aðeins lýsa uppmna og rótum Meris heldur ennfremur hvernig hann bregst við hlutunum. „Eftir að hann sneri aftur þá gerði hann sér það upp að vera kvikmyndagerðarmaður og þátta- gerðarmaður og undir því yfirskyni ferðaðist hann um alla Síberíu og gerði sína þætti og ritaði bækur. En í raun og vem var hann að safna upp- lýsingum um fólk af eistneskum upp- runa sem var þarna í nauðungar- vinnu.“ Eitt fyrsta verk Meris sem utanríkisráðherra hafi verið að nota þessar upplýsingar til þess að greiða götu þessa fólks heim, eftir því sem auðið var. Tengsl Meris efldu málstað Eystrasaltsríkjanna Meri, sem er afkastamikill rithöf- undur og þýðandi, gegndi trúnaðar- störfum fyrir Samband eistneskra rithöfunda á níunda áratugnum og aflaði í starfi sínu mikilvægra tengsla við erlenda stjómmálamenn og blaðamenn, auk fjölda þeirra Eista er flúið höfðu heimalandið er Sovétríkin innlimuðu Eystrasaltsríkin. Gerðist hann málsvari umhverfisverndar og kom í veg fyrir að Sovétstjórnin réð- ist í vinnslu fosfatnáma er gert hefðu það að verkum að þriðjungur Eist- lands hefði orðið óbyggilegur. Náin tengsl Meris við málsmetandi menn í Evrópu öfluðu málstað Eista mikilsverðs stuðnings á alþjóðavett- vangi og eftir að hann var skipaður utanríkisráðherra landsins í apríl 1990 eftir fyrstu kosningar hins ný- frjálsa ríkis varð hann fyrstur full- trúa hinna nýfrjálsu þjóða Austur- Evrópu til að ávarpa sendiherra Atl- antshafsbandalagsins í Brússel, auk þess sem hann átti fundi með starfs- bræðrum sínum frá Bandaríkjunum og Evrópu. Jón Baldvin sagði í viðtali við Morgunblaðið að Lennart Meri væri afar óvenjulegur stjómmálamaður og væri í sínum huga hinn „klassíski mið- evrópski menntamaður“ sem hefði lesið allt um allt milli himins og jarð- ar. I heimsbókmenntum, sögu, pólitík og vísindum sé hann vel heima. Hann sé afar fær tungumálamaður og segir Jón Baldvin að honum hafi eitt sinn verið tráað fyrir því af rássneskum stjómarerindreka, sem starfað hafi að samningum Eista og Rússa, að Meri tali miklu betri rássnesku en Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem tali hana með síberískum hreim. At- hygli veki að á opinberum fundum mæli Meri jafn vel á ensku, þýsku og frönsku en það sé ekki formið sem slíkt sem veki athygli manna, heldur innihaldið. „Hann semur sjálfur sínar ræður, sem em frumlegar og bera glögg merki stíls rithöfundarins." Er Meri taki til máls þá sé á hann hlust- að. Þá sé Meri innvígður í franska, þýska og enska menningu og Rússa þekki hann kannski betur en þeir þekki sig sjálfir. Jón Baldvin sagði að Meri hafi höfðað til yngri kynslóða sem hafi hafi fremur lagað sig að honum en öf- ugt. „Þeir fundu að þetta var maður sem var ungur í anda - aldurslaus - og hafði reynslu og vit sem þá skorti." Eftir stutta setu í embætti sendi- herra Eistlands í Finnlandi vai' Meri kjörinn forseti Eistlands í október ár- ið 1992 eftir harða kosningabaráttu við þáverandi forseta, Amold Rúúel. Varð Meri þar með fyrsti þjóðkjörni forseti Eistlands en í kosningunum sem eftir fylgdu var kjöri forseta landsins breytt í þá veru að þingið kaus í embættið. Rúútel var sagður vera fulltrái gamla kerfisins, efna- hagsnómenklatúrunnar, sem bæri að koma frá völdum svo opna mætti landið fyrir erlendum fjárfestum. Þeir sem kusu Meri voru hins vegar að kjósa fyrirhugaða aðild að sam- evrópskum stofnunum og Atlants- hafsbandalaginu. Meri var aftur kjör- inn forseti landsins árið 1996, þá af þingheimi. Jón Baldvin sagði að Meri hafi ver- ið afar umdeildur þrátt fyrir að al- menn virðing sé borin fyrir honum. Ér hann hafi fyrst boðið sig fram hafí hann náð öðru sæti í fyrri lotu kosn- inganna en í þeirri seinni náð meiri- hluta vegna þess að þá hafi andstæð- ingar gömlu „nómenklatúrunnar“ sameinast gegn Rúútel. Fyrri kosning Meris í forsetastól hafi verið svo óvinsæl að Eistar hafi numið úr gildi lög um beina kosningu forsetans. Seinni kosningin hafí ekki gengið þrautalaust þar sem öfund og pólitískir flokkadrættir hafa verið honum heldur andsnúnir. Þetta breyti þó ekki því að árangur Eista í framþróun samfélagsins sé meðal þess allra mesta hjá öllum hin- um nýfrjálsu þjóðum Mið- og Austur- Evrópu. Þetta segi sína sögu um þjóðina. Fjórir úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald í stærsta fíkniefnamáli hérlendis Meðal þess sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglunnar voru þrír BMW-eðalvagnar, sem geymdir eru í porti lögreglustöðvarinnai'. Umfang málsins gríðarlegt Fíkniefnasmyglið sem lögreglan kom upp um í lok síðustu viku er hið stærsta sem komið hefur upp hér á landi en annað eins magn fíkniefna, sem lagt var hald á hefur ekki áður sést í einu. Rannsókn málsins er samt hvergi nærri lokið og stendur yfir af fullum krafti. FJÓRIR karlmenn á þrítugs- aldri sem Lögreglan í Reykjavík handtók á föstu- dagskvöld í tengslum við rannsókn á fíknefnamálinu sem upp kom í lok síðustu viku, voru úrskurð- aðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald á laugardag. Yngsti maðurinn í hópn- um er tvítugur að aldri og hinir hafa ekki náð þrítugsaldri. Allir nema einn hinna handteknu hafa komið við sögu fíkniefnamála áður. Ljóst er að málið er hið stærsta í sögu lögreglunnar og ennfremur, að magn þeirra fíkniefna sem legið hafa til grundvallar í stærstu fíkniefnadóm- um liðinna ára er margfalt minna en lagt var hald á um helgina. 1173 gr. a. almennra hegningarlaga segir að „Hver, sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendú- þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt, skal sæta fangelsi allt að tíu árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga fram- leiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana- og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt, sem greint er í 1. mgr.“ Á liðnum árum hafa fallið nokkrh- áralangir fangelsisdómar í fíkniefna- málum, nú síðast í vor sjö ái’a fangelsi fyrir smygl á 2.031 E-töflu, sem var snúið við í Hæstarétti, en það er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í fikniefnamáli hérlendis. Að auki hafa m.a. verið kveðnir upp skemmri dómar s.s. 5 ára fangelsis- dómur yfir einum manni fyi'ir inn- flutning á einu kg af kókaíni fyrir um áratug og fjögurra ára fangelsisdómur yfir tveim mönnum fyrir innflutning á rámum 800 E-töflum í hittiðfyrra en í sama máli fengu að auki tveir menn þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að málmu. Til marks um umfang málsins var aðdragandi atburða helgarinnar langur en fylgst hafði verið með hin- um grunuðu auk fleiri mánuðum sam- an áður en látið var til skarar skríða. Kostaði það mikla vinnu og krafðist mikils mannafla en nú þykir sýnt að það hefur borið árangur. Lagt var hald á tugi kílóa af fíkniefnum, eink- um við húsleit heima hjá hinum hand- teknu á föstudag, en þá var lagt hald á 17 kg af hassi, tæpar 6.000 E-töflur, 4 kg af amfetamíni og 1 kg kókaíni. Á miðvikudag höfðu sjö kg af hassi fundist um borð í skipi, sem komið hafði frá Danmörku. Auk fíkniefna lagði lögreglan hald á eina milljón króna í peningum, tölvubúnað og fjögur ökutæki, þar af þrjár BMW- bifreiðar af dýrustu gerð. Eitt af því sem lögregla telur að hafi áunnist með aðgerðunum er að nú hefur verið lokað fyrir þessa til- teknu smyglleið, sem hugsanlega kann að hafa verið opin í nokkum tíma miðað við það magn efna sem lagt var hald á. Þá er ekki átt við smyglaðferðina í sjálfu sér, þ.e. að smygla efnum sjóleiðis heldur smygl- leið sem tengd var ákveðnum ein- staklingum, þeim hinu sömu og nú sitja í gæsluvarðhaldi. Hins vegar mun áfram verða fylgst með hugsan- legu skipasmygli. Magn fíkniefnanna, sem lagt hefur verið hald á við rannsókn málsins er gífurlegt og margfalt á við það sem lagt hefur verið hald á í einu og sama málinu og jafnast magnið á við það sem lagt hefur verið hald á á ári síð- ustu árin. Þannig hefur þegar verið lagt hald á meira af hassi við rann- sókn þessa eina máls en árlega allar götur aftur til ársins 1972 að árinu 1996 undanskildu, < en þá lagði lögregla hald á rám 36 kg af hassi á móti þeim 24 kg sem nú hafa náðst. Fáar hliðstæður við 4 kg af amfetamíni Þau 4 kg af amfetamíni sem hald hefur verið lagt á í málinu eiga sér fá- ar hliðstæður í tæp 30 ár og þá er að sjálfsögðu átt við magn á ári, en árið 1995 var lagt hald á rám 5 kg af efninu og ári síðar rám 6 kg. í fyrra lagði lög- reglan síðan hald á um 1,7 kg af am- fetamíni. Sömu sögu er að segja um kókaínið sem fannst, en mesta magn sem lagt hefur verið hald á á einu ári síðan 1972 er um 1,3 kg af efninu á móti 1 kg nú. Magn E-taflnanna, sem fundust á föstudaginn, 6.000 stykki, er margfalt á við það sem fundist hefúr milli ára á þessum ái’atug en þess ber að geta að eiturlyfið fór fyrst að sjást hér í upphafi áratugarins. Sífellt meira magn af E-töflum hefur fundist milli ára á áratugnum að undanskildu árinu í fyrra, en mikill kippur kom á milli áranna 1994 og 1995 þegar fjöldi E-taflna sem hald var lagt á fór úr 22 stykkjum í 1820 stykki. Árið eftir, 1996 var stykkjafjöldinn kominn í 2199 og árið 1997 3397 stykki. í fyrra var síðan lagt hald á 2031 E-töflu úr einu og sama málinu. Mörg hass- og amfetamíntilfelli Að sögn Guðmundar Gígju, lög- reglufulltráa hjá Lögreglunni í Reykjavík, segja tölur um fíkniefni sem hald hefur verið lagt á ákveðna sögu um það magn fíkniefna sem er í umferð á hveijum tíma. Þannig má segja að ef lagt er hald á efnin í mörg- um tilfellum getur það ver- ið vísbending um að mikið sé í umferð af tilteknum efnum. Sérstaklega á það við um kannabisefni og am- fetamín, en á liðnum árum hefur verið lagt hald á þess konar efni í mörgum tilfell- um. Aðra sögu er hins vegar að segja um t.d. E-töflur en til samanburðar má nefna að E-töflur sem hald var lagt á í fyrra, alls 2.031 stykki tengd- ust einu og sama málinu. Guðmundur bendir ennfremur á að veruleikinn á bak við tölfræðina geti þá allt eins vitnað um áherslur lögreglunnar frek- ar en árangur ef tekið er t.d. mið af málafjölda í brotaflokknum Fíkniefni - varsla - neysla. I málaflokknum var fjöldi mála árið 1996 502 mál en næstu tvö ár á eftir rétt um 270 eða nærri helmingi færri. Skýringar á þessari fækkun sé að hluta til að finna í þeirri staðreynd að árið 1996 voru settir sér- stakir lögreglumenn að ná mönnum af götunni með fíkniefni, en um leið og *- dregið var úr þeim aðgerðum fækkaði málunum. Ásókn í áfengi gæti aukist Það að lögreglan lagði hald á svo mikið magn fíkniefna um helgina tel- ur hún að muni hafa slævandi áhrif á fíkniefnamarkaðinn á næstunni því ljóst er að rannsókn lögreglunnar er og verður mjög víðtæk og gæti varð- að aðra en þá sem nú eru í haldi. Ennfremur má reikna með því að framboð á efnum fai'i nú minnkandi ef óöryggi skapast meðal sölumanna eiturlyfja. Komi sú staða upp að framboð á fíkniefnum minnki umtals- vert má síðan reikna með því að fíkl- ar, sem ekki ná sér í ólögleg fíkniefni, - leiti ýmist eftir öðrum vímugjöfum, s.s. áfengi, róandi lyfjum eða jafnvel meðferð á sjúkrastofnun. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir Ijóst að þurrð á fíkniefna- markaðnum muni framkalla meiri ásókn í ofangreind vímuefni og því sé ástæða til að hafa auga með aukinni áfengis- og lyfjaneyslu ef fíkniefna- markaðurinn sýni viðbrögð við at- burðum helgarinnar. Hann bendir ennfremur á að þegar mikið af ólög- legum fíkniefnum sé í umferð hafi það þau áhrif framboðið togi sjúk- linga, sem eru í meðferð vegna neyslu, út af sjúkrastofnunum. 540 stórnotendur ólöglegra efna í fyrra Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að á síðasta ári hafi 540 stórneytendur ólöglegra vímuefna greinst meðal sjúklinga á Vogi. Fram kemur að fjöldi stómeytenda kannabis hafi næstum þrefaldast á síðustu fjór- um ámm en á síðasta ári voru þeir 410 talsins sem komu á Vog. Þá greindust 389 stórneytendur amfetamíns meðal sjúklinga og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi reglulegra ^ neytenda E-töflunnar er hins vegar lítill en af þeim 175 sem notað höfðu efnið og komu á Vog voru 20 reglu- legir neytendur. Kókaínneysla virð- ist hins vegar vera að aukast veru- lega hérlendis og reyndust 42 stóm- eytendur meðal þeirra 219 einstak- linga, sem komu á Vog á síðasta ári, að því er kemur fram á heimasíðu * SÁA. Notkun af- metamíns og kókaíns hefur stóraukist Fylgst var með hinum grunuðu um langa hrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.