Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Reykingar Fikt hjá krökkum tengt áhyggjum af þyngd Lyf Kalsíumblokkarar sem getnaðarvörn Geðkvillar Streituröskun meðhöndl- uð með lyfjagjöf Vimuefni Vara þarf ungmenni reglulega við „sniff!“ Mun meiri virkni hjá konum streituröskun Ráðgjafarnefnd FDA tekur fram, að þótt lyflð hafi skilað árangri í til- viki Soaves virðist það einungis virka á streitröskun hjá konum, ekki körlum. Sérfræðingar í heil- brigðismálum segja að leyfisveiting- in verði til þess að beina athygli að streituröskun í kjölfar áfalls og að fleiri læknar fari að gefa lyfið og sjúklingar verði sáttari við það. Sérfræðingar hafa hrósað fram- leiðanda Zoloft, lyfjafyrirtækinu Pfeizer, fyrir að leita eftir samþykki FDA fyrir útvíkkun á notkun lyfs- ins. En það er eftir töluverðu að slægjast fyrir Pfeizer. Zoloft er næstmest selda lyfið sem fyrirtækið framleiðir, næst á eftir blóðþrýst- ingslyfinu Norvasc. Talið er að Reuters Forðum var talið að streituröskun legðist einungis á fyrrverandi hermenn sem upplifað hefðu hörmungar stríðsátaka en nú er vitað að þessi geðræni kvilli getur þjakað venjulegt fólk sem orðið hefur fyrir áföllum. Zoloft muni seljast fyrir 2,1 milljarð Bandaríkjadollara, eða sem svarar rúmlega 153 milljarða króna, á þessu ári, í samkeppni við ýmis önn- ur þunglyndislyf sem önnur fyrir- tæki framleiða. Tekjurnar auknar Vegna þess hversu svipuð þung- lyndislyf eru reyna framleiðendum- ir að gera greinarmun á þeim með því að fá leyfi til að nota þau gegn öðrum kvillum en þunglyndi. Fram- leiðandi lyfsins Paxil, SmithKline, hefur fengið leyfi til að markaðs- setja það sem lyf við félagslegri fælni, eða sjúklegri feimni, og fram- leiðandi Prozac, Eli Lilly, hefur far- ið fram á leyfi frá FDA til að selja lyfið sem meðal við alvariegustu einkennum fyrirtíðarspennu. Utvíkkun á notkun lyfs er ein al- gengasta aðferð lyfjafyrirtækja til að auka tekjur sínar. Það er mun ódýrara og talsvert áhættuminna en að þróa nýtt lyf. Sérfræðingar segja að leyfi fyrir víðtækari notkun muni auka sölu á Zoloft. Það sem meira sé um vert, leyfið muni auðvelda Pfeizer að eiga góð samskipti við geðlækna. Sérfræðingar leggja áherslu á það, að Zoloft verki á einkenni streituröskunar, en lækni ekki kvill- ann. Einungis samtalsmeðferð geti komið að fullum notum. Rannsókn, sem Pfeizer kostaði, leiddi í ljós, að sjúklingar sem tóku lyfið höfðu mun færri einkenni streituröskunar en þeir sem tóku lyfleysu. Algengustu aukaverkanimar voru svefnleysi og þurrkur í munni. Fyrsta lyfið New York. AP. EFTIR að hafa horft upp á einn undirmanna sinna láta lífið við skyldustörf varð bandaríski slökkvi- liðsstjórinn John Soave hlédrægur, átti í erfiðleikum með svefn og minningar um atburðinn sóttu á hann. Læknar greindu hann með streituröskun í kjölfar áfalls, geð- rænan kvilla sem einu sinni var að- eins talinn hrjá fyrrverandi her- menn, en nú er vitað að milljónir manna, sem lenda í bílslysum, er nauðgað eða verða fyrir annars kon- ar áföllum, þjást af þessum kvilla. Einn þátturinn í meðferðinni, sem Soave hlaut, var lyfið Zoloft, sem var fyrst farið að nota fyrir sjö árum við meðhöndlun þunglyndis. I kjölfar góðs árangurs af notkun lyfsins er talið að síðar á árinu verði það fyrsta lyfið sem banda ríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) veitir leyfi fyrir sem lyfseð- ilsskyldu lyfi við streituröskun í kjölfar áfalls. við Blóðþrýst- ingslyf virk- ar sem getn- aðarvörn Modical Tribunc News Service. MILLJÓNIR karla kunna að vera að taka getnaðarvarnarpill- ur án þess að vita af því. Kals- íumblokkarar, sem eru lyf sem oft er gefið við háum blóðþrýst- ingi, hafa einnig þau áhrif að koma í veg fyrir að sæðisfrumur frjóvgi egg, samkvæmt niður- stöðum nýlegrar rannsóknar. Susan Benoff, við læknadeild New York-háskóla, og sam- starfsfólk hennar, uppgötvaði þessi tengsl eftir að í ljós kom að margir eldri menn gátu ekki getið börn með seinni, yngri konum sínum. Höfðu þeir þó átt böm með fyrri konum sínum, og sæðisfrumur þeirra virtust eðli- legar við fyrstu skoðun. En þegar mennirnir voru settir á önnur háþrýstingslyf, í samráði við lækna þeirra, fylgdi getnaður í kjölfarið. „Þess vegna köllum við þetta um- breytta gerð af getnaðarvörn,“ sagði Benoff. Niðurstöðurnar sanna þó ekki að menn geti not- að kalsíumblokkara í stað ann- arra getnaðarvarna. David Keefe, sérfræðingur í frjósemislækningum, sagði að jafnvel þótt kalsíumblokkarar muni ekki reynast virk getnað- arvörn hafi rannsóknin veitt nýja þekkingu á sæðisfi'umum og það kunni að leiða til fram- fara í meðferð á ófrjósemi karla. Benoff sagðist ekki reikna með að lyfjafyrirtæki yrðu of áköf í að þróa getnaðarvörn á forsendum þessarar niðurstöðu. Afhverju stafar nefstífla? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Undanfarin ár hef ég haft óþægindi á næturnar af því að ég er alltaf með stíflu öðrum megin, þeim megin sem ég ligg. Þetta er stífla sem ég held að stafi ekki af slími, frekar jafnvel af bólgu....veit þó ekki fyrir víst, en ég get ómögulega snýtt þessu burt. Stundum nægir jafnvel fyrir mig að standa upp smástund og þá losnar þetta en kemur um leið aftur þegar ég leggst niður. Ég er ofnæmissjúklingur, með grasaofnæmi á háu stigi, sérstaklega fyrir ári þegar ég var ófrísk, þá lokaðist nefið gjörsamlega þannig að ég átti erfitt með að kyngja, jafnvel að drekka var ofraun!! Nú þegar ég tek ofnæmispillu daglega er þetta vandamál ekki til staðar, eiginlega einkennalaus allan daginn, aðeins næturnar eru áfram erfiðar og þetta getur haldið fyrir mér vöku. En svona hefur þetta verið á veturna líka, þannig að þetta er örugglega ekki grasaofnæmið einungis sem veldur þessu og ég jafnvel efast um að þetta sé ofnæmi því það hverfur ekki þó ég taki ofnæmispillurnar. Með fyrirfram þökk. Svar: Þessi óþægindi gætu stafað af of- næmisbólgum í nefi með nefbólgusepum og Nefsepar best er að fara til læknis, t.d. sérfræðings í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, til að fá sjúkdómsgreiningu og ráðleggingar um meðferð. Læknirinn getur þá einnig metið hvort ástæða sé til að fjarlægja sepa úr nefholi. Að fjarlægja slíka sepa er tiltölu- lega lítil og hættulaus aðgerð en separnir hafa vissa tilhneigingu tO að koma aftur með tímanum. Nefbólgusepar eru einnig kallaðir nefsepar eða pólýpar. Þeir stafa langoftast af ofnæmiskvefi en geta einstöku sinnum myndast við sýkingu í nefinu. Þeir eru dropalaga, geta orðið nokkrir millimetrar í þvermál og eru oftast staðsettir þar sem kinnbeinaholurnar opnast inn í nefholið. Ekki er ástæða til að fjarlægja nefsepa nema þegar þeir valda óþægindum og lyfjameðferð dugir ekki lengur. Ofnæmiskvef er algengt vandamál sem hrjáir þúsundir íslendinga. Það er af tveimur megingerðum, árstíðabundið of- næmiskvef og ofnæmiskvef sem varir allt árið. Árstíðabundið ofnæmiskvef stafar venjulega af frjókornaofnæmi og þegar mikið er af viðkomandi frjókornum í and- rúmsloftinu fær einstaklingurinn óþægindi frá nefi og augum. Ofnæmiskvefí sem varir allt árið fylgja stöðug óþægindi sem eru þó mismikil og eru að mestu bundin við nefið en orsökin er oftast ofnæmi fyrir rykmaur- um, fiðri, dýrum eða öðru í umhverfi sjúk- lingsins. Ofnæmiskvef (af báðum gerðum) getur verið vægur kvilli en hjá sumum er það al- varlegur sjúkdómur sem hefur veruleg áhrif á allt líf sjúklingsins. Óþægindin sem geta fylgt ofnæmiskvefi eru hnerrar, nef- rennsli, tárarennsli og kláði eða sviði í munni, nefi, augum og koki. Verkur í enni eða andliti, nefstífla, minnkað lyktarskyn, pirringur, lystarleysi, þunglyndi og svefn- leysi koma einnig fyrir og með tímanum getur einnig fylgt þessu hósti og astmi. Ofnæmiskvef getur leitt til myndunar á sepum í nefi eins og áður var getið. Með- ferð á ofnæmiskvefi og nefsepum byggist fyrst og fremst á því að gefa nefúða sem inniheldur stera en stundum þarf þó að grípa til annarrar meðferðar, einkum í upp- hafi (sýklalyf, steratöflur eða andhistamín- lyf). Sterar sem gefnir eru á þennan hátt verka einungis staðbundið og eru því hættulausir til langtímameðferðar. Stera- gjöfín hefur þau áhrif að bólga og bjúgur í nefslímhúðinni minnkar og nefsepar, ef þeir eru til staðar, minnka. Ef lyfjagjöf dugir ekki til að halda nefsepum í skefjum getur þurft að fjar- lægja þá og er það frekar lítil aðgerð. Ef ofnæmisvaldurinn er þekktur er stundum hægt að forðast hann og þeir sem reykja ættu að hætta því án tafar. Það er athyglis- vert að þeir sem eru með nefsepa hafa flestir ofnæmi fyrir acetýlsalicflsýru (Aspirin, Magnýl o.fl.) og skyldum bólgu- eyðandi verkja- og gigtarlyfjum og verða því að forðast að taka slík lyf. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tckið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 (síma 5691100 og bréfum og stmbréf- um merkt:Vikulok. Fax 5691222. Einniggeta les- cndur sent fyrirspumir sínur beint með tölvu- pósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar clmag hotmail.com. = msmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.