Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 59 4ft KAREL REISZ FLEST bendir til að Everybody fVins, (‘90), hafi verið svanasöng- ur tékklenskættaða leikstjórans Karels Reiszs. Þar má segja að hafi farið mikiir hæfileikar fyrir lítið því hann lauk aðeins við sléttan tug mynda á 30 ára ferli. Líkt og margir stéttarbræður hans á Bretlandi varð hann að auki að treysta í æ ríkari mæli á bandaríska framleiðendur til að koma verkunum á koppinn. Þá tafði það örugglega fyrir Reisz að hann átti enga stóraðsóknar- mynd, líkt og Tom Jones, sem hleypti nýju blóði í feril vinar hans, Tony Richardson. Reisz er hugsandi sköpuður, vandvirkur gáfumaður, sem þrátt fyrir fáa titla, skilur eftir sig vel mörkuð spor í kvikmyndasögunni. Karel Reisz er fæddur í Súdeta- héruðunum 1926, sem þá til- heyrðu Tékkóslóvakíu, nú Tékk- landi. Hann var aðeins 10 ára þegar föður hans, lögfræðingi af gyðingaættum, fannst það ráðleg- ast að senda strák í snarhasti til Englands. Þá voru Hitler og hans nótar komnir yfir landamærin. Þegar yfir lauk var Karel eini íjölskyldumeðlimurinn sem lifði af Helförina. í sínu nýja heima- landi lauk Reisz síðar námi við Cambridge, þjónaði herskyldu í breska flughernum og kenndi í nokkur ár. Á öndverðum sjötta áratugnum sneri hann sér að blaðamennsku, einkum kvik- myndagagnrýni við Sight and Sound. Skrifaði lærða bók um klippingar - áður en hann hafði nokkru sinni stigið fæti inn í kvikmyndaver! Áhuginn á kvik- myndagerð jókst með hveiju ár- inu. Stofnaði blaðið Sequence, ásamt Lindsay Anderson, félaga sínum hjá S&S, og síðar meir merkum kollega á leikstjórnar- brautinni. ‘55 gerði liann síðan heimildarmyndina Mommn Dont Allow, ásamt öðrum „vini sem átti eftir að skrá nafn sitt á spjöld kvikmyndasögunnar, Tony Ric- hardson. Umfjöllunarefnið var ungt fólk sem stundaði djassklúbb í London. Hún var ein nokkurra mynda Reisz, Richardson, Ander- son, auk örfárra annarra ungra leikstjóra, sem mynduðu hreyf- ingu sem kallaðist „Free Cinema Movement". Hún hafði að mark- miði að festa á filmu óbreytt mannlíf verkamannastéttarinnar í London. Umfjöllunarefni sem þeir og fleiri Iistamenn áttu allir eftir að fást við í kvikmyndum og leik- ritum, oft kallaðir „Reiðu, ungu mennirair". Tveim árum eftir að Reisz lauk við aðra heimildarmynd sína, We vhitZnU°S að;I,leikona" hans, Meryi ð t0kun a The French LieuienS are the Lambert Boys, hélt hann til Nottingham, erindið var að leikstýra sinni fyrstu al- vöru kvikmynd, Saturday Night and Sunday Morning, byggðri á skáldsögu eftir Allan Sillitoe og vakti óhemju athygli á sínum tíma, þar sem hún þótti sýna Iíf láglaunafólks á óvenju hreinskil- inn hátt. Reisz tókst ekki eins vel upp með næsta verkefni, Morgan, A Suitable Case for Treatment, (‘66). Myndin kom samt David Warner á kortið í frábærri túlkun á titilpersónunni og vakti athygli á ungri og efnilegri leikkonu - sem átti eftir að pluma sig vel; Vanessu Redgrave. Resisz var einnig maðurinn á bak við Isa- doru, (‘68), fyrsta stórvirki Va- nessu á kvikmyndasviðinu. Mynd- in markaði einnig tímamót á ferli leiksljórans sem í fyrsta sinn fékk nægt fé til kvikmyndagerðarinn- Albert Finney og Rachel Ro- berts í Saturday Night and Sunday Morn- ing, myndinni sem ýtti við stéttaþjóðfélag- inu við upphaf hins byltingar- kennda, sjötta áratugar. ar, lit, og alþjóðlegar stjörnur (James Fox, Jason Robards). Ágæt mynd um athyglisverða konu sem bauð heimin- um byrginn á meðan karlar rembdust enn við að halda konum bundn- um við barneignir og húsverk. Því miður rú- staði dreifingaraðilinn (Universal), myndinni með eigin hugmyndum um endanlegt útlit. Sex ár liðu uns Reisz komst aft- ur í gang. Fyrir valinu varð The Gambler, (‘74), um háskólapró- fessor sem einnig er forfallinn, vonlaus íjárhættuspilafíkill. James Caan ber myndina uppi í traustri túlkun á örvingluðum manni sem fórnar öllu fyrir fíkn- ina. Næst varð Who’ll Stop the Rain, (‘78), báðar gerðar í Banda- ríkjunum, einsog sú næsta, The French Lieutenant’s Woman, (‘81). Sweet Dreams, (‘85), var allt annars eðlis, og sýndi vel fjöl- hæfni leikstjórans. Fjallaði um stutta og stormasama ævi kántrí- söngkonunnar Patsy Kline, sem Jessica Lange lék eftirminnilega vel í vel lukkaðri mynd. Fimm ár- um síðar kom svo síðasta mynd leikstjórans (til þessa, allavega), hin gjörsamlega mislukkaða SIGILD MYNDBOND SATURDAY NIGHT AND SUNDAY MORNING (‘60) Glæsilegt byrjendaverk sem kom heldur betur við kaunin á ráðamönn- um og almenningi á sínum tíma í óvæginni, ofurraunsærri lýsingu á lífi og störfum verkamanna, sem var nánast óþekkt kvikmyndaefni um miðja öldina. Ekkert var verið að fín- pússa hlutina, enda skóp myndin nýja stefnu og varð fyrirmynd margra, ungra kvikmyndargerðar- manna á þessum tíma. Álbert Finney leikur ógleymanlega verkamann sem heldur við konu (Rachel Roberts) vinnufélaga síns (Bryan Pringle). Hún verður ólétt, allt kemst upp og Finney kynnist annarri. Dregin er upp Ijóslifandi mynd af takmörkum og innibyrgðri reiði verkamannasam- félagsins og olli myndin straumhvörf- um og upphlaupi hjá láglaunastéttun- um. Róttæk þjóðfélagsgagnrýni einsog hún gerist best. Vel skrifiið, leikin og hugsuð. Aivarleg en engu að síður úrvalsskemmtun. WHO’LL STOP THE RAIN (‘78) ★★★% Víetnamsríðsfélagarnir Nick Nol- te og Michael Moriarty eru á heim- leið, sá síðarnefndi ætlar sér nokkurn bónus fyrir þjónustu við föðurlandið. Tvö kíló af heróíni, sem Nolte tekst að smygla með sér. Brátt kemur í ljós að það er meira en þeir ráða við. Forvitnileg, stíldjörf mynd um einstaklinga sem eru utanveltu í þjóðfélaginu. Allir á eftir ameríska draumnum, allir von- lausir sigurvegarar; draumórafólk, afglapar, erkibófar. Heldur góðum dampi framan af en lokauppgjörið hefur elst til óþæginda. Drifin áfram af hörkuleik Noltes, aðrir, ekki síst Tuesday Weld, standa fyrir sínu. Moriarty er Moriarty sem endranær. Afþreying gerð af meiri hugsun og meiningu en flestar aðr- ar. (Sumir fræðingar vilja meina að myndin hefði hlotið metaðsókn ef hún hefði ekki heitið þessu álappa- lega, fráhrindandi nafni, fengnu frá rokklagi CCR). THE FRENCH LIEUTEN- ANT’S WOMAN, (‘81) iHrkV.2 Vel heppnuð kvikmyndagerð á ill- myndanlegri sögu Johns Fowles, gerist á tveimur ólíkum tímaskeiðum og heppnast ágætlega þrátt fyrir að það taki nokkurn tíma að venjast því. Segir frá ástum átjándu aldar aðals- manns og konu með slæmt orðspor en í annan stað frá sambandi leikar- anna sem leika þau í bíómynti sem verið er að kvikmynda. Þjóðfélags- rýni og rómantík falla vel saman og Meryl Streep og Jeremu Irons sýna stórgóðan leik með handrit Harolds Pinters að vopni. Fantagóð kvik- myndataka í kaupbæti. Sæbjörn Valdimarsson Nick Nolte sem ráðvilltur, fyrr- verandi Víetnamstríðsmaður í vondum málum eftir heimkom- una í Who’ll Stop the Rain. Everybody Wins. Hún hafði þó margt með sér: Gæðaleiksljóra, toppleikara (Nick Nolte, Debru Winger, Will Patton, Jack War- den), og fyrsta handrit stór- skáldsins Arthurs Millers, síðan hann lauk við The Misfíts, ‘60. Allt kom fyrir ekki, þau töpuðu öll. Hluti erfiðleika myndarinnar var tvímælalaust vandræðaleg meðhöndlun dreifiaðilans, Orion, sem þá var kominn að fótum fram. Þaraa lauk því að öllum lík- indum glæstum ferli sem maður hefur á tilfinningunni að hafi aldrei komist á það flug sem Reisz hefði náð með betri umönn- un, efnisvali og hagstæðari að- stæðum. Einn sá stærsti FRANSKA leikkonan Sopie Marceau sést á myndinni halda á einum stærsta dem- anti veraldar en hann er 203 karöt og upprunninn í Kongó. Hann verður til sýn- is í ÁrþúsundsliöIIinni í London 1. janúar árið 2000 ásamt ellefu öðrum risa- demöntum. En þeir sem meiri áhuga hafa á leikkon- unni en demantinum geta séð hana í næstu James Bond mynd, The World is Not Enough. Eiim hinna vondu Blue Meanies bauð farþega Bítlalestarinnar vel- komna um borð. Bítlalestin farin af stað LESTARFYRIRTÆKIÐ Eurostar setti á teinana síðastliðinn miðviku- dag Bítla-hraðlest í tilefni endurút- gáfu myndarinnai- The Yellow Sub- marine á myndbandi og tónlistar- innar úr myndinni á geisladisk. Lestin lagði af stað í jómfrúarferð sína frá Waterloo lestarstöðinni í London áleiðis tO Parísar. Allir átján lestarvagnarnir eru skreyttir myndum úr kvikmyndinni vinsælu en í henni ferðuðust Bítlarnir I töfrakafbát til Piparlands og frelsuðu landið undan tónlistarand- stæðingunum Blue Meanies. „Mér finnst hún alveg stórkost- leg,“ sagði rúmlega fimmtug móðir sem steig um borð í lestina ásamt dóttur sinni. „Við bókuðum ferð til Parísar í fyrradag en við höfðum ekki hugmynd um að við færum með Bítlalestinni.“ Bítillinn Paul McCartney sagði farþega lestarinnar vel geta átt von á að sjá hann þar einn daginn. „Ég verð ekki viðstaddur vígsluna," sagði hann. „Ég mun bara birtast þar einn góðan veðurdag." Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 ® KARATC 2) KARATeoellD rVtKIS Þjálfari Halldór Svavarsson 3. dan íslandsmeistari í kumite Byrjendanámskeið eru að hefjast Uppl. í síma 896 3010 eða 567 6467 V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4300-0022-4237 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest V/SA VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.