Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
FOLK I FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
Það hitnaði undir mörgnm við gerð hinnar sögufrægu Kleópötru. Hér
er Mankiewicz. nakinn að beltisstað, að líkindum vegna hitasvækjunn-
ar í Róm fremur en pressu frá framleiðendunum, sem fengu hann til
að koma skikki á hlutina.
Meistarastykki Joe Mankiewizc er All About Eve; grimm, vitræn,
háðsk, baneitruð stórskemmtun. I þessu atriði segir Margo (Bette Dav-
is), þá sögufrægu setningu við nýstirnið (Marilyn Monroe) og gagnrýn-
andann Addison de Witt (!) (George Sanders); „Festið sætisólarnar,
það mun alllt leika á reiðiskjálfí í kvöld“.
JOSEPH L.
MANKIEWICZ
Letter To Three Wives skipaði Mankiewizc í hóp fremstu kvikmynda-
skálda aldariimar. Hér er ein þeirra (Ann Southem), ásamt Kirk Douglas.
í GÆÐAMYNDINNI, Allt um móð-
ur mína, sem verið er að sýna í
einu kvikmyndahúsanna, sækir
Pedro Almodóvar í eina af bestu
kvikmyndum sögunnar; All About
Eve. Þetta hálfrar aldar gamla
stórvirki hefur orðið mörgum að
yrkisefni og er eitt besta verk höf-
undarins, Josephs L. Mankiewicz,
eins snjallasta kvikmyndaskálds
aldarinnar.. Þá skilgreiningu ein-
. skorða ég við þá hæfileikamenn
sem standa að baki bæði handriti
og leikstjórn. Mankiewizc stendur
á níræðu, og er einn fárra frum-
kvöðla sem enn eru ofar moldu.
Joe Mankiewicz var einn þeirra
(jölmörgu Evrópubúa sem fluttu
vestur um haf á þriðja áratug ald-
arinnar og inörkuðu spor sín í
kvikmyndasöguna. Innan við tví-
tugt ver þessi bráðsnjalli, ungi
maður, orðinn fréttarritari
Chicago Tribune, jafnframt þýddi
hann texta við þýskar myndir á
^þessum árum. Um sama leyti var
Herman, eldri bróðir hans, orðinn
eftirsóttur handritshöfundur í sí-
vaxandi kvikmyndaiðnaðinum á
vetsurströndinni, og gerði honum
boð að koma. Joe fékk vinnu hjá
Paramount við að semja texta við
myndir fyrirtækisins, tími tal-
myndanna rétt órunninn upp.
Vann sig upp í skjóli stóra bróður í
5 ár, og leyndist ekki að þarna var
bráðefnilegur strákur á uppleið.
Sem kunni ekki aðeins að greiða
úr handritsflækjum og halda á
penna, heldur virtist hann einkar
Ijölhæfur, stórsjarmör, orðheppinn
og skemmtilegur og við upphaf
fjórða áratugarins fór orð af hon-
bim sem óstöðvandi kvennamanni.
Lagði lag sitt við helstu stjörnur
og kyntákn þessara skemmtilegu
tíma, einsog Judy Garland, Lindu
Darnell, Frances Dee og Joan
Crawford, svo nokkrar séu nefnd-
ar. Eiginleikar hans, að eiga gott
með að umgangast fólk, gerðu að
verkum er að því kom, að Joe átti
einkar gott með að laða fram það
besta hjá leikurum sínum, ekki sist
af veikara kyninu.
Höfundinum unga, nýgiftum
fyrstu konunni af þremur, leiddist
þófið í handritsdeildinni hjá Para-
mount. 1934 hélt hann til MGM, í
þeirri von að fá að leikstýra. Sagt
er að húsbóndi hans, Louis Meyer,
'Vhafi sagt við hinn unga og óþolin-
móða mann að hann yrði að „læra
að skríða áður en hann færi að
ganga“. Meyer setti hann engu að
síður í abyrgðarstöðu framleið-
anda. Áður en til þess kom var Joe
látinn halda sig við stílvopnið og
fyrsta myndin sem hann skrifaði
fyrir MGM var Manhattan
Melodrama, frægust fyrir þann
vafasama heiður að vera hinsta
skemmtun illmennisins John Dill-
inger, sem var skotinn til bana af
Alríkislögreglunni undir miðri
sýningu. Á þessum árum vann
hann einkum með stórstjörnunni
Crawford, hún treysti honum ein-
um fárra manna. Jafnframt vann
hann sig upp í að verða einn virt-
asti og traustasti framleiðandi
kvikmyndaversins, úrvalsmyndirn-
ar Fury, (‘36), The Philadelphia
Story, (‘40), og Woman Ofthe Ye-
ar, (‘41), staðfesta það, ásamt fleir-
um.
Þrátt fyrir velgengnina hjá
Meyer, var Joe Mankiewicz ekki
fyllilega ánægður, vildi fá að leik-
stýra. Hvort það var ástæðan að
Meyer teldi hann enn ófæran til
gangs, þá yfirgaf Mankiewizc
MGM kvikmyndaverið 1944. Hélt
til aðalkeppinautarins, 20th Cent-
ury Fox, og hins nánast (á þessum
árum), óskeikula stórframleið-
anda, Darryls F. Zanuck. Þar áttu
einnig hlut að máli litrik ástamál,
en Mankiewizc átti um þessar
mundir í einkar óheppilegu sam-
bandi við Judy Garland, eina skær-
ustu sljörnu MGM.
Andrúmsloftið þótti einkar geð-
fellt hjá Fox og Zanuck malaði
undir leikstjóra sína, sem allt sitt
hæfileikafólk. Mankiewizc átti eft-
ir að launa honum traustið. Hand-
ritin sem hann samdi og leikstýrði
fyrir Fox eru nafntoguð fyrir efn-
istök og innihald í hæðsta gæða-
flokki, orðsnilld og stíl. Einkum A
Letter To Three Wives, (‘49), og
AIl About Eve, (‘50), sem báðar
færðu honum Óskarsverðlaunin
fyrir besta handrit og leikstjórn. Á
þessum tímapunkti, um miðja öld-
ina, var Joe Mankiewizc búinn að
skapa sér rúm í fremstu röð kvik-
myndaskálda allra tíma. Engu að
síður flokkast myndir hans seint
undir sannkallað augnakonfekt.
Styrkur þeirra liggur síst í hinu
sjónræna, heldur afburða handrit-
um, skýrri, sterkri frásögn og
handleiðslu Mankiewizc á bestu
leikurum hvers tíma. Sem flestir
hverjir gáfu ávallt sitt besta.
1950 var Mankiewizc kjörinn
forseti Samtaka kvikmyndaleik-
stjóra, vann frægan sigur á hinum
ofurhægrisinnaða stuðningsmanni
McCarthy, stórmyndaleikstjóran-
um Cecil B. DeMille. Þau átök
urðu þó til þess að Mankiewizc
flutti frá Hollywood og settist að í
New York 1952. Hætti um svipað
leyti hjá Fox og gerðist lausráðinn
uppfrá því. Stýrði m.a. kvikmynda-
gerð Julius Caesar, (‘53), þekktri
og mætri Shakespearemynd, þrátt
fyrir gassalegan leik Brandos og
óvenju ósannfærandi frammistöðu
James Mason, í að öðru leyti óað-
finnanlegum hópi stórleikara. Bar-
efoot Contessa, (‘54), var gerð á
Italíu, státaði af frábæru handriti
og firna góðum leik hjá Humphrey
Bogart. Aðrar markverðar myndir
frá þessum tíma eru Guys and
Dolls, (‘55), og Hægláti Ameríku-
maðurinn - The Quiet American,
(‘58), furðu áhrifalitil, pólitisk
ádeila, byggð á sögu Grahams
Greene. Hér fékk leikstjórinn loks
að tjá sig á stjórnmálasviðinu, öll-
um á óvart gekk það brösuglega.
1961 sneri hann aftur tik Fox, nú
til að bjarga því sem bjargað varð
við gerð Cleopötru, (‘63). Hún var
þá þegar orðinn langdýrasta mynd
sögunnar, vandamálin óendanleg,
en að lokum tókst Mankiewizc að
setja saman sögulega, íburðar-
mikla en alltof langa stórmynd
sem er óneitanlega mikilfengleg,
þó Elizabeth Taylor verði seint lof-
uð fyrir frammistöðu sína í aðal-
hlutverkinu.
Eftir Cleopötru, hægði Manki-
ewizc á afköstunum og gerði í
rauninni aðeins eina, eftirminni-
lega nynd eftir þetta, Sleuth, (‘72).
Byggð á frægu, meinfyndnu saka-
málaleikriti, þar sem kötturinn
leikur sér að músinni og Lord OIi-
vier sýnir gamalkunna snilli. Auk
þess, og það kom nokkuð á óvart,
stenst Michael Caine honum fylli-
lega snúning í þessum magnaða
tvfleik. Sleuth varð glæsilegur
svanasöngur á mikilfenglegum
ferli.
Sígild myndbönd
ALL ABOUT EVE (‘50)
Ein frægasta mynd sögunnar,
meistaraverk Mankiewizc, gneistar
af orðkynngi, háði og svörtum
húmor höfundarins. Aðalpersónan
er roskin Broadwaystjama, Margo
(Bette Davis), sem á í vök að verjast
gagnvart Eve (Anne Baxter), undir-
förulum, kænum og metnaðarfull-
um kvenmanni. Sem kemst inná
stjömuna sem aðdáandi hennar, en
»r ekki öll þar sem hún sýnist.Undir
þiðri vakir allt annað en hrifning
fyrir kynnunum - Eve er kötturinn
sem vill komast í ból bjamarins. Sú
íþrótt er hættuleg. Við sögu kemur
lævís og mjúkmáll gagnrýnandi
(George Sanders), óreynd, ung leik-
kona (Marilyn Monroe) og vinir
Margo (Celeste Holm, Hugh Mar-
mov/e). Allir þessir ágætu leikarar
fara á kostum með sumar bestu lín-
ur sem hafa heyrst í kvikmynd. Það
er unun að hlusta og horfa á þessa
sígildu mynd sem eldist einsog vín-
ið. Davis er ógleymanleg sem svo
oft, fyrr og síðar, Ann Baxter er á
svipuðum slóðum og Sandres fékk
Óskarinn. Aðrir leikarar em lítið
síðri, myndin öll fagmannlega unnin
og útkoman ógleymaleg.
ALETTER TO
THREE WIFES (‘49)
I fyrsta stórvirkinu skapar
Mankiewizc samfélag öfundar, af-
brýði og græsku, gægist á bak við
tjöldin í lífi nokkurra smáborgara,
gegnumlýsir það og skoðar á
skemmtilega skynsamlegan hátt.
Þrjár eiginkonur í hópi broddborg-
ara í litlum bæ fá bréf frá vinkonu
sinni sem segist vera farin á bak og
burt með eiginmanninum. Þær em
saman á ferðalagi og vita ekki við
hvern er átt. Síðan fáum við innsýn
í hjónaband kvennanna og ástæð-
urnar fyrir hugsanlegu brotthlaupi
eiginmannanna leyna sér sannar-
lega ekki. Samtölin einkennast af
orðheppni, visku og kaldhæðni, leik-
urinn óaðfinnanlegur hjá Lindu
Darnell, Ann Southem, Jeanne
Crain, Paul Douglas og Kirk Dou-
glas. Utkoman einkar fullnægjandi,
kolsvört gamanmynd, með ádeilu-
broddi. Varist sjónvarpsútgáfuna
frá ‘85, með Loni Anderson, einsog
heitan eldinn.
SLEUTH (‘72)
Óborganlegur hrekkur eftir
breska leikritaskáldið Anthony Shaf-
fer segir frá stigmagnandi átökum
og blekkingum tveggja manna, rit-
höfundarins Oliviers og elskhuga
(Caine) konunnar hans, en allur leik-
urinn fer fram í húsi hins fyrmefnda
og aðeins þeir tveir í myndinni. Hver
fléttan rekur aðra og óvænta uppá-
koman á sínum stað - svo ómögulegt
er að sjá hvor hefur yfirhöndina.
Leikritið var geysivinsælt á sínum
tíma og myndin lítur mikið til út eins
og sviðsverk, sem gefur því lokkandi
útlit frekar en hitt. Leikur stjam-
anna stórkostlegur.
Sæbjörn Valdimarsson
Stutt
Loðfíll í
leiðangri
VÍSINDAMENN hafa grafið loð-
ffl upp úr sífreranum í Síberíu og
flutt hann, frosinn og í heilu lagi,
á rannsóknarstofu. Þeir notuðu
radar-tækni til að koma auga á
ferlíkið og síðan var grafið með-
fram honum til að varðveita sem
best hinn 23 þúsund ára gamla
skrokk sem síðan var flogið með
í frysti til rússnesku borgarinnar
Khatanga. Þetta mun vera í
fyrsta sinn sem loðffll er grafínn
upp úr sífreranum og fluttur og
skoðaður frosinn. Vísindamenn
vilja skoða skrokk dýrsins til að
reyna að komast að því hvernig
og hvers vegna hann dó.
Fastur í
lyftu
MAÐUR var fastur í lyftu á Man-
hattan heila helgi og hversu mikið
sem hann öskraði og æpti heyrði
enginn til hans.
Maðurinn, sem heitir Nicholas
White og er framkvæmdastjóri
vikublaðsins Buisness Week, var að
fara heim úr vinnunni um miðnætti
á föstudag þegar lyftan í húsinu
stoppaði við þrettándu hæðina.
White hrópaði á hjálp af öllum lífs
og sálar kröftum og ýtti á alla takka
til að reyna að ná athygli einhvers í
húsinu en allt kom fyrir ekki. Hann
varð því að dúsa í lyftunni í fjörutíu
tíma þar til öryggisvörður kom
auga á hann í öryggismyndavél.
„Eg skelf ennþá,“ er haft eftir
White er hann loks komst úr lyft-
unni.
Uppboð í
Egyptalandi
GLASAPAR og vasaklútur sem
voru áður í eigu hins goðsagna-
kennda egypska söngvara Um
Kulthoum voru seld fyrir 350
milljónir króna á góðgerðarupp-
boði í Kaíró á dögunum. Uppboð-
ið fór fram á glæsihóteli í borg-
inni og var skipulagt af Land-
búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna og arabíska sjónvarpinu og
útvarpinu. Safnað var peningum
fyrir hungraða um heim allan.
Um Kulthoum lést árið 1975 og
var það viðskiptajöfur frá Sádi-
Arabíu sem keypti gripi hans.
„Við söfnuðum um 700 milljónum
króna á uppboðinu," sagði Mieh-
ael Hage, starfsmaður Landbún-
aðarstofnunarinnar.
Stæltir
menn óskast
ÓPERAN í Chicago er að leita að
alvöru karlmönnum sem geta haldið
takti við tónlist Richards Wagners.
Auglýst er eftir stórum, stæðilegum
og krúnurökuðum líkamsræktar-
mönnum sem hafa gott tóneyra og
eru taktfastir. „Mennimir verða að
vera stórir og stæltir. Þeir verða
berir að ofan í sýningunni svo að
brjóstkassi þeirra verður að vera
sérstaklega vel mótaður," sagði
Eric Eligator sem sér um að finna
fólk í hlutverk sýningarinnar Trist-
an og Isold sem sýna á á næsta ári.