Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 69
..m ^L.
FOLKI FRETTUM
KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó, Keflavík, frumsýna bandarísku
teiknimyndina „South Park“, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum.
Stærri, lengri, óklippt
Stan, Kyle og Cartman, aðal-
hetjurnar í teiknimyndinni
„South Park“, laumast inn á
bannaða mynd og bekkjarfélagarn-
ir eru fljótir að apa eftir þeim upp-
átækið. Foreldrar barnanna ærast
vegna áhrifanna sem myndin hefur
á saklausar sálir bamanna þeirra
og leiðir reiðin til ritskoðunar, rit-
skoðunin til stríðs og áður en strák-
arnir vita af leggja þeir lífið að veði
til verndar frelsinu.
Bandarísku sjónvarpsþættirnir
„South Park“ hafa notið talsverðra
vinsælda um heiminn en þeir hafa
m.a. verið sýndir hér á landi. Höf-
undar þeirra eru Matt Stone og
Trey Parker og þeir hafa nú sent
frá sér bíómyndarlanga teikni-
mynd byggða á sjónvarpsþáttun-
um, sem frumsýnd er um helgina,
en hún heitir fullu nafni, „South
Park: Stærri, lengri, óklippt“.
Þeir Stone og Parker kynntust í
háskóla í Colorado og varð vel til
vina. Á meðan skólafélagar þeirra í
kvikmyndanámi lögðu sig alla fram
við gerð listrænna mynda dunduðu
þeir sér við að gera grófar grínst-
uttmyndir.
Árið 1994 skrifaði Parker hand-
ritið að og leikstýrði sinni fyrstu
kvikmynd í fullri lengd, „Cannibal
the Musical", sem hann gerði í
anda söngleiksins Oklahoma en
fjallaði um ævi hinnar alræmdu
Aðalpersónurnar í teikni-
myndinni South Park“ eftir þá
Matt Stone og Trey Parker.
mannætu frá Colorado, Alfred
Packers.
Myndin vakti athygli framleiða-
ndans Brian Gradens, yfirmanns
hjá Foxlab, og fékk hann þá félaga
til þess að búa til fyrir sig jólakort.
Úr varð stuttmyndin „The Spirit of
Christmas“, sem sýnir hvernig Jes-
ús og Satan kljást um hvor eigi jól-
in á meðan strákarnir frá South
Park horfa á. Upp úr því urðu til
sjónvarpsþættirnir „South Park“.
Önnur kvikmynd Parkers hét
Herinn á sitthvað
vantalað við krakk-
ana, sem hleypt hafa
öllu í bál og brand.
Sannkallað styrja-
ldarástand ríkir í
South Park“.
„Orgazmo“ en hún fjallar um mor-
móna sem verður stjarna í klám-
myndaheimi Los Angeles-borgar.
Hann lék einnig aðalhlutverkið á
móti vini sínum, Matt Stone, í gam-
anmyndinni „BASEketball", sem
David Zuker leikstýrði.
„Það má segja að „South Park:
Stærri, lengri, óklippt" sé um bar-
áttuna endalausu fyrir frelsi, en þú
mundir vissulega hljóma eins og fífl
ef þú segðir það,“ er haft eftir Matt
Stone aðspurðum um efni myndar-
innar. „Ef þig langar til þess að vita
um hvað myndin snýst lestu þá
„Moby Dick“ og í hvert skipti sem
orðið hvalur kemur fyrir, skiptu því
út og settu orðið kanadískur í stað-^
inn,“ segir Trey Parker.
Og áfram halda þeir: „Imyndaðu
þér félagamynd með John Forsyt-
he og Jaquelyn Smith. Nú ertu orð-
inn heitur,“ segir Parker. „Hún er
öll á þýsku“, bætir Stone við.
„Þetta er fyrsta teiknimyndin í
fullri lengd sem gerist að öllu leyti
á nítjándu öldinni í Nova Scotia,“
segir Parker. Stone bætir við: „Og
hún er byggð á sannri sögu.“
Frumsýning
F orskot
tekið á
sæluna
kvikmyndin
„Runaway Bride“
eða Brúður á flótta
var forsýnd á
fimmtudagskvöld og fengu
þeir sem mættu í brúðarkjól
10 þúsund króna gjafabréf í
Sambíóin, málsverð fyrir tvo á
Hard Rock, geisladisk með
tónlist myndarinnar frá Skíf-
unni og ársbirgðir af Labello-
varasalva.
Skemmst er frá því að segja
að 60 bíógestir skörtuðu hvítu,
margir með brúðarslöri og
öllu tilheyrandi, og var einn
karlmaður þar á meðal. Ekki
fylgir sögunni hvort brúðirnar
voru að flýja úr brúðkaupi eða
bara taka forskot á sæluna.
Brúður á flótta er með
Richard Gere og Juliu Roberts
í aðalhlutverkum og verður
frumsýnd um næstu helgi.
KLAUSTRIÐ
Veitinga- og skemmtistaðurinn Klaustrið
Kutpparstig 26 • Simi 552 6022
JUUAROBERIS RICHARDGERE
RUNAWAYBRIDE
IForsýning í kvöld I
kl. 23.00 Bíóborginni 3
Ww
Labello
fylgir
hverjum
miöa
A NVrUJÍÓ KRINGLUBÍÉ
Hutumh/ KBFLAVÍK • SÍM 4>1 1170 iimiiiiiimiiuuiummuuuiiiuiiD&la
JAPISS *§!*
BÍðHftUli