Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A.m.k. 76 fórust þegar sprengja jafnaði átta hæða fjölbýlishús í Moskvu við jörðu Mikill ótti grípur um sig meðal íbúa Moskvu Borís Jeltsín segir hryðjuverkamenn hafa lýst yfír stríði á hendur rúss- nesku þjóðinni og heitir skjotum og öruggum viðbrögðum stjórnvalda Moskvu. Rcuters, AFP. Reuters Rússneskir björgnnarmenn að störfum á vettvangi sprengjutilræðisins í Moskvu í gær en sprengjan var svo gífurlega öflug að hún jafnaði átta hæða fjöibýlishús nánast við jörðu. AÐ MINNSTA kosti sjötíu og sex fórust í sprengjutilræði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær en sprengjan var svo öflug að hún jafn- aði stórt fjölbýlishús við jörðu. Tveir menn voru handteknir í gær, grunaðir um aðúd að ódæðinu, en þetta er í annað skipti á fimm dög- um sem öflug sprengja springur í Moskvu með hræðilegum afleiðing- um. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, tilkynnti í gær að öryggis- gæsla yrði aukin til muna í landinu og kvaðst hann telja að Rússland ætti nú í stríði við harðsvíraða hryðjuverkamenn. Sprengjan sprakk um klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma, þegar íbúar átta hæða fjölbýlishúss- ins í suðurhluta Moskvuborgar, voru í fastasvefni. Um eitt hundrað og fimmtíu manns bjuggu í húsinu og voru nokkrir dregnir úr rústum þess á lífi skömmu eftir að sprengj- an sprakk en er leið á daginn var talið ólíklegt að fleiri fyndust á lífi. Lögregla kom í veg fyrir aðra sprengingu Jeltsín fyrirskipaði auknar ör- yggisráðstafanir í öllu Rússlandi, en þó einkanlega í Moskvu. „Hryðju- verkamennimir hafa lýst yfir stríði á hendur okkur, rússnesku þjóð- inni,“ sagði Jeltsín í sjónvarps- ávarpi í gær. „Við búum nú við sí- vaxandi ógn vegna hryðjuverka. Þetta þýðir að við verðum að sam- eina krafta þjóðarinnar og stjóm- valda og svæla óvininn út úr bæli sínu.“ Mikill ótti hefur gripið um sig meðal íbúa Moskvu enda kemur at- burðurinn í gær í kjölfar svipaðs sprengjutilræðis síðastliðinn fimmtudag, þar sem níutíu og fjórir fómst og þetta er jafnframt fjórða sprengjutilræðið í Rússlandi á þremur vikum. Jeltsín hvatti þjóð sina hins vegar til að halda ró sinni, vera á varðbergi og hann hét því að ódæðismennimir fengju makleg málagjöld. „Illmenni þessi hafa skorað okkur á hólm,“ sagði Jeltsín. „Yfirvöld munu svara fýrir sig skjótt og örugglega.“ Fréttir, sem bárust í gærkvöldi, um að lögreglan í Moskvu hefði komið í veg fyrir annað sprengjutil- ræði, er hún fann öfluga sprengju annars staðar í borginni, jók þó á ótta fólks um að fleiri tilræði verði gerð á næstu dögum og seint í gær- kvöldi rýmdi lögreglan fjölbýlishús í suðurhluta Moskvu af ótta við að þar hefði verið komið fyrir sprengju. Vladímír Pútín forsætisráðherra, sem var staddur á fundi Efnahags- samvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafs- ríkja (APEC) á Nýja Sjálandi, sagði hins vegar að rússneska þjóðin gæti ekki sætt sig við að hryðjuverka- menn héldu henni í heljargreipum. „Það er eiginlega ekki nóg að kalla þessa menn skepnur," sagði Pútín. „Ef þeir era skepnur þá era þeir líka trylltar skepnur, og koma þarf fram við þá með tilhlýðilegum hætti.“ Enginn hefur enn lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér og óvíst er hver stóð á bak við sprenginguna síðastliðinn fimmtudag. Margir rússneskir stjómmálamenn kenndu stríðsherrum í hinum stríðshrjáðu héraðum Tsjetsjeníu og Dagestan umsvifalaust um ódæðisverkin en einn þeirra, Khattab, hafði á sínum tíma hótað slíkri sprengjuherferð í Rússlandi. Einn helsti stríðsherr- ann, Shamil Basajev, kvaðst hins vegar hvergi hafa komið nærri sprengjutilræðunum. ■ Bera/26 AP I Flórída búa menn sig undir hamfarir, t.d. með því að setja fyrir alla glugga í húsum. Fellibylurinn Floyd Búist við hinu versta Miami. AFP. FELLIBYLURINN Floyd nálgað- ist Bahama-eyjar og Bandaríkin í gær og þá var búist við, að hann kæmi inn yfir mitt Flórída á næstu tveimur sólarhringum. Er stormin- um lýst sem „afar hættulegum" og óttast, að hann geti valdið miklu tjóni. Jeb Bush ríkisstjóri lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í Flórída og era þjóðvarðliðar nú í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi veðurofsa. Bandaríska veðurfræðistofnunin varaði í gær við Floyd en haldi hann sömu stefnu gæti hann komið inn yfir Flórída snemma á morgun. Fyrst færi hann þó yfir Bahama- eyjar en þar er alls staðar mikill viðbúnaður. Fyrst varð vart við Floyd í síð- ustu viku en síðan hefur honum vax- ið mikið ásmegin. Vantar nú lítið á, að hann komist í 5. flokk fellibylja, sem era þeir öflugustu og um leið þeir hættulegustu. Um helgina komst vindhraðinn í Floyd í 250 km á klukkustund og í gær var hann orðinn miklu meiri um sig og næst- um jafn öflugur og fellibylurinn Andrew, sem varð 40 manns að bana og eyðilagði eða stórskemmdi 160.000 hús í ágúst 1992. Fulltrúar SÞ vilja að fjölþjóðlegt friðargæslulið haldi til A-Tímor sem fyrst Ottast hungurs- neyð á A-Tímor Bondevik vinnur á Ósló. Reuiers. MIÐFLOKKUR Kjells Magn- es Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, virtist í gærkvöldi nokkuð hafa aukið fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóra í gær en útgönguspár TV2 bentu til að flokkurinn fengi 11,4% en fékk 8,5% árið 1995. Kosningarnar í gær eru sagðar gefa vísbendingu um hvort Bondevik á möguleika á að halda forsætisráðherraemb- ættinu í næstu þingkosningum, sem fram eiga að fara 2002. Fyrstu tölur sýndu að Verka- mannaflokkur Torbjörns Jag- lands fær ekki nema 29,6% en það yrði versta útkoma flokks- ins síðan á þriðja áratugnum. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsríkjanna ákváðu í gær að banna alla vopnasölu til Indónesíu í fjóra mánuði í því augnamiði að þrýsta á indónesísk stjórnvöld að virða niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslu í Austur-Tímor sem fram fór fyrir skömmu, en hún leiddi í ljós að mikill meirihluti íbúa eyjarinnar kýs sjálfstæði frá Indónesíu. Fyrr í gær sagðist Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, staðráðinn í að tryggja að fjölþjóð- legt friðargæslulið færi til Austur- Tímor eins fljótt og auðið væri og að vera þess þar yrði ekki háð neinum skilyrðum. Vargöldin á A-Tímor hélt áfram í gær þrátt íyrir ákvörðun Indónesíu- stjómar á sunnudag að verða við kröf- um umheimsins um að friðargæslu- sveitum yrði leyft að koma til A- Tímor. Bárast fréttir af því að dauða- sveitir andstæðinga sjálfstæðis A- Tímor brenndu hús sjálfstæðissinna og hrektu þá frá heimilum sínum. Starfsmenn SÞ á A-Tímor fullyrða að hungursneyð blasi við á eyjunni berist íbúum hennar ekki aðstoð hið fyrsta. Talið er að helmingur þeirra átta hundruð þúsund manna, sem búa á A-Tímor, hafi flúið heimili sín af ótta við dauðasveitirnar sem gengið hafa berserksgang, og m.a. hafa margir flúið til fjalla. Þetta fólk hefur nánast ekkert að bíta og brenna og var í gær rætt um að flug- vélar á vegum SÞ myndu varpa mat- arbirgðum til jarðar úr lofti, til að koma fólkinu til aðstoðar. „Við eram staðráðin í að senda friðargæslulið eins fljótt og hægt er og án allra skilyrða," sagði Annan við fréttamenn í New York. Annan hefur þegar ákveðið að Astralar fari fyrir friðargæslusveitunum en þing Indónesíu lýsti hörðum mótmælum sínum við því í gær og sagði að allir vissu að Astralar, Portúgalar eða Ný-Sjálendingar væra ekki hlutlaus- ir þegar kæmi að málefnum A- Tímor. Indónesar setja engin skilyrði Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði hins vegar við kom- una til New York í gærkvöld, þar sem hann hugðist eiga fund með Annan um komu fjölþjóðlegu friðar- gæslusveitanna til A-Tímor, að Indónesar myndu engin skilyrði setja um hverrar þjóðar liðsmenn sveitanna yrðu. Ian Martin, æðsti yfirmaður SÞ á A-Tímor, sagði mikilvægt að viðræð- ur þeirra yrðu ekki til að draga mál enn frekar á langinn. „Þessar friðar- gæslusveitir verða að vera komnar til A-Tímor afar skjótt eigi að takast að koma í veg fyrir meiriháttar hannleik."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.