Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 57 KATTASÝNING Afródíta of Viking Cats var valin kynjaköttur í fjórða sinn. Bengal-köttur til hægri og síamsköttur til vinstri bíða þess að dómarar skoði þá. Ræktun Bengal-katta er nýhafín hér á landi. Þessi persneski kettlingur bræddi margt hjartað. eins og hverjir aðrir fjósakettir, af því ekki hefur verið vandað til ræktunarinnar.“ Ólafur segir að villt asísk leop- ard-læða úti í náttúrunni myndi aldrei hleypa manni að kettlingi sínum. „Þess vegna eru kettlingar, sem nota á í ræktun, teknir af læð- um í dýragörðum, strax við fæð- ingu, og þeim gefin mjólk úr pela frá íyrsta degi. Þeir kynnast því aldrei villtri móður sinni og töktum hennar. Hin ljúfa skapgerð heimil- iskatta erfist mjög auðveldlega." Leslie Van Grebst handleikur oriental-kött og ber hann saman við ræktunarstaðal. Eva Wieland Schilla skoðar oriental-kött vel og vandlega. Vetrarheims Vorboði, sem er snjó- hvítur, öðlaðist alþjóðlegan meist- aratitil á seinni sýningu Kynja- katta og var í öðru sæti. Alsystkini hans úr öðru goti voru besti kett- lingahópur beggja sýninganna. Vilma Kristín Guðjónsdóttir og Kristleifur Leósson rækta norska skógarketti og eiga bæði Vorboða og kettlingana sem þóttu bera af. Köttur skrúfar frá vatnskrana „Þessi árangur er sérstaklega ánægjulegur vegna þess að þetta er íslensk ræktun,“ segja þau ánægð í bragði. Þau segja norska skógarketti hafa sterkan persónu- leika, vera fjöruga, líflega, stolta, sjálfsörugga og jafnframt blíða. „Einn kötturinn okkar neitar til dæmis að drekka úr vatnsskál. Hann skrúfar bara sjálfur frá kalda vatninu og fær sér að drekka." Þetta finnst þeim sniðugt dæmi um sjálfstæði norskra skóg- arkatta og bæta glettnislega við að eina vandamálið sé að kötturinn nenni aldrei að skrúfa aftur fyrir vatnið. Spengileg oriental-læða, að nafni Aðaldals-Gríma, var valinn þriðji besti köttur sýningarinnar á sunnu- dag. .Eigandi hennar er Rannveig Guðbrandsdóttir, sem jafnframt á persneska læðu. Hún segir kettina sína afar ólíka. „Persinn er hlé- drægur og sannkallaður hefðar- köttur, sem vill helst liggja á púða uppi í sófa. Gríma er aftur á móti mjög fjörug með mikla athyglis- j þörf. Hún er jafnframt mjög vin- gjarnleg og sefur alltaf undir sæng hjá mér.“ Rannveig segist ekki geta gert upp á milli kattanna, þeir séu einfaldlega gjörólíkir, en báðir mjög skemmtilegir. Hún hefur I áhuga á að rækta ketti og hyggst gera það er fram líða stundir. Bengal-kettir eru náskyldir villiköttum Afar sérstæður köttur var í fjórða sæti á sýningu Kynjakatta. Hann er í eigu Ólafs Njálssonar, formanns félagsins, sem líklega hefur flutt inn flest gæludýi’ allra íslendinga. Ólafur á einnig unga Bengal-læðu, Nátthaga Ben Amneris, sem var valin besta ung- dýrið báða sýningardagana. „Innan tíðar fæ ég aðra Bengal-læðu. Hún er 17. kötturinn sem ég flyt inn,“ segir Ólafur. Við fyrstu sýn virðast Bengal-kettir ekki ólíkir húskött- um, en fas þeirra og mynstur í feld- inum gefa þó vísbendingu um að tilviljun ein hafi ekki ráðið úrslitum um útlit þeirra. „Þetta er afar sér- stakt kyn, þar sem útlitið kemur frá villtum asískum leopard-ketti, en skapgerðin frá húsketti. Rækt- un þeirra er afar vandasöm og ekki á færi nema þeirra sem hafa tals- verða reynslu í kattarækt." - Er ekki hætta á að þeir séu grimmir, fyrst villtir kettir koma við sögu í ræktun þeirra? „Það er verkefni ræktenda að láta grimm dýr aldrei frá sér og rækta þannig að útkoman sé blíður og rólegur heimilisköttur með kröftugt útlit villikattar." Ólafur segir að læðan sem hann fái til landsins innan tíðar sé af svokall- aðri Fl-kynslóð. „Það þýðir að annað foreldri hennar er Bengal; köttur og hitt er villtur köttur. I ræktun þarf öðru hvoru að para hreinræktaðan kött og villtan, til að skerpa hið villta útlit. Margir vilja koma sér hjá því og þess vegna eru til margir kettir, sem kallaðir eru Bengal-kettir, en eru Verður ekki ríkur af kattarækt Á sýningunni var spurt um verð á nokkrum fallegum hreinræktuð- um köttum og í ljós kom að algengt er að þeir kosti 40-70 þúsund krón- ur. Ólafur segir að Bengal-kettir séu mjög dýrir, en neitar að segja hversu dýrir. „Það er misskilning- ur að menn verði ríkir af katta- rækt. Ég verð í það minnsta stöðugt fátækari og hef ég þó verið ötull ræktandi." Hann segir katta- verð almennt of lágt hér á landi og skattayfirvöld hafi að undanfömu krafist þess að ræktendur skili virðisaukaskatti af kettlingum sem þeir selja. „Það sem skattayfirvöld skilja ekki er að kattarækt er alltaf rekin með tapi, því kostnaður við ræktun er miklu hærri en verð sem fæst fyrir kettlingana. Verði virðis- aukaskattur lagður á kattarækt er ljóst að ríkið mun þurfa að greiða verulegar upphæðir í innskatt á hverju ári og það þætti líklega sniðug frétt í útlöndum að íslenska ríkið greiddi niður kattarækt með þeim hætti.“ Úrslit Sömu kettir voru í fyrsta sæti á báðum sýning- unum: Besti kettlingur: Norskur skógarköttur, Vetr- arheims Java. Besta ungdýr: Bengal-köttur, Nátthaga Ben Amneris. Besti geldingur: Persneskur köttur, PR Af ísafold Ófeigur. Besta got: Norskir skógarkettiingar, Vetrar- heims-ræktun. Best snyrti köttur: Persneskur köttur, PR Af ísafold Ófeigur. Besti köttur sýningar: Persneskur exótískur köttur, Afródíta of Viking Cats. Besti húsköttur á laugardag: Litla Míska. Besti húsköttur á sunnudag: Perla. BREIÐVARPIÐ SJÓNVARPSMÓNUSTA SÍMANS Hrxngdu strax og Knnrru þér máusi LiiJ 7474 Opið allan sólarhringinn Nú býðstþérfrítt kostnaðarmat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.