Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 60
^►60 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ferill The Charlatans UK hefur verið þyrnum stráður Stutt Komnir á beinu brautina Ný plata er væntanleg í næsta mánuði frá bresku hljómsveitinni Charlatans UK. Dóra Ósk Halldórsdóttir hringdi í Martin Blunt, bassaleikara sveitarinnar, og innti hann frétta af plötunni og skraut- legum ferli sveitarinnar. Hljómsveitin The Charlatans UK. Frá vinstri: Jon Brookes tromrau- leikari, Tim Burgess söngvari, Martin Blunt bassaleikari, Tony Rogers hljdmborðsleikari og Mark Collins gítarleikari. MARTIN Blunt er staddur á hóteli í Dublin þegar hann fær upphring- ingu frá íslandi, en Charlatans voru að spila fyrir írska áheyrendur efni af nýju plötunni. Charlatans var stofnuð árið 1989 og setti svip sinn á tónlistarlífíð í Manchester á þeim tíma þótt samtímasveitirnar Stone Roses og Happy Mondays hafi á þeim tíma verið meira áberandi. Fyrsta vinsæla lag hljómsveitar- innar var „The Only One I Know“ sem þótti gefa fógur fyrirheit um það sem á eftir myndi fylgja, en tón- listargagnrýnendum þótti sveitin ekki uppfylla þær vonir að fullu. Arið 1991 lenti hljómsveitum í vandræð- um með nafn sitt þegar til stóð að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna og urðu þeir að bæta UK aftan við nafn sitt vegna þess að bandarísk hljómsveit frá San Francisco hét sama nafni. Mannabreytingar urðu í hljómsveitinni eftir tónleikaferðina vestanhafs og þegar önnur breið- skífa hljómsveitarinnar, „Between lOth & llth“ kom út var Madchest- er-bylgjan þegar í rénun og platan t fékk fremur slælega dóma. Hljóm- borðsleikari hljómsveitarinnar, Rob Collins, var mikið í sviðsljósi fjöl- miðlanna og kom það ekki til af góðu. Arið 1992 var hann dæmdui' fyrir vopnað rán og fjórum árum síð- ar lést hann í bílslysi eftir að hafa ekið undir áhrifum. Martin Blunt er beðinn um að rifja upp gamla tíma. Brjálaða Manchester „Það var rosalega mikið að gerast í Manchester í tónlistarlífínu í lok ní- unda áratugarins og byrjun þess tí- unda og líklega nutu Stone Roses og Happy Mondays meiri vinsælda en við á þeim tíma þótt við ættum okkar áhangendur. Þetta er tímabilið þeg- ar Blur hóf feril sinn og margar aðr- ar þekktar sveitir.“ - Var eitthvað sérstakt að gerast í Manchester á þessurn tíma sem þú getur tengt við þessa tónlistarbylt- ingu sem varð í borginni? „Sumarið 1989 var kallað sumar ást- arinnar en þá var „acid-house“-tónlist- in það nýjasta í bransanum og við urð- um iyrir talsverðum áhriíúm frá þeirri stefhu í okkar tónlist. Árið 1989 vorum við komnir með stóran áhangendahóp í Manchester og tónlistarpressan í London fór að sýna okkur athygli. , Þessi bræðingur frá Manchester sem stundum er kenndur við Madchester eða brjáluðu Manchester, skilaði sér í öllu tónlistarlífi í Bretlandi og í upp- hafí tíunda áratugarins má segja að upphaf bresku bylgjunnar hafi byijað með hljómsveitum eins og Oasis og fleirum.“ - Nú eru bæði Happy Mondays og Stone Roses hættar og ferill Charlatans hefur ekki verið neinn dans á rósum. Var mikið sukk í kringum þessar hljómsveitir í Manchester? „Eg get ekki talað fyrir þá sem voru í hinum hljómsveitunum. En þegar vandamál koma upp og mikil spenna er í kringum fólk eins og oft er í tónlistarheiminum þá er misjafnt hvernig fólk bregst við. Sumir fara að drekka eða nota eiturlyf, og vissu- lega höfum við kynnst því lífi,“ segir Blunt en vill ekki fara neitt frekar út í þá sálma. „En við í Charlatans höf- um reynt að láta láta hag heildarinn- ar ráða frekar en hag einstaklingsins sem heíúr eflaust gert okkur sterk- ari sem hljómsveit. Svo verður fólk að hafa gaman af þessu og kannski var kominn leiði hjá hinum hljóm- sveitunum, ég veit það ekki.“ - Þó hefur ferillinn ekki verið neinn dans á rósum og saga hljóm- borðsieikara ykkar Rob Collins sem lést árið 1996 í bílslysi vegna áfeng- isneyslu við akstur dæmi um það. „Rob átti við mörg persónuleg vandamál að stríða sem hann hafði enga stjóm á, og víst var áfengis- neysla hans stærsti djöfull. Stuttu áður en Rob lést voru komin vanda- mál í hljómsveitina vegna neyslunn- ar og hann var sífellt að færast fjær okkur, vildi gera sína eigin hluti. En dauði hans var okkur mikið áfall og ég held að við höfum neyðst til að horfast í augu við fortíðina og gera upp við okkur hvert við vildum stefna. Rob hafði gert marga frá- bæra hluti með hljómsveitinni og við vorum byrjaðir að taka upp plötuna Telling Stories þegar hann lést. Eft- ir dálítinn tíma ákváðum við að ljúka við plötuna og fengum Martin Duffy úr Primal Scream til að spila á hljómborð á plötunni. En andi Robs sveif yfir vötnum við gerð plötunnar enda hafði hann sett mikið mark á hljómsveitina. Núna erum við komn- ir með nýjan hljómborðsleikara, Tony Rogers, og ætlum að halda ótrauðir áfram. Óður til lífsins - Nú er ný plata að koma út með ykkur í næsta mánuði. Má vænta nýrra hluta frá ykkur á henni? „Já, platan er talsvert ólík því sem við höfum gert áður. Þessi mikla endurskoðun sem við allir gengum í gegnum eftir dauða Rob gerði það að verkum að við ákváðum að vera ekki hræddir við að breyta til og halda áfram með nýja hluti. Textar Tim eru miklu beittari og persónulegri en við höfum verið með áður og ég myndi segja að platan væri óður til lífsins." - Hvað um tónlistina? „Við leggjum miklu meiri rækt við smáatriðin og erum að vanda okkur mjög mikið. Við höfum prófað ýmsar útfærslur og unnið meira í því að finna bestu leiðina í tónlistinni. Eg vona að það skili sér,“ segii- Blunt og hlær hálf feimnislega. - Hefur Manchester breyst mikið frá Madchester-tímabilinu? „Já, það er miklu rólegra yfir tón- listarlífinu nú um stundir. En ég hugsa að eftir svona eitt til tvö ár muni meira fjör færast yfir borgina, því það eru margar hljómsveitir að gera ágætis hluti í Manchester sem ég hugsa að skiU sér á komandi árum.“ - Stendur til hljómleikaferð vegna nýju plötunnar? „Við komum fram á Reading-há- tíðinni á dögunum og þar á undan vorum við með tónleika á Spáni. Eft- ir tónleikana í Dublin verður hlé út september, en í október byrjar ballið og við verðum með fullt af tónleikum í Bretlandi og síðan eru nokkrir tón- leikar víðs vegar um Evrópu í nóv- ember. I desember förum við til Jap- an þar sem við munum spila á mörg- um stöðum." Vinsælir í Japan - Hafíð þið ekki einmitt notið meiri vinsælda í Evrópu og Asíu heldur en íBandaríkjunum? „Jú, við eigum stærri aðdáenda- hóp þar en vestanhafs, en þó eigum við okkar stuðningshóp í Bandaríkj- unum. A síðasta ári spiluðum við í Los Angeles og margir mættu og tónleikarnir gengu mjög vel, og ég hugsa að við gætum vel átt góðu gengi að fagna þar. Þó hugsa ég að í Japan sé okkar stærsti markaður.“ -Hvað heldur þú að það sé við Japani sem gerir það að verkum að þeir hafa svona mikinn áhuga á vest- rænni tónlist? „Eg veit það nú ekki alveg, en þó held ég að Japanir eyði miklum tíma í að hlusta á textana enda eru þeir margir mjög hrifnir af ljóðagerð og orðið hefur mjög sterka stöðu í þjóð- arsálinni. Síðan held ég að þeir gefi tónlist almennt meiri tíma en marg- ar aðrar þjóðir og séu því þakklátari hlustendur en sumir aðrir,“ segir Martin Blunt að lokum. J Aldamót með Celine Dion FRANSK-kanadíska söngkonan Celine Dion sagði á laugardag að nánast væri orðið uppselt á alda- mótatónleika hennar í Montreal, sem verður í siðasta skipti sem hún kemur fram opinberiega um langa hríð. Einn af skipuleggj- endunum sagði að aðeins 1.200 4fcmiðar af 18.000 væru óseldir, fjórurn dögum eftir að miðasala hófst. Dion gaf það út á miðviku- dag að aldamótatónleikarnir í Molson Centre yrðu með óvænt- um gestum á borð við Bryan Ad- ams og sviðsspaugarann Steph- ane Rousseau. Dion ætlar siðan .. að taka sér nokkurra ára hvíld 'og stofna fjölskyldu með eigin- manni sínum Rene Angelil. Celine Dion með eiginmanni sfnum Rene Angelil. Skrautleg nafngift NÝFÆDDUR sonur frska söngv- arans Bono í U2 hefur verið skírð- ur hvorki meira né minna en Elijah Bob Patricius Guggi Q Hewson. Þegar NetAid-heimasíðan var opn- uð á miðvikudaginn var kynnti djassarinn Quincy Jones Bono til leiks sem „föður drengsins sem var án nafns í sjö daga“. Síðan sagði Jones áhorfendum fullt nafn drengsins og bætti við: „Bono, kæri vinur! Þetta er stórt nafn fyr- ir lítinn dreng!“ Menn eru strax farnir að velta nafngiftinni fyrir sér og er talið að Q standi fyrir kynninn sjálfan, Quincy Jones, en hann og Bono hafa verið vinir um langt skeið. Bob er talið vísa í rokkkónginn frá Minnesota, Bob Dylan, og Guggi sé vísun í sam- nefndan Guggi í hljómsveitinni Virgin Prunes. Elijah er þriðja barn Bono og konu hans, Ali, en fyrir eiga þau dæturnar Memphis Eve sem er átta ára og Jordan sem er tíu ára. Hljómsveit í boltanum VELSKA hljómsveitin Super Furry Animals hefur gert styrktarsamning við velska knattspyrnuliðið Cardiff City FC. Munu liðsmenn Cardiff bera nafn hljómsveitarinnar á bún- ingunum á komandi vertíð velska boltans og er talið að lið- ið fái góða summu fyrir. Hljóm- sveitin hefur löngum verið hrif- in af boltanum og þeir sömdu eitt sinn lag tileinkað fyrrver- andi leikmanni Cardiff, Robin Friday. Raddir aldarinnar MEIRA en sex þúsund manns hafa tjáð sig um ævi sína og reynslu í tengslum við verkefni BBC tileink- að árþúsundinu, „The Century Speaks“ eða Raddir aldarinnar. Yf- ir tíu þúsund klukkutímar af viðtöl- um hafa safnast og þegar er búið að búa til 640 hálftíma þætti úr efn- inu. Talið er að efnisbanki viðtal- anna sé nú þegar orðinn stærsta munnlega heimild sögunnar um líf á Bretlandi á öldinni. „Þetta efni sýnir okkur þjóðina minnast tíðar- andans og mun verða fjársjóður fyrir komandi kynslóðir,11 segir Will Wyatt sem hefur haft umsjón með verkinu fyrir BBC. Turner fuglahræða ROKKLÖG Tinu Turner eru notuð til þess að fæla í burtu fugla af flugbrautinni í Gloucestershire í Vestur- Englandi. Rödd Turner er áhrifameiri til að fæla í burtu fugla en sérstakar hljóðupptök- ur með viðvörunarhljóðum fugla, að því er slökkviliðsmað- ur á flugvellinum, Ron John- son, sagði í samtali við dag- blaðið The Times. „Við notuð- um áður upptökur af fugla- hljóðunum en við komumst að því að þau virkuðu ekki sérlega vel - og það sem fuglarnir hata virkilega er Tuna Turner,“ sagði Johnson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.