Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ótraustar fréttir Sunday Times. _ Ólafur Ragnar Grímsson sagður fyrrum bóndi ,,1111 Fjöiskylda hennar sé miklu ríkari en Island og þú myndir aldrei sjá hana á bak viö plóg! 'f| Nei my dear, ég verð hérna megin við plóginn góði. Mikið úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum: Appelsínur, epli, bananar, kiwi, sítrónur, kartöflur, gulrætur, tómatar, paprika, rófur, rauðkál hvítkál o.fl. ofl. Lífrænt ræktuð vínber kv» 499/kg bllémcMd Starf Halldóru Bjarnadóttur kynnt Frásagiiir og myndasýning Ablonduosi hefur um árabil verið starfrækt Heimilisiðnaðarsafn þar sem m.a. er geymt innbú og munir Halldóru Bjamadóttur ráðunauts, kennara og skólastjóra, sem landsþekkt var t.d. fyrir ritstörf, gaf út blað- ið Hlín, og stai'frækslu Tóvinnuskólans. Elísabet Sigurgeirsdóttir, sem lengi annaðist Heimilis- iðnaðarsafnið, hefur tekið saman mikið efni um störf Halldóru og í tilefni af ári aldraðra hefur hún ásamt fleirum kynnt efni Halldóru, sem varð elst allra íslendinga sem vit- að er um - eða 108 ára gömul. Nú eru einmitt nýlega rétt hundrað ár Halldóra útskrifaðist úr araskóla Islands. Elísabet Sigurgeirsdóttir síðan Kenn- Elísabet var spurð hvort safn hennar um störf Halldóru tæki til allra hinna fjöl- mörgu þátta sem Halldóra kom að á sinni löngu starfsæfi? „Ég er með geysilega mikið af úrklippum úr blöðum allt frá því er hún var orðin 85 ára, auk þess á ég þó nokkuð af bréfum frá henni, eins og raunar fjöl- margir aðrir. Hún skrifaðist á við um 400 manns að jafnaði í áratugi. Ég styðst einnig við ævisögu hennar, sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði. Þá hef ég undir höndum Vefnaðarbók- ina sem hún ritaði þegar hún starfaði hjá Búnaðarfélagi Is- lands, en þá safnaði hún um allt land vefnaðarprufum og öðrum sýnishornum af heimilisiðnaði en öll vefnaðarsýnishornin eru geymd á Heimilisiðnaðarsafn- inu. Við erum jafnframt með lít- ið kver, sem heitir Kvæði og leikir handa börnum, sem Hall- dóra safnaði. Þetta gerði hún þegar hún var kennari við skól- ann á Akureyri til þess að hafa við kennslu sína. I kverinu eru líka nótur. Ég átti sjálf svona kver sem lítil stúlka á Isafirði, en það var geflð út og notað við kennslu lengi. Kverið sem ég á núna var gefið út 1919.“ -Hvað ræðið þið um í kynn- ingu ykkar sem þið hafið þegar farið með á milli staða víða á höf- uðborgarsvæðin u ? „Við erum með kynningu á lífi og starfi Halldóru, sem var ein- stök kona. Ég þekkti Halldóru á efri árum. Hún settist að á Blönduósi um 1956 og þá kynnt- ist ég henni. Fyrir mér var hún afskapiega skemmtileg og hún leiðbeindi okkur hinum yngri í ýmsu bæði í félags- málum og störfum sem laut að kvenfé- laginu. Halldóra stofnaði fjölmörg kvenfélög og kvenfé- lagasambönd um allt —...... land og vissi því allt um slík mál. Hún stofnaði Sam- band norðlenskra kvenna, sem er enn starfandi." - Hvernig var Halldóra í hátt? „Hún var stórglæsileg kona sem sópaði að hvar sem hún kom. Hún var einnig snjall ræðu- maður og talaði mjög fallegt mál. Hún hafði mikinn áhuga á þvi sem við konur vorum að gera í kvenfélaginu, á þessum árum var vettvangur kvenna heimilið og þær fóru ekki mikið út frá því nema til starfa hjá kvenfélaginu. Þessi félagsskapur var því mikill menningarauki og stuðlaði að kynnum kvenna með ýmsar stjómmálaskoðanir og var þýð- ►Elísabet Sigurgeirsdóttir fæddist 23.9. 1926 á ísafirði. Hún Iauk almennum skóla, hefur tekið ýmis námskeið og Iagt stund á teikninám. Hún flutti til Blönduóss 1944 og giftist þar Sverri Kristófers- syni hreppstjóra og umsjónar- manni flugvallarins. Elísabet var tíu ár formaður Kvenfé- lagsins Vöku og sautján ár formaður Sambands austur- húnvetnskra kvenna. Hún starfaði um árabil á héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi en tók við forstöðu félagsstarfs aldraða á vegum Blönduósbæj- ar, sem hún sinnti í tíu ár. Hún hafði einnig umsjón með Heimilisiðnaðarsafninu (Hall- dórustofu) í mörg ár. Elísabet og Sverrir eignuðust fimm börn. Halldóra Bjarnadóttir var einstök kona ingarmikill í eílingu menntunar og nýrra viðhorfa. Kvenfélögin hafa unnið mikið starf að velferð- armálum í þjóðfélaginu." - Var Halldóra afkastamikill rithöfundur? „Já hún var það. Hún skrifaði stórkostlegar greinar í blað sitt Hlín sem hún gaf út í yfir 40 ár. Einnig skrifaði hún greinar í önnur blöð og þegar hún var orð- in níræð fór hún að vinna að Vefnaðarbókinni og fór í því sambandi í ferð til Englands til þess að fá m.a. gerðar ljósmyndir í bókina. íslenska ullin var Hall- dóru mjög hugleikin enda sýna það margir munir í Heimilisiðn- aðarsafninu og svo hefur verið. Hún var reyndar fyrst og fremst kennari en nokkrir munir sem hún vann eru þó varðveittir í safninu.“ - Er þetta safn fjölsótt? „Nei, ekki er hægt að segja það, en það eru þó alltaf nokkur hundruð manns sem koma á hverju ári. Safnið vantar stærra húsnæði ef vel ætti að vera. - Eruð þið margar sem sinnið kynningum á starfí Halldóru Bjarnadóttur? „Auk mín eru tvær konur við þetta. Dómhildur Jónsdóttur, sem lengi var formaður Sam- bands a-húnvetnskra kvenna og Sambands norðlenskra kvenna og góð vinkona Halldóru. Sú þriðja er Björg Þórisdóttir, hún les Ijóð eftir Matthías Jochums- son skáld, sem var í miklu uppá- haldi hjá Halldóru. Þetta starf okkar hefur mælst vel fyrir með- al aldraðra þar sem við höfum komið og við værum til með að gera meira af þessu og jafnvel fá fleiri í lið með okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.