Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 43 MARGMIÐLUN Siní teiknimynd SKOTLEIKURINN magnaði Sin er á leið á hvíta tjaldið. Ekki verður þó gerð leikin kvikmynd eftir leikn- um, heldur anime-teiknimynd upp á japanska vísu. Sin vakti á sínum tíma talsverða athygli, en leikurinn er skotleikur í ætt við Quake og nýtir Quake II- þrívíddarvélina. Hann þótti veru- lega blóðugur og var nokkuð um- deildur íyrir ofbeldi á sínum tíma. Ekki verður dregið úr ofbeldinu í kvikmynd sem byggð verður á Sin, en í stað þess að gera leikna mynd, sem kostað hefði hundruð milljóna króna, hafa menn gripið til þess að setja saman teiknimynd upp á jap- anska vísu, eins konar manga- mynd. Aðstandendur verkefnisins segja að sú ákvörðun að gera teiknimynd ráðist vissulega nokkuð af því hversu dýrt væri að gera leikna mynd eftir Sin, en einnig að með því að hafa myndina teiknimynd sé hægt að hafa hana mun ofbeldis- fyllri. Þeir segjast og hafa valið Sin sem fyrirmynd að kvikmynd, því í honum sé að finna persónusköpun og söguþráð. Söguhetja Sin-leiksins er liðsfor- inginn John Blade, sem stýrir einkareknu lögregluliði og fæst við ófreskjur og stökkbreytta menn sem birtast óforvarandis. Ekki þarf hann Iengi að leita uppruna ófreskjanna að hann rekst á líffræð- inginn Elexis Sinelaire, en leikurinn gengur meira og minna út á það að skjóta það sem hreyfist, þar á meðal Sinclaire. Sin-myndin verður gefin út á VHS og DVD-diskum, en DVD-út- gáfunni fylgir sérstakt eintak af leiknum. Vefur víkunar Dream- cast-vefur VEFUR vikunar í Vefskinnu mbl.is er vefur helgaður Dr- eamcast-tölvu Sega, www.dream- cast.is, en tölvan kom á markað í síðustu viku. Dreamcast-vefurinn var settur upp tals- verðu áð- ur en tölv- an kom á markað og átti BT frum- kvæði að því. Síðar kom Japís að vefnum, en Japis er umboðsað- ili Sega á íslandi og flytur inn og selur tölvurnar. Umsjónarmaður vefjarins er Kristín Eva Ólafsdóttir sem starfar hjá BT sem vefstjóri. Hún segir að vefurinn sé upp settur að frumkvæði BT og uppfærslur séu allr á vegum BT. „Við hjá BT fylgjumst vel með þróun mála í leikjabransanum og þegar fréttir bárust af þessari nýju vél frá Sega fyrir hálfu ári settum við upp lénið dreamcast.is til að ýta undir áhuga og umræðu um tölv- una. Þar sem þetta er samstarf er dreamcast.is ekki verslunarvefur. Aftur á móti er hægt að kaupa tölvuna, leiki fyrir hana og alla íhluti í netverslun BT, www.bt.is.“ Útliti vefjarins var breytt í grunvallaratriðum áður en tölvan kom á markað og Kristín Eva segist bera ábyrgð á því starfi, en getur þess sérstaklega að Samúel Hörðdal Jónasson hafi lagt henni lið við hönnunina. Verkfærin sem hún notaði voru Dreamweaver við vefnað um umsjón vefjarins og Photoshop 5.5 við myndvinnslu og grafík. Heimsóknir á vefinn segir Kristín að hafi aukist jafnt og þétt, en sem stendur séu gestir í kringum 1.500 til 2.000 á degi hverjum. „Heimsóknir taka kipp þegar við kynnum vefinn og eiga eflaust eftir að verða talsvert margar þegar tölvan er orðin út- breiddari." Mótald fylgir hverri Dr- eamcast-tölvu og stendur til að búa svo um hnútana að eigendur fái ókeypis netaðgang í gegnum tölvuna. Kristín Eva að segist telja að það eigi eftir að fjölga til muna heimsóknum inn á vefinn, ekki síst ef sú leið verður farin að gera dreamcast.is að sérstakri miðstöð Dreamcast-eigenda með síðum sem einungis þeir hafa að- gang að. „Mér finnst líklegt að við munum hafa þann hátt á, en það er þó full snemmt að segja til um það, því enn á eftir að ganga frá málum varðandi Netaðgang- • « (( mn. BRIDS Umsjún Arnór G. It apiia rsso n Undankeppni fslandsmóts í tvímenningi UNDANKEPPNI íslandsmóts í tvímenningi verður spiluð helgina 30.-31. okt. Laugardag verða tvær 27 spila lotur og ein lota á sunnu- dag. Spilamennska byrjar kl. 11.00 báða dagana. 31 par vinnur sér rétt til að spila í úrslitunum ásamt 8 svæðameisturum og Islandsmeist- urum síðasta árs. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson. Skráning í s. 587 9360 eða isbridge@islandia.is. Spilað á fimmtudögum í Þönglabakkanum I vetur verður spilað á fimmtu- dögum í Bridshöllinni. Spilaður er eins kvölds tvímenningar með glæsilegum verðlaunum frá Þremur frökkum. Verðlaun fyrir besta árangur hvers mánaðar, úttekt að verðmæti 10.000. Hæsta prósentuskor - 5.000 kr. Flest bronsstig skoruð - 5.000 kr. Spilað er í húsnæði Bridssam- bands íslands og byrjar spila- mennska ld. 19.30. Keppnisstjóri er Eiríkur Hjaltason. Bridsfélag Hafnarfjarðar Enn eykst þátttakan hjá félaginu og mættu 14 pör síðastliðið mánu- dagskvöld. Haldi svo fram sem horfir verður því brátt spilað með fullri reisn í Hafnarfirði, súlumeyjar eður ei. En úrslit þetta kvöld urðu þannig: Miðlungur 156. Guðmundur Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss...............194 Jón Páll Sigurjónss. - Erla Sigurjónsd. .186 Dröfn Guðmundsd. - Guðrún Jóhannesd.................176 Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason .173 Og heildarúrslit mótsins urðu því þannig: Jón Páii Sigmjónss. - Trausti FmnbogasTErla ..............528 Siguijón Harðars. - Haukur Amas.....522 Hjálmar - Steinberg/Þórir Sigursteinss. 514 Guðni Ingvarss. - Þorsteinn Kristmundss...............500 Næsta mánudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en eftir það hefst síðan aðalsveitakeppni fé- lagsins og er því fyllilega tímabært að huga að sveitarfelögum fyrir þá keppni. A síðasta spilakvöldi voru greidd atkvæði um spilatíma og reyndist yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi að halda áfram að byrja að spila kl. 19.00 og verður það því gert. Spilastaður er enn sem áður Hraunholt, Dalshrauni 15. Frá Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélagi kvenna Eftir 15 umferðir af haustbaró- meter er staða efstu para eftirfar- andi: Kristinn Kristinss. - Unnar A. Guðmundss..................205 Vilhj. Sigurðss. jr. - Soffia Daníelsd.....................195 Guðbjörn Þórðars. - Valdimar Sveinss....................107 Jón Guðmar Jónss. - Jónas Elíass.........................89 Gróa Guðnad. - Kristjana Steingrímsd...............80 Bestu skor 18. október sl.: Jóhann Stefánss. - Guðmundur Baldurss..................94 Vilhj. Sigurss jr. - Sofiia Daníelsd.....................56 Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd.................38 Kristinn Kristinss. - ^ Unnar A. Guðmundss..................33 Eyþór Haukss. - Helgi Samúelss......................31 Ólafur A. Jónss. - Viðar Guðmundss.....................31 Jón Guðmar Jónss. - Jónas Elíasson......................22 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtudaginn 14. október, 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ari Jónsson - Magnús Thejll ........240 Halla Ólafsd. - Ingveldur Viggósd...230 Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefsson ................. 229 Oliver Kristóferss. - Kristján Ólafsson Árangur A-V Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss..................243 Alda Hansen - Margrét Margeirsdóttir..............239 Sæmundur Björnsson - Jón Stefánsson......................227 Mánudaginn 18. október, 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Kristján Ólafsson - Oliver Kristóferss. .274 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal .................254 Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss..................238 Árangur A-V Eyjólfur Halldórss. - ^ Þórólfur Meyvantss.................261 Guðrún Guðjónsd. - Ólöf Guðbrandsd. . .246 Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson .................244 Tilboðsdagar - 20-50% afsláttur Hornbað m/nuddi kr. 94.429 Hornbað án nudds kr. 54.352 Baðkar 170x70 cm m/nuddi kr. 83.186 Hitastillitæki - studu frá kr. 7.094 - bað og sturtu frá kr. 8.980 Vegghandlaugar frá kr. 3.366 Borðhandlaugar frá kr. 5.688 Handklæðaofnar 76,5x60 cm kr. 9.601 181x60 cmkr. 18.227 V Heill klefi m/blöndunartæki frákr. 31.749 Sturtuhorn -plastfrákr. 15.694 -glerfrákr. 18.585 Sturtuhurðir stærðir 65-140 cm -glerfrákr. 13.951 Baðkarshurðir - plast frá kr. 8.085 -glerfrákr. 12.251 Einnar handar tæki - fyrir eldhús frá kr. 5.630 - fyrir handlaug frá kr. 5.630 'A Ármúla 21 - Sími 533 2020 ^ yA-fj'WVJíMJMJ Bhí Baðkörfrákr. 9.975 Sturtubotnar frá kr. 3.556 WC m/setu frákr. 10.876 Stálvaskar frá kr. 4.343 Skolvaskar plast - frá kr. 3.513 Blöndunartæki frá kr. 1.951 LEIKJADAGUR! IsuaBEaup&GUfev er leikjapagur í VERsmiyumuM BT BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.