Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ | STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAM ÚR DÖNUM í KAUPMÆTTI SÚ MIKLA kaupmáttaraukning, sem orðið hefur hér á landi síðustu árin, kemur ljóslega fram í niðurstöðum könnunar, sem Hagfræðistofnun Háskóla Islands gerði fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur á ráðstöfunartekjum starfsfólks í þjónustugreinum í Danmörku og Islandi. I flestum tilvikum eru ráðstöfunartekjurnar hærri hér á landi, en því var þveröfugt farið, þegar slík könnun var gerð fyrir fjórum árum. Könnunin, sem unnin var af Mörtu G. Skúladóttur og Eddu Rós Karlsdóttur, sýnir, að þróun almenns kaupmáttar hefur verið sveiflukennd hér á landi síðustu tvo áratugi, en kaupmáttur hefur verið jafnari í Danmörku. Þetta kemur ekki á óvart, því óstöðugleiki í íslenzkum efnahagsmálum hefur verið vandamál allt fram á síðustu ár. Frá 1995 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna verið meiri hér en í Dan- mörku og þessi breyting kemur m.a fram í því, að kaupmátt- ur ráðstöfunartekna félaga í VR, sem eru á lágmarkslaun- um, hefur hækkað um 7,4% frá 1996 til 1998 á meðan hækk- un samsvarandi hóps verzlunarmanna í Danmörku var 3,8%. Kaupmáttaraukningin hér á landi kemur skýrt fram í flestum þjónustugreinum, er ráðstöfunartekjur heildarlauna eru hærri á íslandi en í Danmörku. Hins vegar eru mánað- arlaun fyrir dagvinnu í öllum tilvikum hærri í Danmörku, en við mat á ráðstöfunartekjum fyrir dagvinnu eru hóparnir ýmist betur settir í löndunum tveimur. Mikil breyting hefur orðið á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá því VR stóð síð- ast fyrir slíkri samanburðarkönnun. Árið 1994 voru dag- vinnulaun 28% hærri í Danmörku en hér og heildarlaun 4% hærri. Enn hefur danskt afgreiðslufólk 7,3% meira fyrir dagvinnu, en heildartekjur íslenzkra starfssystkina eru 8,5% hærri. Islendingar verða hins vegar að leggja á sig meiri vinnu en Danir til að afla teknanna, því þeir vinna að meðaltali 49,4 stundir á viku en Danir 38,8 stundir. Könnunin sýnir, að bætur eru oftar tekjutengdar og skattlagðar á íslandi, en bótafjárhæðir ýmist hærri eða lægri. Samanburðurinn sýnir, þegar dæmi er tekið af hjón- um með tvö börn og greiðslubyrði af þúsnæðislánum, að ráð- stöfunartekjur eru lítillega hærri á Islandi, þrátt fyrir mun hærri mánaðartekjur dönsku hjónanna. Ræðst það fyrst og fremst af miklu hærri tekjuskatti þeirra. Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður hagdeildar VR, telur þrjár meginskýringar á þeirri miklu breytingu, sem hefur orðið á kjarasamanburði við Danmörku. Laun og kaupmátt- ur hafí hækkað mun meira á Islandi á tímabilinu, gengisþró- un verið 7% hagstæðari hér á landi og loks, að Danir eru að byggja upp nýtt lífeyriskerfi og hluti launahækkana hafi verið lagður til þess. Lífskjarasamanburður milli landa er flókinn og oft erfíð- ur, t.d. er neyzla heimilanna talin gefa vísbendingu, en einkaneyzla á mann er mun meiri á Islandi en í Danmörku (34% meiri 1998). Hins vegar virðist einkaneyzla íslendinga hafa verið fjármögnuð í meira mæli með skuldasöfnun en í Danmörku. En hvað sem því líður sýnir þessi könnun þá grundvallarbreytingu, sem orðið hefur á lífskjörum á íslandi á nokkrum síðustu árum. HEILSA OG MATUR BEINÞYNNING er vaxandi heilsufarsvandamál meðal roskinna íslendinga, aðallega meðal kvenna. Þessi sjúk- dómur gerir ekki boð á undan sér en hefur í för með sér að sjúklingurinn bognar í baki og smám saman verða bein við- komandi svo stökk, að beinbrot geta orðið tíð við minnsta hnjask. Síðari ár hefur tíðni þessa sjúkdóms aukizt mjög og er hann nú orðinn mikið vandamál á Vesturlöndum. Á Beinverndardaginn, sem haldinn var í vikunni, var gerður samstarfssamningur milli Beinverndar og íslensks mjólkuriðnaðar til þriggja ára. Markmið hans er að vekja at- hygli á vaxandi vanda vegna beinþynningar. Hrundið verður af stað kynningarátaki undir yfirskriftinni „hollusta styrkir bein“.' Nú er unnið markvisst að rannsóknum á áhrifum næring- ar á heilsu manna. Nýlega hefur verið undirritaður sam- starfssamningur um eflingu rannsókna og framhaldsnáms í næringarfræði mannsins við Háskóla Islands og Rann- sóknastofu í næringarfræði. Heildarstyrkveiting nemur 7,5 milljónum króna. Að samningnum koma landbúnaðarráðu- neytið, Landssamband kúabænda og Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins. Slíkt samstarf til að bæta heilsufar þjóð- arinnar er fagnaðarefni. Niðursveiflu spáð í kjölfar mikils framkvæmdaskeiðs Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 150% á árunum 1996-1998 en spáð er verulegri niðursveiflu á næstunni ef ekkert verður af byggingu álvers á Austfjörðum. Þrátt fyrir ýmsar stórar verklegar framkvæmdir á næsta ári óttast margir að samdráttar- skeið kunni að taka við að ári liðnu. Omar Friðriksson fjallar um fyrirhugaðar stór- framkvæmdir á næstu árum. Morgunblaðið/Golli Mikill gangur hefur verið í byggingarframkvæmdum að undanförnu, einkum þó á höfuðborgarsvæðinu. IKJÖLFAR mikillar uppsveiflu í fjárfestingu og verklegum stór- framkvæmdum á seinustu tvem- ur tU þremur árum gerir Þjóð- hagsstofnun nú ráð fyrir að draga muni úr frekari vexti fjárfestingar á næstu árum. Eru þá undan skilin áform um byggingu álvers við Reyðar- fjörð og umfangsmiklar virkjanafram- kvæmdir í tengslum við nýja stóriðju, þar sem ekki er séð fyrir endann á samningum þar um. Skv. tímaáætlun- um ríkisins og Hydro Aluminium verður endanleg ákvörðun um álver tekin 1. júní á næsta ári. Þrátt fyrir óvissu um áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu eru ýmis stór verkefni framundan á næsta ári í stór- iðju, virkjunarframkvæmdum, sam- göngumálum og við ýmsar stórar byggingarframkvæmdir. Árið 2001 gætu hins vegar orðið veruleg kafla- skipti. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar óx fjárfesting atvinnuveg- anna á árunum 1996-1998 um nærfellt 150% eða um 35% á ári að meðaltali. Hér skiptu sköpum stóriðjufram- kvæmdir vegna stækkunar ÍSAL, byggingar álvers Norðuráls á Grund- artanga, stækkun járnblendiverk- smiðjunnar, svo og miklar virkjana- framkvæmdir á vegum Landsvirkjun- ar. Á síðasta ári fór fjárfesting í öðrum atvinnugreinum einnig vaxandi. Þá nam fjárfesting atvinnuvegannna alls 15% af landsframleiðslu og hafði það hlutfall tvöfaldast frá 1995. Talsvert hefur dregið úr þessum vexti á þessu ári, þó enn sé talsverður vöxtur í byggingu íbúðarhúsnæðis og verslun- ar- og skrifstofuhúsnæðis. Ibúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar meira en nokkru sinni, vegna búferlaflutninga innanlands og mikils aðflutnings fólks frá útlöndum og er gert ráð fyrir 4.500 manna fjölgun á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Hún leiðir aftur af sér eft- irspurn eftir 1.700-1.800 íbúðum skv. þjóðhagsáætlun og mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði á landinu aukast um 8% í ár og um 5% á næsta ári. Mikill gangur hefur því verið í byggingar- framkvæmdum að undanförnu, að stærstum hluta á höfuðborgarsvæði. Auknar framkvæmdir á íbúðarhúsamarkaði Eyjólfur Bjarnason, bygginga- tæknifræðingur hjá Samtökum iðnað- arins, segir allar spár gera ráð fyrir að ástandið verði svipað á næsta ári. „Við teljum að framkvæmdir á íbúðarhúsa- markaði eigi frekar að aukast miðað við yfirstandandi ár,“ segir hann en bendir jafnframt á að verulega óvissa sé um áætlanir um frekari uppbygg- ingu stóriðju og orkuframkvæmdir. Sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar telja að fjárfesting atvinnuveganna muni dragast saman um 2,5% á næsta ári ef ekki er reiknað með stækkun ál- vers Norðuráls úr 60 í 90 þúsund tonn. Sú framkvæmd hefði hins vegar í för með sér að heildaríjárfestingin myndi aukast um 3,2% árið 2000. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagstofnunar, segir að ef litið er lengra fram í tímann, og hugsanlegt álver við Reyðarfjörð ekki tekið með í reikninginn, sé gert ráð fyrir því að fjárfesting hér á landi muni sveiflast töluvert. Atvinnuvegafjárfestingin muni dragast saman um 4,5% árið 2001 en í framhaldi af því verði að meðaltali um 2% aukning fjárfestingar til ársins 2004. Áfram er spáð töluvert mikilli aukningu í íbúðarfjárfesting- unni á árunum 2000-2001 en svo mun hægjast um á næstu árum þar á eftir. Stefnt að því að stækkun Norðuráls Ijúki á einu ári Fastlega er búist við að orkusölu- samningur Landsvirkjunar og Norð- uráls vegna stækkunar álversins á Grundartanga úr 60 í 90 þúsund tonn verði undirritaður á næstu vikum. Skv. upplýsingum sem fengust hjá stjórnendum Norðuráls er stefnt að því að framkvæmdir við stækkun verksmiðjunnar hefjist fljótlega upp úr næstu áramótum og gera áætlanir ráð fyrir að verkinu verði að mestu lokið á einu ári, þannig að hægt verði að gangsetja viðbótarbúnað á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Kostnaður við stækkunina er áætlaður minnst 5,5 milljarðar kr. Af samtölum við verk- taka má ráða að gera megi ráð fyrir að þörf verði fyrir nálægt 200 manns til starfa við þessar framkvæmdir. Stjórnendur Norðuráls hafa einnig hug á að nýta sér heimild í starfsleyfi til frekari stækkunar verksmiðjunnar í 180 þúsund tonn og hafa óskað eftir viðræðum við Landsvirkjun um orku- afhendingu vegna þessara áforma. Þær viðræður eru á upphafsstigi og er talið ósennilegt að þær framkvæmdir kæmust í gang innan næstu tveggja til þriggja ára en það ræðst m.a. af orku- framboðinu. Eigendur Columbia Ventures, móðurfélags álversins á Grundartanga, hafa einnig lýst áhuga á að reisa álver á Austfjörðum og er sá áhugi enn til staðar, skv. upplýsingum blaðsins, þó að málið sé í biðstöðu á meðan viðræður íslenskra stjórnvalda við Hydro Aluminium verða leiddar til lykta. Falla úr 25 miHjörðum í 200 milljónir á 4 árum ,Árið 1998 námu fjárfestingar í stóriðju og tengdum orkumannvirkj- um 24,8 milljörðum króna. Árið 1999 voru fjárfestingarnar í kringum 17 milljarða. Við lok þessa árs er fram- kvæmdum svo til lokið, vegna þess að árið 2000 fer fjárfestingin niður í um 4 milljarða. Hún fer svo niður í 900 milljónir árið 2001 og í 200 milljónir árið 2002. Það má því segja að ef ekk- ert áframhald verður á þessu sviði muni fjárfestingin hrynja,“ segir Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Ekki er tekið tillit til stækkunar Norðuráls í þessum tölum en ef sú framkvæmd er talin með gæti heildar- fjárfestingin í orkuframkvæmdum og stóriðju á næsta ári numið um 9 millj- örðum kr., um 4 milljörðum á árinu 2001, 400 milljónum árið 2002 og 200 milljónum árið 2003. „Það er því ekkert bjart framundan í þessum efnum ef ekki kemur til eitt- hvað nýtt,“ segir Finnur og leggur áherslu á að mikilvægt sé að geta jafn- að þessar miklu sveiflur. Hann bendir á að ef framkvæmdir við byggingu ál- vers á Reyðarfírði og orkumannvirki þeim tengd gengju eftir væri hins veg- ar gert ráð fyrir 15-20 milljarða kr. heildarfjárfestingu á hverju ári fram til ársins 2004. Finnur telur að miðað við tímaáætlanir sem miðað er við varðandi stóriðjuuppbyggingu á Aust- fjörðum muni þær framkvæmdir falla mjög vel að þeirri niðursveiflu sem nú blasi við í orkugeiranum. Opinberum framkvæmdum frestað Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta framkvæmdum á næsta ári fyr- ir um einn milljarð kr. og draga þannig úr fjárfestingum til að sporna við þenslu í efnahagslífmu. Boðuð er frestun ýmissa framkvæmda í fjár- lagafrumvarpi næsta árs og verður verkefnum frestað í vegamálum fyrir 550 millj. kr. sem skiptast þannig að fresta verður framkvæmdum fyrir 450 millj. kr. á höfuðborgarsvæðinu og 100 millj. á landsbyggðinni. Þá verður framkvæmdum fyrir 350 millj. kr. í hafnamálum frestað og 160 millj. kr. hjá Endurbótasjóði menningarstofn- ana. Þessi ákvörðun hefur þó engin áhrif á samþykkt ríkisstjórnarinnar um 500 millj. kr. viðbótarframlag til vegamála á hverju ári á tímabilinu 1999 til 2002 eða alls um 2 milljarða króna. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að fyrir- hugað er að viðbótarframlögin verði nýtt til að flýta hluta stórverkefna, sem tilgreind eru í langtímaáætlun í vegamálum. Binda vonir við smfði varðskips Meðal stærstu byggingarfram- kvæmda sem framundan eru á vegum ríkisins er stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en áætlaður byggingar- kostnaður flugstöðvarinnar er um eða yfir 3 milljarðar kr. og á framkvæmd- um að vera lokið árið 2001. Fyrirtæki í málmiðnaðinum binda miklar vonir við að smíði nýja varð- skipsins fari fram hér á landi. Ingólfur Sverrisson hjá Samtökum iðnaðarins segir ekki bjart útlit í málmiðnaðinum. Fyrirtæki sem tengist skipaiðnaðinum séu mörg hver að velta fyrir sér að draga saman seglin. Stjórnvöld gera ráð fyrir að smiði skipsins verði tilbúin til útboðs í lok næsta árs en fjárveit- ing til smíðinnar er um hálfur þriðji milljarður ki-óna. Eftfrlitsstofnun EFTA gerði athugasemdir við áfonn stjórnvalda um smíði skipsins hér inn- anlands en á vegum utanríkisráðu- neytisins hefur verið leitað að lausn málsins að undanförnu. Hverjar sem lyktir þess verða er talið ósennilegt að framkvæmdir við smíði skipsins gætu hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2001. Niðursveifla í framkvæmdum Landsvirkjunar? Landsvirkjun hefur staðið fyrir um- fangsmiklum framkvæmdum á sein- ustu árum. Nema fjárfestingar fyrir- tækisins hálfum ellefta milljarði kr. á þessu ári en fara svo að öðru óbreyttu ört lækkandi. Framkvæmdir við Sult- artangavirkjun eru nú á lokastigi en fyrirhugað er að virkjunin verði komin í fullan rekstur í lok janúar á næsta ári. Framkvæmdir hófust við Vatns- fellsvirkjun sl. sumar og munu vænt- anlega standa yfir í um tvö ár, þannig að virkjunin verði komin í rekstur á haustmánuðum árið 2001. Stöðin verð- ur um 90 MW að uppsettu afli. Áætlað er að vinna við framkvæmdimar á verkstað nemi um 400 ársverkum, skv. upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Þá eru í gangi endurbætur á Búr- fellsstöð og má reikna með einhverj- um framkvæmdum þar á næsta sumri. Endurbygging og endurbætur Sogs- virkjana eru langt komnar og gert ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki á næsta ári og framkvæmdir standa yfir við endurbætur gasaflstöðvar við Straumsvík. Verði ákvörðun tekin um byggingu álvers við Reyðarfjörð og samningar nást milli Landsvirkjunar og fjárfesta um raforkuverð reikna stjórnendur Landsvirkjunar með að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári vegna bygging- ar 210 MW virkjunar í Fljótsdal og að framkvæmdir standi yfir í 3-4 ár en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir bygg- ingu 120 þúsund tonna álvers sem tæki til starfa 2003. Ljóst er að þjóðhagsleg áhrif þessara framkvæmda yrðu mjög mikil, skv. nýju mati Þjóðhagsstofhun- ar á þjóðhagslegum áhrifum álvers á Reyðarfirði. Heildarfjárfesting við 120 þúsund tonna álver nemur rúmum 60 milljörðum sem samsvarar nærri 50% af heildarfjárfestingu á landinu í ár og landsframleiðsla verður tæplega 2% hærri en ella hefði orðið fyrstu árin eft- ir að álverið tekur til starfa og útlfutn- ingur eykst um ríflega 4% til frambúð- ar, að mati stofnunarinnar. Þessum áætlunum tengjast einnig áform um framkvæmdir við 40 MW jarðgufuvirkjun við Bjarnarflag í Mý- vatnssveit og einnig er í undirbúningi að ráðast í endurbætur eða tvöföldun byggðalínunnar frá Kröflu til Austur- lands. Bjarnarflagsvirkjun og breyt- ingar eða lagning nýrrar háspennu- línu eru háðar því að fram fari mat á umhverfisáhrifum áður en unnt verð- ur að ráðast í framkvæmdir. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þessar fram- kvæmdir gætu hafist en það verður tæplega fyrr en á árinu 2001, skv. upplýsingum Þorsteins. Áætlað er að 500-700 ársverk verði bundin við þess- ar orkuframkvæmdir næstu árin, ef af þeim verður, skv. upplýsingum sem fengust hjá Agnari Olsen, fram- kvæmdastjóra verkfræði- og fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar. Litlar líkur eru taldar á að samning- ar náist um önnur stóriðjuverkefni en hér hafa verið talin á næstu 2-3 árum. Erfíðlega hefur gengið að komast að niðurstöðu varðandi mögulega bygg- ingu pólýól-verksmiðju og vonir manna um að reist verði magnesíum- verksmiðja á íslandi á allra næstu ár- um hafa einnig dofnað talsvert að und- anförnu, skv. upplýsingum Garðars Ingvarssonar hjá Fjárfestingarstofu. Sagði hann varla raunsætt að gera ráð fyrir að slík verksmiðja gæti risið hér á landi fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Borgin frestar ekki einsetningu grunnskóla „Ef eingöngu er litið til þeirra verk- efna sem við erum í núna, þá sé ég ekki fram á að á næstu tveimur til þremur árum muni draga úr fram- kvæmdaþörf,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Helstu stórframkvæmdfr á vegum borgarinnar á næstunni eru annars vegar framkvæmdir við skólahúsnæði vegna einsetningar grunnskólanna og hins vegar að ljúka fráveituverkefnum vegna hreinsunar strandlengjunnar. LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 39 Fjarfestingar - áætlun 1999 og spá 2000 1999 áætlun 2000 spá Breyt. milla ára Fjárfestingar alls milljónir króna 127.424 133.698 2,1% Atvinnuvegir 86.064 90.798 3,2% Landbúnaður 3.400 3.300 -5,3% Fiskveiðar 3.100 10.350 226,7% Vinnsla sjávarafurða 4.500 5.000 8,3% Ál- og kísiljárnframleiðsla 4.800 5.000 1,6% Annar iðnaður 10.100 10.500 1,5% Rafvirkjanir og rafveitur 15.000 7.500 -51,3% Hitaveitur 2.000 2.000 -2,9% Vatnsveitur 800 800 -2,9% Byggingarstarfsemi o.fl. 5.000 5.000 -1,9% Verslunarhúsnæði, skrifstofur o.fl. 10.000 10.300 0,0% Samgöngur 13.064 14.548 10,4% Póstur og sími, útvarp og sjónvarp 5.300 6.000 10,4% Tölvu- og skrifstofubúnaður 9.000 10.500 14,4% íbúðarhús 21.860 23.800 5,0% Starfsemi hins opinbera 19.500 19.100 -4,9% Vegir og brýr 4.500 4.500 -2,9% Götur og holræsi 4.100 4.300 1,9% Byggingar hins opinbera 10.900 10.300 -8,2% Heimild: Þjóðhagstofnun Ahrif álvers á i , i Reyðarfirði flJÉ Dæmi 2 Álver á Reyðarfirði byggt í tveimur áföngum, 120.000 tonn árið 2003 og 240.000 til viðbótar árið 2008 Dæmi 1 Álver á Reyðarfirði sem tæki til starfa árið 2003 — F--V—i ^ j Dæmi 1 Dæmi 2 Framkvæmdartími 2000-2003 2000-2008 Fjárfesting á framkvæmdartíma Bein fjárfesting 11,7% 13,7% Heildarfjárfesting 15,5% 21,0% Ársverk á framkvæmdatíma 730 900 til frambúðar 270 570 Útflutninasverðmæti álframleiðslu árið 2000 0,0% 0,0% árið 2004 47,0% 47,0% árið 2009 47,0% 140,9% Þjóðarframleiðsla á framkvæmdatíma 1,5% 2,6% til frambúðar 1,2% 3,0% Landsframleiðsla á framkvæmdatíma 1,6% 3,0% til frambúðar 1,4% 4,0% Heimild: Þjóðhagstofnun Virkjana áætlanir og stóriðja Sultartangi-2 60MW 12 þúsund GWh/a Sultartangi-1 60MW-| Svartsengi 28 MW -] Nesjavellir-2 30MW -j 10 Nesjavellir-130MW Hágöngumiðlun Kraflast. 15 MWn 8 — Búrfell st. 60 MW Kvíslaveita Krafla st. 15 MW Stækkun 6 “Blöndulóns Fljótdalsvirkjun 210 MW Bjamarflag 40MW Vatnsfell 90MW NORAL NORÐURÁL -30.000 t/a stækkun ISAL 3. KERSKALI ~RT. .IANBLENIÁ- Núverandi almennur markaður og stóriðja (1997) —I------1----j----1----1----1----1——I------1— 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 „Þetta er eitthvað sem við verðum að gera á næstu árum, en þegar þessum verkefnum lýkur sjáum við fyrir ákveðið hlé hvað varðar stór verkefni á borð við þessi,“ bætir hún við. Að sögn borgarstjóra þarf að fjár- festa fyrir 5 milljarða til að ljúka ein- setningu í grunnskólum borgarinnar og 2,7 milljarða þarf til að ljúka frá- veituframkvæmdunum. Skv. frum- varpi sem menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að heimilt verði að fresta einsetningu grunnskóla um 2 ár frá því sem áður var ætlað. Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún útilokað að fresta einsetningu grunnskóla í Reykjavík. „Við höldum okkur við það að reyna að einsetja skólana fyrir árið 2002,“ segir hún. Nú þegar séu 75% grunnskólanna ein- setnir og sagði hún að þeir sem eftir sitji myndu ekki sætta sig að þurfa að búa við skerta þjónustu. „Við verðum því að leita allra leiða til þess að ein- setja alla þessa skóla en við erum að skoða hvort við getum dreift sjálfum byggingarframkvæmdunum og reynt að leysa málin eftir einhverjum öðrum leiðum,“ sagði hún.“ Umfangsmiklar gatnaframkvæmdir standa einnig fyrir dyrum í borginni. Uthluta á lóðum í Grafarholti þannig að þær verði byggingarhæfar á næsta ári og þarf m.a. að ráðast í verulegar gatnaframkvæmdir í tengslum við það. Þá eru fjölmörg verkefni í gatna- kerfi borgarinnar sem ráðast þarf í sem fjármögnuð eru af vegafé. „Við erum að vinna að gerð fjár- hagsáætlunar og erum auðvitað að leita leiða til þess að verða við þessari ósk um að draga úr framkvæmdum til að slá á þensluna. Við teljum að það sé ákveðinn hagur af því fyrir okkur, vegna þess að ef mikil þensla er á markaðinum þá rýkur kostnaðurinn upp,“ segir Ingibjörg Sólrún. 3,3 milljarða vegaframkvæmdir Framkvæmdir við Reykjavíkurflug- völl vega þyngra en flest önnur verk- efni í höfuðborginni á næstu tveimur til þremur árum ef áætlanir ganga eft- ir. Gengið hefur verið frá samningum við verktaka og framkvæmdir hafnar. Heildarkostnaður verksins ásamt end- urnýjun búnaðar er áætlaður tæpir 1,5 milljarðar króna. Reiknað með þriggja ára verktíma. Upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmt yrði á næsta ári fyrir 340 millj. kr. en nú hef- ur verið ákveðið að fresta 100 millj. af upphaflegri áætlun og miðast fram- kvæmdir við það. Samkvæmt langtímaáætlun í vega- málum verða helstu stórframkvæmdir á því sviði á landsbyggðinni á árunum 1999-2002 eftirfarandi: Bygging nýrr- ar brúar yfir Þjórsá (áætlaður kostn- aður 402 milljónir). Lokið verði við miklar vegabætur á Búlandshöfða (486 millj.). Miklar vegaframkvæmdir við Isafjarðardjúp (548 millj.). Veg- tenging með bundnu slitlagi milli Norðurlands og Austurlands verði lokið á árunum 2000-2001 (785 millj. kr.) Miklar vegaframkvæmdir milli Húsavíkur og Þórshafnar (526 millj. kr.) Framkvæmdir hefjast svo hugs- anlega á árinu 2001 við breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar (228 millj. á tíma- bilinu 1999-2002). Á höfuðborgarsvæðinu eru ýmsar stórframkvæmdir á vegaáætlun eða samtals fyrir um 3,3 milljarða kr. á ár- unum 2000-2002. Gert var ráð fyrir að framkvæmt yrði fyrir rúmlega einn milljarð kr. á næsta ári en þar sem ákveðið hefur verið að fresta fram- kvæmdum fyrir 450 millj. kr. verður sú fjárhæð færð yfir á árið 2001 og bætist við þau framkvæmdaáform sem þá eru fyrirhuguð, skv. upplýs- ingum Jónasar Snæbjömssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar. Þetta mun því væntanlega ekki breyta áætl- unum um einstök verkefni þó verklok- um þeirra seinki af þessum sökum. Framkvæmdir við Reykjanesbraut eru stærsta verkefnið á tímabilinu og er áætlað að verja 1.760 millj. kr. til þess á árunum 1999-2002. Að sögn Jónasar verða gatnamót við Breið- holtsbraut boðin út næsta haust, (áætlaður kostnaður 712 millj.). Einnig er stefnt að færslu Reykjanes- brautar við Hvammabraut í Hafnar- firði og að endurbætur á gatnamótum Lækjargötu verði boðnar út á síðari hluta næsta árs, (320 millj.). Meðal annarra stórverkefna eru svokallaður hringvegur, þ.e. fram- kvæmdir á Suðurlandsvegi/Víkurvegi og gatnamót við Nesbraut o.fl. (444 millj. kr). Framkvæmdir við færslu Hringbrautar o.fl. verkefni á Hring- braut/Miklubraut hefjast hugsanlega á næsta ári en munu aðallega standa yfir á árunum 2001 og 2002, skv. áætl- un Vegagerðarinnar (450 millj.). Einnig má nefna að unnið verður að undirbúningi vegna Sundabrautar á tímabilinu 1999-2002 en til umræðu er að bjóða fyrsta áfanga út innan tveggja ára. Heildarkostnaður þessa stórverkefnis á langtímaáætlun fram til ársins 2010 er rúmlega 2 milljarðar. Skólabyggingnm haldið áfram í Hafnarfirði Verulegar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar í Hafnarffrði á næstu fimm árum, að sögn Halldórs Árnasonar, bæjarritara. Haldið verður áfram framkvæmdum við grunnskóla og leikskóla með gerð samninga um einkaframkvæmd. Áætlað er að fjár- festingar bæjarins á næsta ári nemi 800 milljónum króna. Nýtt íbúðar- hverfi í Áslandi mun rísa á næstu ár- um með tilheyrandi gatnafram- kvæmdum og uppi eru áform af hálfu bæjarins um byggingu nýs grunnskóla og leikskóla í því hverfi, sem taki til starfa árið 2001. í undirbúningi er bygging nýs skóla sem á að leysa Lækjarskóla af hólmi sem tekinn verði í notkun 2001 og 2002 og fram- kvæmdir standa yfir við byggingu íþróttamiðstöðvar á íþróttasvæði Hauka sem á að vera lokið 2001, svo nokkur helstu verkefni séu nefnd. Tillaga að nýju miðbæjarskipulagi verður kynnt í Hafnarfirði á næstu dögum en þar er gert ráð fyrir mikl- um byggingarframkvæmdum þar sem svæðið verði skipulagt fyrir blandaða byggð íbúða og menningarstarfsemi. Halldór er þeirrar skoðunar að ekki verði stórvægilegar breytingar á mannaflaþörf vegna framkvæmda í bænum á næstu árum frá því sem ver- ið hefur. 60 þúsund fermetra verslunar- miðstöð í Smáralind Umtalsverðar framkvæmdir eru einnig fyrirsjáanlegar í Kópavogi en endanlegar ákvarðnir bíða afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs. Meðal stærstu verkefna á vegum bæjarins er áframhaldandi bygging Lindaskóla sem á að vera lokið á næstu 2-3 árum. Líklegt er að hafnar verði fram- kvæmdir við Salarskóla sem er nýr grunnskóli ofan Lindahverfis og að fyrsti áfangi hans verði tekinn í notk- un 2001. Mikil íbúðaruppbygging á sér stað í hverfmu þar sem munu búa ná- lægt 3.000 manns. Þá er m.a. reiknað með að byggður verði leikskóli á næsta ári á homi Urðarbrautar og 7 Kópavogsbrautar og era uppi áform um byggingu fleiri leikskóla á næstu árum, skv. upplýsingum sem fengust hjá Þórarni Hjaltasyni, verkfræðingi hjá Kópavogsbæ. Sú byggingarframkvæmd sem þó ber höfuð og herðar yfir aðrar fram- kvæmdir sem í undirbúningi eru á höfuðborgarsvæðinu er án efa fyrir- huguð bygging 60 þúsund fermetra verslunarmiðstöðvar í Smáralind í Kópavogi. Áætlaður heildarkostnaður hefur ekki verið gefinn upp en ljóst er að þar er um margra milljarða kr. verkefni að ræða. Verktími er áætlað- ur 18 mánuðir og á opnun miðstöðvar- innar að fara fram haustið 2001. Nægur mannafli til reiðu á mestu álagstúnum? Miklar umræður hafa orðið um áhrif stórframkvæmda, einkum vegna álvers á Reyðarfirði, á efnahagsþenslu og verðbólgu og um heppilega tímasetn- ingu einstakra framkvæmda til að jafna sveiflur. Hafa sérfræðingar bent á að arðsemi einstakra framkvæmda ráðist að miklu leyti af því hvort ráðist er í framkvæmdir þegar þensla er mik- il eða þegar slaki er í hagkerfinu. Einnig hafa vaknað spumingar um hvort innlend fyrirtæki geti annað eft- irspum eftir mannafla vegna stóriðju- framkvæmda. Nefnd skipuð fulltrúum stjómvalda, Samtaka iðnaðarins og Sa- miðnar skilaði skýrslu á seinasta ári um mannaflaþörf vegna stórðiðjufram- kvæmda til ársins 2005. Þar kemur fram að heildarfjöldi starfsmanna í raf- og málmiðnaði, byggingar- og jarð- vinnu er um 4.500 á landinu öllu en rúmlega 3.000 manns á höfuðborgar- svæðinu. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu að 2.100-2.600 faglærðir iðnað- armenn og aðstoðarmenn gætu verið til reiðu vegna framkvæmda á hverjum tíma. Heimildarmaður úr röðum fjárfesta taldi þó ekki að skortur á sérhæfðum starfsmönnum yrði vandamál því mun auðveldara sé í dag að flytja inn er- lenda starfsmenn en áður var til að ljúka stómm verkum. Aðspurður hvort mannafli verði til reiðu ef áætlanir um stóriðjufram- kvæmdir verða að vemleika sagði Eyjólfur Bjamason að miklu máli skipti hvort framkvæmdum yrði raðað í tímaröð. Gera mætti þó ráð fyrir undirmönnun á mestu álagstímum í byggingariðnaðinum. Því væri mikil- vægt að dreifa útboðum betur yfir árið því reynslan hafi verið sú að yfir 50% allra útboða verklegra framkvæmda komi fram á tímabilinu apríl til júní. „Það er mikil óvissa framundan en menn era reyndar vanir því í þessum bransa,“ segir Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins um verkefni og horfur í jarðvinnuframkvæmdum. Ami segir að ekki hafi gætt þenslu í jarðvinnuverktöku og staðan þar sé því ekki sambærileg við byggingariðn- aðinn ef litið sé á verðþróun. Hann segir að stuttur verktími sé verktök- um í jarðvinnu sérstaklega erfiður. „Það sýður á keipum í júlí, ágúst og september og svo er bara ládauður sjór þar fyrir utan. Það er stærsta vandamálið í þessari grein,“ segir hann. „Verkefnastaðan virðist vera þolanleg það sem menn sjá fram yfir áramót en svo tekur við hefðbundinn vetur og lægð eftir það,“ segir hann. Árni gagnrýnir ákvörðun stjórn- valda að fresta framkvæmdum fyi-ir um einn milljarð á næsta ári. „Við höf- um litið svo á að ef draga eigi saman í opinbemm rekstri sé ekki rétt að gera það í arðbærri fjárfestingu heldur taka ú rekstrinum sem er viðvarandi en fjárfestingin skammtímaverkefni," segfr hann. Eyjólfur tekur undir þetta og segir óljóst hvar boðaður samdráttur eigi að koma niður. „Við eram ekki alveg sam- mála því, að þetta sé besta tækið til að draga úr þenslu,“ segir hann. Eyjólfur segist líta svo á að eðlilegt ástand hafi ríkt að undanförnu í byggingarfram- kvæmdum, þar sem fyrirtæki geti nú gert áætlanir vegna verkefna nokkra mánuði fram í tímann sem ekki þyrfti að leiða til þenslu á launamarkaði. „Það var óeðlilegt ástandið fyi-ir 2-3 árum þegar menn sáu aðeins 2-4 vikur fram í tímann," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.