Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nútíma i nn hei mtuaöferðir VIDSKIPTI Samningur Flugleiða og UPS um hraðsendingar intrum \ li justitia I N K A S S O V__________________________ Ljósakrónur Borðstofuhúsgögn Borðstofuhúsgögn Ljósakrónur Nýkomnar vörur frá Danmörku Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 20. til 25. september nk. 10 vikna námskeið. LU Skákskóli í S L A N D S Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 virka daga og frá kl. 11.00-12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kL 10.00-13.00 ísíma 568 9141. Flogið milli Reykja- víkur og Englands FLUGLEIÐIR hf. og United Parcel Service-hraðsendingafyrir- tækið (UPS) hafa gert með sér samning um flug með hraðsend- ingar milli Reykjavíkurflugvallar og East Midlands flugvallar í Mið- löndum Englands. Flogið verður á virkum dögum frá Reykjavík klukkan 17, en komutími til Reykjavíkur verður klukkan 7:45 að morgni, og er íyrsta flug hinn 13. september næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Flugfrakt Flugleiða. Amgeir Lúðvíksson, forstöðu- maður Flugfraktar Flugleiða, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að UPS reki flokkunarmiðstöð á East Midlands-flugvelli, sem tengist heims hraðsendingar- og afhend- ingakerfi UPS gegnum tengingu við Evrópumiðstöð UPS í Köln. Flugfrakt Flugleiða flaug áður til Kölnar og voru hraðsendingar UPS fluttar með því flugi. Nú hef- ur fraktflug Flugleiða hf. til Köln- ar verið lagt niður, en í staðinn kemur áætlunarflug með flugfrakt sex daga í viku til Liége í Belgíu. Flugfélag Islands hf. mun ann- ast fraktflug til East Midlands- flugvallar fyrir hönd Flugleiða, og Flugleiðir hf. flytja hraðsendingar UPS til og frá East Midlands flug- velli með Metro 23 flugvél Flugfélags íslands. Frá vinstri eru Ámi Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, Anders Holm, fram- kvæmdastjóri UPS á Norðurlöndum, og Amgeir Lúðvfksson, forstöðu- maður Flugfraktar Flugleiða. verður Metro 23 flugvél félagsins UPS á íslandi er TVG-Zimsen hf., notuð í þeim tilgangi. Umboðsaðili segir í fréttatilkynningunni. VISA Athugið systkinaafiláttinn GÓÐIR í LEIKSKÓLANN T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Mjúkt innlegg Stamor hrágúmmísóli Vérð aðeins kr* 1 *995, áður-3r9957- Franskur rennilás Litir: Rauðir m/gulu og grænu eða gulir m/rauðu og grænu. Stærðir: 23-35 Sjóðfélagafundur Séreignalífeyrissjóðsins Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins boðartil sjóðfélagafundar 21. september 1999 kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í Búnaðarbanka íslands að Hafnarstræti 5, 4. hæð. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Fundarsetning 2. Ávarp formanns 3. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 4. Önnur mál Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins vill hvetja sjóðfélaga til að mæta á fundinn. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF -byggifátrausti Sífellt meira reiðufé í umferð þó æ fleiri noti greiðslukort Reiðufé vísbending um svört viðskipti ÞÓ æ fleiri noti greiðslukort í stað reiðufjár er sífellt meira reiðufé í umferð, til dæmis í Danmörku og Svíþjóð. A þessu er engin einhlít skýring en Friedrich Schneider prófessor í hagfræði við Johannes Kepler-háskólann í Linz ályktar sem svo að það gefi vísbendingu um umfang svartra viðskipta, það er viðskipta, sem fara fram utan sjónmáls skattkerfisins. Aðferðin er vel þekkt og með henni kemst Schneider að þeirri niðurstöðu að umfang skattstolinna viðskipta í 17 OECD-löndum sé um fimmtán prósent, sem er mun hærra en almennt er talið. Niður- stöður Schneiders hafa vakið mikla athygli, meðal annars í Svíþjóð og Danmörku, þó menn séu ekki á einu máli um hvort þeim sé að treysta. Rýnt í hagtölur með augum leynilögreglu Það liggur í hlutarins eðli að þar sem svarta hagkerfið liggur utan eftirlits eru engar áreiðanlegar töl- ur um veltuna þar. Bæði í Dan- mörku og í Svíþjóð hefur einkum verið byggt á viðtalsupplýsingum, þar sem fólk er með aðferðum skoðanakannana spurt út í við- skipti utan skattkerfisins. í þess- um tveimur löndum hefur verið giskað á að umfang svarta hagkerf- isins sé 3-6 prósent. Schneider fer allt öðru vísi að, þó hann beiti reyndar einnig viðtölum. Hans skilgreining er að um svarta hagkerfið fari öll virðisskapandi vinna, sem opinberar hagtölur nái ekki til, hvort sem um er að ræða iðnaðarmanninn, sem ekki gefur vinnuna upp eða glæpsamlegt at- hæfi. Heimilisstörf unnin af heimil- isfólki og sjálfboðavinna telst ekki til svarta hagkerfisins. í svarta hagkerfinu gerir Schneider ráð fyrir að fyrst og Ný en umdeild rann- sókn á umfangi skatt- stolinnar vinnu sýnir að í háskattalöndum er miklu stolið undan, seg- ir Sigrún Davíðsdóttir. Niðurstöðurnar benda til að umfang slíks sé um 15% í 17 OECD-löndum. fremst sé greitt í reiðufé, svo hann kannar reiðufé í umferð, dregur frá þekktar stærðir úr hagtölum og það sem þá er umfram af reiðufé ályktar hann að tilheyri svarta hagkerfinu. í hagkerfum þróunar- landa gilda aðrar aðstæður og þar beitir hann öðrum aðferðum. Umdeildar niðurstöður - vax- andi vilji til að vinna svart í hópi 17 OECD-landa, þar sem ísland er því miður ekki á blaði, kemur í ljós að löndin, sem Schneider álítur hafa stærstu svörtu hagkerfin, eru Grikkland með tæp 30 prósent og Ítalía, Spánn og Belgía á bilinu 22-27 pró- sent. í 5., 6. og 7. sæti koma Sví- þjóð, Noregur og Danmörk, þar sem umfangið í Svíþjóð er metið 20 prósent af þjóðarframleiðslu og 18 prósent í Danmörku. Þessar tölur eru miklu hærri en danskar og sænskar rannsóknir hafa sýnt. Sumir hagfræðingar segja muninn meiri en svo að nið- urstöður Schneiders séu trúverð- ugar, en aðrir að aðferð hans sé í raun góð og gild. Það hefur líka komið í ljós í þessum löndum að viljinn til að vinna svart eykst, yngra fólk er viijugra til að vinna svart og fólk er óragara en áður við að viðurkenna að það noti svarta vinnu eða vinni sjálft svart. Þegjandi samþykki stjórnmálamanna I samtali við Svenska Dagbladet segir Schneider að svört vinna sé orðin nokkurs konar þjóðaríþrótt. Það séu ekki bara nokkrir atvinnu- leysingjar, stöku óheiðarleg íyrir- tæki og ólöglegir innflytjendur, heldur líka venjulegt fólk, sem nýti svarta möguleika til að vinna sér inn fyrir sumarfríi, nýjum bíl eða öðrum gæðum. Einmitt sökum þess hve margir nýta sér svarta vinnu segir Schneider að stjórnmálamenn hiki við að taka á málinu, en líka vegna þess að um 2/3 hlutar svarta ágóðans skili sér inn í opin- bera hagkerfið og haldi uppi eftir- spurn þar. Svört vinna sé þegj- andi andóf almennings sem geti ekki nýtt sér löglegar undan- komuleiðir skattkerfísins eins og þeir vel stæðu. Um leið verði svört vinna nokkurs konar óopin- ber skattaafsláttur. í huga Schneiders eru það grundvallarmistök að skattleggja vinnu jafn hátt og raun ber vitni í háskattalöndum. Þó ekki sé hægt að hugsa sé að leysa mætti vanda 20 milljóna atvinnulausra í Evrópu með því að svört vinna yrði hvít sé það freistandi að álykta að breytt skattastefna gæti dregið úr at- vinnuleysi og svartri vinnu. En hvað með Schneider sjálfan, vinnur hann svart? Hann segir svo ekki vera, enda væri það bíræfið að vinna svart og stunda rann- sóknir á svarta hagkerfínu. Hins vegar segist hann ekki heilagri en aðrir landar hans og hefur því hús- hjálp, sem hann greiðir óopinber- lega fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.